Fréttablaðið - 29.04.2005, Síða 50
Frá árinu 2002 hefur verið starf-
rækt á Akureyri ævintýraleik-
hús barna, sem í dag ætlar að
halda upp á vorið með sýningu í
Ketilhúsinu þar sem fram koma
fjöllista- og spunahópur, ballett-
hópar og danshópur kvenna.
„Án þess að vilja stæra mig
neitt þá er þetta barnastarf
hérna mjög sérstakt fyrirbæri,“
segir Arna Valsdóttir, sem
stofnaði Ævintýraleikhúsið
ásamt Önnu Richardsdóttur árið
2002.
„Þetta er í rauninni fjöllista-
hópur. Við erum að vinna gjörn-
inga hér með krökkunum og þau
eru mörg orðin mjög þjálfuð í
þessu. Við vinnum með ljós og
skugga, spegla og hljóð, og
semjum lítil hljóðverk. Svo
erum við að færa út kvíarnar og
rekum balletthóp undir sama
hatti.“
Fram kemur fjöllista- og
spunahópur og verður með sýn-
inguna „Hver er ég?“ Sýningin
er sköpuð í samvinnu barnanna
og leiðbeinandanna, þeirra
Önnu og Örnu ásamt Lindu Guð-
rúnardóttur tónlistarmanns og
Aðalheiði S. Eysteinsdóttur
myndlistarmanns, sem einnig
eru foreldrar barna í hópnum.
Balletthópar koma fram und-
ir stjórn Katrínar M. Þorbjörns-
dóttur, en hún hefur kennt ball-
ett á Akureyri undir hatti Ævin-
týradansleikhúss barna frá
haustinu 2004.
Loks kemur fram danshópur
kvenna undir stjórn Allýjar Al-
dísar Lárusdóttur, en yngsti
dansarinn er aðeins fimm ára en
sá elsti 82 ára. Sýningarnar í
Ketilhúsinu verða tvær. Sú fyrri
hefst klukkan 16 en sú síðari
klukkan 18. ■
38 29. apríl 2005 FÖSTUDAGUR
EKKI MISSA AF…
... sýningu leiklistardeild-
ar Listaháskólans og leikara
hjá Leikfélagi Reykjavíkur á
Draumleik eftir August
Strindberg, sem sýndur er í
Borgarleikhúsinu. Nokkrar
aukasýningar verða í maí.
... sýningum á Edith Piaf,
leikriti Sigurðar Pálssonar í
Þjóðleikhúsinu með Bryn-
hildi Guðjónsdóttur í hlut-
verki söngfuglsins franska.
... sýningum á verki
Hávars Sigurjónssonar,
Grjótharðir, sem nú er sýnt
í Þjóðleikhúsinu.
Í gær var mikið um að vera bæði í Listasafni
Reykjavíkur í Hafnarhúsinu og Listasafni Íslands
þegar fimm gámar fullir af listaverkum eftir Diet-
er Roth voru tæmdir.
Í gámunum voru eitthvað um þrjú hundruð verk
sem verða á yfirlitssýningu á verkum Dieters
Roth. Sýningin er stærsta verkefni Listahátíðar í
ár og verður hún í báðum þessum stærstu söfn-
um borgarinnar og að auki í sýningarsal í húsi
Orkuveitu Reykjavíkur.
„Þessi verk eru bæði mjög stórar innsetningar
og líka grafíkverk. Þetta verður stærsta sýning
sem við höfum haft hérna í Listasafni Reykjavík-
ur og ég hugsa að sama megi segja um Lista-
safn Íslands,“ segir Soffía Karlsdóttir, kynningar-
stjóri Listasafns Reykjavíkur.
Björn Roth, sonur Dieters og sýningarstjóri þess-
arar miklu sýningar, sá um að pakka öllum verk-
unum niður ytra og hann var líka mættur í gær
til að hjálpa við að taka verkin upp úr kössunum
og raða þeim niður í sýningarsölunum.
Kl. 17.00
Eins og alltaf á föstudögum og laugar-
dögum verða tónleikar í Smekkleysu
Plötubúð í kjallaranum í Kjörgarði við
Laugaveginn. Í dag kemur þar fram
hljómsveitin Benny Crespo’s Gang.
menning@frettabladid.is
Fimm gámar af Dieter Roth
!
Í kvöld verður frumsýnd í Ís-
lensku óperunni gamanóperan
Apótekarinn eftir Haydn. Flytj-
endur eru nemendur í tónlistar-
skólum á Reykjavíkursvæðinu, og
eru þeir allir þátttakendur í Óp-
erustúdíói Íslensku óperunnar og
Listaháskóla Íslands.
„Hún er ekki sérlega þekkt
þessi ópera, og það eru nokkrar
ástæður fyrir því,“ segir Ingólfur
Níels Árnason, sem leikstýrir.
Helsta ástæðan er sú að hluta af
tónlistinni við þriðja þátt óper-
unnar vantar, en óperan er samin
við leikrit eftir ítalskt leikrita-
skáld sem var mjög frægt á þess-
um tíma.
„En þótt óperan sé ekki þekkt
þá er tónlistin ákaflega falleg og
sagan er mjög skemmtileg.“
Söguþráðurinn er reyndar
býsna dæmigerð ástarflækja eins
og gjarnan tíðkast í gamanóper-
um.
„Hún fjallar um apótekara sem
er þreyttur á að vera apótekari.
Hann er með stúlku hjá sér og er
forráðamaður hennar, en henni
fylgir gífurlegur heimanmundur
þannig að hann sér sér leik á borði
og ætlar að giftast henni sjálfur
og fá heimanmundinn. “
Apótekarinn hefur fengið þjón
sinn, ungan strák, til þess að taka
við apótekinu fyrir sig.
„Sá strákur er varla læs og
vart hæfur til að taka við apótek-
inu, en ástir hafa myndast á milli
hans og stúlkunnar. Til þess að
flækja málin enn meira mætir á
sviðið annar strákur, sem er af
hefðarættum og ætlar sér að gift-
ast þessari stúlku.“
Með helstu hlutverk fara Þor-
valdur Þorvaldsson, sem leikur
apótekarann Sempronio, Jóna
Fanney Svavarsdóttir og Ólafía
Línberg Jensdóttir, sem skipta
með sér hlutverki Grillettu, Guð-
björg Sandholt og Sólveig Samú-
elsdóttir sem skipta með sér hlut-
verki Volpino og Erlendur Er-
lendsson syngur hlutverk Mengo-
ne. Þá eru fimm stúlkur í kór og
hljómsveitina skipa sautján hljóð-
færaleikarar. Hljómsveitarstjóri
er Kurt Kopecki, tónlistarstjóri
Íslensku óperunnar.
Alls verða fimm sýningar á
þessari óperu Haydns. Aðgangur
er ókeypis, þannig að þetta er
kjörið tækifæri fyrir alla sem
vilja prófa að bregða sér í óper-
una í fyrsta sinn að láta nú verða
af því. ■
Hjá Máli ogmenningu eru
komnar út í kilju
tvær af vinsælustu
skáldsögum síðustu
jólavertíðar, Bítla-
ávarpið eftir Einar Má Guðmunds-
son og Svartur á leik eftir Stefán
Mána. Báðar bækurnar vöktu mikla
athygli um jólin; voru ýmist marg-
prentaðar eða seldust upp.
Hjá Vöku-Helga-felli er komin út
Leyndardómur
smaragðsaugans
eftir Geronimo
Stilton. Sigríður Hall-
dórsdóttir þýddi.
Hjá Máli ogmenningu er
komin út Gáruð
vötn eftir Kerstin
Ekman í þýðingu
Höllu Sverrisdóttur.
Kerstin Ekman er
einn dáðasti og
vinsælasti höfund-
ur Norðurlanda.
NÝJAR BÆKUR
VOLPINO OG APÓTEKARINN Báðir vilja þeir eignast hina ungu og auðugu Grillettu í
gamanóperunni Apótekaranum,sem frumsýnd verður í Íslensku óperunni í kvöld.
M
YN
D
/H
EIÐ
A
Misskilningur
og fjaðrafok
Í ÆVINTÝRALEIKHÚSINU Börnin í Ævin-
týraleikhúsi barna á Akureyri verða með
tvær sýningar í dag til að halda upp á vorið.
Leikur að ljósi og speglum