Fréttablaðið - 13.03.2005, Síða 13

Fréttablaðið - 13.03.2005, Síða 13
SUNNUDAGUR 13. mars 2005 13 Nokia 3100 eða = 19.900 kr. Gefðu rétta tóninn! Nokia 3100 iPod shuffle Samsung E 700 + 300 SMS*, 50 Myndskilaboð og 5 Java-leikir, hringitónar og veggfóður. *Þú færð 500 kr. inneign á símanúmerið þitt mánaðarlega í 6 mánuði. Komdu í Og Vodafone verslun, smelltu þér á www.ogvodafone.is eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 75 44 03 /2 00 5 Brautryðjanda á Alþingi minnst Málverk af Ingibjörgu H. Bjarna- son, fyrstu konunni sem var kosin á þing, var afhjúpað í Alþingishúsinu á alþjóðabaráttudegi kvenna, hinn 8. mars. Konur sem setið hafa á Al- þingi komu saman í tilefni þessa og minntust Ingibjargar sem braut- ryðjanda á sviði kvenfrelsis. Í tilkynningu Alþingis kemur fram að frá árinu 1845, þegar Al- þingi var endurreist, hafi 630 manns tekið þar sæti sem aðal- menn. Þar af eru 56 konur eða 8,9 prósent. Af þessum konum eru 47 enn á lífi. Konur hlutu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis með stjórnar- skrárbreytingu sem staðfest var 19. júní 1915. Réttinum gátu þær fyrst beitt við kosningar 1916, í lands- kjörinu 5. ágúst og svo um haustið í kjördæmakosningunum 21. október. Bríet Bjarnhéðinsdóttir var þá kjör- in varamaður landskjörinna en tók aldrei sæti á Alþingi. Ingibjörg var kosin á þing sum- arið 1922, 55 ára að aldri, en hún var í fyrsta sæti Kvennalistans sem þá bauð fram. Hún tók sæti á þingi árið eftir. Þegar hún var kjörin var hún þegar landskunn sem skólastjóri Kvennaskólans. Ingibjörg sat á þingi til ársins 1930, en lést árið 1941. Lengstu þingsetu kvenna á Jó- hanna Sigurðardóttir, en hún hefur setið á Alþingi samfellt síðan 1978. „Fyrst kvenna til að hljóta kosningu sem forseti (aðalforseti) var Ragn- hildur Helgadóttir. Hún var kjörin forseti neðri deildar 1961-1962 og aftur 1974-1978. Salome Þorkels- dóttir var kjörin forseti efri deildar 1983-1987 og síðar forseti samein- aðs þings 1991 og fyrsti forseti Al- þingis 1991-1995 (eftir afnám deildaskiptingar 1991). Guðrún Helgadóttir var kjörin forseti sam- einaðs þings 1988-1991, fyrst kvenna til að vera fyrirsvarsmaður Alþingis,“ segir í tilkynningu Al- þingis. ■ KONUR AF ALÞINGI Þegar afhjúpuð var í vikunni mynd af Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konunni sem kosin var á þing, komu af því tilefni saman allar þær konur sem hafa setið á Alþingi og áttu heimangengt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. ANDLÁT Erlingur Gíslason leikari er 72 ára í dag. Ari Teitsson, fv. formaður Bændasamtaka Íslands, er 62 ára í dag. FÆDDUST ÞENNAN DAG 1733 Joseph Priestly, klerkur og vísindamaður, sem uppgötvaði súrefnið. 1764 Charles Earl Grey, forsætisráð- herra Breta. 1855 Percival Lowell, stjörnufræðingur sem átti þátt í fundi Plútós. 1950 William H. Macy, leikari. 1956 Dana Delany, leikkona. 1960 Adam Clayton, bassaleikari U2. 1962 Terrence Blanchard, djasstónlistar- maður. 1971 Annabeth Gish, leikkona. 1976 Danny Masterson, leikari. 1985 Emile Hirsch, leikari. Merkúr við sólu Í dag eru síðustu forvöð að sinni að sjá innstu reikistjörnuna Merkúr berum aug- um. Síðustu daga hefur verið hægt að sjá p lánetuna sem alla jafna er í felum á bak við sólina og hverfur þangað aft- ur eftir dag- inn í dag. Best er að koma auga á plánet- una þegar sólin gengur til viðar því skaðlegt getur verið að rýna í brennandi sólina. Þegar sólin hverfur bak við sjóndeildarhring- inn er Merkúr á að líta eins og skær stjarna í rósrauðum bjarm- anum í vestri. Frekari upplýsingar um gang Merkúrs er að finna á vefnum stjornuskodun.is. ■ MERKÚR Í NÆRMYND

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.