Tíminn - 20.07.1975, Blaðsíða 23

Tíminn - 20.07.1975, Blaðsíða 23
Sunnudagur 20. júli 1975. TÍMINN 23 Jóhann M. Kristjónsson, dr. phil. h.c.: BLETTUR Á DANSKRI MENNINGU Hér er átt viö það áform danskra kvikmyndaframleið- enda. að gjöra kvikmynd um JESÚ KRIST, en svo þungur styr hefur staðið um gerð henn- ar i heimalandinu, að augljóst er, að henni er ætlað að rýra þann ljóma sem staðið hefir um mannkynsfræðarann. Á það að þolast, miðsviðs i sjálfri menningunni athuga- semdalaust, að frá hinni virðu- legu dönsku þjóð, sem um aldir hefir borið hátt kyndil andlegr- ar reisnar og stórbrotinnar menningar leggi nú dimman skugga á skjöld kristins heims, á fegurstu hugsjón hans og þann kjarna tilverunnar, sem gjörir lifið og veröldina verða þess að vera til. Hér er reynt að „draga niður i lampanum”, er gefur birtu þeim, sem i myrkri þjást. — oo — Islensk þjóð þekkir gjörst hvaðan henni kom styrkur og ljós, þegar myrkur, kuldi, ótti og skortur nisti merg og bein þessarar hröktu, fátæku og um- komulausu þjóðar og dauðinn knúði freðnar dyr. Athvarfið var trúin á hjálp og kærleika JESÚ KRISTS. 1 ljósi hans þraukaði og þreyði litil þjóð og þjökuð. Ljósið var KRISTUR KÆRLEIKURINN frumverund tilverunnar eining- armáttur ALVERUNNAR HJARTSLATTUR GUÐS. Án þessa bindiafls færi tilver- an úr reipum, andi sem efni yrði sáldur eitt. Þvi er það, að engin þjóðfé- lagsstefna á sér lifs von, án uppistöðu og ivafs þessa eining- armáttar. Án hans rynni fram- vindan úr greipum lifsins. Þess vegna er boðberi kærleik- ans JESÚS „kærleikurinn og lifið”. HANN er opinberun KRISTS og allt með honum. Þess vegna hafa þúsundir stór- menna andans lotið boðskap hans i nærri tvö þúsund ár. KRISTUR er i guðspeki Goethe, i himinbornum tón- verkum Beethovens, mannkær- leika og göfgi Alberts Schweiz- ers, tilbeiðslu Hallgrims Pét- urssonar, marmara Einars Jónssonar, innblásnum sálmum Matthiasar og háspeki Einars. HANN er glampinn i skáldskap og listum. HANN er eilifðin i sálum mannanna. — o o — Ef vér ekki mótmælum með- an þess er enn kostur og göng- um til liðs við þann hluta dönsku þjóðarinnar, sem þegar hefir mótmælt, þá svikjum vér ekki aðeins hugsjón. Vér bregðumst persónulega þeim velgjörða- mönnum þjóða, sem visuðu leið til fegurra lifs og betra, fyrir KRIST og i nafni HANS. — oo — Þér kristnu söfnuðir ÍSLANDS. Aldrei hefir mann- heimur þarfnast svo mjög boð- skapar KRISTS, sem einmitt nú. Þér prestar þessa lands, þér eigið stórt tækifæri. Látið það ekki ónotað. Gangið fyrir Biskupinn yfir ÍSLANDI Herra Sigurbjörn Einarsson. Hann er verðugur fulltrúi KRISTS — þess vegna er hann biskup vor. Mætið i skrúða yðar virðulegu stéttar. Mætið biskupi vors lands við HALLGRÍMSKIRKJU á Skólavörðuhæð. Þar mundi rómur biskups stiga hærra en annarsstaðar: I nafni vors lands „VÉR MÖTMÆLUM ALLIR” — oo Mætti sú athöfn verða upphaf- ið að veruleika þess draums, að á ISLANDI risi ÖFLUG ÚT- VARPSSTÖÐ, sem flytti mann- kyni öllu boðskap trúar, visinda, kærleika og friðar. Ekkert færi þeirri hugsjón jafn vel og það, að fyrsta þrepið til þess heims- máls yrði „hús” þess manns, sem fegurst hefir flutt lofgjörð og þökk meistaranum unga frá Nasaret.JESÚ KRISTI. 10. júni 1975 Jóhann M. Kristjánsson. Jóhann M. Kristjánsson ÞJONUSTUMIDSTOÐ VIÐ GRENSASVEG BORGARHUSGOGN HREYFILL 85522 LITAVER ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ VIÐ GRENSÁSVEG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.