Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 22. júni 1975. TÍMINN 11 Frá aðalfundi SÍS: Framleiðni í landbúnaði hefur verið gífurleg... MEÐAL fulltrúa á aðalfundi StS, sem haldinn var á dögunum að Bifröst I Borgarfirði, var Sigurjón Jónasson, bóndi á Skörðugili I Skagafirði. Sat hann fundinn fyrir kaupfélag sitt, og I fundarhléi hittum við hann að máli til að for- vitnast um hag og tiðindi kaupfé- lagsins og fundarstörfin. Hann hafði þetta að segja: — Aðalfundi Kaupfélags Skag- firðinga er lokið i ár. Afkoma fé- lagsins var ekki góð, þvi endar náðu ekki saman, og þvi var ekki unnt að greiöa arð að þessu sinni, en það hefur ekki gerzt svo lengi að ég man. Hins vegar var unnt að afskrifa á venjulegan hátt. Hafa staðið i framkvæmdum Kaupfélagið hefur staðið i mjög miklum framkvæmdum að undanförnu. Við erum að byggja nýtt sláturhús, eða réttara sagt endurbyggja sláturhúsið og færa það i nýtizkulegra horf. Talið er að húsið muni kosta um 200 milljónir króna. Þetta er færi- bandahús, eins og núna eru viða að ryðja sér til rúms. Upphaflega átti þessi framkvæmd að kosta um 40 milljónir króna, en mun að likindum kosta um 200 milljónir, eins og áður sagði. Afköstin hafa tvöfaldazt Þá var mjólkursamlagið endurnýjað frá grunni, eða vél- búnaður þess. Þetta er i þriðja sinn, sem við endurnýjum það. Mjólkursamlagið var byggt á ár- unum kringum 1936, og siðan endurbyggt fyrir alllöngu, og svo núna var velbúnaður þess endur- nýjaður. Vélbúnaðurinn var keyptur frá Sviþjóð— Alfa — Laval — og við þessa breytingu tvöfaldaðist afkastageta sam- lagsins. Með fyrri vélbúnaði gátum við unnið 5000 litra af m jólk á klukku- stund, en núna er unnt að vinna 10.000 litra á klukkustund. Innvegin mjólk á siðasta ári var 9.3 milljónir kilóa og jókst um 3,4%, sem er aðeins meira en landsmeðaltalið. A siðasta ári slátruðum við 63.000 fjár, sem er umtalsverð aukning. Sláturhúsum hefur fækkað i Skagafirði, og er slátrun nú á einni hendi. Fastir starfs- menn hjá kaupfélaginu eru nú 166 talsins, en 859 komust á launa- skrá hjá félaginu á árinu. Heildarlaunagreiðslur voru 271 milljónir króna, ef mað eru talin launaskyld gjöld, ásamt að- keyptri þjónustu. Heildarveltan 1572 milljónir — Hver var heildarveltan? — Hún var 1572 milljónir króna, hafði aukizt um 50%, en var 1049 milljónir króna á árinu á undan. — En svo vikið sé að kaupfé- laginu: hve margir eru félags- mennirnir — og deildirnar? — Félagsmenn i kaupfélaginu eru 1354 og starfa i 10 félagsdeild- um. Félagssvæðið er Skagafjörð- ur, að undanskildum Fljótunum, þar sem er sérstakt félag, Sam- vinnufélag Fljótamanna. — En hvað er að frétta af bú- skap — hvernig var veturinn? — Hann var erfiður um margt, og mjög gjafafrekur, þótt naum- ast væri hægt að kalla þetta harð- indi. Samgöngur gengu yfirleitt vel, a.m.k. þar sem ég bý. Hagur bænda var ef til vill mis- jafn, en skuldir þeirra jukust á árinu sem leið, og segir það ef til vill söguna skilmerkilegast. Þvi er nú verr. Þetta er þó ekki svo undarlegt, þar eð gifurlegar hækkanir hafa orðið á ýmsum rekstrarvörum og eiginlega á öll- um sviðum. Afkoma bænda Nægir þar að nefna oliuhækk- unina og rafmagnshækkunina, en fleira mætti nefna. Nú, svo kemur áburðarhækkunin núna. Segja má, að þessar hækkanir komi við öll heimili i landinu, og þær eru ástæðan fyrir verri stöðu bænda. Hækkanir á afurðum bú- anna hafa ekki orðið i neinu hlut- falli við þennan tilkostnað. Þess má lika geta, að allar gengisfellingar koma hart niður á bændastéttinni, þvi þær verka svo mikið aftur fyrir sig. — Nú Itefur verið dálitil um- ræða um styrki til landbúnaðar- ins. Ilver eru viðhorf bæuda til þessarar umræðu? — Ég get nú varla talað fyrir munn allra bænda. En hvað sjálf- um mér við kemur, þá finnst mér, að margt af þvi, sem sagt hefur verið i þvi sambandi hafi verið illa grundað. Ef litið er til grann- þjóða okkar á Norðurlöndum, t.d. i Noregi, þá eru landbúnaðar- styrkir ekki minni þar, þótt bú- skaparskilyrði séu betri en hér. Norðmenn verða að leggja gifur- legt fé með framleiðslu bænda hjá sér. Eina raunhæfa svarið við þenslu á öllum sviðum er að reyna að stækka búin og auka hagkvæmnina. Framleiðni i land- búnaði hefur verið gifurleg — ótrúleg á sumum sviðum — og það er liklega eina ráðið til þess að halda hlutunum i horfinu. JG Útboð Óskað er eftir tilboðum i efni i flugskýli, er reist verður á Reykjavikurflugvelli. útboðsgögn verða afhent á skrifstofu minni, Reykjavikurflugvelli. Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir kl. 12 á hádegi, föstudaginn 25. júli n.k. Flugmáiastjórinn, Agnar Kofoed-Hansen. Rafgæzlumaður Rafmagnsveitur rikisins óska að ráða raf- gæslumann með aðsetri á Breiðdalsvik. Umsóknir sendist til rafveitustjórans á Austurlandi Selási 8, Egilsstaðakauptúni eða til Rafmagnsveitna rikisins, Lauga- vegi 116, Reykjavik. Rætt við Sigurjón Jónasson fró Syðra- Skörðugili um kaup- félagsmól og búskap í Skagafirði MönusTA sunnu vh> PJÖIÍHVIDUPÓIH CORAL ÍBÚÐIR - MALLORKA ^■■■■■■^■■■■^■■■■■■■■■■■■■^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■B Rosnogoe/ki í IMú hefur Sunna tekið upp þá nýbreytni að gefa barnafjölskyldum sérstaklega góð kjör á Mallorkaferðum, með dvöl í íbúðum, þar sem 1. flokks aðstæður eru til sólbaðs og sunds. Stört útivistarsvæði, fagurt utsýni, hreinlegar og góðar íbúðir, fyrir 4—7 manna fjölskyldur. Stutt í fjölbreytt og skemmtilegt verslana-, veitinga- og skemmtistaða- hverfi. Skammt að fara með börnin á leiksvæði, skóglendi og fjölbreytt sædýrasafn MARIIMLAND. Sunna býður þá þjónustu, sem enginn hefur áður gert; íslensk stúlka annast barnagæslu, aðeins fyrir Sunnugesti á þessum stað. Og okkur hefur nú tekist að fá 11 íbúðir til viðbótar á þessum eftirsótta stað og getum því fullnægt bókunum. FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA Lækjargötu 2 súnar 16400 12070

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.