Fréttablaðið - 29.04.2005, Síða 12

Fréttablaðið - 29.04.2005, Síða 12
SVALIR SUNDMENN Unglingarnir á Raufarhöfn fögnuðu sumar- byrjun og hlýindunum á Norðurlandi að undanförnu með því að draga fram tjöld og setja upp í húsagörðum. Þeir allra svöl- ustu stungu sér til sunds í tjörn sem stendur í miðju þorpinu. 12 29. apríl 2005 FÖSTUDAGUR Sigurður Thorlacius tryggingayfirlæknir: Fjarri stefnu stofnunarinnar LÍFEYRISMÁL Sigurður Thorlacius, tryggingayfirlæknir hjá Trygg- ingastofnun ríkisins, segir það af og frá að starfsfólk hjá stofnun- inni sé að ráðleggja öryrkjum að skilja til að fá hærri bætur. „Slíkt væri fjarri stefnu stofnunarinnar og ef einhver starfsmanna væri með slíkar ráðleggingar þá ætti hann að vinna annars staðar,“ sagði hann. Arnþór Helgason, fram- kvæmdastjóri Öryrkjabandalags- ins, sagði á Talstöðinni í gær um tekjutengingu öryrkjabóta, að það væri „iðulega að ráðgjafar, félags- ráðgjafar og jafnvel starfsmenn Tryggingastofnunar ríkisins hvetji fólk til þess að skilja, til þess að auka tekjur heimilisins.“ Lára Björnsdóttir, félagsmála- stjóri í Reykjavík, sagði um um- mæli Arnþórs að það væri fráleitt að félagsráðgjafar bentu öryrkj- um á að skilja við maka til að auka heimilistekjurnar. Að auki væri algjörlega bannað að fólk væri að ráðleggja slíkt. - jss LÍFEYRISMÁL Lára Björnsdóttir, fé- lagsmálastjóri í Reykjavík, kveðst vilja afnema tekjuteng- ingu öryrkja, nema þeirra sem vinni fyrir umtalsverðum tekj- um. Hún segir að um leið og fólk reyni að komast út á vinnu- markaðinn, þótt ekki sé nema í litlum mæli sé lífeyririnn tekinn af því. Í því sé ekkert vit. „Fólk verður öryrkjar af slæmum aðstæðum, bæði heilsufarslegum og félagsleg- um, sem geta leitt til ýmiss kon- ar sjúkdóma. Langtímaatvinnu- leysi gerir það að verkum að menn verða óvirkir í samfélag- inu. Það er þvílíkt niðurbrot á sjálfsvitund og sjálfsvirðingu, auk bágs fjárhags, að þeir sem fyrir því verða missa heilsuna,“ sagði Lára. „Ég hef horft upp á einstæðar mæður með lítið stuðn- ingsnet verða veikar af von- leysinu einu sam- an. Þær sjá enga leið út, en lenda inni í einhverj- um vítahring. Andleg og líkam- leg heilsa haldast í hendur. Margir karlmenn sem flosna upp frá fjölskyldunni lenda utan garðs og enda sem öryrkjar.“ Lára sagði þá ábendingu rétt- mæta að arðsemiskröfur á vinnu- markaði væru miklu meiri nú en áður. Hvíla ætti samfélagsleg skylda á fyrirtækjum landsins, bæði í opinbera geiranum og enn frekar í einkageiranum þar sem menn græddu á tá og fingri, að ráða fólk til starfa sem hefði ekki fulla starfsgetu en gæti unnið við ýmis- legt. „Ég vil að menn fái að v i n n a með ör- o r k u - b ó t - u n - um, alveg eins og þeir geta, því það skiptir svo miklu máli fyrir heilsuna,“ sagði Lára. „Það er hægt að hjálpa fólki með þessu móti svo og með öflugri endur- hæfingu. Það þarf að setja fjár- muni í endurhæfingarverkefni. Stuðningsverkefni af þessum toga hafa verið reynd í litlum mæli, en það mætti vera miklu meira því það er þjóðhagslega hagkvæmt.“ Lára kvaðst vilja sjá tekju- tengingunni þannig háttað að fólk þyrfti að vera með allverulegar tekjur til þess að bætur færu að skerðast. Það væri hryggilegt að horfa upp á að þeir sem væru að reyna að komast til vinnu aftur úti í samfélaginu þyrftu að láta krónu í skerðingu á móti krónu sem þeir ynnu sér fyrir. Væri þessu breytt yrði minna um svarta vinnu og vinnuumhverfið allt heilbrigðara. jss@frettabladid.is SÖGULEG HEIMSÓKN Lien Chan ásamt konu sinni Fang Yu. Fundur þeirra Hu fer fram í dag. Hu og Lien: Vilja klekkja á forsetanum PEKING, AP Lien Chan, leiðtogi stjórnarandstöðunnar á Taívan, er kominn til Peking til viðræðna við Hu Jintao, forseta Kína. Svo háttsettur taívanskur embættis- maður hefur ekki sótt Kína heim síðan þjóðernissinnar flúðu til Formósu árið 1949 og settu á fót ríkið sem í dag er Taívan. Tilgangur fundarins er þó ekki eingöngu að bæta samskipti landanna tveggja heldur hafa báðir áhuga á að einangra Chen Shui-bian, forseta Taívan. Hann er hlynntur formlegu sjálfstæði eyjarinnar en slíkt er eitur í beinum kínverskra ráðamanna. Lien vill hins vegar sameinast Kína á nýjan leik. ■ 6.888 kr. Tæki sem auðvelda vorverkin ALTO háþrýstidælur R V 20 34 Tilbo ð maí 2 005 ALTO háþr ýstidæ lur á tilboð sverð i Nilfisk ALTO Compact Þrýstingur: 120 bör Vatnsmagn: 440 l/klst Nilfisk ALTO Compact Þrýstingur: 100 bör Vatnsmagn: 300 l/klst 15.888 kr. Nilfisk ALTO Excellent Þrýstingur: 135 bör Vatnsmagn: 500 l/klst 28.888 kr. Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:00 Laug arda ga fr á kl. 10 :00 t il 14: 00 Opn unar tími í ve rslun RV: ARNÞÓR HELGASON Öryrkjum iðulega ráðlagður skilnaður til að auka heimilistekjurnar. SIGURÐUR THORLACIUS Af og frá að starfsfólk TR ráðleggi öryrkjum að skilja. N O R D IC PH O TO /G ET TY REYKJAVÍK Einn umsækjenda um lóð í Lambaseli hefur fengið af- svar. Ekki kemur til greina að hann fái lóð þar sem hann fékk úthlutað lóð árið 2001 þó að hann hafi ekki nýtt sér þá úthlutun. Eitt af skilyrðunum fyrir lóð- um í Lambaseli er að umsækj- endur hafi ekki fengið úthlutað lóð í Reykjavík frá árinu 2000. Starfsmenn umhverfis- og tæknisviðs eru þessa dagana að fara yfir umsóknirnar og kanna hvort nokkur brögð séu í tafli hjá umsækjendum, til dæmis hvort fjölskyldur hafi skilað inn fleiri en einni umsókn. „Stóra stundin er svo mið- vikudaginn 4. maí en þá mæta umsækjendur til að velja sér lóð,“ segir Ágúst Jónsson, skrif- stofustjóri hjá umhverfis- og tæknisviði. „Sá sem er með valnúmer eitt velur fyrstur og svo velja þeir koll af kolli.“ Eftir að dregið var úr um- sóknunum var gagnrýnt að dregið skyldi úr kökuboxi. Þótti furðu sæta að tvö sam- stæð númer skyldu til dæmis koma upp. Ágúst segir að ekki hafi sér vitanlega borist nein kæra vegna þessa. - ghs Lóðirnar í Lambaseli: Einn fær ekki lóðina LÓÐIR Í LAMBASELI Einn þeirra sem fékk úthlutað lóð við Lambasel fær lóðina ekki eftir allt saman þar sem hann fékk úthlutað 2001. Starfsmenn borgarinnar á leið til sýslumanns þar sem dregið var úr umsóknunum. FÉLAGSMÁLASTJÓRI Lára Björnsdóttir segir að langtímaatvinnuleysi geri það að verkum að menn verði óvirkir í samfélaginu. Vill afnema tekjutengingu Félagsmálastjórinn í Reykjavík vill afnema tekjutengingu öryrkja, annarra en þeirra sem hafa umtalsverðar tekjur. Lára Björnsdóttir segir að samfélagsleg skylda eigi að hvíla á fyrirtækjum um að ráða fólk með skerta starfsgetu í vinnu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.