Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.04.2005, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 29.04.2005, Qupperneq 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Við og vinir okkar Jæja, þá er það komið á hreint. Þaðvoru engin kjarnavopn í Írak. Búið að snúa landinu á rönguna og ekkert fundist nema bauna- og teygjubyssur – og svo auðvitað Saddam Hussein sem var dreginn grindhoraður á sínu Satansfési upp úr fremur grunnu Helvíti; varla að þurft hafi reku til þess að skófla hon- um þaðan út. Búið að splundra sögu og arfleifð, þjóðargersemum og lista- verkum, rústa byggingasögu og frelsa suma íbúana. Frekar rösklega gengið til verks. Saddam hefur feng- ið nýtt heimilisfang sem ekki er upp gefið og bíður þar eftir að hljóta sinn dóm og taka út refsingu eftir hann. En, hver var aftur glæpurinn? ÞAÐ ER kominn hundur í götu- stráka sem ekki voru í hópi frels- aðra. Þeir búnir að ná sér í fullorð- insbyssur og –sprengjur og teknir til við að puðra með þeim á allt sem útlenskt er í Írak, hermenn, friðar- gæsluliða, blaðamenn, ljósmyndara og telpur sem drifið hafa sig á stað- inn til að vera góðar við alla, tala fallega við konur og börn sem eru óbjargálna restar af fyrrverandi fjöl- skyldum; reyndar á tungum sem inn- fæddir skilja ekki, en hvaða máli skiptir það? EINU SINNI var það Víetnam og kommúnistar voru ógnin, núna var það Írak og terroristar ógnin. Hvað verður það næst? ÞAÐ VAR virkilega fallegt af okkur Íslendingum að styðja þessa aksjón. Við höfum sýnt að við erum hörkutól í honum heimi, þurfum ekkert að vera að spreða aurum í mannrétt- indaskrifstofu á okkar eigin hlaði og híum vísast fljótlega á Amnesty International. Nennum ekki vælinu í þessu friðar- og samúðarpakki. Það er nóg af plássum fyrir það annars staðar. VIÐ VILJUM skera upp herör gegn fólki sem hugsar ekki eins og við, trúir ekki á sama guðinn og við. Við viljum eyðingu fornra menning- arminja hjá óvinum að vali vina okk- ar, eyðileggingu náttúrunnar heima hjá okkur. Við viljum hafa stranga reglu á hlutunum eins og við sjáum þá og nennum ekkert að velta því fyrir okkur að allir hlutir fela í sér andstæðu sína; af reglu sprettur kaos. SÚSÖNNU SVAVARSDÓTTUR BAKÞANKAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.