Tíminn - 20.07.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.07.1975, Blaðsíða 9
Sunnudagur 20. júli 1975. TÍMINN 9 1 KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR ..TOMMY ER EINSKONAR ÞVERSKURÐUR NÚTÍMANS" greina að fela öðrum en Russel leikstjórn myndarinnar, og kapp- ar á borð við hann eru gjarna bókaðir nokkuð fram i timann. Ken Russel hafði þó mikinn áhuga á, að snúa sér að Tommy sem fyrst, og þegar hann hafði lokið af bókuðum verkefnum sin- um, hófst hann þegar handa um gerð hennar. Arangurinn af samstarfi Russels og The Who þykir nú sýna það, að biðin hafi verið tafarinnar virði, þvi að þrátt fyrir nokkuð misjafna dóma, hafa kvikmynda- unnendur og þá ekki siður rokk- unnendur, sýnt myndinni geypi- lega ræktarsemi og þykir hún nú með athyglisverðustu verkum kvikmyndaiðnaðarins. Um kvikmyndina Tommy hefur einn erlendur gagnrýnandi haft þau orð, að hún marki þáttaskil i brezkri kvikmyndaframleiðslu og geti orðið til þess að stöðva þá aft- urför, sem einkennt hafi brezkar kvikmyndir um nokkurt skeið. Annar gagnrýnandi segir um Russel, að það sé guðsþakkar vert, að Bretar skuli þó eiga einn verulega góðan leikstjóra, sem man að hann er brezkur, gerir myndir sinar i Bretlandi og metur umhverfi sitt og verkefni þess, að hann segir og gerir það sem hann trúir að sé satt og rétt. Það sem ef til vill skiptir öðru fremur máli, meir en dómar gagnrýnenda og jafnvel meir en peningainntaka myndarinnar, hlýtur þó að vera skilningur höf- unda verksins, þeirra, sem upp- haflega sköpuðu Tommy, á inni- haldi þess. I þeim skilningi hlýtur að felast lykill „óperunnar” og þar með myndarinnar, þvi að þótt nokkrar breytingar væru gerðar á verkinu undir umsjá Russels, var þess þó gætt vendilega, að hnika i engu boðskap þess eða söguþræði. 1 viðtali við kvikmyndablaðið Films and filming, gerði Pete Townshend nokkra grein fyrir viðhorfum sinum til Tommy. Hann skýrði i viðtalinu nokkuð frá uppruna verksins og sagði þá meðal annars, að upphaflega hefði hann ráðizt i að semja Tommy, svo til einvörðungu vegna þess, hversu leiður hann var orðinn á útgáfu litilla 45 snún- inga hljómplatna, sem alls ekki máttu bera lengri lög en sem svaraði þrem minútum. — Þetta samsvaraði þvi, sagði Townsend i viðtalinu, — að Ken Russel, til dæmis, yrði að láta sér nægja kvikmyndun stuttra aug- lýsinga, eða þá að rithöfundar mættu ekki skrifa annað en smá- sögur.— Um Tommy sjálfan segir hann svo: — Tommy er eins konar þverskurður af þvi hvernig fólk er i dag, hvernig samfélagið er i dag. Verkið er táknrænt fyrir það hvernig ungt fólk gripur dauða- haldi i allt sem virðist geta hjálpað þvi til að komast áfram ofurlitið hraðar, hvort heldur þar er um að ræða rokk, fikniefni, byltingu, eða eitthvað annað. Það eru allir að reyna að stytta sér leið,allir leita að auðveldarilausn vandamála sinria. Enginn er reiðubúinn til að viðurkenna að lifið geti hal't tilgang sem slikt, og enginn fæst til að viðurkenna að einstaklingurinn geti borið ábyrgð á einu eða öðru. Kraftaverk það, sem Tommy verður fyrir, er nokkuð sem fólkið kann vel að meta, en jafnframt verður það ofurlitið biturt. 1 raun vill það sjálft hafa verið mállaust, blint og heyrnarlaust, til þess að geta frelsazt á sama hátt og hann.” Jafnvel þótt Townshend réðist upphaflega i samningu Tommys, nánast einvörðungu til að losna úr þeim takmörkunum, sem þröng- sýni hljómplötuframleiðenda setti rokkhljómsveitum fyrir 1970, varð þó verkið, þegar saman kom, annað og meira en venjuleg stór piata. Þegar á það er hlýtt, fer varla hjá þvi,að áheyrandinn taki eftir napurri ádeilu i þvi, ádeilu á þjóð- félag, sem neyðir þegna sina til að leita út fyrir viðurkenndan ramma þess. í verkinu felst einnig ádeila á það hvernig um- hverfi mannsins nýtir hann, ef hann gefur á sér færi og þá ekki sizt á tilhneigingu okkar allra til þess að „sleppa ódýrt”. Það er i sjálfu sér engin tilvilj- un að The Who vildu engan leik- stjóra, annan en Ken Russel, og þá ekki heldur að Ken Russel var meir en fús til að taka verkið að sér. Helztu leikarar i kvikmyndinni um Tommy eru: Ann-Margret, Oliver Reed, Roger Kaltrey, Elton John, Eric Clapton, Keith Moon, Paul Nicholas, Jack Nicholson, Robert Powell, Tina Turner, Barry Winch, Victoria Russel, og að sjálfsögð The Who. Myndin er gerð i Bretlandi, og er henni dreift af United Artists i Evrópu. Það er þvi Tónabió, sem kemur til með að sýna myndina og búizt er við að henni bregði þar fyrir á hvita tjaldinu einhvern- tima með haustinu. Nokkrar tafir gætu þó orðið þar á, þar sem Tónabió mun hafa á- kveðið að bæta stórlega hljóm- kerfi sitt, áður en myndin um Tommy verður tekin til sýninga, og pöntun á stereotækjum við kvikmyndavélar getur tekiö nokkurn tima. Vonandi liður þó ekki á löngu, þar til okkur gefst færi á Tommy og getum sjálf dæmt um þessa mynd, sem valdið hefur þó nokkru róti erlendis. Móðir Tommys er leikin af Ann-Margret. örvæntingin yfirbugar hana, þegar hún uppgötvar að jafnvel auður og iburður geta ekki hjálpað henni til að ná sambandi við son sinn. Prédikarinn er leikinn af Eric Clapton, sem mun fleiri kunnur fyrir gítarleik og söng en kvikmyndaleik. Engu að síður þykir hann skila hlutverki sinu nokkuð vel, enda ekki alger byrjandi i faginu. IN FÉKK FRÍ! MEÐAN REIÐI GUÐS FÉKK ÚTRÁS í BLÝI fátitt að þeir messi með blýi i stað orða. Undanfarin ár hefur kvik- myndaiðnaður flestra þjóða ein- kennzt af itrekuðum og oft nánast örvæntingarfullum tilraunum til að koma fólki á óvart. Til þess hafa verið notaðar náttúruham- farir, slysfarir, hernaður og jafn vel flest það i mannlegri tilveru, sem soralegt eða afbrigðilegt get- ur talizt. Kvikmyndin „Reiði guðs” er i sjálfu sér ekki soraleg á nokkurn hátt og kemur ekki mjög á óvart. Hún fjallar á allra „penasta” máta um þætti úr baráttu kúgaðr- ar þjóðar til sjálfstæðis og leggur mun meir upp úr sjálfum skot- hljóðunum og sprengidrununum, en blóðinn sem slikt hlýtur þó að kalla fram. Það, sem er óvenju- legt við kvikmynd þessa og á að tryggja henni aðgang að hjörtum fjöldans, er að helzta baráttuhetj- an er klerkur nokkur, að nafni Van Horne sem er vélbyssan og handsprengjan tamari en oblátan og messuvinið. Raunar litur hann helzt ekki við messuvini, þvi eins og hverjum og einum kraftpresti sæmir, hefur hann tamið sér neyzlu á heldur sterkari veigum. Van Horne er ekki byltingar- maður við upphaf myndarinnar. Hver tilgangur hans er og hvert Gamla Bió: Reiði Guðs Leikstjórn: Ralph Neison Aðalhlutverk Robert Mitchum Tónlist: Frank Langella Rita Hayworth Ken Hutchison Victor Buono Paula Pritchett Lalo Schifrin Gerð eftir skáldsögu James Grahams. Presturinn.sem gerðist tæknilegurráögjafi guðs og hjálpaði honum við að hella úr skálum reiði sinnar, er leikinn af Robert Mitchum, sem tekur sig ágætlega út i hlutverkinu. hann stefnir, er raunar aldrei skýrt til nokkurrar fullnustu, enda skiptir það heldur takmörk- uðu máli. Kunningjarnir tveir, sem flækj- ast i vitleysuna með Van Horne, þeir Emmet og Jennings, eru öllu auðskildari — annar landflótta Iri, hinn landflótta Breti, og báðir eru að reyna að bjarga eigin skinni. I stuttu máli er þráður mynd- arinnar nokkuð staðlaður og svip- aður þræði ótölulegra annarra suðrænna byltingarmynda. Fyrir alls kyns mistök og misskilning lenda klerkurinn og kunningjarn- ir tveir i höndum hershöfðingja nokkurs úr röðum byltingar- manna og verða að ganga i þjón- ustu hans, ef þeir vilja halda'lifi og limum. Hann felur þeim ákaf- lega sérstakt verkefni, sem minnkar að visu glansinn af Iif- gjöfinni, en felur þó i sér nokkra ábatavon. Þeim er ætlað það hlut- verk, að fara til ákveðins þorps og drepa þar ákveðinn mann, sem talinn er öllum öðrum kúgurum verri. Þegar þeir koma til þorpsins, þar sem kúgari þessi og yfir- gangsódámur hefur aðsetur sitt, reynist þar allt vera i hinum mesta ólestri, einkum það er varðar andleg málefni. Mánuðina þá næstu á undan hafði kúgarinn, sem ber hið virðulega nafn De La Plata, látið drepa hvern þann prest, sem stigið hafði fæti inn fyrir landamörk umráðasvæðis hans og þvi var orðið allnokkuð um óvigð hjónabönd, óskirð börn, óskriftaðar syndir og aflátslaus- an dauða. Van Horne er ráðið eindregið til þess að forða sér hið snarasta, en sem hetju i mynd af þessu tagi sæmir tekur hann þann kostinn að þráast við, „strögla” ofurlitið gegn ofureflinu og skúra i leiðinni kirk jugólfið. Færist þá ákaft fjör i leikinn, með tilheyrandi kúluhvin, og þegar fram i sækir dynur reiði guðs á kúgaranum og handbend- um hans. t þessu tilviki notar guð að visu vélbyssur, haglabyssur og handsprengjur til' að tjá reiði sina, sem sizt er áhrifaminna, en eldingin, sem hann i þröngsýni sinni hefur brúkað um aldabil. Timi til kominn að hann taki tæknina i þjónustu sina, likt og hann gerði þegar rannsóknar- dómstólar hans notuðu hjól og steglu. Svo sem af skrifum þessum má ráða, er þarna á ferðinni kvik- mynd, sem fylgir næsta troðnum slóðum um allt; efni, efnisúr- vinnslu, söguþráð, leikstjórn og leik. Eitt er það þó, sem kemur nokkuð á óvart og virðist jafnvel eiga illa heima i mynd af þessu tagi. Er þar um að ræða atvikið. þegar ævintýraklerkurinnsýnir á sér mannlega hlið og eyðir nótt- inni fyrir úrslitaátökin milli hans og Plata, til þess að syngja messu, gifta hjón, sem bjuggu saman óvigð, skira þau börn^sem óskirð voru, hlýða á syndaregist- ur sóknarbarnanna og taka söfn- uðinn til altaris. Þetta atriði gefur myndinni nokkuð óvæntan tón og gerir hana næstum þess virði að sjá hana. Meðan á þvi stendur er Van Horne ekki lengur sjálfselskur þorpari, sem eltist við auðfenginn gróða, heldur fórnfús og um- hyggjusamur klerkur, sem ber andlega velferð sóknarbarnanna meir fyrir brjósti en sina eigin likamlegu. Það er jafnvel ekki laust við að hann minni ofurlitið á Don Camillo meðan á þessu stendur. Sem sé: Reiði guðs er ofbeldis- kenndari en ég hefði talið hana að óreyndu. Robert Mitchum stendur sig með stakri prýði i hlutverki ævintýraprestsins, og aðrir leikendur gera ekki áber- andi skyssur. Fremur litið er i myndina varið sem heild, en þó eru i henni augnablik, sem eru sterk og á- hrifamikil og gefa henni nokkurt gildi. Þokkaleg afþreying, sem ekki er siðri mörgu öðru, sem framiö er á hvita tjaldinu um þessar mundir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.