Fréttablaðið - 29.04.2005, Síða 8
1Hvað heita rafmagnsbílarnir sem á aðfara að flytja til landsins í haust?
2Hvaða þrjár af frægustu plötum ís-lenskrar poppsögu verða endurútgefn-
ar í sumar?
3Hver er stjórnarmaður Stoke Holding?
SVÖRIN ERU Á BLS. 50
VEISTU SVARIÐ?
8 29. apríl 2005 FÖSTUDAGUR
ÚTGERÐ Umfangsmiklar breytingar
standa nú yfir í Slippstöðinni á
Akureyri á nóta- og togveiðiskip-
inu Seley ÞH-381 og verður skipið
búið til línuveiða. Kostnaður við
breytingar og nýjan búnað er um
120 milljónir króna en að breyting-
um loknum verður Seley stærsta
línuskipið í íslenska flotanum.
Allur búnaður til nóta- og tog-
veiða verður fjarlægður úr skipinu
og komið verður fyrir mjög af-
kastamikilli beitingavél.
Þessi vél er tölvustýrð og afar
fullkominn en hún getur beitt sex
króka á sekúndu. Um borð verða
línurekkar fyrir 52 þúsund króka
og í áhöfn verða 14 manns, segir
Kjartan Viðarsson útgerðarstjóri
Vísis.
Seley er í eigu Vísis í Grindavík
og mun skipið leysa af hólmi tvö
línuskip sem Vísir hefur gert út,
Fjölni ÍS og Frey ÞH, en þau skip
verða seld.
Skipstjóri á Seley verður
Þórður Pálmason sem verið hefur
skipstjóri á Hrungni GK. - kk
HÆSTIRÉTTUR Hæstiréttur staðfesti
í gær dóm Héraðsdóms Reykja-
víkur yfir Grétari Sigurðarsyni,
Jónasi Inga Ragnarssyni og Tom-
asi Malakaukas, en hver þeirra
hafði verið dæmdur í tveggja og
hálfs árs fangelsi. Dóminn hlutu
þeir fyrir smygl á tæpum 224
grömmum af amfetamíni, brot
gegn lífi og líkama og fyrir
ósæmilega meðferð á líki Vaidas-
ar Juceviciusar.
„Þetta er bara úr í hött að öllu
leyti,“ sagði Grétar eftir að dóm-
urinn hafði verið kveðinn upp.
„Maður hefði haldið að í öllum
eðlilegum samfélögum yrði það
talið þeim til tekna sem sýnir bót
og betrun, vinnur með lögreglu
og kemur fram eins og maður.
Það virðist ekki vera hér.“ Hann
sagðist þó ekki hafa hug á að fara
lengra með mál sitt og kvaðst
ekki ósáttur við að vera dæmdur
í fangelsi fyrir hlutdeild sína í
málinu. „Ég er bara ekki sáttur
við að fá uppkveðinn sama dóm
og þeir.“
Eftir að lík Vaidasar Jucevici-
usar fannst í höfninni í Neskaup-
stað 11. febrúar í fyrra var í
fyrstu óttast að um morðmál
væri að ræða enda stungusár á
líkinu. Síðar kom í ljós að stung-
urnar voru gerðar eftir dauða
Vaidasar til að hindra að líkið
flyti upp vegna gasmyndunar við
rotnun þess. Vaidas hafði flutt
innvortis til landsins amfetamín í
61 pakkningu sem hann gleypti.
Hann veiktist hins vegar daginn
eftir komuna til landsins vegna
stíflu í mjógirni af völdum
pakkninganna. Grétar, Jónas og
Tomas létu hjá líða að koma Vai-
dasi til hjálpar og lést hann sár-
kvalinn þremur dögum síðar.
Jónas og Tomas óku svo með lík
hans frá Reykjavík austur á Nes-
kaupstað þar sem þeir sökktu því
í sjó við netagerðarbryggjuna.
Grétar, sem er frá Neskaupstað,
flaug austur og aðstoðaði við að
fela líkið.
Eftir að málið komst í hámæli
lýsti Grétar því hvernig honum
þætti sér ógnað af lítháískri mafíu,
en hann kvaðst laus við þann ótta
nú og málið væri liðið hjá. „Núna
er ég bara að sinna mínu lífi, halda
heimili og vera til friðs,“ sagði
hann fyrir utan Hæstarétt í gær.
olikr@frettabladid.is
BJÖRGVIN GUNNARSSON
Vorið 2003 fékk Björgvin fimmtán bleikjur
í Leirutjörn á Akureyri 28. apríl og þá hljóp
stangveiðimönnum bæjarins kapp í kinn.
Akureyri:
Stangveiði í
Leirutjörn
VEIÐI Björgvin Gunnarsson, stýri-
maður á Árbaki EA, fékk sína
fyrstu bleikju í ár í Leirutjörn á
Akureyri á miðvikudag. Segist
hann vanur að kasta flugunni
snemma á vorin í Leirutjörn en
þar er staðbundin bleikja og ur-
riði. „Ég hef oft fengið góðan afla
í Leirutjörn en fiskur gengur í
tjörnina á vorin og einu sinni fékk
ég þar hnúðlax sem veiðist ekki
oft á stöng,“ segir Björgvin.
Dæmi eru um að stórir sjóbirt-
ingar gangi í Leirutjörn og fyrr í
vor veiddist þar sjö punda sjóbirt-
ingur. - kk
■ OPINBERAR
HEIMSÓKNIR
SELEY Á AKUREYRI
Vísir í Grindavík keypti Seley í upphafi árs af Íshafi á Húsavík en skipið hét áður Guðrún
Þorkelsdóttir og var gert út frá Eskifirði.
Seley ÞH breitt til línuveiða:
Stærsta línuskip landsins
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/K
K
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/K
K
GRÉTAR SIGURÐARSON
Grétar svaraði spurningum fjölmiðla fyrir utan Hæstarétt í gær, eftir að kveðið hafði verið upp úr með staðfestingu á fyrri dómi Héraðs-
dóms yfir honum upp á tvö og hálft ár í fangelsi.
Ósáttur við dóminn
Grétar Sigurðarson, einn þriggja sakborninga í líkfundarmálinu, er ósáttur við dóm sinn. Hann vonaðist til að
fá samstarfsvilja og skýr svör metin til refsilækkunar. Hæstiréttur staðfesti í gær fyrri dóm Héraðsdóms.
UMHVERFISRÁÐHERRANN TIL
KÍNA Sigríður Anna Þórðardóttir
umhverfisráðherra verður með í
för þegar Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti Íslands, heldur til
Kína um miðjan næsta mánuð.
Hún mun hitta kínverska starfs-
bræður sína og ræða við þá vítt og
breitt um umhverfismál.
ÞINGFORSETINN TIL DANMERKUR
Halldór Blöndal, forseti Alþingis,
er staddur í Danmörku í boði for-
seta danska þingsins ásamt fríðu
föruneyti. Í ferðinni verður meðal
annars rætt við forsætisnefnd
danska þingsins og nokkra ráð-
herra. Í næstu viku mun svo
sendinefndin halda á árlegan fund
þingforseta Norðurlandanna og
Eystrasaltsríkjanna.
ELDUR Í FRAMHEIMILINU
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins viðhafði svokallað „stórt útkall“ og kallaði til aukamann-
skap til að takast á við eld í útvegg Framheimilisins í gær.
Erfiðar aðstæður í íþróttahúsi Fram:
Eldur logaði í útvegg
ELDSVOÐI Slökkvilið höfuðborgar-
svæðisins hafði mikinn viðbúnað
vegna elds í Framheimilinu í
Reykjavík laust eftir klukkan eitt
í gærdag. Enginn meiddist og búið
var að hefta útbreiðslu eldsins um
klukkustund síðar. Nemendur í
Álftamýrarskóla, sem er í næsta
húsi, voru sendir heim vegna
brunans.
Eldurinn logaði í útvegg og í
hluta af þaki hússins og kvað Rún-
ar Helgason aðstoðarstöðvar-
stjóri aðstæður hafa verið frekar
erfiðar. „Við þurftum að losa
klæðningu frá veggnum og þak-
inu til að komast almennilega að
þessu,“ sagði hann.
Halldór Halldórsson, staðgeng-
ill slökkviliðsstjóra, sagði ekki
hægt að fullyrða strax um elds-
upptök, en sjónir manna beindust
þó að vinnu við tjörupappalagn-
ingu í viðbyggingu við húsið. „Við
sáum aldrei mikinn eld, en óttuð-
umst að hann kynni að krauma
þarna inni í veggnum,“ sagði Hall-
dór og kvað slökkvilið hafa haft
vitneskju um brunahættu vegna
þess að í vegg byggingarinnar
væri loftrými og einnig eldsmat-
ur. „En húsið stenst allar bygging-
arkröfur, að minnsta kosti eins og
þær voru við byggingu þess fyrir
um áratug síðan.“
- óká
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I