Tíminn - 20.07.1975, Blaðsíða 18

Tíminn - 20.07.1975, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 13. júli 1975. Viðræður um útfærsiuna jafn sjáifsagðar nú og 1972 Sögulegur atburður Útgáfa reglugerbar um út- færslu fiskveiðilögsögunnar i 200 milur er vissulega merkur sögu- legur atburður, þótt hún hafi i fyrstu ekki eins mikla efnahags- lega þýðingu fyrir okkur og fyrri úrfærslurnar. Þýðing hennar er mikilvæg samt. t ræðu, sem undirritaður flutti á fundi mið- stjórnar Framsóknarflokksins 18. april siðastl. var gerð grein fyrir þýðingu hennar á þennan hátt: „Með þessari útfærslu (þ.e. i 200 rnilur) tryggjum við, að við getum betur tryggt hóflega friðun ufsans og karfans, og jafnframt tryggt okkur nýtingu fisktegunda, sem enn hafa verið litið veiddar, eins og blálöngu, langhala og gulllax. Þá getur það i framtið- inni veitt okkur betri aðstöðu i sambandi við loðnuveiðar og sild- veiðar, siðast en ekki sizt, kemur það svo i veg fyrir, að útlendingar beini skipum sinum á þessar slóð- ir, þegar önnur fiskimið lokast þeim. Einmitt þess vegna þurfum við að verða á undan öðrum i þessum efnum.” Þá bendi ég einnig á, að útfærsl- an geti orðið til að hraða þróun- inni og önnur riki drægju það minna á langinn að færa fisk- veiðilögsögu sina út i 200 milur. Nokkuð getur þetta þó farið eftir þvi, hvemig við högum fram- kvæmd útfærslunnar, eins og sið- ar verður vikið að i þessu spjalli. Fyrsta út- færsían Fiskveiðilögsagan var fyrst færð út 1952. Áður hafði hún verið þrjár milur og fylgt strandlengj- unni. Árið 1952 var grunnlinan dregin fyrir alla firði og flóa og fiskveiðilögsagan siðan ákveðin fjórar milur frá grunnlinu. Það var stórt stökk að friða þannig alla firði og flóa fyrir veiðum út- lendinga. Það var rikisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins, undir forustu Steingrims Steinþórssonar, sem steig þetta mikilvæga skref i landhelgisbaráttunni, en áður hafði tvennt gerzt, sem gerði þessa útfærslu mögulega. Her- mann Jónasson og Skúli Guð- mundsson höfðu af hálfu Fram- sóknarflokksins flutt tillögu á þinginu 1947 um uppsögn brezka samningsins, sem stóð i vegi fyrir þvi, að hægt væri að færa út fisk- veiðilögsöguna, og var samningn- um sagt upp nokkru siðar i fram- haldi af þessum tillöguflutningi. Þá voru sett á þinginu 1948 land- grunnslögin svonefndu, en allar útfærslurnar á fiskveiðilögsög- unni hafa byggzt á þeim. Hans G. Andersen átti frumkvæðið að þessari lagasetningu. Eins og margir muna enn, reyndu Bretar að hnekkja þessari útfærslu með löndunarbanni, enda þótt hún væri byggð á úr- skurði, sem Alþjóðadómstóllinn hafði fellt i landhelgisdeilu þeirra og Norðmanna. íslendingar stóðust þessa viðskiptaþvingun og hjálpaði til, að þá hófst fisk- sala til Sovétrikjanna i veruleg- um mæli. Þorskastríðið fyrra önnur útfærsla fiskveiðilögsög- unnar var framkvæmd 1958 af vinstri stjórninni, sem var undir forustu Hermanns Jónassonar. Þá var fiskveiðilögsagan færð út i 12 milur. Hér var um mikinn á- fanga að ræða, þar sem allar helztu hrygningarstöðvarnar við landið eru innan 12 mflna mark- anna. Bretar reyndu að ógilda þessa útfærslu með þvi, að láta togara sina veiða undir herskipavernd innan tólf milna markanna. Þó hættu þeir þessu ofbeldi eftir nokkra hrið, en voru með hótanir um, að þeir kynnu að gripa til Landhclgisnefnd á fundi þess aftur. Vegna óttans við þess- ar hótanir, gerði viðreisnar- stjórnin við þá landhelgis- samninginn frá 1961. Brezkir ráð- herrar sögðu þá sigri hrósandi, að hann myndi binda hendur Is- lendinga a.m.k. 25 næstu árin. Fullyrðing þessa byggðu þeir á þvi, að samkvæmt samningnum gætu Islendingar ekki fært út lög- söguna nema með samþykki Al- þjóðadómstólsins, en Bretar treystu á ihaldssemi hans. Stærsti áfanginn Bretum varð þó ekki kápan úr þvi klæðinu. Fyrir kosningarnar 1971 urðu stjórnarandstöðu- flokkamir sammála um að gera það að aðalmáli kosninganna, að landhelgin yrði færð út i 50 milur ekki siðar en 1. september 1972. Það var frumkvæði og milligöngu Framsóknarflokksins að þakka, að þetta samkomulag náðist milli stjórnarandstöðuflokkanna. Svo fór, að þeir fengu meirihluta i kosningunum. Sennilega hefði vinstri stjórnin ekki verið mynduð, ef þetta fyrirheit hefði ekki tengt umrædda flokka saman. Svo grunnt var þá á þvi góða milli Alþýðubandalagsins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Á þinginu 1972 náðist svo samkomulag milli allra stjórn- málaflokkanna um útfærslu fisk- veiðilögsögunnar i 50 milur ekki siðar en 1. september 1972. Það má telja með merkari atburðum þingsögunnar, þegar tillagan um þetta var afgreidd einróma frá Alþingi.óhætt er að segja, að Framsóknarflokkurinn átti drýgstan þátt i þessu samkomu- lagi. Bretar reyndu enn á ný að hnekkja þessari útfærslu með vopnavaldi og náðu allmiklum afla á meðan. Þeim fannst þetta þó hvorki heppilegt eða frækilegt fyrirkomulag, og sömdu þvi við íslendinga haustið 1973 um mjög verulegan samdrátt veiðanna. Landhelgissamningurinn frá 1973 var mikill sigur fyrir Islendinga, en Ólafur Jóhannesson átti drýgstan þátt i honum. Með útfærslunni I 50 milur var stigið stærsta sporið i landhelgis- baráttunni. Þetta sést bezt á þvi, að samkvæmt upplýsingum Haf- rannsóknarstofnunarinnar eru um 97% alls þorskafla, sem er veiddurá Islandsmiðum, veiddur innan 50 milna markanna, 98-99% alls ýsuaflans, 82-86% ufsaaflans og 50-55% karfaaflans. Sjálfsagðar viðræður 1 sambandi við útfærslu land- helginnar i 200 milur hafa komið fram i landhelgisnefnd mismun- andi skoðanir á þvi, hvort ræða ætti við aðrar þjóðir, sem kynnu að óska að fá einhvern umþóttun- artlma innan hinnar stækkuðu lögsögu. Af hálfu fulltrúa Fram- sóknarflokksins á hafréttarráð- stefnunni hefur jafnan verið haldið fram þeirri skoðun, að eðlilegt væri að veita þeim þjóð- um, sem hefðu fiskað á miðum, sem hin nýja útfærsla nær til, nokkurn umþóttunartima. Þessu sjónarmiði hefur þingflokkur Framsóknarflokksins lýst sig fylgjandi og það komið fram i landhelgisnefnd. Þetta er i sam- ræmi við venjur i' skiptum þjóða, sem reynt hafa að leysa slik mál vinsamlega. Vinstri stjórnin fylgdi þessari venju, þegar hún samdi við Breta, Norðmenn, Belgiumenn og Færeyinga I sam- bandi við 50 milna útfærsluna. 1 samræmi við þetta hafa ráð- herrar Framsóknarflokksins og fulltrúar hans i landhelgisnefnd lýst sig fylgjandi þvi, að rætt yrði um útfærsluna við þær þjóðir, sem áður hafa fiskað á umræddu hafsvæði, og kynnu að óska eftir viðræðum i þvi sambandi. Full- trúi Alþýðubandalagsins i land- helgisnefndinni, Lúðvik Jóseps- son,hefur hins vegar lýst sig mót- fallinn slikum viðræðum, þvi að hann hefur viljað láta lýsa yfir þvi fyrirfram, að enginn um- þóttunarfresturyrði veittur innan 200 milna markanna. Slik yfir- lýsing myndi útiloka allar viðræður um þessi mál. Með þessu hefur Alþýðubandalagið tekið allt aðra afstöðu nú en I sambandi við útfærsluna i 50 mil- ur, þegar það stóð að undan- þágusamningum við fjögur áður- nefnd riki, og féllst á sllkar við- ræður við fimmta rikið (Vestur- Þýzkaland) Örlagaríkt fordæmi Islendingar verða að gætaþess, að það getur haft veruleg áhrif á lokaúrslitin á hafréttarráðstefn- unni, hvernig þeir halda á málum að þessu leyti. Þótt þróunin þar hafi verið okkur hagstæð, er loka- þátturinn eftir. Þá verður barizt til þrautar um það deilumál, hvort strandrikið eigi að hafa ó- skoraðan rétt til að ákveða hámarksafla innan fiskveiðilög- sögunnar og getu sina til að hag- nýta hann eða hvort þetta eigi að metast endanlega af alþjóðlegum aðilaIsland verður sennilega eina rikið, sem færir út fiskveiðilög- söguna fyrir næsta fund haf- réttarráðstefnunnar. Það getur haft mikil áhrif á úrslit þessa deilumáls, hvort talið verður, að Island hafi notað þennan rétt með sanngimi. A þvi getur oltið, hvort Island þykir hafa gefið gott for- dæmi eða ekki. Þetta kallar á vissa varfærni af hálfu Islend- inga, jafnhliða þvi', sem þeim ber að sýna fulla festu. Það er áreiðanlega sameigin- legt takmark íslendinga, að þeir einir nýti allan fiskafla innan tvö- hundruð milna markanna. Um lokamarkið er þvi ekki deilt, heldur leiðir til að ná þvi. Næsti á- fanginn þarf að vera sá að tryggja íslendingum sem fyrst allar veiðarnar innan 50 milna markanna. Vinstri stjórnin reyndi bæði baráttuleiðina og samningaleiðina i þessum efnum ogmá draga nokkrar ályktanir af þeirri reynslu. Um það er á- reiðanlega full samstaða, að þótt rætt verði við aðrar þjóðir um þessi mál, verða engir samningar gerðir, nema þeir feli i sér stór- felldan samdrátt á veiðum út- lendinga. Það verða viðsemj- endur okkar að gera sér ljóst. Satt að segja eru horfurnar ekkert of góðar i þeim efnum. En náist ekki samkomulag, verður aðstaða Is- lands sterkari eftir en áður sök- um þess að samningaleiðin var reynd. AAikill fjár- hagsvandi Fjárveitinganefnd hefur und- anfarið unnið að tillögum um frestun og lækkun rikisútgjalda á þessu ári, eins og gert var ráð fyrir I efnahagslögunum, sem samþykkt voru á siðasta þingi. Niðurstaðan er orðin sú, að ekki verði komizt lengra í frestun og lækkun þeirra útgjalda, sem ákveðin eru á fjárlögum en sem nemi um tveimur milljörðum króna. Þetta er næstum helmingi lægri upphæðen gertvarráð fyrir I efnahagslögunum. Samkvæmt siðustu útreikningum felur þetta i sér, að eftir stendur óleystur f jár- hagsvandi rikissjóðs, sem nemur um 1850 milljónum króna á þessu ári. Eigi viðunanlegur jöfnuður að nást i fjármálum rikisins á ár- inu, er nauðsynlegt að afla þeirr- ar fjárhæðar með nýrri skatt- heimtu. Rikisstjómin hefur að undan- fömu látið gera athugun á þvi, hvaða leiðir væru vænlegastar til nýrrar tekjuöflunar til að mæta umræddum halla. Ýmsir myndu hafa talið nokkra hækkun tekju- skattsins ekki óeðlilega, en slikt myndirekastá samkomulag það i skattamálum, sem gert var við verkalýðshreyfinguna, og lokar það þessari leið að sinni. Sölu- skattur er orðinn svo hár á nauð- synjum, að ekki er ráðlegt að hækka hann meira en orðið er. Hækkun ýmissa minni tekju- stofna, eins og eignarskatts, gæti komíð til greina, en myndu ekki nægja til að afla þeirrar upp- hæðar, sem hér um ræðir. Þá er ekki annað eftir en að athuga hækkun tolla eða álagningu sér- staks vörugjalds, sem yrði lagt á aðrar innflutningsvörur en helztu lifsnauðsynjar og helztu rekstrar- vörur framleiðslunnar. Nýja vörugjaldið Það hefur orðið niður- staða áðurgreindra athugana, að rikisstjórnin hefur i samráði við stuðningsflokka sina gefið út bráðabirgðalög, þar sem lagt er 12% vörugjald á áðurnefndar inn- flutningsvörur og nokkrar is- lenzkariðnaðarvörur. Þetta gjald hefur þann kost umfram aðrar fjáröflunarleiðir, að það er liklegt til að draga eitthvað úr inn- flutningi, en greiðslustaðan við útlönd er mjög óhagstæð. Slikur samdráttur innflutningsins gæti að visu orðið til þess, að tekjuöfl- un af gjaldinu yrði eitthvað minni en áætlað væri, en þá kæmi á móti minnkun gjaldeyriseyðslunnar, en það er ekki siður mikilvægt mál. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um nauðsyn þess, að rikis- reksturinn sé hallalaus. Það gildir um rikisbúskapinn eins og um annan búskap, að það hefnir sin oftast margfaltsiðar, að eyða um efni fram. Þess vegna er hyggilegt að mæta erfiðleikunum strax en fresta þvi ekki að fást við þá. Að sjálfsögðu má vænta gagn- rýni stjórnarandstæðinga, bæði vegna niðurskurðarins og nýrrar tekjuöflunar. En menn skyldu þá athuga, hvert sú stefna myndi leiða, sem nú er boðuð af stjórnarandstöðunni, þar sem jöfnum höndum er krafizt mikilla útgjaldahækkana og barizt gegn aukinni tekjuöflun. Slikt gæti ekki leitt til annars en rikisgjaldþrots og allra þeirra hörmunga, sem það hefði I för með sér. Slik hrun- stefna stjórnarandstöðunnar finnur áreiðanlega ekki hljóm- grunn hjá þeim, sem eitthvað Ihuga málin. Tillögur fjár- veitinganefndar Nýlega hefur verið skýrt frá til- lögum þeim, sem meirihluti fjár- veitinganefndar hefur sent rikis- stjóminni um frestun og lækkun útgjalda á fjárlögum ársins 1975. Rlkisstjómin hefur nú tillögur þessar til athugunar og koma þær ekki til framkvæmda, fyrr en hún hefur fjallað um þær og samþykkt þær. Ekki er ólíklegt, að nokkur breyting verði á þeim við þetta endurmat rikisstjórnarinnar, enda munu þá fyrir hendi gleggri upplýsingar um ýmis atriði. T.d. getur orðið erfitt að framkvæma ýmsar lækkanir á framlögum til hafnargerða, þvi að lækkunin get- ur haft I för með sér, að fram- kvæmdir frestist alveg, til mikils hnekkis fyrir viðkomandi byggðarlag. 1 þvi sambandi er lika oft um litlar upphæðir að ræða, sem engin teljandi áhrif hafa á afkomu rikisbúsins. 1 efnahagslögunum, sem sam- þykkt voru á siðasta þingi var rikisstjórninni heimilað að lækka útgjöld fjárlaga um 3,5 milljarða króna að fengnu samþykki fjár- veitinganefndar. Reyndin varð sú, að meirihluti fjárveitinga- nefndar treysti sér aðeins til að gera tillögur um tveggja milljarða króna lækkun. Þó eru stórir liðir i lækkunartillögum nefndarinnar þannig tilkomnir, að þeir hefðu frestazt hvort eð var, þar sem t.d. hefði ekki verið hægt að hefja framkvæmdir sök- um seinkunar á undirbúningi. Það er algengt að greiðsla á framlögum, sem ákveðin voru á fjárlögum, hafi frestazt af þess- um ástæðum. Tillögur fjárveit- inganefndar eru glögg visbending um, að erfitt er að lækka út- gjöldin, eftir að þau hafa einu sinni verið ákveðin i fjárlögum. Þetta sýnir nauðsyn þess, að vanda sem bezt fjárlagagerðina. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.