Fréttablaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 22
S jö hópar fyrirtækja hafaverið valdir til að keppa umskipulag lóðar Landsspítala – háskólasjúkrahúss við Hring- braut. Heildarkostnaður vegna þessa verkefnis er áætlaður um 36 milljarðar króna. Þar af er gert ráð fyrir að kostnaður vegna bráðadeildar hins nýja sjúkrahúss verði um tólf milljarðar króna. Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra afhenti í gær fulltrúum fyrirtækjahópanna sjö útboðs- gögnin og tók fram við það tæki- færi að samkeppnin væri tvíþætt, annars vegar ætti að skila skipu- lagi fyrir lóðina í heild og hins vegar ætti að skilgreina nánar skipulag nýs spítala á lóðinni. Alls voru það 18 hópar fyrir- tækja sem lýstu áhuga á að taka þátt í þessu verkefni og af þeim voru sjö valdir til þátttöku. Hóp- arnir sjö eiga að skila tillögum sínum til dómnefndar 8. septem- ber í haust en hér til hliðar má sjá hverjir eiga sæti í dómnefndinni. Dómnefndin afhendir síðan ráðherra niðurstöður sínar 6. október og tilkynnir hann um úr- slit samdægurs. Tillögum nefnd- arinnar á að fylgja stutt greinar- gerð um hverja tillögu með rök- studdu mati á því hvernig tillagan falli að áherslum dómnefndar ásamt því að nefndinni er upp- álagt að raða tillögum eftir gæð- um þeirra að sínu mati. 500 rúma háskóla- og bráðaspítali Miðað er við að á lóðinni rísi 500 rúma háskóla- og bráðaspítali með starfsemi í flestöllum sér- greinum læknisfræðinnar. Til við- bótar verður byggð 65 rúma geð- deild, 80 rúma sjúklingahótel, 24 rúma gjörgæsludeild, 22 rúma gjörgæsla nýbura, 24 rúma gæsludeild og 10 rúma geðgjör- gæsludeild. Í áætlun LSH er gert ráð fyrir að unnt sé að fjölga almennum rúmum spítalans úr 500 í 600 og geðdeildarrúmum úr 65 í 105. Lóðin sem á að skipuleggja er 17,44 hektarar og afmarkast að norðan af Eiríksgötu, Barónsstíg og gömlu Hringbraut og að sunn- an af nýrri Hringbraut. Á þessari lóð mega LSH og stofnanir Háskóla Íslands sem tengdar eru LSH reisa byggingar sem nema að flatarmáli samtals 171.300 fermetrum, auk bíla- geymslna sem verða að hluta neð- anjarðar. Í samkeppnislýsingu er gert ráð fyrir því að mögulegt verði að nýta eldri byggingar að hluta eða öllu leyti og samþætta þær nýjum byggingum. Gamli kennaraskólinn við Laufásveg 81 er innan þessarar lóðar, en hann er friðaður sam- kvæmt lögum um húsafriðun og elsti hluti Landspítalans sem er frá 1930 hefur verndargildi. Pappírslaust sjúkrahús Keppendur þurfa að taka tillit til margra mismunandi umhverfis- þátta svo sem umferðarþunga kringum og inn á skipulagssvæð- ið, fyrirhugaðra Holtsganga, flugvallarins og nálægðar við miðbæ Reykjavíkur. Jafnframt verður að hafa að leiðarljósi að svæðið verði hluti borgarmynd- arinnar og sameini ólíka þætti í umhverfi þess. Við hönnun húsa á lóðinni skal miða við nýjustu upplýs- ingatækni í starfseminni, þar á meðal rafræna sjúkraskrá og að spítalinn verði „pappírslaus“ þegar hann verður byggður. Umhverfi sjúkrahússins á að vera áhugavert og aðlaðandi fyr- ir gesti og starfsmenn. Lögð er áhersla á græn svæði og útigarða og að bílum sé sem mest lagt í bílastæðahús. Sjúkrastofur fjölnota einbýli Á nýju sjúkrahúsi Landspítala – há- skólasjúkrahúss eiga legudeildir að byggjast upp af fjölnota einbýl- um. Þar geti dvalist jöfnum hönd- um sjúklingar sem gangast undir skurðaðgerðir, sjúklingar sem eru til meðferðar hjá lyflæknum eða sjúklingar öldrunarlækninga og endurhæfingar. Á þessum einbýlum verði hægt að veita alla hjúkrunarmeðferð, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og fram- kvæma minni háttar inngrip. Her- bergin skulu vera þannig útbúin að hægt sé að annast sjúklinga á sömu stofu allan tímann sem þeir dvelj- ast á sjúkrahúsinu, að undanskil- inni dvöl á gjörgæsludeildum. Sér- hvert herbergi á að hafa aðstöðu fyrir snyrtingu, böðun og rými fyr- ir nauðsynlegustu hjúkrunarvörur. Gert skal ráð fyrir því að ættingjar geti dvalist á herbergjum. Gera skal ráð fyrir einni bráða- móttöku og þangað komi allir sem þurfa á bráðaþjónustu að halda. Í tengslum við bráðamóttökuna verði mjög góð aðkoma sjúkrabíla og lendingarpallur fyrir þyrlu. ■ 22 29. apríl 2005 FÖSTUDAGUR Nýtt hátæknisjúkrahús fyrir 36 milljarða Kosningakerfið sem notað er í þing- kosningum í Bretlandi er svonefnt meirihlutakerfi sem byggist á einmenn- ingskjördæmum og einföldum meiri- hluta atkvæða í hverju kjördæmi. Það færir stærsta flokknum á landsvísu lang- flest þingsætin og gerir þannig jafnan einum flokki fært að mynda meirihluta- stjórn án þess endilega að kjörfylgið að baki þingmeirihlutanum nái helmingi greiddra atkvæða. Kerfið ýtir undir tveggja flokka kerfi, það er kerfi þar sem tveir flokkar skiptast á um að verma ríkisstjórnar- og stjórnarand- stöðubekkinn. Minni flokkar hafa sára- lítið að segja enda fá þeir sjaldnast þingsæti í hlutfalli við landsfylgi. Þessu er ólíkt farið í hlutfallskosningakerfi, en Alþingi er kosið eftir slíku kerfi. Þetta veldur því að hér á landi tíðkast sam- steypustjórnir, ólíkt löndum þar sem meirihlutakosningakerfi er við lýði eins og í Bretlandi. Kjarninn í breska kerfinu er sá, að allt sem frambjóðandi þarf að gera til að hljóta þingsæti er að hljóta fleiri at- kvæði en nokkur annar frambjóðandi í sama kjördæmi. Einfaldur meirihluti nægir sem sagt, svipað og á við um for- setakosningar á Íslandi. Bretlandi er skipt upp í 659 kjördæmi – 18 á Norður-Írlandi, 40 í Wales, 72 í Skotlandi og 529 í Englandi. Einn þing- maður er kjörinn í hverju kjördæmi og hver kjósandi hefur eitt atkvæði. Kostir kerfisins eru þeir helstir að það er einfalt; hlutverk kjósandans er einfalt er í kjörklefann er komið: hann þarf að- eins að merkja við eitt nafn á kjörseðl- inum. Þetta minnkar hættu á ruglingi eins og vill henda í öðrum kerfum þar sem kjörseðillinn er flóknari, svo sem þar sem fleiri en einn þingmaður er kjörinn í hverju kjördæmi. Annar kostur er hraði; talning er einföld og því liggja úrslit fyrir mjög fljótt. Í þriðja lagi skapar kerfið nánari tengsl milli kjósenda og hins kjörna fulltrúa. Í fjórða lagi skapar kerfið í flestum tilvikum afgerandi úrslit sem auðveldar myndun starfhæfra meirihlutastjórna. Helstu veikleikar kerfisins eru að oft hafa þingmenn ekki meirihluta allra greiddra atkvæða í sínu kjördæmi að baki sér. Næst- eða þriðju stærstu flokk- arnir á landsvísu enda oft uppi með sárafá þingsæti, alla vega ekki í hlutfalli við landsfylgið. Til dæmis fengu Frjáls- lyndir demókratar 18 prósent atkvæða í þingkosningunum 1992 en aðeins 3 prósent þingsæta. Kerfið felur auk þess í sér þann möguleika að flokkur fái meirihluta þingsæta jafnvel þótt annar flokkur fái fleiri atkvæði á landsvísu. Þetta gerðist árið 1951 og 1974. Loks gerir kerfið sum kjördæmi svo örugg vígi eins flokks að atkvæði greidd öðr- um flokkum í viðkomandi kjördæmi eru sem dauð og ómerk. Ýkir meirihluta stærsta flokksins FBL-GREINING: BRESKA KOSNINGAKERFIÐ Umtalsverður ávinningur STYTTING SKÓLAÁRSINS SPURT & SVARAÐ Beint flug til hinna fögru miðaldarborgar Tallinn í Eistlandi Ótrúlegt verð - flug með sköttum, einungis 18.990 kr. Örfá sæti eftir. Frá 15. júlí-26. júlí. Tallinn hefur breyst í nútímaborg með alþjóðlegu yfirbragði á síðustu 10 árum. Þrátt fyrir það eru íbúarnir stoltastir af gamla bæjarhlutanum. Þar eru götur steini lagðar og við þær standa vel varðveittar stórkostlegar byg- gingar frá 11-15 öld. Þá setja markaðirnir mikinn svip á borgina. Tallinn hefur verið bætt við á heimslista UNESCO sem ein best varðveitta miðal- darborg N-Evrópu. Menningarlíf í Talllinn stendur með miklum blóma og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Í Tallinn er hægt að gera góð kaup. Þar er ódýrt að versla, hótelgisting og matur á veitingahúsum er ódýr. Þá er, næturlífið fjörugt, barir, skemmtis- taðir og kaffihús á hverju götuhorni. Tallinn er borg sem fangar, borg sem skilur eitthvað eftir, löngu eftir að komið er heim. Sími 588 8900 • www.transatlantic.is LÓÐ LANDSPÍTALA VIÐ HRINGBRAUT Rauða línan afmarkar lóð Landspítala Háskóla- sjúkrahúss við Hringbraut þar sem áformað er að reisa nýtt 500 rúma hátæknisjúkrahús á næstu árum. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur skipað dómnefnd vegna skipulags- samkeppni til undirbúnings deiliskipulagi á lóðinni við Hringbraut þar sem fyrir- hugað er að reisa nýtt sjúkrahús. Dómnefndin er þannig skipuð: Ingibjörg Pálmadóttir fyrrverandi heil- brigðisráðherra, formaður Tilnefndir af Landspítala – háskólasjúkra- húsi: Jóhannes M. Gunnarsson settur forstjóri LSH til 1. maí nk., svo lækningaforstjóri, Ingólfur Þórisson framkvæmdastjóri skrif- stofu tækni og eigna, LSH. Tilnefndur af Háskóla Íslands: Dr. Stefán B. Sigurðsson forseti Lækna- deildar Háskóla Íslands. Tilnefndir af Arkitektafélagi Íslands: Málfríður Klara Kristiansen arkitekt, Steinþór Kári Kárason arkitekt. Án tilnefningar: Ragnheiður Haraldsdóttir skrifstofustjóri heilsugæslu-, sjúkrahúsa- og öldrunar- mála, (höfuðborgarsvæðið) í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Framkvæmdasýsla ríkisins og skrifstofa tækni og eigna á LSH verða dómnefnd- inni til aðstoðar í störfum hennar. Jafn- framt munu arkitektarnir Ásdís Ingþórs- dóttir og Gíslína Guðmundsdóttir, starfs- menn Framkvæmdasýslu ríkisins, verða ritarar dómnefndar. SIGURÐUR ÞÓR SALVARSSON BLAÐAMAÐUR Hóparnir sjö sem taka þátt í samkeppni um hönnun nýs hátæknisjúkrahúss 1. C.F. Möller, Arkitektúr.is, SWECO Gröner, Verkfræðist. Norðurlands, Schönherr Landscape (Danmörk, Nor- egur, Ísland og Svíþjóð) 2. Carl Bro A/S, Arkís, Aarhus Arkitekt- erne A/S, Friis & Moltke A/S, Hnit, Landmótun (Danmörk, Ísland) 3. VST, NBBJ, VA arkitektar, ARUP, Land- mótun (Ísland, BNA og BR) 4. Buro Happold Engineers, Dissing – Weitling arkitektafirma, Úti og Inni, OWP/P architects, Jeppe Aagaard And- ersen, David Langdon (Ísland, BNA, Danmörk, BR) 5. de Jong Gortemaker Algra, Alark, Fjölhönnun, Landark, Arup technicial (BR, Holland, Ísland) 6. Línuhönnun, RTS verkfr. Norconsult, ASK arkitektar, Medplan, Landslag, Hospitalitet AS, Prof. Per Teisberg (Nor- egur og Ísland) 7. Henning Larsens Tegnestue, S&I A/S, Batteríið, Lohfert & Lohfert A/S, Birch & Krogboe A/S, Landform (Danmörk, Ís- land) Dómnefnd í skipulagssamkeppni um hátæknisjúkrahús Talsverð umræða hefur skapast um að stytta framhaldsskólann um eitt ár. Umræðan er ekki ný af nálinni en Sveinn Agnarsson, hagfræðingur hjá Háskóla Íslands, gerði úttekt á málinu árið 2002. Hver er hagnaður samfélagsins af slíkri styttingu? Hann er umtalsverður eins og sjá má í skýrslunni sem ég vann fyrir VR á sín- um tíma. Þá reiknaði ég að nettóá- vinningur af því að stytta framhalds- skólavist um eitt ár en lengja skólaárið í staðinn yrði um 70 milljarðar króna. Hverjir eru ókostirnir? Slík ráðstöfun hefði mikil og víðtæk áhrif fyrstu árin eftir að hún tæki gildi. Þá kæmu tveir árgangar í stað eins á vinnumarkaðinn eða í háskólanám og þá skiptir máli hvaða aðstæður eru þar fyrir hendi. Ekki er víst að vinnumark- aðurinn geti tekið við slíkum fjölda á stuttum tíma og sama má segja um háskólana. Ferðaþjónusta úti á landi gæti goldið þess að skólarnir stæðu lengur yfir og yrðu þar af leiðandi ekki opnir sem hótel á meðan. FRÉTTASKÝRING BYGGING NÝS HÁSKÓLASJÚKRAHÚSS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.