Tíminn - 22.06.1975, Síða 32

Tíminn - 22.06.1975, Síða 32
32 TÍMINN Sunnudagur 22. júni 1975. Prinsessan í fjölleikahúsinu Einu sinni var prin- sessa, sem hét Perla. Hún átti heima i glæsi- legri höll og átti ósköp- in öll af fallegum kjól- um og skartgripum. Á hverjum morgni settist hún á bak snjóhvita hestinum sinum og þeysti um hallargarð- inn. Hún borðaði lika alltaf af gulldiskum og svaf i gullslegnu rúmi. Foreldrar Perlu litlu, kóngurinn og drottn- ingin, litu inn til hennar á hverju kvöldi, þegar hún var sofnuð, til þess að fullvissa sig um að hún svæfi vel og dreymdi fallega drauma. Ef hún brosti ekki i svefninum, létu konungshjónin heila hljómsveit leika fyrir utan gluggann kennar, til þess að hún yrði glöð. Hún var einka- barn þeirra, og þau kappkostuðu að veita henni allt það bezta, sem lifið hafði upp á að bjóða. Og til þess að hún gæti lært allt milli himins og jarðar, gerðu þau boð eftir öllum fær- ustu kennurum lands- ins. Perla lærði að leika á fiðlu hjá frægum fiðlu- snillingi, landafræði- kennslan var i höndum manns, sem ferðazt hafði um allan heim- inn. Saumakona drottningarinnar kenndi henni útsaum, og heimsfrægur eðlis- fræðingir lauk upp fyr- ir henni leyndardóm- um eðlisfræðinnar. Þannig mætti lengi telja, þvi að sú náms- grein var vist ekki til, sem Perla lagði ekki stund á. En bak við læstar dyr — með fyllstu leynd — lærði Perla það sem hún hafði mestan áhuga á, nefnilega að ganga á linu. Það var eldhússtúlkan, sem kenndi henni þá kúnst. Á yngri árum hafði hún verið linudansari við fjölleikahús. Perla hafði komizt að þvi og grátbeðið hana að kenna sér. Heitasta ósk litlu prinsessunnar var nefnilega að geta ein- hvern tima orðið svo snjall linudansari, að hún gæti fengið vinnu i DAN BARRY Geiri finnur Vicki i konungshöllinni., 0-jú,og hvergi^ NyHvernig stendur nokkuð á þetta? um okkur i sögubókum, er lizt þét

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.