Fréttablaðið - 29.04.2005, Page 56
44 29. apríl 2005 FÖSTUDAGUR
Útgáfufyrirtækið Smekkleysa
hefur haldið fjölda tónleika í búð
sinni síðan hún var opnuð á Lauga-
veginum í október.
Benedikt Reynisson, starfsmað-
ur búðarinnar, sem einnig gengur
undir nafninu Benni í Karate eftir
útvarpsþætti sínum á XFM, segir
að yfirleitt fái tónleikarnir góð við-
brögð. „Við vorum með tónleikana
við opnunina á búðinni og ætluðum
ekkert að hafa fleiri tónleika. En
síðan ákváðum við upp úr því að
halda tónleika allar helgar. Þarna
hefur verið að koma fólk frá tólf til
þrettán ára upp í þrítugt. Það er
alltaf ágætis traffík,“ segir Benni.
„Þetta veitir skemmtilega
stemmningu. Þarna eru ekki þess-
ir týpísku bartónleikar þar sem er
fullt af reyk og fullu fólki. Þetta er
miklu meira aðlaðandi og fjöl-
skylduvænt. Það er líka öllum vel-
komið að koma og spila. Það skipt-
ir ekki máli hvað þú ert gamall og
hvað þú ert að gera.“
Töluverður fjöldi fólks hefur
einnig komið í búðina til að sjá
Smekkleysusýninguna Humar eða
frægð. Þar er stiklað á stóru í sögu
Smekkleysu og hljómsveitanna og
skáldanna sem hafa komið við
sögu hjá fyrirtækinu. Útlendingar
hafa kíkt töluvert á sýninguna en
þar er að finna muni sem tengjast
sögu Smekkleysu, eins og kjólar af
Björk.
Einnig var þarna kjóll sem fyrr-
verandi trommari Sykurmolanna,
Sigtryggur Baldursson, klæddist á
tónleikum í Bandaríkjunum en
honum var stolið fyrir utan búðina
fyrir nokkru síðan þar sem hann
hafði verið til sýnis.
Á morgun verða enn einir tón-
leikar í Smekkleysubúðinni. Þar
stígur á stokk bandaríska folk-
pönkhljómsveitin Defiance frá
Indiana. Hefjast þeir klukkan
15.00 en sveitin heldur síðan aðra
tónleika klukkan 20.00 í Kaffi
Hljómalind.
Aðgangseyrir á þá er 500 krónur.
Aðrar hljómsveitir sem troða
upp í Kaffi Hljómalind verða
Shirley Temple Fanclub, kvenna-
sveitin Viðurstyggð, The Best
Hardcore Band in the World og
Deathmetal Supersquad.
Að sögn Benna er Defiance
frekar óvenjuleg hljómsveit.
„Þetta er pönk í grunninn en hljóð-
færaskipan er svolítið spes. Þeir
spila á kassagítar, kontrabassa,
selló, fiðlur og munnhörpur en
garga samt á fullu,“ segir hann.
Áður en Defiance spilar í
Smekkleysubúðinni spilar þar í
dag Benny Crespo's Gang sem er
ung og efnileg íslensk rokksveit.
Hún sækir innblástur sinn frá
hljómsveitum á borð við At the
Drive-In, Blonde Redhead,
Nirvana, Radiohead, The Mars
Volta, Portishead, Led Zeppelin,
Primus og Uriah Heep.
freyr@frettabladid.is
Ekki þessir týpísku
bartónleikar
BENNI Síðan Smekkleysubúðin var opnuð á Laugaveginum í október hafa margir tón-
leikar verið haldir þar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
EI
Ð
A