Fréttablaðið - 29.04.2005, Síða 26

Fréttablaðið - 29.04.2005, Síða 26
Hvílíka skömm hef ég á yfir- völdum þessa lands, þar sem eingöngu er hugsað um að budda þeirra sem stjórna sé sem þyngst og skiptir þá engu máli hversu létt budda hinna er, sem strita fyrir brauði sínu og fá brotabrot af því sem yfir- mennirnir fá. Þetta láglaunafólk fær þá tilfinningu að það sé einskis nýtt þar sem enga virð- ingu er að fá fyrir þau störf sem það vinnur. Er ég þá sérstaklega að tala um þá sem lægstu launin hafa. Þau störf sem lægst eru laun- uð eru mörg hver í hjúkrunar- geiranum og snúa að þeim sem sinna þurfa öldruðum og fötluð- um. Ég spyr, hvernig er hægt að koma svona fram við þetta fólk, en ætlast samt til þess að það sinni með gleði þeim verkefnum sem það fær og leysi sitt verk vel af hendi? Hversu þung þarf budda „hinna útvöldu“ að vera svo að þetta fólk fái það sem það á skilið? Ég get ekki orða bund- ist, þar sem ég hef orðið vitni að þessu óréttlæti á dvalarheimili aldraðra að Hrafnistu í Reykja- vík. Undanfarið hefur verið í um- ræðunni að meðferðin á heimil- isfólki Hrafnistu, og þá sérstak- lega þeim veikustu, sé ekki til sóma fyrir þessa stofnun. Ég skrifa þessi orð því málið er mér skylt. Móðir mín, sem verð- ur níræð í sumar, dvelur að Hrafnistu í Reykjavík. Varð hún fyrir því óláni að detta í janúar síðastliðnum – en ekki er alveg ljóst hvernig það bar að – þannig að hún fór úr axlarlið og fékk mikið höfuðhögg. Ég kvarta ekki yfir meðferðinni sem hún fékk eftir slysið, en síðan þá hefur hún ekki verið fótafær og er algerlega ósjálfbjarga. Aftur á móti átti ég ekki von á því sem eftir kom, sem ég kenni engu öðru um en slælegri stjórnun og of fáu starfsfólki til að sinna þeim verkefnum sem vinna þarf. Þrisvar sinnum höfum við í fjölskyldunni komið að móður minni þar sem hún hefur legið í saur sínum (hún er reyndar með bleiu) – og ekki nóg með það, heldur var hún búin að kafa með hendurnar í allt saman. Daginn sem þetta gerðist í þriðja skipt- ið hafði ég komið til hennar um klukkan 14.00, en þegar ég var að fara bað hún um að komast á klósett og lét ég vita af því strax og bað um að henni yrði hjálpað. Þegar systir mín kom til hennar kl. 17.00 sama dag var ástandið á þann veg sem að framan er lýst. Bað systir mín þá um að henni yrði sinnt og var það gert, en ekki var hirt um að skipta á rúminu, þrátt fyrir óhreinindin sem voru í rúmfötunum. Það var ekki gert fyrr en tveim dögum síðar. Við sem eigum foreldra á dvalarheimilum eigum erfitt með að horfa upp á svona lagað. Þeir sem reka Hrafnistu – sem og aðrar slíkar stofnanir – verða að gera sér grein fyrir að svona mega hlutirnir ekki vera. Oft hefur mig langað að segja mitt álit en ekki vogað mér, þar sem ég hef óttast að móðir mín yrði fyrir áreitni og henni sinnt verr, ef ég segði eitthvað misjafnt um stofnunina. Nú er mér hreinlega ofboðið og læt þetta flakka. Ekkert þýðir að tala við yfirmennina, því þeir þykjast ekkert geta gert til að bæta ástandið. Fólk fæst ekki til að vinna þessi störf vegna laun- anna og þess vegna verður mannfæðin bara áfram og þeir sem eru þó til staðar þurfa að vinna tveggja og þriggja manna verk, sem hlýtur síðan að koma niður á heimilisfólkinu. Eina leiðin til að breyta þessu, að mínu mati, er að sýna starfsfólkinu þá virðingu að borga því laun sem sómi er að svo hægt sé að gera þá kröfu að það vinni vinnuna sína og sýni því fólki sem þarna dvelur þá virðingu sem því ber. Ekki er hægt að búast við að þeir sem niðurlægðir eru sinni vinnu sinni sem skyldi. Þarna er samt sem áður margt yndislegt fólk í vinnu, en ég vil bara ekki trúa að ekki sé hægt að bæta aðstöðu þessa fólks og að þetta þjóðfélag sé svo illa statt að foreldrar okkar þurfi að líða fyrir græðgi þeirra sem völdin hafa. Ríkið þarf að styðja stofnun eins og Hrafnistu. Hvernig má það vera í lýð- ræðisþjóðfélagi eins og okkar að misréttið sé svona mikið? Alþingi, sem á að halda vörð um réttláta úthlutun gæða í landinu, hefur engan veginn staðið sig í að setja lög um laun og launa- útreikning. Í hvert skipti sem laun eru hækkuð skv. kjarasamn- ingum er hækkunin í prósentum talin. Hvers vegna í ósköpunum er þessu ekki breytt í krónutölu- hækkun – með lögum? Enginn þarf að segja mér að þeir sem sitja á „Hinu háa Alþingi“ sjái ekki óréttlætið og mismununina í þessum hækkunum, en því miður er ekkert hægt að gera því þá fá „stjörnurnar“ minna! Stefnan er hreint og beint sú að kúga þá sem minnst mega sín, svo þeir sem stjórna geti setið að kjötkötlunum. Fólk á að sitja og standa eins og þeir vilja – sjúkrahúsin eru svelt því þeir veiku skipta ekki máli – svo og menntakerfið, því unga fólkið má ekki skilja of mikið svo það verði auðsveipara. Hvað á maður að halda? Skilja menn ekki að með góð- um og vel reknum sjúkrastofn- unum, þar sem hæft fólk getur starfað eðlilega – en ekki undir eilífu ofurálagi – skapast hraust- ari þjóð. Að sama skapi og vel reknar menntastofnanir með hæfa kennara skapa sterka þjóð til öflunar lífsviðurværis með hugvitið að vopni. Ég skora á fólkið í landinu að rísa upp áður en það hverfur alveg í skítinn og velta auðjöfr- unum ofan af sér – fyrr er ekki von á breytingu á högum lægri stétta þessa þjóðfélags og að aldraðir og sjúkir fái að lifa við þá virðingu sem þeir eiga skilið til jafns við aðra í þjóðfélaginu. ■ 29. apríl 2005 FÖSTUDAGUR26 Fjármál stjórnmálaflokka: Nú er lag Ár er liðið síðan kynnt var áskor- un Samfylkingarinnar til ann- arra stjórnmálaflokka um að hefja viðræður um reglur er varða fjárreiður stjórnmála- flokka. Framkvæmdastjórn flokksins sendi öllum flokkum á Alþingi boð um viðræður um efnið. Ritstjórn Morgunblaðsins var samkvæm sjálfri sér þegar deilan um fjölmiðlalögin stóð sem hæst og tók undir með okk- ur, benti á að krafa um leikregl- ur fjölmiðla í nafni lýðræðis ætti ekki síður við um stjórnmála- flokka. Um svipað leyti birti Fréttablaðið grein þess efnis að tilmæli Evrópuráðsins um fjár- reiður stjórnmálaflokka væru í raun fullkomlega hliðstæð til- mælum um fjölmiðla – sem þá var mjög hampað til stuðnings frumvarpi um eignarhald á fjöl- miðlum. Einn flokkur á Íslandi hafnaði ósk Samfylkingar sem sett var fram fyrir réttu ári: Sjálfstæðisflokkurinn. Nú hafa þingflokkarnir opnað málið og því gefst gott tækifæri til að ræða þessi mál af yfirveg- un og skynsemi. Langt er í næstu sveitarstjórnarkosningar og enn lengra í alþingiskosningar. Flokkarnir geta komið sér sam- an um blöndu af tvennu: Tillögu um almennan lagaramma er varðar fjárstuðning við stjórn- málaflokka og fjárreiður þeirra, og freistað þess samtímis að ná samkomulagi um að takmarka kostnað við kosningabaráttu. Um fjármál einstakra þing- manna (og allra kjörinna full- trúa) mætti hafa fleiri orð: Ég hef látið þá skoðun í ljósi að ekki nægi að upplýsa eignatengsl eða hagsmunavensl þingmanna. Ég tel að kjörnir fulltrúar á þingi og í sveitarstjórnum eigi ekki að safna fé til eigin prófkjörsbar- áttu eða flokka sinna. Sú þakkar- skuld sem þannig getur skapast kann að valda miklu alvarlegri ,,hagsmunatorgstreitu“ en hluta- bréfaeign sem stofnað er til af eigin tekjum á almennum mark- aði. Á þessu þarf að taka sam- tímis öðru, og hér tala ég af eigin reynslu manns sem aflað hefur fjár til flokksins, eins og líklega langflestir eða allir sem nú gegna trúnaðarstöðum í stjórn- málum. Alþingi hefur hækkað umtalsvert stuðning til flokka á liðnum misserum, þeir eru væntanlega ekki jafn skuldsettir og oft áður, og því vonandi ekki jafn háðir óbreyttu ástandi og fyrr. Þá vitum við að kostnaður við kosningabaráttu hefur aukist mjög og nálgast að vera ósiðleg- ur miðað við hvað hægt er að komast af með án þess að nokk- ur beri skarðan hlut frá borði. Í því efni hafa sakbendingar gengið á milli og minn eigin flokkur áreiðanlega ekki barn- anna bestur. Látum sem nú sé mikilvægara að búa í haginn fyrir framtíðina en koma höggi hver á annan, allir flokkar sam- an, því hér eiga margir sök. Og margir hafa hag af því að vel takist til í því starfi sem nú ætti senn að fara í hönd, að skilgreina ábyrgð og skyldur um fjárreiður stjórnmálaflokka. ■ Ófremdarástand á Hrafnistu EITT SÍMANÚMER UM LAND ALLT GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI! Hættulegur bremsubúnaður Fyrir fjórum árum keyrði konan mín hressilega aftan á næsta bíl í hálku. Þetta var heilmikið tjón þar sem bíllinn var nýr og ekki með kaskótryggingu, og ég var satt að segja hálf pirraður á þeirri útskýringu að „hann hefði bara ekkert stoppað“. En samt, svona í bakheilanum, fór ég að velta því fyrir mér hvers konar fyrirbæri þessar ABS-bremsur væru eiginlega. En þær þræl- virkuðu yfir sumarið, og þegar hálkan kom næst fannst mér þær virka sannfærandi þegar maður fann þessa malarkenndu mót- stöðu þegar maður tyllti í pedal- ann – þarna var greinilega í gangi heilastarfsemi æðri manns eigin. En svo sá ég í sjónvarpinu frétt frá einhverri stórborg í Evrópu þar sem fjöldaárekstur varð í hálku, og það vakti strax athygli mína hvernig bílarnir keyrðu bara eins og tívolíbílar hver aftan á annan; ekkert skrens eða skakkir bílar, heldur bara búmm, búmm, búmm. Ég ákvað að fá málin á hreint einn ísilagðan morgun, og þar sem vegurinn inn í hverfið hjá mér er brattur niður og hlykkj- óttur var hann kjörinn fyrir svona tilraun. Ég gaf því vel í og negldi svo niður bremsurnar; en herre gud, ég var kominn á eitt- hvert flug sem ég réð ekki við. Og standandi á bremsunni brun- aði ég niður án þess að bíllinn sýndi nokkur merki um að vera að hlýða mér, og ég var farinn að leita að hentugum stað til að keyra út af áður en að ég kæmi inn á aðalumferðargötuna. En svo hægði hann á sér og var ljúf- ur sem lamb í lokabeygjunni. En eftir stendur sú vissa mín að ABS-bremsur séu enn eitt feil- skotið í tölvumálum; þarna er tekinn frá manni þessi einfaldi réttur að geta læst bremsunum með því að stíga á pedalann. Og þegar tekið er mið af því hve mörg umferðaróhöpp verða við aftanákeyrslu í hálku er það skelfileg staðreynd sem blasir við; það eru kannski ekki nema 2 sekúndur sem maður hefur til að þrykkja niður pedalanum eftir að heilinn hefur unnið sitt verk. Og þá getur jafnvel hin full- komnasta tölva ekki sett á svið þann dans sem ákveður æskilegt bremsumagn í hjólin til að stoppa í tæka tíð. ■ Í Fréttablaðinu mánudaginn 25. apríl var lítið fréttaskot sem vakti athygli mína og raunar nokkurn ugg og umhugsun. Fyrirsögnin er „Óráðlegt að þyngja dóma“ en í fréttinni er vísað til ummæla ágæts yfirlög- regluþjóns í Reykjavík og eftir honum haft eftirfarandi: „Ef dómar verða þyngdir til muna þýðir það að mun meira er þá í húfi fyrir afbrotamennina og þá er líklegt að lögreglumenn geti lent í mun hættulegri aðstæðum gagnvart þeim en nú er.“ Sé hér rétt eftir haft vekur það óneit- anlega upp ýmsar spurningar um hversu mikils marglofað réttaröryggi hins almenna borg- ara er í raun virði, og hvort tillitssemi réttarríkisins sé kannski komin einum of langt í þjónustulund sinni og jafn- ræðisvilja. Í þessu sama tölublaði Frétta- blaðsins er á innsíðu frétt nokk- uð sama eðlis og þá að inntaki sennilega sýnu alvarlegri, þar sem sýslumannsfulltrúi á Akur- eyri telur tvo sýnilega snarvit- lausa unglinga „ekki ógna al- menningshagsmunum“. Hvað er að gerast? Fróðlegt og æskilegt væri að fá umræðu, skoðana- skipti og skoðanakönnun varð- andi þessi viðhorf, sem þarna birtast. ■ Of langt gengið STEFÁN JÓN HAFSTEIN FORMAÐUR FRAMKVÆMDASTJÓRNAR SAMFYLKINGARINNAR UMRÆÐAN FJÁRREIÐUR FLOKKA ÁSMUNDUR BREKKAN SKRIFAR UM ÖRYGGI HINS ALMENNA BORGARA LEÓ S. ÁGÚSTSSON SKRIFAR UM UMFERÐARÖRYGGI Ég gaf því vel í og negldi svo niður bremsurnar; en herre gud, ég var kominn á eitthvert flug sem ég réð ekki við. ,, Oft hefur mig langað að segja mitt álit en ekki vogað mér, þar sem ég hef óttast að móðir mín yrði fyrir áreitni og henni sinnt verr, ef ég segði eitthvað mis- jafnt um stofnunina. Nú er mér hreinlega ofboðið og læt þetta flakka. Ekk- ert þýðir að tala við yfir- mennina, því þeir þykjast ekkert geta gert til að bæta ástandið. KARITAS GUÐMUNDSDÓTTIR BÓKARI UMRÆÐAN UMÖNNUN ALDRAÐRA ,,

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.