Tíminn - 27.07.1975, Side 21
TÍMINN
Sunnudagur 27. júll 1975.
21
— Af ferö okkar segir ekki, fyrr
jn viö komum til gæzlumanna
iauðfjárveikivarna, en þá var sú
varzla komin til sögunnar á há-
endinu, og kölluðu þeir búðir sin-
ir „Sýklagerði”. Við stönzuðum
iar, þágum kaffi hjá varðmönn-
inum og hvildum okkur um
stund, en héldum siðan ferðinni
ífram áleiðis að Hveravöllum.
Vfér er alveg sérstaklega i minni
iiðasti spölurinn til Hveravalla.
Ferja á Blöndu, skammt þar
▼ frá, sem brúin er nú.
Það var orðið kvöldsett og
rauðbleikt aftanskiniö lék um
fjöll og jökla, en fáránlegir
skuggar af þessari löngu lest
hesta og manna liðu um sól-
roðnar, viðáttumiklar melöldur,
sem tóku hver við af annarri.
Þetta var ákaflega ævintýralegt,
jafnvel dulúðugt, þarna i öræfa-
þögninni.
— Þér hafa ef til vill komiö I hug
skuggarnir á Kili, sem um getur I
bókmenntum þjóðar okkar?
----Já, það er ekki alveg laust
við það.
— Gistuð þið svo á Hveravöll-
um?
— Já. Hveravallahúsið var þá
alveg nýtt, þar var gott að vera,
og ekki var kuldinn innan veggja.
Húsið var mannlaust og lokað, og
þegar við opnuðum dyrnar, gaus
hitasvækjan á móti okkur, en þá
eins og nú var húsiö hitað upp
meö hveravatni úr grenndinni.
Eftir ágæta nótt á Hveravöllum
héldum viö áleiðis i Hvitárnes um
Þjófadali, það var stuttur áfangi.
— Þá hefur hús Ferðafélagsins I
Hvftárnesi verið komið?
— Já, já, það var komið til sög-
unnar, og þar gistum við. Það
hafði verið heitt um daginn,
feröafólkið var þreytt og fór
snemma að sofa, en ég og vinkona
min gengum út i kvöldkyrrðina,
yfir Tjarná, sem er litil á þarna
rétt hjá, og fórum út i Hvitárnes.
Á heimleiðinni minntumst við
þess að hafa heyrt talað um, að
reimt væri i þessum skála Ferða-
félagsins, og var ekki alveg laust
við að ofurlitill geigur væri i mér,
þegar við nálguðumst húsið, þar
sem samferðafólk okkar svaf
inni.
Þegar við komum inn i húsið,
voru allir sofnaðir, eins og við
þóttumst vita, og fórum við þvi
miög hljóðlega, en við heyrðum
að prestur lét illa i svefni og var
alltaf eitthvað að tuldra, ekki
ólikt þvi,að eitthvað sækti að hon-
um i svefninum. Við reyndum að
gefa þessu sem minnstan gaum,
kúrðum okkur niður og fórum að
sofa. Morguninn eftir spurði
prestur okkur, og var all-brosleit-
ur: Hvers vegna önzuðuð þið mér
ekki i gærkvöld, þegar ég var að
spyrja ykkur hvað klukkan væri?
Við urðum vist hálf-skömmustu-
legar. Þetta var þá skýringin á
aðsókninni, sem við höfðum
haldið vera.
í sand- og moldarbyl
— Hvert var svo haldið að lok-
inni gistingunni I Hvitárnesi?
— Nú var aðeins eftir ein „dag-
leið á fjöllum”. Við lögðum árla
upp, fórum yfir Hvitá á gömlu
Sogsbrúnni, sem þá var búið að
flytja þangað uppeftir,og héldum
siðan sem leið lá i átt til byggða.
Við áðum sunnan i Bláfelli um
hádegisbilið og snæddum þar sið-
ustu máltiðina I óbyggðum. Ferð-
in hafði heppnazt vel fram að
þessu, og allir voru léttir i skapi.
Sem við nú sátum þarna sunnan
i fjallinu og horfðum niður til
byggða, sáum við að farið var að
hvessa niðri á uppblásturssvæð-
unum, . sem eru þarna skammt
undan. Við sáum hvernig sandur
og mold skrúfaðist hátt i loft upp,
en höfðum vist varla vit á að ótt-
ast það, að minnsta kosti ekki við,
ungpiurnar. En viö áttum eftir að
kynnast þessu fyrirbæri betur.
Það var næstum eins og við hefð-
um riðið inn i þokuvegg, svo
svartur var sandbylurinn, þegar
hann náði okkur, eöa öllu heldur
þegar við vorum komin á svæöið,
þar sem hann geisaöi. Við vorum
6 meö 12 hesta, og það gerði
ekki betur en að sá,sem aftast fór
sæi þann fremsta, en þá var að
visu alveg riðið i sporaslóð, svo
þetta var dálitið löng lest.
Loks komumst við i gegnum
þennan moldar- og sandvegg, og
þegar við komum niður að Gull-
fossi, var þar glaðasólskin og
bezta veður. En nærri má geta, að
það var ekki sjón að sjá okkur.
Við höfðum áður borið á okkur
krem, til þess að verjast sólbruna
á fjöllunum, og þeim mun betur
sat nú moldin framan i okkur!
Þar með var ferðinni yfir Kjöl
lokið. Hún hafði tekið fjóra dága
alls, en að visu var einn þeirra
farinn I byggð, — fyrsti dagurinn.
Hina þrjá vorum við i óbyggðum.
Hópurinn hefur tvistr-
azt, en minningin lifir
— En livað um samfcrðafólk
þitt? Hefur þú haft eitthvert veð-
ur af þvi þau 26 ár sein liðin eru
frá þessari ferð?
— Séra Tryggvi Kvaran lézt
rúmu ári siðar. Hann var ákaf-
lega góður og skemmtilegur
ferðafélagi. Með okkur var vinnu-
maður hans, Kristján að nafni,
hann hef ég hvorki séð né heyrt
siðan og ekkert af honum frétt.
Vinkona min, sem ég hef oft
minnzt á hér að framan, án þess
að geta nafns hennar, heitir
Sigriður Guðmundsdóttir og
hefur búið i Björnskoti á Skeiðum
i meira en þrjátiu ár. Ensku hjón-
in voru ákaflega viðfelldin bæði,
Þessi mynd er tekin við Grettisbrunn I Drangey.
og ég held, að þau hafi notið
ferðarinnar i rikum mæli. Þau
voru vön hestum, sérstaklega
frúin. Hún var lika ágætur teikn-
ari og tók venjulega upp teikni-
áhöldsin,þarsem við stönzuðum,
og hún kvaðst myndi senda okkur
myndir (teikningar) frá ferðalag-
inu, eftir að hún væri komin heim
til sin. En það hefur ekki orðið
enn þann dag i dag. Striðið brauzt
út þá um haustið, eins og allir
vita, og ég hef ekkert af þessum
hjónum frétt, siðan við kvödd-
umst að lokinni þessari ferð. Ef til
vill hafa þau farizt bæði i þessum
grimmúðuga hildarleik, ég veit
það ekki.
— Myndir þú ráðleggja ungu
fólki nú á dögum að leggja á sig
að fara slika ferð?
— Já, ég vil eindregið ráð-
leggja ungu fólki — og reyndar
hverjum sem til þess er fær — að
fara i öræfaferðir. Auðvitað eru
það ekki nema fáir útvaldir, sem
nú eiga þess kost að ferðast á
hestum, en hvers konar öræfa-,
fjalla- og gönguferðir yfirleitt tel
ég með þvi uppbyggilegasta, sem
fólk á völ á, bæði fyrir likama og
sál.
*