Tíminn - 20.07.1975, Blaðsíða 35

Tíminn - 20.07.1975, Blaðsíða 35
Sunnudagur 20. júli 1975. TÍMINN 35 Mál og menning Kiljur Erich Fromm Listin að elska Ein af pappirskiljum Máls og menningar, liðlega 120 bls. Þetta kver kom út á siðasta ári. Það lætur engan veginn mikið yfir sér. Ef til vill hefur það ekki vakið mikla athygli. Það er má- ske meðfram af þvi, að þeir, sem einkum ræða opinberlega bókmenntir, hafa verið I seinna lagi að taka eftir þvi.sem hér er á ferð. En hér er ekkert afhætt- is. Þetta kver er alveg I fullu gildi þó það sé siðan I fyrra. Um höfundinn segir svo aftan á kverinu: „Erich Fromm er stundum talinn merkastur sál- fræðinga eftir daga Freuds. Hann er þýzkur að uppruna, nam félagsfræði og sálarfræði I háskólum I Heidelberg, Frank- furt og Miinchen og starfaði um hrið við sálgreiningarstofnun- ina i Berlin. Hann fluttist til Bandarikjanna og hefur kennt þar siðustu áratugi við ýmsa háskóla, svo sem Yale og Colombia.” Hér mætti bæta þvi við, að Erich Fromm er fæddur árið 1900 og hefur einkum fjallað um það,sem kalla mætti félagslega sálarfræði eða einstaklinginn gagnvart mannfélaginu i ýms- um myndum. Sú kenning, sem fram kemur I þessari bók er I aðalatriðum á þessa leið. Maðurinn þráir félagslif, náið samlif, innilegt bræðralag. Hann vill sameinast öðrum og þarf þess með. Þvi óttast hann einangrun og einmanaleik. Þvi er honum nauðsyn að þykja vænt um aðra, elska. Þessi fræði eru ekki nýstár- leg, þó að þau hafi litt verið boð- uð I þessu formi siðustu áratugi. Þó munu flestir þeir, sem komnir eru á efri ár, minnast þess, að hafa heyrt eitthvað um, að sælt sé að sameinast öðrum, tveir verði að einum, þrá að sameinast guðdóminum o.s.frv. Hér má minna á ýmis atriði úr kenningum guðspekinnar og heimspeki Einars Benedikts- sonar t.d. Það, sem er nýstárlegt við þetta er, að einn af frægustu sál- fræðingum og heimspekingum samtiðarinnar leggur áherzlu á þessa eðlisbundnu þörf og þrá, og skýrir það i sambandi við á- stand liðandi stunda. Og þá er skemmst frá þvi að segja, að skörpu ljósi er brugðið á býsna margt, sem áberandi er I menn- ingu og lifsvenjum siðustu ára- tuga. „Vandamál ástarinnar er i augum flestra, að þeim takist að verða elskaðir, fremur en að þeim takist sjálfum að elska.” Þessi'orð standa á fyrstu siðu bókarinnar. Og þau bregða ljósi á býsna margt. Mér kemur t.d. i hug Vér morðingjar eftir Kamban. Þar er sögð harm- saga, sem verður harmsaga vegna þess, að vandamál per- sónanna er að „þeim takist að verða elskaðar, fremur en að þeim takist sjálfum að elska.” Það er máske óvist, hvort höf- undurinn hefur mikið horft á þá hliðina. Svo mikið er vist, að persónur harmsögunnar gerðu það ekki. Og það er skýring á býsna mörgum harmsögum nær og fjær. Jón Gunnarsson Islenzkaði þessa bók. Hún er á aðgengilegu islenzku máli og virðist vel unn- in á þann hátt. Þó grunar mig, aðe.t.v.hafi veriðheppilegra að endursegja hana meira. Það er sums staðar heimspeki sem máske virðist óaðgengileg og þrengir lesendahópinn. Sé svo, er það slæmt, þvi að inn á milli er margt, sem ætti að geta hjálpað venjulegum nútima- manni til að átta sig á umhverfi sinu og skilja það. Um bróðurástina segir svo: Djúptækasta tegund ástar, sem liggur til grundvallar allri annarri ást er bróðurást. Með henni á ég við tilfinningu á- byrgðar, umhyggju, virðingar og þekkingar á annarri mann- veru, óskina um að stuðla að vexti hennar. Þessa tegund ást- ar er átt við I bibliunni, þegar segir: elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig. Bróðurást er ást til allra mannvera, einkenni EDLISINS INNSTA ÞRÁ hennar er einmitt, að enginn er undanskilinn. Hafi hæfileikinn til ástar þróazt með mér, get ég ekki annað en elskað bræður mina. 1 bróðurást skynja menn sameiningu sina við alla menn, einingu mannsins, hlutdeild sina i mannheimi. Bróðurást grundvallast á þeirri skynjun, að öll erum við eitt. Munurinn á hæfni, gáfum og þekkingu er smávægiiegur borið saman við hinn mannlega kjarna, sem er öllum mönnum sameiginlegur. Til að skynja þessa einingu verður að skyggnast undir yfir- borðið, til kjarnans. Skynji ég aðeins yfirborð annars manns, sé ég einkum þann mun, sem greinir okkur að. Taki ég til kjarnans, skynja ég,að við erum i rauninni hið sama, að við erum bræður. Þessi skyldleiki kjarna eins persónuleika við kjarna annars er hinn raunverulegi grundvallarSkyldleiki. Simone Weil hefur oröað þetta vel: „Sömu orðin (t.d. þegar maður segir við eiginkonu sina: „ég elska þig”) geta verið hvers- dagsleg eða einstæð, allt eftir þvi, hvernig þau eru sögð, Og það fer eftir þvi, úr hve djúp- stæðum hlutum persónuleikans skilyrði þess, að þjónustan verði ljúf og menn njóti hennar. Það má taka upp margar nærfærnar tilvitnanir ú? kver- inu. Hér verður brugðið upp sýnishornum af handahofi ef verða mætti til að vekja athygli einhverra: Brýnasta þörf mannsins er þvi að sigrast á aðskilnaði sin- um frá öðrum, að komast úr pri- sund einangrunar sinnar. Mis takist það alveg, verða menn geðveikir. Barnið skynjar sjálft sig sem einstakling, en aðeins að litlu leyti, það skynjar sig sem hluta móður sinnar og finn- ur ekki til aðskilnaðarkenndar, meðan hún er hjá þvi. Einveru- kennd þess hverfur, þegar lik- ami móðurinnar er hjá þvi, brjóst hennar og hörund. En þroski barnið skynjun sina á sjálfu sér sem sérstökum ein- staklingi, verður nærvera móö- urinnar þvi ekki lengur nóg, heldur verður það nú að leitast við að sigrast á aðskilnaðar- kennd sinni með öðrum hætti. A sama hátt skynjar mannkynið sig á bernskuskeiði sinu sem hluta af náttúrunni. Jörð, dýr og jurtir eru enn heimur mannsins, Hann skynjar sig sem einn af um mannlifsins. Heildarsvarið felst I þvl, að sameining takist milli tveggja mannvera, að þær verði eitt og elskist. Þráin eftir að sameinast ann- arri mannveru er máttugasta hvöt mannsins. Hún er dýpsta hvöt hans, það afl, sem heldur mannkyninu saman, hóp, fjöl- skyldu og þjóðfélagi. Náist ekki sameining, vofir yfir geðveiki eða eyðilegging — sjálfseyði- legging eða eyðilegging á öðr- um. Án ástar gæti mannkynið ekki lifað deginum lengur. Aherzlan á félagsanda, gagn- kvæmt umburðarlyndi o.s.frv. er fremur ný þróun. Undanfari slikra hugmynda, á árunum eftir heimsstyrjöldina fyrri, var sú hugmynd um ástina, að kyn- ferðisleg fullnæging beggja aðila væri grundvöllur góðs ást- arsambands, og einkum þó góðs hjónabands. Alitið var, að á- stæður hinna tiðu vonbrigða I hjónabandi væri að finna i þvi, að hjónin hefðu ekki „aðlagazt hvort öðru kynferðislega” með réttum hætti. Astæðuna fyrir þeim mistökum sáu menn i fá- fræði um, að „rétt” kynferðis- hegðun væri, og þeirri gölluðu 111 YiU IV orðin koma, án þess að viljinn geti nokkru um breytt. Og fyrir einhverja dásamlega samstill- ingu ná þau til sömu staða i þeim, sem orðin heyrir. Þannig getur heyrandinn skilið gildi orðanna, sé hann ekki alveg skyni skroppinn.” Bróðurást er ást jafningja, en þótt við séum öll jafningja, en erum við ekki alltaf jöfn. Vegna þess, að við erum mannleg, er- um við öll hjálpar þurfi. í dag ég, á morgun þú. En þessi hjálp- arþörf merkir ekki, að einn sé hjálparvana en annar máttug- ur. Hjálparþörf er ástand, sem liður hjá. Að geta staðið og gengið á eigin fótum er hið venjulega, varanlega ástand. En ástin til hinna hjálpar- lausu, ást til fátækra og fram- andi fólks, er upphaf bróðurást- ar. Það er litið afrek að elska sitt eigið hold og blóð. Dýr elska unga sina og annast þá. Hinn hjálparlausi elskar húsbónda sinn, þvi undir honum á hann lif sitt, barnið elskar foreldra sina, þvi að það þarfnast þeirra. Ast- in byrjar að þroskast, þegar við elskum þá, sem við höfum ekki gagn af. Margt býr að baki þvi, að Gamla Testamentið segir mönnum framar öðru að elska fátæklinga, útlendinga, ekkjur, munaðarleysingja, og siðar ó- vini þjóðarinnar, Egypta og þjóð Edóms. Með samúð með hinum hjálparlausu byrjar maðurinn að þroska með sér ást á bræðrum sinum, og i ást sinni á sjálfum sér elskar hann einnig veikbyggða, hjálparþurfi, ör- yggislausa mannveru. I samúð- inni felst þekking og hlutdeild. „Otlendan mann, sem hjá yður býr,” segir Gamla Testamentið „...þú skalt elska hann eins og sjálfan þig, þvi að þér voruð út- lendingar i Egyptalandi.” Ekki þarf að fjölyrða um það, að þegar maður lætur sér annt um aðra er honum ljúft að verða þeim að liði. Þá heyrir það til lifsnautninni, að geta gert eitt- hvaðfyrir þá. Þess vegna er það að elska, þykja vænt um aðra, dýrunum og tjáir það með þvi að grimubúa sig sem dýr og dýrkar dýratótem eða guði i dýrs liki. En þvi meir sem mannkynið losnar úr þessum viðjum uppruna sins, þvi meir sem það losnar frá heimi nátt- úrunnar, þeim mun brýnni verður nauðsyn þess að finna nýjar leiðir til að sigrast á að- skilnaðarkenndinni. Ein leið að þvi marki felst i ýmiss konar algieymisástandi.l slikt ástand má koma sér með sjálfsdáleiðslu eða með ákveðn- um lyfjum. Þriðja aðferðin við að ná sam- einingu felst i skapandi starfi — listum eða handverki. I öllum tegundum skapandi starfs sam einast maðurinn viðfangsefni sinu, sem er hluti af heiminum utan hans. Hvort sem um er að ræða trésmið að smiða borð eða gullsmið að smiða skartgrip, bónda, sem sáir korni, eða mál- ara, sem málar málverk — þá sameinast starfsmaðurinn og viðfangsefni hans I öllum teg- undum af skapandi starfi. 1 sköpuninni sameinast maðurinn heiminum. En þetta á aðeins við um skapandi starf, þar sem maðurinn áformar, skapar og sér árangur starfs sins. f nú- timastarfsháttum skrifstofu- manns eða verkamanns við endalaust færiband er litið eftir af þessu sameinandi eðli vinn- unnar. Starfsmaðurinn verður aukahlutur við vélina eða skrif- stofuveldið. Hann er ekki lengur hann sjálfur — og þess vegna á engin sameining sér stað önnur en sú, sem samlögun við hópinn veitir. Sú sameining, sem næst i skapandi starfi er ekki samein- ing manna. Sú sameining, sem fæst i algleymisvimu er skammvinn. Sú sameining, sem næst i samlögun við hóp er ein- ungis gervisameining. Þess vegna eru þetta aðeins að nokkru leyti svör við vandamál- kynferðistækni annars eða beggja aðila, sem af henni leiddi. Til þess að „lækna” þetta og hjálpa þeim vansælu hjón- um, sem ekki gátu elskað hvort annað, voru i fjölmörgum bók- um veittar upplýsingar og ráð- leggingar um rétta kynferðis- hegðun, og þvi var lofað, beint eða óbeint, að ást og hamingja mundu koma i kjölfarið. Hug- myndin, sem að baki þessu lá, var að ástin væri afsprengi kyn- ferðislegrar nautnar, og lærðu tveir einstaklingar að veita hvor öðrum kynferðislega fullnæg- ingu, mundu þeir elska hvor annan. Þessi hugmynd var i samræmi við þá blekkingu þessa árabils, að beiting réttrar tækni væri ekki aðeins lausn á vandamálum iðnaðarfram- leiðslu, heldur einnig á öllum mannlegum vandamálum. Hitt vissu menn ekki, að með þessari hugmynd var sannleikanum snúið á hvolf. Skemmtanalifið er fjötrað reglum. Bókaklúbbar velja bækurnar, kvikmyndahúseig- endur og auglýsingar þeirra velja kvikmyndirnar. öðru er steypt i sama mót á sama hátt: sunnudagsökuferðin, setan við sjónvarpið, spilakvöldin, parti- in. Frá vöggu til grafar, frá mánudegi til mánudags, frá morgni til kvölds — eru allar at- hafnir fjötraðar reglum og fyrirfram ákveðnar. Getur farið orku sina skynjar hann sem fjárfestingu, sem verður að gefa eins mikinn gróða og hugsanlegt er við rikjandi markaðsskilyrði, Nútimamaðurinn er orðinn á- þekkur þeirri mynd, sem Hux- ley dregur upp i Brave New World: velalinn, velklæddur, kynferðislega mettur, en án sjálfsskynjunar, án nokkurra sambanda nema hinna yfir- borðskenndustu með meðbræð ur sina, án annarra hugsjóna en slagorðanna, sem Huxley orðaði svo vel:„Frestaðuekki til morg- uns þvi, sem þú getur skemmt þér við i dag.” Aðalslagorðið er: „Allir eru ánægðir nú á dög- um.” Hamingja manna felst I þvl aö „skemmta sér”. Skemmtunin felst i þvi að neyta hluta „innbyröa” myndir, mat, drykk, tóbak, fólk, fyrirlestra, bækur, kvikmyndir — alls þessa er neytt — það er gleypt. Heim- urinn er einn risastór málsverð- ur til að seðja hungur okkar, risastórt epli, risastór mjólkur- peli, risavaxið brjóst. Við erum brjóstmylkingarnir, menn hinn- ar eilifu eftirvæntingar og vona, menn hinna eilifu vonbrigða. Persónuleiki okkar er lagaður að viðskiptum og gróða, prangi og neyzlu, allir hlutir, andlegir og veraldlegir, verða að skipta- og neyzluvarningi. Af þessum tilvitnunum má vera ljóst, að Fromm telur ýmislegt ólært um heilbrigð og gæfuleg viðbrögð gagnvart samtiðinni. Jafnframt verður þessi kenning hans skýring á ýmsum fyrirbærum svo sem hópsefjun og múgsefjun utan við hin nefndu dæmi. Vöntun fé- lagslegrar samstöðu brýzt út i löngun til múgsefjunar. Fromm ræðir um ástina til guðs og trúarhugmyndir. Hann bendir á,að þroski manns og lifsreynsla móti trúna og guðs- hugmyndina. Menn hugsa sér guð og skynja sem móður, sem verndar allt, eða föður, sem umbunar og refsar, eða skap- ara, sem þeir þrá að sameinast — hverfa til upphafs sins. Auð- vitað mótast hugsun manns og rökhyggja öll af þvi sem hann hefur þreifað á og takmarkast af þvi. Fromm veit það lika að „heilinn greinir skemmra en nemur taugir” eins og Einar Benediktsson segir. En þá er lika komið á það svið lifsreynsl- unnar, sem er utan við takmörk rökhyggjunnar. En eins og Fromm bendir á að móðurástin bregzt hlutverki sinu og skyldu, ef hún þolir ekki að barnið vaxi frá móðurinni, mætti vel hugsa sér stjórnanda mannlegrar til- veru, sem vildi þroska menn til að standa á eigin fótum og mætti þvi ekki láta of mikið á sér bera. Barnið lærir seint að ganga sé það ekki látið óstutt. Sumt i rökfræði þessarar bók- ar orkar tvimælis eða þarf að skilja sérstökum skilningi, svo sem það, að eigingjarnt fólk geti ekki elskað sjálft sig. Það er nánast sagnfræði, þar sem fjall að er um rökfræðilögmál Aristotelesar og þverstæðurök- fræðina. Hitt er aðalatriðið, að elski maðurinn eitthvað, tekur hann tryggð við það, vill vinna þvi, og þá er hann sjálfur orðinn nauðsynlegt tæki, sem verður að fara vel með, án þess að það sé sparað.þar sem þess er þörf. Þannig fellur það sem Helgi Hálfdánarson kallaði rétta sjálfsumhyggju saman við list- ina að elska. Fromm telur að menn þurfi sjálfsaga og einbeitni, en mjög skortiá það að nútimamaðurinn kunni að einbeita sér. Menn þurfi að geta verið einir með sjálfum sér. Sé þetta rétt,þurf- um við ekki að setja upp fleiri og viðtækari skemmtistaði til að hella seldu afþreyingarefni i fólk, heldur að efla félagslif og tómstundaheimili, þar sem fólk venst á að einbeita sér að við- fangsefnunum. Heilbrigt lif er bræðralag um mannbætur, — bræðralag til að skapa betri og fegurri heim. Og heilbrigt lif er hamingjusamt lif. Sú ást.sem Fromm talar um i þessu kveri er ekki sérstaklega ást karls og konu. Það eru hin hlýju tengsl við umhverfið, að þykja vænt um eitthvað og vilja lifa þvi. Hann telur að auðvalds- þjóðfélag sé á margan hátt and- snúið möguleikunum til þess, en tekur þó fram að „auðvalds- þjóðfélagið” sjálft sé „marg- breytilegt kerfi i stöðugri breyt- ingu, sem enn gefur sjálfstæðri hugsun og þróun persónuleikans nokkurt svigrúm.” Og auðvitað er það ekki þjóðfélag okkar, sem hann hefur einkum i huga, þó að margt komi kunnuglega fyrir. Ég vil ráðleggja hugsandi fólki að lesa þessa bók og tala um hana sin á milli. Ég held að megi sitthvað af henni læra. Ég held hún geti hjálpað mönnum til að velja sér lifsstefnu. Og ef svo er, þá er þetta góð bók, sem borgar sig að lesa. H.Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.