Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.06.2005, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 09.06.2005, Qupperneq 2
 STJÓRNMÁL Svo getur farið að þrír eða fleiri muni keppa um fyrsta sætið í prófkjöri sjálfstæðis- manna í Reykjavík í haust. Enginn hefur þó lýst því opinberlega yfir að hann gefi kost á sér til forystu fyrir flokkinn í Reykjavík að Vil- hjálmi Þ. Vilhjálmssyni, oddvita borgarstjórnarflokksins, undan- skildum. „Ég leiði hópinn í dag og tel mig hafa ágæta þekkingu, reynslu og áhuga til að sinna því starfi vel og gef því kost á mér áfram,“ seg- ir Vilhjálmur. Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrr- verandi borgarfulltrúi, er einn þeirra sem eru að íhuga framboð. „Ég hef notað undanfarna daga til að ræða við menn og konur og þær samræður hafa verið mjög ánægjulegar. Ég tek á næstunni endanlega ákvörðun,“ segir hann. Gísli Marteinn Baldursson varaborgarfulltrúi ætlar að taka þátt í prófkjörinu en segir óvíst hvort hann stefni á efsta sætið. „Það er ekki kominn sá tíma- punktur fyrir mig að tilkynna að ég stefni á tiltekið sæti en ég stefni á eitthvert gott sæti og vona að ég fái stuðning í það,“ segir Gísli Marteinn. Fastlega er búist við því að Gísli Marteinn muni gefa kost á sér í efsta sætið og sama má segja um Júlíus Vífil ef hann tekur á annað borð þátt. Nafn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar borgarfulltrúa hefur einnig verið nefnt í þessu samhengi. Aðrir borgafulltrúar flokksins staðfestu í samtali við Fréttablað- ið að þeir myndu taka þátt í próf- kjörinu að Birni Bjarnasyni frá- töldum og Guðrúnu Ebbu Ólafs- dóttur en ekki náðist í hana. Eftir því sem næst verður komist hyggst enginn þeirra blanda sér í slaginn um efsta sætið enda eru þar fyrir sterkir frambjóðendur. Allur undirbúningur er þó á byrj- unarstigi enda prófkjörið haldið í haust. Nokkur nöfn hafa einnig verið nefnd meðal nýrra frambjóðenda, þar á meðal nafn Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur varaborgar- fulltrúa sem sagði í samtali við Fréttablaðið að hún væri að íhuga alvarlega að gefa kost á sér. „Ég er að skoða málin þessa dagana,“ sagði Þorbjörg. hjalmar@frettabladid.is 2 9. júní 2005 FIMMTUDAGUR Breytingar í hluthafahópi Íslandsbanka: Steinunn seldi Bur›arási VIÐSKIPTI „Okkur buðust þessi bréf í dag og við ákváðum að kaupa þau með stuttum fyrirvara,“ sagði Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, í gær eftir að tilkynnt var að félagið hefði keypt rúm fjögur prósent í Íslandsbanka. Seljandi hlutabréfanna var Stein- unn Jónsdóttir, stjórnarmaður í bankanum. Söluverðmæti hlutanna er um 7,3 milljarðar króna. Steinunn keypti hlut í Íslandsbanka í júlí á síðasta ári og bætti við sig hlutum í október. Erfitt er að fullyrða um hagnað hennar af sölunni en lík- legt er að hann sé á annan millj- arð. Eftir að Jón Helgi Guðmunds- son í BYKO, faðir Steinunnar, seldi nýlega sinn hlut í bankanum til stjórnenda Íslandsbanka hefur verið hörð barátta um hennar hlut. Tengjast þau átök valdabar- áttu innan Íslandsbanka. Ekkert liggur fyrir um hvort knúið verð- ur á um stefnubreytingu í bankan- um með boðun hluthafafundar. Ef til átaka kemur er líklegt að Burðarás verði samstíga Straumi, stærsta hluthafa bankans, en Steinunn hefur stutt núverandi stjórnendur bankans. Salan í gær getur því breytt valdahlutföllum í bankanum þótt ekki sé víst að á það reyni á næstunni. Friðrik vildi ekkert segja til um það hvort Burðarás ætlaði að bæta við sig í bankanum. Steinunn vildi ekki tjá sig um þessi við- skipti í gær. – bg Kristinn kveðst ekki á leið úr flokknum: Dagn‡ ætti a› benda á dæmi STJÓRNMÁL Dagný Jónsdóttir, þing- maður Framsóknarflokksins, tel- ur að Kristinn H. Gunnarsson, flokksbróðir hennar á Alþingi, sé vandamál í Framsóknarflokknum og þingmaðurinn tæti niður mál sem séu flokknum góð og þörf. Þessu hélt Dagný fram á RÚVAK í gær í umræðum um fylgi flokks- ins og skoðanakannanir. Kristinn H. Gunnarsson segir að orð Dag- nýjar þarfnist rökstuðnings. „Mér finnst að hún ætti að rök- styðja mál sitt og benda á dæmi því til stuðnings. Afstaða mín til einstakra mála svo sem fjölmiðla- málsins, synjunar forseta á undir- ritun laganna og kvótakerfisins eru kannski ekki að hennar skapi en ég tel að skoðanakannanir hafi sýnt að flokksmenn séu frekar á þeirri línu sem ég hef lagt áherslu á,“ segir Kristinn. Hann segir ekki ástæðu til að endurskoða stöðu sína í Fram- sóknarflokknum. „Nei, ég held nú ekki en það liggur auðvitað fyrir hvernig ákveðnir hlutir hafa gerst. Ég held að það sé rétt að hafa áhyggjur af stöðu flokksins og ráðlegg mönnum að taka stefnu sem þeir verða svo að framfylgja,“ segir Kristinn. -hb Margir um hituna Margir eru nefndir sem mögulegt lei›togaefni sjálfstæ›ismanna í fyrirhugu›u prófkjöri flokksins í Reykjavík. Oddviti borgarstjórnarflokksins óskar eftir um- bo›i til a› lei›a flokkinn. A›rir bí›a átekta og tilkynna um frambo› sí›ar. Stórtækur þjófur: firjú innbrot sömu nóttina DÓMSMÁL Maður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir þrjá þjófnaði og þrjár tilraunir til innbrots. Öll brotin voru framin aðfara- nótt 27. maí á bifreiðastæði við Hátún 10 og 12. Innbrotin voru öll í bíla og tókst manninum að stela munum að verðmæti yfir fimmtíu þúsund króna. Maðurinn var einnig dæmdur til þess að greiða allan sakakostn- að en hann játaði brot sín fúslega. Þjófurinn sleppur þó við fang- elsisvistina haldi hann almennt skilorð í tvö ár. - mh Fimmtán lík fundin: Hús hrundi í Alexandríu KAÍRÓ, AP Í það minnsta fimmtán lík hafa verið grafin úr rústum húss sem hrundi í fyrradag í borg- inni Alexandríu í Egyptalandi. Á meðal hinna látnu eru fjögur börn. Húsið féll á vegg skóla sem stóð uppi við það en þar beið hóp- ur kvenna eftir börnum sínum sem voru í skólanum. Björgunar- sveitir hafa unnið myrkranna á milli að því að ná konunum á lífi úr steinsteypu- og járnahrúgunni og í gær bjargaðist ein þeirra. Ekki er nákvæmlega vitað hversu margir voru í sjálfu húsinu. Talið er að byggingin hafi gefið sig en ofan á hana hafði verið staflað þremur aukahæðum í trássi við byggingarreglugerð.■ Orkuveitan: Allt of d‡rar framkvæmdir BORGARMÁL Komið hefur í ljós að kostnaður við frágang lóðar höf- uðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi nemur 250 milljón- um króna og er farið þar duglega fram úr áætlunum. „Ég veit ekki hvað á að segja um framkvæmd sem fer 150 prósent fram úr áætlun annað en að ég er ekki mjög hissa,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæð- isflokksins í borgarstjórn. Vilhjálmur segir þetta enn eitt dæmið um það hvernig höndlað er með peninga borgarbúa af skeytingarleysi og það ekki í fyrsta skipti. ■ SPURNING DAGSINS Hannes, fórst flú á Járnfrúna? „Nei, ég gaf mér ekki tíma til þess.“ Breska hljómsveitin Iron Maiden hélt tónleika í Egilshöll í gær. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur miklar mætur á Margaret Thatcher sem gár- ungar uppnefndu stundum járnfrúna. ÁTÖK Í ÍSLANDSBANKA Ófriður í hluthafa- hópi Íslandsbanka heldur áfram. ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON GÍSLI MARTEINN BALDURSSON RÚSTIR EINAR Að minnsta kosti fjögur börn létust þegar húsið hrundi. M YN D /A P INDLAND RÚTA ÓK Á HÁSPENNULÍNU Hörmulegt slys varð í Andhra í Pradesh-ríki á Indlandi þegar rúta ók á háspennulínu. Ellefu manns dóu samstundis og fimmt- án slösuðust alvarlega. Talið er að of miklum farangri hafi verið hlaðið ofan á þak rútunnar og því rakst hún í vírinn. HÖFUÐSTÖÐVARNAR Kostnaður við lóðina fór 150 prósent fram úr áætlunum. KRISTINN H. GUNNARSSON Segist taka afstöðu með vilja flokksmanna. LÖGREGLUFRÉTTIR ÚTKÖLL HJÁ SLÖKKVILIÐINU Slökkviliðið í Reykjavík fór í tvö útköll á svipuðum tíma í gær- kvöldi. Í fyrra tilvikinu reyndist sjónvarpstæki í heimahúsi hafa brætt úr sér og í hinu kviknaði eldur í áhalda- og leikjaskúr við Austurbæjarskólann. Engan sak- aði og skemmdir urðu litlar. BANDARÍKIN LÍKAMSHLUTAR AF HIMNUM OFAN Íbúa nærri JFK-flugvellin- um í New York brá í brún þegar fótleggur og búkur féllu af himn- um ofan á dögunum. Talið er að laumufarþegi hafi komið sér fyr- ir í hjólaskáp farþegaþotu á leið frá Dakar í Senegal en klemmst í hjólabúnaðinum í aðfluginu með þessum hörmulegu afleiðingum. PRÓFKJÖR Í HAUST Búist er við því að margir muni blanda sér í slaginn um efsta sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í haust.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.