Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.04.2005, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 29.04.2005, Qupperneq 29
FÖSTUDAGUR 29. apríl 2005 Salat með léttsýrðum gúrkum og lárperu Íslenskar agúrkur eru lost- æti og ýmislegt hægt að gera úr þeim. Í þessari uppskrift er byrjað á að léttsúrsa gúrkurnar smá- stund en síðan eru þær notaðar í salat með Tex-Mex-yfirbragði. Það er líka hægt að nota létt- sýrðu gúrkurnar einar sér með ýmiss konar réttum. 1 íslensk gúrka, lítil 5 msk. hvítvínsedik 150 ml vatn 2 msk. sykur 2 tsk. salt nokkur piparkorn 2-3 íslenskir tómatar, vel þroskaðir 1 lárpera, vel þroskuð 1/2-1 chilialdin hnefafylli af kóríanderlaufi Gúrkurnar skornar í þunnar sneiðar. Edik, vatn, sykur, salt og piparkorn sett í pott og hit- að að suðu. Látið sjóða í 2-3 mínútur og síðan eru gúrku- sneiðarnar settar út í, pottur- inn tekinn af hitanum og gúrkusneiðarnar látnar kólna alveg í leginum. Hrært öðru hverju. Tómatarnir eru svo skornir í geira og lárperan af- hýdd, steinninn fjarlægður og aldinkjötið skorið í teninga. Chilialdinið saxað smátt. Tómatar, lárpera og chili sett í skál og síðan er gúrkunum blandað saman við ásamt dá- litlu af leginum. Kóríanderinn saxaður gróft og blandað sam- an við. Salatið er gott eitt sér eða með ýmsum mat, til dæmis soðnum og steiktum fiski eða kjúklingi. ■ Ferskir safar fyrir heilsuna Ferskir safar njóta sí- fellt meiri vinsælda þar sem þeir eru sneisafullir af vítamínum og hægt er að taka inn hluta af ráð- lögðum dagskammti af grænmeti og ávöxtum í nokkrum sopum. Langbest er að útbúa ferskan safa sjálfur og drekka hann alveg ferskan til að tryggja að engin vítamín fari til spillis. Safapressa er að sjálfsögðu nauð- synleg til að útbúa ferskan safa en það er hægt að gera heilmikið með einfaldri sítrónupressu sem kostar ekki mikið. Engin þörf er á að flysja græn- meti eða ávextina áður en þeir eru settir í safapressuna en það er mikilvægt að skola allt saman vel og jafnvel gott að nota lítinn bursta til að skrúbba af óhrein- indi. Skera þarf ávextina og grænmetið niður áður en það er sett í pressuna svo það komist vel fyrir, en það skal varast að skera það allt of smátt. Eftir notkun á pressunni á að taka hana í sundur og þrífa vel. Aftur á móti er vel hægt að geyma kjötið sem safnast hefur saman í pressunni og setja út í súpur eða nota í bakstur. Apríkósu- og kókóshnetusafi 200 g apríkósur 1 kókoshneta Þvoðu apríkósurnar og fjarlægðu úr þeim steininn. Opnaðu kókoshnetuna og helltu úr henni 125 ml af kókos- mjólk. (Hægt er að stinga tappa- togara í mjúka blettinn á kókos- hnetunni og þá hellist mjólkin vel út.) Settu apríkósurnar í safa- pressuna og hrærðu svo kókos- mjólkina saman við. Þessi safi er einnig góður ef mangó er notaður í stað fyrir apríkósur. Melónu- og engifersafi 1/2 melóna 4 cm biti af engiferrót Skerðu melónuna í sundur og hreinsaðu burt steinana. Skerðu melónuna í litla bita og skerðu burt hýðið. Flysjaðu engiferrótina og þrýstu henni ásamt melónunni í gegnum safapressuna. Sítrónu-, epla- og myntusafi 3 sítrónur 3 epli nokkur fersk myntulauf Þvoðu sítrón- urnar og taktu utan af þeim börkinn og skerðu í bita. Þvoðu eplin, fjarlægðu kjarnann og skerðu í bita. Settu ávextina ásamt mynt- unni í safapressuna. ■ EGILS GULL: Nú í 0,5 lítra gleri Egils Gull er einn vinsælasti bjórinn á Íslandi en hann kom á markað þegar bjórinn var leyfður 1. mars 1989. Egils Gull var brautryðjandi í umbúðum þegar hann kom fyrstur íslenskra bjóra í 0,5 lítra dósum árið 1992 en fram að því höfðu aðeins verið fáanlegar 0,33 l dós- ir. Egils Gull er gullinn lagerbjór, frekar léttur og frískur með góðri fyllingu. Nú er þessi vinsæli bjór landans einnig fáanlegur í 0,5 l lítra glerflöskum. Fyrst um sinn verður 0,5 lítra flaskan fáanleg í Heiðrúnu og Kringlunni en flaskan kostar 209 kr. STONEGATE: Trompvín frá Ástralíu! Shiraz-þrúgan er oft nefnd trompþrúga Ástrala. Vín úr henni eru oft blönduð með cabernet sauvignon eins og í Angove's Stonegate Cabernet/Shiraz. Létt rauðvín með fallegum blæ, ríkum ávaxtakeim, fyllt en jafnframt mjúkt. Á vel við pasta, kjöt- og grill- rétti. Vínfyrirtækið Angove's rekur sögu sína til 1886 þegar dr. William Thomas Angove kom til Ástr- alíu til að stunda lækningar. Hann hafði áhuga á vín- rækt og plantaði vínviði á landareign sinni til að geta gert vín fyrir sig og fjölskyldu sína. Þetta tóm- stundagaman varð upphafið að stærsta vínfyrirtæki Ástralíu í einkaeigu. Kynningarverð á áströlskum dögum 880 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.