Tíminn - 20.07.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 20.07.1975, Blaðsíða 15
Sunnudagur 20. júli 1975. TÍMINN 15 TÍMINN HEIMSÆKIR ÖNUNDARFJÖRÐ Texti o,g myndir: Þorgeir Örlygsson inn inn. Maður varð hálfruglaður af að þurfa að gera allt á sama deginum. Mér þótti lika erfitt, hvað ég var óvanur að stjórna öðrum. Við höfðum nóg af fólki til þess að hjálpa okkur, fólki sem gat rakað og gert allar kúnstir, en ég hafði einhvern veginn ekki hugmynd um, hvernig ég ætti að skipuleggja vinnu þeirra. Ég hafði alltaf vanizt þvi að vera settur upp á dráttarvél og sagt að snúa þessum og þessum flekkn- um og svo þurfti ég ekki að hugsa meira um það. En málið fór hins vegar að vandast, þegar ég þurfti llka að fara að hugsa um það, hvað hinir ættu að gera. Eins var erfitt að venjast breyttum aðstæðum. Hlaðan hér er niðurgrafin steinhlaða og ekki með súgþurrkun, en I slika hlöðu hef ég aldrei fyrr hirt. Enda kom það á daginn, að ég hirti allt of fljótt af túnunum með þeim af- leiðingum að það hitnaði heldur betur I heyinu og við þurftum að moka öllu út úr hlöðunni aftur. Og auðvitað stórskemmdist heyið. Námið á Hvanneyri gagnlegt — Verkstjórn og hirðing. Eru það kannski þættir, sem vantar I námið á Hvanneyri? Hrafnkell: Það má vera. Það er margt, sem ég sé núna að vantaði I námið á Hvanneyri, en lika margt, sem ég hef haft mjög gott af, t.d. nám I áburðarfræði og al- mennri efnafræði. Námið á Hvanneyri gerir mann opnari fyrir nýjungum og við skiljum betur eftir dvölina þar, hvað ráðunautarnir eru að fara. Verklegri kennslu hefur, að þvi er ég held, hrakað töluvert á Hvanneyri og þá liklega á kostnað hins bóklega. Dóra: Ég held að I námið á Hvanneyri vanti það, sem mætti kalla stjórnun, — að nýta timann og skipuleggja störfin, þvl að I sveit þarf bóndinn að skipuleggja alla sina vinnu sjálfur og árangur allur kominn I undir þvi, hversu vel tekst til með þá skipulagn- ingu. — Er aðstoð af hálfu opinberra aðila við þá, sem eru að stofna bú i sveit, nægileg? Dóra: Við komum hingað fyrst og fremst vegna þess að við héld- um, að við fengjum frá þvi opin- bera einhverja aðstoð að við það að byggja upp, þvi að það er alltaf verið að tala um byggðaröskun, og að fólk sé að flytjast burtu úr sveitinni. En loksins þegar ein- hver kemur i sveitina, þá er ekkert gert til þess að halda I þá, sem koma. Frá hverjum viljið þið fá aðstoð einstaklingunum I hreppnum hérna, frá hreppsfélaginu eða rikinu? Hrafnkell: Það þarf að koma til aðstoð i svipuðu formi og Djúp- áætlunin, þó að hún hafi kannski ekki verið til neinnar fyrirmynd- ar. En það þarf að koma einhver aðstoð sem er hugsuð þannig, að allir hafi hag af þvi, að þessir staðir séu i byggð. Hreppsfélögin hafa vitanlega ekki bolmagn til þess að veita slika aðstoð, en þau geta hins vegar reynt að beita áhrifum sinum i þá átt, að eitt- hvað verði gert. — Hafið þið notið mikillar að- stoðar frá sveitungum ykkar? Hrafnkell: Þeir hafa viljað gera allt fyrir okkur, sem þeir hafa getað og reynzt okkur vel, en þeir geta vitanlega ekki aðstoðað i þeim málum, sem ég var að minnast á. Slik aðstoð þarf að vera frá rikinu. Ahugi stjórnmálamannanna Dóra : Ég held i það minnsta, að pólitikusarnir starfi ekki i þeim anda, sem þeir tala. Ahuginn fyrir jafnvægi i byggð landsins nær liklega ekki út fyrir ræðustól- inn, sem þeir tala úr hverju sinni. — Þið ætluðu að reka hér kúa- bú? Hrafnkell: Það stóð til, en við höfum skotið þvi á frest og allar likur eru á þvi að við förum yfir i sauðfjárbúskap. — Hvers vegna? — Mjólkurmagnið, sem kemur inn á mjólkurstöðina er alltaf að minnka og eitt bú getur engu breytt um þá þróun. Ég þori þvi hreinlega ekki að leggja út i dýra fjósbyggingu og vita ekki, hvað framundan er I mjólkurmálunum hér á Vestfjörðum. Ég held, að þróunin geti alveg eins orðið sú, að mjólkursamlagið á Isafirði verði lagt niður, þvi kostnaðurinn við framleiðslu hvers litra vex stöðugt, og á endanum hlýtur að verða sett stopp á það. Dóra: Þetta er það, sem við er- um alltaf að segja við bændurna hérna. Það hefur enginn áhuga á þvi að taka þátt i að byggja upp mjólkurframleiðsluna og þvi get- um við ein ekki staðið I þvi að býggja rándýrt fjór. Hrafnkell: Efviðfengjum vissu fyrir þvi, að hér yrðu byggð tvö til þrjú önnur fjós, þá horfði málið allt öðru visi við. Þá yrði fram- leiðsluaukningin umtalsverð og þetta hefði auk þess áhrif á aðra. Það er blóðugt, að geta ekki verið með sæmilegt kúabú i önundar- firði, þvi að undirlendi er liklega hvergi meira á öllum Vestfjarða- kjálkanum. Dóra: Min hugmynd er sú, að byggð verði mjólkurstöð á Flat- eyri og þá getum við komið okkur upp 150 kúa fjósi og séð um alla mjólkurframleiðslu i firðinum. ÉG veit til þess, að hjá sveita- stjóranum á Flateyri eru til teikningar að mjólkurstöð, en teikningin er siðan 1930. — Er þetta raunhæft hjá Dóru, Hrafnkell? — Ég veit ekki. Ég hef litið velt þvi fyrir mér. Hvaö er framundan — Nú sjáið þið fram á það, að þið munið ekki reisa hér kúabú i framtiðinni. Hvað er þá framund- an hjá ykkur? Hrafnkell? Við ætlum alla vega að vera hér einn vetur I viðbót og sjá, hvað gerist. En svo er tvennt til. Annað er að reisa hér fjárbú, en hinn kosturinn er að fara. — Eru einhverjir annmarkar á þvi að reisa hér fjárbú? Hrafnkell: Ekki nema þeir, að okkur vantar hér beitiland, en það er liklega bezt að segja ekki frá þvi áður en við ráðumst i framkvæmdirnar. — Finnst ykkur liklegt, að ungt fólk muni sækja i það I auknum mæli að hefja búskap I sveit? Hrafnkell: Já, það er enginn vafi á þvi,að fólk fer i sveitina I auknum mæli. Landbúnaðurinn á tvimælalaust framtið fyrir sér. — Hvað þarf helzt að gera til þess að þetta verði aðgengilegra fyrir fólk? Hrafnkell: Ætli stjórnmála- mennirnir hafi nokkurn áhuga á þvi að gera þetta of aögengilegt. Ekki hefur mér virzt svo. En það er náttúrulega fjármagnið, sem er númer eitt. Það þarf að auka lánafyrirgreiðsluna og veita hag- stæðari lán. Dóra: Ég er þeirrar skoðunar að landbúnaðurinn eigi framtið fyrir sér, en það þarf mörgu að breyta. T.d. er nauðsynlegt að koma i veg fyrir allt brask með jarðir. Búin þurfa að vera stærri, en þó ekki of stór, t.d. tvær til þrjár fjölskyldur á sömu jörðinni. Þetta yrði til þess að bæta úr þeim vandamálum sem einangruninni fylgja. — Er þetta það, sem kemur I framtiðinni? Dóra: Þetta er min hugmynd, minn draumur. Hrafnkell: Það er erfitt að full- yrða um svona hugmyndir. Maður veit ekki hvernig þær reynast, fyrr en maður fer að prófa þær,og þá kemur . ýmislegt i ljós, sjálfsagt bæði neikvætt og jákvætt. Dýrt að hætta — Að lokum. Ráðleggið þið ungu fólki að fara að búa i sveit? Dóra: Ég myndi ráðleggja ungu fólk að hugsa sig vel um, áður en það byrjar. Það er auð- veldara að hætta við búskapar- áformin heldur en búskapinn sjálfan. Hrafr.kell: Þó að það sé dýrt að byrja að búa, þá er það dýrara að hætta. Inggjaldssandur Séð yfir Ingjaldssand af Sandsheiði. Ingjaldssandur heitir byggðin á dalnum milii Hrafnskáiarnúps og Barða við sunnanverðan önund- arfjörð. Þar eru nú fimm bæir i byggð, Sæból I, Sæbdl II, Sæból III, Astún og Brekka, en fleiri voru bæirnir lengi framan af. A einum þessara bæja, Viliingadal, fdrust þrir menn i snjdfldði um jóialeytið 1886, en háifri öld siðar hljóp grjdtskriða yfir jörðina og gjöreyddi stdrum hluta hennar. Snyrtimennska er einkennandi fyrir alla bæina á Ingjaldssandi, liklega er snyrtimennska hvergi meiri i sveit á tslandi. Girðingarnar, hliðin, ibúðarhús- in, útihúsin, vélarnar, allt ber þetta eigendum sinum fagurt vitni um snyrtimennsku og reglu- semi I umgengni. Til þess að komast yfir til Ingjaldssands er yfir Sandheiði að fara, en hún er jafnan dfær á vetrum sakir snjóþyngsla. Einu samgöngurnar, sem Ibúar Ingjaldssands gátu haft við um- heiminn á vetrum, fóru þvl fram á sjónum og voru þær þd ærið stopular, þvi að oft er tið þannig, að ekki er hægt að ýta báti úr vör vikum saman. Eftir að snjösleðarnir komu til sögunnar, breyttist ástand I sam- göngumálum Ingjaldssandsbúa mjög til batnaðar, þvi nú komast þeir yfir Sandsheiðina I svo til hvernig veðri sem er. Yfir vetrartímann eru um 20 manns á Ingjaldssandi, en alls eiga þar lögheimili llklega um 40 manns. Guðmundur Ágústsson býr nú að Sæbóli III ásamt systur sinni og móður, og reka þau þar myndarlegt fjárbú, en hafa auk þess tvær kýr til heimilisins. — Hefur ekkifbúum á Ingjalds- sandi fækkað töluvert siðustu ár- in, Guðmundur? — Jú, nú eru um sjö ár siðan Alfadalur fór i eyði, en þar áður hafði byggð á Ingjaldssandi staðið lengi i stað, allt frá þvi er Villingadalur fór I eyði 1936, er skriða hljóp á bæinn, en þá hafa llklega um 50 manns verið búsett- ir hér á Sandinum. En þó að mannfólkinu hafi fækkað töluvert hér, hefur búreksturinn litið dregizt saman, og búvöruframleiðslan er jafnvel meiri heldur en áður var. Reynd- ar var hér töluverður samdráttur á kuldaárunum upp úr 1960 vegna lélegrar grassprettu, sem þá var, og urðu sumir bændur að minnka bústofn sinn um allt að helming. Áður var spretta svo mikil i túnum, að við fengum jafnan um 100 vagna úr fyrri slætti og 60 vagna úr seinni slætti, en upp úr kuldaárunum minnkaði sprettan svo, að seinni sláttur mislánaðist alveg. Við fórum þá að rækta meiri tún, bera á einu sinni og slá einu sinni. Það er miklu tryggara. — Hvað ert þú með stórt bú? — Bústofnsstærðin hefur lengi verið sú sama hjá mér, 320 fjár og tvær kýr til heimilis. Við þurftum sem betur fer ekki að fækka mikið á kuldaárunum, fórum mest niður I 280. En fleira en 320 getur féð ekki verið hjá okkur vegna húsastærðarinnar. Búrekstur hér á Ingjaldssandi er nokkuð einhæfur vegna einangrunarinnar, fjárbú er það eina, sem við getum haft. Fram- leiðsluvörur eins og mjólk og egg, sem maður þarf daglega að koma frá sér, getum við ekki haft. — Eru aðdrættir yfir veturinn ekki erfiðir? — Jú, þeir hafa verið það hingað til. En nú eru Vængir farn- ir að fljúga með birgðir til okkar. Þeir gerðu það fyrir siðustu jól, og svo fljúga þeir llka með far- þega hingað Djúpbáturinn Fagranesið hefur reynzt okkur liðlegur, og jafnan skotizt hingað, þegar við höfum öskað þess, en hann getur ekki haft fastar áætlanir hingað vegna þess, hve hér er brimsamt. Annars eru þetta fremur litlir flutningar hingað, það er mest á vorin, þegar koma þarf fóðurbætinum og áburðinum. — Farið þið oft til Flateyrar á ykkar eigin bátum? — Það er ekki oft núorðið. Helzt var það fyrir jólin, en nú þurftum við þess ekki. vegna þess að Vængir tóku að sér flutningana. Það hefur komið fyrir, að við höfum orðið uppiskroppa með matarbirgðir, en þá lána heimilin hvert öðru, þegar minnkar i búr- unum. En þetta gerist sjaldan nú orðiö sérstaklega eftir að trillurn- ar og siminn komu til sögunnar. Aðflutningarnir voru erfiðari, þegar enginn simi var hér og allir flutningar fóru fram á opnum árabátum. — Nú er lítið um það að bændur stundi sjóinn með búskap sinum. Þið gerið það enn þá hér á Ingjaldssandi? — Það er varla hægt að segja, að ég stundi þetta enn þá, a.m.k. ekki I þeim mæli, sem áður var. Þar til i fyrra fórum við alltaf tveir saman, en nú er Sigurvin hættur þessu. En ég ræ þetta svona á milli, þegar ég losna við féð á vorin og eftir slátt á haustin, veiði mest þorsk og legg upp á Flateyri. Rauðmagann veiði ég bara fyrir heimilið, en rauð- magaveiðinni fylgir mikil vinna, sem kemur á sama tíma og sauð- burðurinn, þannig að við höfum yfirleitt tekið netin upp fyrir sauðburðinn. — Veiðir þú mikið af þorskin- um? — Nei, ekki nema svona sjö, átta og mest upp I tiu tonn á hverju vori. Þetta er mest til gaman gjört, ég sæki i þetta tilbreytingu. — Hvernig er aðstaðan til þess að stunda sjóinn héðan. Þið róið úr vör? — Jú, við róum úr vör, það er ekki aðstaða til þess að fara nema þegar ládeyða er, við erum svo fáliöaðir. Og þegar fer að hausta, getum við ekki farið, þá vantar okkur mannskap þegar ung- lingarnir eru farnir. Annars rér- um við alltaf áður fram i miðjan nóvember.Svo þurfum við lika að róa svo langt, þvi að ekki fæst fiskurinn eins nálægt landi og áður. Ég fer átta til ni'u milur út af Dýrafirðinum og mest ellefu, og stundum vestur undir Slétt- una, og stundum undir Tálkna. En útræði er orðið fátitt meðal Islenzkra bænda, ætli ég sé ekki einn sá siðasti. — Hvernig er félagslifi háttað hjá ykkur yfir veturinn? — Yfir veturinn höfum við sjón- varpið og útvarpið. Þetta er orðið af sem áður var, þegar ung- Framhald á bls. 39. Af Ingjaldssandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.