Fréttablaðið - 29.04.2005, Page 29

Fréttablaðið - 29.04.2005, Page 29
FÖSTUDAGUR 29. apríl 2005 Salat með léttsýrðum gúrkum og lárperu Íslenskar agúrkur eru lost- æti og ýmislegt hægt að gera úr þeim. Í þessari uppskrift er byrjað á að léttsúrsa gúrkurnar smá- stund en síðan eru þær notaðar í salat með Tex-Mex-yfirbragði. Það er líka hægt að nota létt- sýrðu gúrkurnar einar sér með ýmiss konar réttum. 1 íslensk gúrka, lítil 5 msk. hvítvínsedik 150 ml vatn 2 msk. sykur 2 tsk. salt nokkur piparkorn 2-3 íslenskir tómatar, vel þroskaðir 1 lárpera, vel þroskuð 1/2-1 chilialdin hnefafylli af kóríanderlaufi Gúrkurnar skornar í þunnar sneiðar. Edik, vatn, sykur, salt og piparkorn sett í pott og hit- að að suðu. Látið sjóða í 2-3 mínútur og síðan eru gúrku- sneiðarnar settar út í, pottur- inn tekinn af hitanum og gúrkusneiðarnar látnar kólna alveg í leginum. Hrært öðru hverju. Tómatarnir eru svo skornir í geira og lárperan af- hýdd, steinninn fjarlægður og aldinkjötið skorið í teninga. Chilialdinið saxað smátt. Tómatar, lárpera og chili sett í skál og síðan er gúrkunum blandað saman við ásamt dá- litlu af leginum. Kóríanderinn saxaður gróft og blandað sam- an við. Salatið er gott eitt sér eða með ýmsum mat, til dæmis soðnum og steiktum fiski eða kjúklingi. ■ Ferskir safar fyrir heilsuna Ferskir safar njóta sí- fellt meiri vinsælda þar sem þeir eru sneisafullir af vítamínum og hægt er að taka inn hluta af ráð- lögðum dagskammti af grænmeti og ávöxtum í nokkrum sopum. Langbest er að útbúa ferskan safa sjálfur og drekka hann alveg ferskan til að tryggja að engin vítamín fari til spillis. Safapressa er að sjálfsögðu nauð- synleg til að útbúa ferskan safa en það er hægt að gera heilmikið með einfaldri sítrónupressu sem kostar ekki mikið. Engin þörf er á að flysja græn- meti eða ávextina áður en þeir eru settir í safapressuna en það er mikilvægt að skola allt saman vel og jafnvel gott að nota lítinn bursta til að skrúbba af óhrein- indi. Skera þarf ávextina og grænmetið niður áður en það er sett í pressuna svo það komist vel fyrir, en það skal varast að skera það allt of smátt. Eftir notkun á pressunni á að taka hana í sundur og þrífa vel. Aftur á móti er vel hægt að geyma kjötið sem safnast hefur saman í pressunni og setja út í súpur eða nota í bakstur. Apríkósu- og kókóshnetusafi 200 g apríkósur 1 kókoshneta Þvoðu apríkósurnar og fjarlægðu úr þeim steininn. Opnaðu kókoshnetuna og helltu úr henni 125 ml af kókos- mjólk. (Hægt er að stinga tappa- togara í mjúka blettinn á kókos- hnetunni og þá hellist mjólkin vel út.) Settu apríkósurnar í safa- pressuna og hrærðu svo kókos- mjólkina saman við. Þessi safi er einnig góður ef mangó er notaður í stað fyrir apríkósur. Melónu- og engifersafi 1/2 melóna 4 cm biti af engiferrót Skerðu melónuna í sundur og hreinsaðu burt steinana. Skerðu melónuna í litla bita og skerðu burt hýðið. Flysjaðu engiferrótina og þrýstu henni ásamt melónunni í gegnum safapressuna. Sítrónu-, epla- og myntusafi 3 sítrónur 3 epli nokkur fersk myntulauf Þvoðu sítrón- urnar og taktu utan af þeim börkinn og skerðu í bita. Þvoðu eplin, fjarlægðu kjarnann og skerðu í bita. Settu ávextina ásamt mynt- unni í safapressuna. ■ EGILS GULL: Nú í 0,5 lítra gleri Egils Gull er einn vinsælasti bjórinn á Íslandi en hann kom á markað þegar bjórinn var leyfður 1. mars 1989. Egils Gull var brautryðjandi í umbúðum þegar hann kom fyrstur íslenskra bjóra í 0,5 lítra dósum árið 1992 en fram að því höfðu aðeins verið fáanlegar 0,33 l dós- ir. Egils Gull er gullinn lagerbjór, frekar léttur og frískur með góðri fyllingu. Nú er þessi vinsæli bjór landans einnig fáanlegur í 0,5 l lítra glerflöskum. Fyrst um sinn verður 0,5 lítra flaskan fáanleg í Heiðrúnu og Kringlunni en flaskan kostar 209 kr. STONEGATE: Trompvín frá Ástralíu! Shiraz-þrúgan er oft nefnd trompþrúga Ástrala. Vín úr henni eru oft blönduð með cabernet sauvignon eins og í Angove's Stonegate Cabernet/Shiraz. Létt rauðvín með fallegum blæ, ríkum ávaxtakeim, fyllt en jafnframt mjúkt. Á vel við pasta, kjöt- og grill- rétti. Vínfyrirtækið Angove's rekur sögu sína til 1886 þegar dr. William Thomas Angove kom til Ástr- alíu til að stunda lækningar. Hann hafði áhuga á vín- rækt og plantaði vínviði á landareign sinni til að geta gert vín fyrir sig og fjölskyldu sína. Þetta tóm- stundagaman varð upphafið að stærsta vínfyrirtæki Ástralíu í einkaeigu. Kynningarverð á áströlskum dögum 880 kr.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.