Fréttablaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 40
„Mér finnst ég alltaf vera táning- ur, eða bara rétt rúmlega það,“ segir Grétar Mar Jónsson, skip- stjóri og varaþingmaður Frjáls- lynda flokksins, sem er fimmtug- ur í dag. Hann segist vera mikið afmælisbarn og sló upp góðum veislum þegar hann varð þrítug- ur og fertugur. Og fimmtugs- afmælið fer ekki fram í kyrrþey. „Ég ætla að halda upp á afmælið á morgun og býð þá vinum, kunn- ingjum og vandamönnum í Sam- komuhúsið í Sandgerði milli 19 og 22,“ segir Grétar Mar, sem fékk vin sinn til margra ára, Guðmund Árna Stefánsson alþingismann, til að stýra veisluhöldunum. Grétar Mar er skipstjóri á netabátnum Sæmundi GK 4 og tekur daginn snemma. „Við för- um út á milli fimm og sex og erum komnir í land fyrir kvöld- mat.“ Og engan þarf að undra að honum líki lífið vel. „Mig langaði að verða skipstjóri um ferming- araldurinn og finnst þetta mjög skemmtilegt.“ Grétar Mar á held- ur ekki langt að sækja áhugann á sjósókn, faðir hans og föðurbróð- ir eru skipstjórar og annar föður- bróðir hans er grásleppukarl. „Þetta er í blóðinu,“ segir hann og unir sér einstaklega vel þessa dagana enda mokfiskirí. Utan sjósóknar og stjórnmála hefur Grétar Mar brennandi áhuga á íþróttum og var frækinn handboltamaður á yngri árum; æfði til að mynda undir stjórn Guðmundar Árna á sínum tíma. „Ég er sportidjót og fylgist bæði með handbolta og fótbolta.“ Í ensku knattspyrnunni fylgir hann Liverpool að málum en liðið gerði jafntefli við Chelsea í undanúr- slitum Meistaradeildarinnar á miðvikudagskvöld. Margir segja Liverpool hafa staðið sig vel í leiknum, sem fram fór á heima- velli Chelsea og lyktaði 0-0. Grét- ar Mar er ekki endilega á því. „Ja, ég veit það ekki, þeir náðu bara jafntefli. Ég vildi sigur.“ Miklar hláturrokur kveða við þegar afmælisbarnið er spurt hvað það langi í í afmælisgjöf. „Ég veit það ekki, það er erfitt að svara svona löguðu þegar maður er kom- inn á þennan aldur. Ætli mig langi ekki í Jagúar-bíl og kannski flug- vél,“ segir hann og hlær enn meira. Það er líklegt að líf og fjör verði í Samkomuhúsinu í Sandgerði ann- að kvöld enda Grétar Mar mikill gleðimaður og viðbúið að margir vilja heilsa upp á hann á þessum tímamótum. ■ 28 29. apríl 2005 FÖSTUDAGUR ALFRED HITCHCOCK (1899-1980) lést þennan dag. Langar í Jagúar TÍMAMÓT: GRÉTAR MAR JÓNSSON FIMMTUGUR Í kvikmyndum er leikstjórinn Guð. Í heimildarmyndum er Guð leikstjórinn. Alfred Hitchcock kvikmyndaleikstjóri varð frægur fyrir spennumyndir á borð við North by Northwest og Psycho. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Regína Thorarensen blaðamaður er 88 ára. Jafet Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfa- stofunar, er 54 ára. Lúðvík Bergvinsson alþingismaður er 41 árs. Auðun Georg Ólafsson, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, er 35 ára. Rúnar Freyr Gíslason leik- ari er 32 ára. GRÉTAR MAR JÓNSSON „Mig langaði að verða skipstjóri um fermingaraldurinn og finnst þetta mjög skemmtilegt,“ segir afmælisbarnið síunga. Miklar óeirðir brutust út í Los Angeles í Bandaríkjunum þeg- ar kveðinn var upp dómur í Rodney King-málinu svokall- aða árið 1992. Kviðdómur sem samanstóð einvörðungu af hvítu fólki sýknaði fjóra hvíta lögreglumenn sem voru ákærðir fyrir að nota óhóflegt ofbeldi við handtöku blökku- mannsins Rodney King ári áður. Barsmíðarnar náðust á myndband og vöktu mikinn óhug meðal fólks þar sem lög- reglumennirnir sáust ganga í skrokk á King. Mikil reiði vaknaði í samfélagi þeldökkra í borginni þegar til- kynnt var um úrskurðinn. Mót- mælendur þustu út á götur og skeyttu skapi sínu á því sem fyrir þeim varð. Þegar spurðist út að lögreglan hefði misst öll tök í nokkrum hverfum borg- arinnar og vildi eða gæti ekki framfylgt þar lögum fóru mót- mælendur að brenna verslanir og fyrirtæki á svæðinu. Daginn eftir stóðu búðir tómar þar sem þúsundir höfðu látið greipar sópa. Uppþotin stóðu í nokkra daga. 55 létust og um 2.000 særð- ust. 12 þúsund voru hand- teknir og var eignatjón gríðar- legt. Lögreglumennirnir sem höfðu hlotið sýknudóminn voru síðar dæmdir af alríkisdómstólum fyrir að brjóta mannréttindi á Rodney King. Hann hlaut tæp- ar fjórar milljónir dala í bætur frá Los Angeles-borg. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1106 Jón Ögmundsson er vígður fyrsti Hólabiskup. 1945 Adolf Hitler giftist Evu Braun. 1945 Bandarísk herlið frelsa fólk úr útrýmingarbúðum Þjóð- verja í Dachau 1967 Breski landhelgisbrjóturinn Brandur strýkur úr Reykja- víkurhöfn með tvo íslenska lögregluþjóna um borð. 1994 Halldór Ásgrímsson tekur við formennsku í Fram- sóknarflokknum af Stein- grími Hermannssyni. 1998 Varðskip kemur með stóra flotkví til Hafnarfjarðar. Flutningur hennar frá Bret- landi tók einn mánuð. Óeirðir í Los Angeles Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á net- fangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Elskulegur bróðir okkar, Snorri Pétursson til heimilis að Hátúni 10b, lést miðvikudaginn 13. apríl 2005. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna, föstudaginn 22. apríl 2005. Snorri var jarðsunginn frá Kirkjubæ í Hróarstungu og jarðsettur í heimagrafreit að Litla Bakka í sömu sveit. Aðalbjörg Pétursdóttir Margrét Pétursdóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Sigurlaug Arnórsdóttir Smárahvammi 16, Hafnarfirði, lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans sunnudaginn 24. apríl. Jarðarförin fer fram í dag, föstudaginn 29. apríl, frá Hafnarfjarðar- kirkju. Guðrún Axelsdóttir, Solveig Axelsdóttir, Svavar Haraldsson, Hrönn Axelsdóttir, Guillermo Rito Axel Kristján Axelsson, Anna Eiríksdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. www.hjarta.is • 535 1800 Minningarkort 535 1825 ANDLÁT Svava Ingibjörg Ingimundardóttir, hjúkrunarheimilinu Eir, lést sunnudaginn 17. apríl. Útför hennar fór fram 27. apríl. Sigurður Arnþór Pálsson, Melgerði 29, Reykjavík, lést mánudaginn 18. apríl. Út- för hans fór fram í kyrrþey. Halldóra Auður Jónsdóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést laugardaginn 23. apríl. Gísli Jóhann Sigurðsson, rafvirkjameist- ari, Bræðraborgarstíg 38, Reykjavík, lést mánudaginn 25. apríl. Halldór Guðjónsson, vélstjóri, Bræðra- tungu 28, Kópavogi, lést þriðjudaginn 26. apríl. Halldór Höskuldsson, Réttarheiði 25, Hveragerði, lést þriðjudaginn 26. apríl. Unnur Guðmundsdóttir, Stað, Reyk- hólasveit, lést þriðjudaginn 26. apríl. JARÐARFARIR 13.00 Sigurlaug Arnórsdóttir, Smára- hvammi 16, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju. 13.00 Þórarinn Guðlaugsson, húsa- smíðameistari, Aðalgötu 5, Kefla- vík, verður jarðsunginn frá Grafar- vogskirkju. 15.00 Stefán Þórðarson, Hörgslundi 13, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. Nesstofa á Seltjarnarnesi: Umfangsmiklar endurbætur Þjóðminjasafn Íslands hefur ákveðið að ráðast í viðamiklar endurbætur á Nesstofu á Sel- tjarnarnesi. Margrét Hallgríms- dóttir þjóðminjavörður tilkynnti í gær að um tuttugu milljóna króna styrkur úr danska sjóðnum Augustins Fonden gerði safninu kleift að ráðast í nauðsynlegar lagfæringar. Nesstofa er steinhús sem dönsk yfirvöld létu reisa yfir ný- skipaðan landlækni á sjöunda áratug átjándu aldar. Húsið teiknaði danski hirðteiknarinn Jacob Fortling. Árið 1772 var Nesstofu skipt á milli landlæknis og lyfsala og einnig starfaði ljós- móðir í því. Húsið komst í einka- eign þegar embættin voru færð til Reykjavíkur upp úr 1830. Frá árinu 1979 hefur húsið verið í vörslu Þjóðminjasafnsins og hýsir lækningaminjasafnið Nes- stofusafn. Að sögn Þorsteins Gunnarsson- ar arkitekts verður meginstefnan í viðgerðum á Nesstofu sú að nálg- ast upphaflega gerð þess eins og kostur er. Þar eru lagðar til grundvallar ítarlegar úttektarlýs- ingar frá 1763 og 1767 sem og um- merki í húsinu sjálfu. ■ NESSTOFA Húsið hýsir lækningaminjasafn, en Danir reistu Nesstofu á sínum tíma sem bústað fyrir nýskipaðan landlækni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.