Tíminn - 27.07.1975, Side 12
12
TÍMINN
Sunnudagur 27. júll 1975.
TÍMINN HEIMSÆKIR HRISEY
Texti og myndir: Áskeil Þórisson
í AAÖRG HORN AÐ LÍTA
EN ERFITT UAA VIK FYRIR
HREPPSFÉLAG AAEÐ 9
AAILLJÓNIR KR. í TEKJUR
Björgvin Jónsson
Oddvitinn, lirepps-, sparisjóðs-,
útibús-, og frystihússtjórinn I
Hrtsey heitir Björgvin Jónsson.
Þrátt fyrir æði mikil umsvif gaf
hann sór tima til að spjalla við
undirritaðan.
Væntanlegur 280 tonna
togari til Hríseyjar
— Hvað ber hæst hjá hreppnum
nú i ár?—
— Það eru fyrirhuguð togara-
kaup, en eins og hefur komið
fram í fréttum þá stendur til að
kaupa 280 tonna franskan skut-
togara til Hriseyjar. Hann kemur
i stað Snæfellsins og verður
keyptur i samvinnu við Kaup-
félag Eyfirðinga.
— Hversu margir bátar eru
gerðir út frá Hrisey?—
— Það munu vera átta dekk-
bátar frá 27 tonnum niður i 6 tonn.
Þá eru fjöldinn allur af trillum
gerður út, að visu mismunandi
mikið. Aflabrögð hafa verið góð
hjá þessum bátum nú siðasta
mánuðinn, en fyrr I vetur þurft-
um við aðflytjafisk frá Akureyri
með Drang. Sú ráðstöfun skapaði
töluverða atvinnu yfir dauðasta
timann,en þegarmester að gera,
þá vinnur i frystihúsinu 50-70
manns.
Litlar verklegar
framkvæmdir i sumar.
— Hver eru svo helztu verkefn-
in i landi sem eru á vegum
hreppsins?—
— Það verður frekar litið gert i
sumar, nú er beðið eftir að farið
verði að vinna við höfnina, en
siðustu fréttir af þeim málum eru
— að ekki verður dýpkað i ár,
heldur farið i endurbætur á grjót-
garðinum. En á áætlun er að
byggja 50metra langa trébryggju
innan á hann. Sú framkvæmd
verður tæplega fyrr en á næsta
ári. Það er algjör forsenda þess
að skuttogari og floti Hriseyinga
geti athafnað sig i höfninni, en
eins og málin standa i dag þá er
höfnin of grunn fyrir stærri skip
og löndunaraðstaða og legupláss
fer að verða ófullnægjandi með
stækkandi flota.
Byrjaö á einni
leiguibúð nú i ár
— Sótti hreppurinn ekki um
leiguibúðir? —
— Jú, við sóttum um þrjár
ibúðir og fengum þær allar. A
einni þeirra verður byrjað örugg-
lega i ár og ef til vill að einhverju
leyti á annarri. Hins vegar
stendur það Hrisey fyrir þrifum
hversu litið húsnæði er hérna,
æskilegt væri að hér væru 4-500
manna byggð. Hérna er áðstaða
til fiskverkunar góð, og ekki
óhugsandi að eitthvað annað væri
einnig hægt að gera.
— Hvað með ibúðabyggingar
einstaklinga?—
— Það eru tvö ibúðarhús I
smiðum nú i dag, en á þeim var
byrjað i fyrra. Annað er þegar
fokhelt og hitt rétt i þann veginn
að verða það. Þarna er eingöngu
um ungt fólk að ræða, og svo var
einnig með fjögur önnur hús er
lokið var við smiði á siðustu
tveim — þrem árum.
Lítið gert i
vegaframkvæmdum á
eynui
undanfarin ár
— Nú hafið þið litinn fjölda öku-
tækja i eynni, en hefur ekki þrátt
fyrir það verið unnið ab
' vegaframkvæmdum?—
— Nei, það má segja að ekkert
hafi gerzt i vegalögnum og þ.h.,
og vissulega þurfum við að gera
átak á þvi sviði. Með tiikomu
nýrra húsa hefur eðlilega þurft að
byggja nýjan veg, en honum er að
visu ekki enn lokið. Þá þurfum við
að fara að endurnýja holræsa-
kerfið sem er i heldur lélegu
ástandi. Hins vegar er stutt siðan
skipt var um leiðslur vegna kalda
vatnsins og eru þau mál i prýði-
legu ástandi.
— Þið hafið hitaveitu hérna I
Hrisey?
— Já hún fór i gang um jólin
1973, og er nú komin i flest öll hús
i eynni. Þarna er um gifurlegan
.peningasparnað að ræða, og er
hreinn og beinn lúxus að hafa
hana.
Samgöngumál i góðu
lagi
Frystihúsið og beinamjöisverksmiöjan
— Hvernig eru samgöngur við
eyna?—
— Þær eru góðar. Hreppurinn
rekur ferju, sem fer daglega til
lands. Hins vegar er hún orðin of
litilogófullkomin: , þannig að full
þörf er á nýrri, en fyrir hrepps-
félag með 9 milljónir i tekjur —
eins og var á s.l. ári — er um
mikla framkvæmd að ræða ef ætti
að kaupa nýjan bát. Og þrátt fyrir
styrk frá rikissjóði þá var hallinn
á rekstri ferjunnar 400 þúsund kr.
siðastliðið ár. Hvað varðar aðrar
samgöngur þá kemur Drangur
hingað yfir vetrarmánuðina, og
stöku sinnum á sumrin með
þungavöru. A eynni er og sjúkra
flugvöllur sem er ákaflega litið
notaður. Að visu er eftir að laga
hann örlitið til þess að hann verði
I fullkomnu lagi, en um það er
ekkert hugsað, heldur er hann
látin vera hálffrágenginn. Hris-
eyingar hafa mikinn áhuga á að
vellinum verði lokið, enda .er um
bráðnauðsynlegt fyrirtæki að
ræða. Hins vegar, ef allt það
kemst á, sem rætt hefur verið að
undanförnu þá verður ekki dóna-
legt að búa hér i Hrisey, sagði
Björgvin Jónsson að lokum.
Björgvin Pálsson
Erfiðast
að þurfa
að þjóna
sér sjólf-
ur að
öllu leyti
Björgvin Pálsson bygginga-
meistari, hefur byggt fyrir Hris-
eyinga i niu ár. Björgvin er fram-
kvæmdastjóri fyrir bygginga-
fyrirtækinu Björk h/f, en það var
stofnað i mai á siðastliðnu ári.
Tlminn hitti Björgvin i nýju
einangrunarstöðinni sem .á með
tið og tima að hýsa holdanautin
margumtöluðu. — hvenær hófstu
framkvæmdir við bygginguna? —
,,Það var hafizt handa i júni á
slðastliðnu ári og var unnið stanz-
laust við verkið þar til I desem-
ber, en þá varð hlé I tvo mánuði.
Núna erum við að ganga frá inn-
réttingunni i fjósinu, en véla-
geymsla og rannsóknastofa eru
fokheldar. Þá verður bráðlega
byrjað á undirstöðum fyrir hlöðu
sem i er sláturhús. Þar er um að
ræða stálgrindarhús, en af okkar
hálfu verða einungis undirstöður
reistar.
— Við hvaða hluta verður lokið
fyrst? —
„Fjósið á að verða tilbúið fyrir
haustið, en unnið verður að inn-
réttingum i rannsóknastofu og
vélageymslu næsta vetur. —
Hvað rúmar fjósið marga gripi?
,,I fjósinu eru básar fyrir 24 kýr
og 4 naut, en þá eru einnig lausa-