Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.06.2005, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 09.06.2005, Qupperneq 8
1Hvað heitir söngvari hljómsveitarinn-ar Iron Maiden? 2Hvað heitir knattspyrnuliðið semGuðjón Þórðarson þjálfar? 3Hvar á landinu er Skorradalur? SVÖRIN ERU Á BLS. 50 VEISTU SVARIÐ? 8 9. júní 2005 FIMMTUDAGUR Saurmengun í Arnarneslæk í Garðabæ: Skólp var leitt í drenlögn HEILBRIGÐISMÁL Mælingar heilbrigð- iseftirlits í Arnarneslæk í Garðabæ í maí sýndu saurgerla langt yfir öll- um mörkum. Fyrir neðan Ljósamýri í Garðabæ mældust 17.000 saurkólígerlar í hverjum 100 millilítrum vatns og 73 þúsund saurkokkar. Til samanburðar má nefna að í Hraunholtslæk þar sem ástandið er „verst“ mældust 34 saurkólígerlar og 47 saurkokkar í hverjum 100 millilítrum vatns. Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðis- eftirlits Hafnarfjarðar- og Kópa- vogssvæðis, sagði ekki hafa verið ástæðu til að girða svæðið af. „Ef þetta væri hreint skolp þá hlypu tölurnar á milljónum, en þetta er ekki til að vaða í og við viljum meina að þarna hafi eitthvað farið úrskeiðis.“ Gústaf Jónsson forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Garðabæjar taldi síðdegis í gær að ástæða mengunarinnar væri fundin og rakti hana til mistaka við teng- ingu skólplagnar frá íbúðarhúsi. „Svo liggur þetta trúlega líka í því hversu lítið vatn er í læknum og þessar tölur því fljótar að fara upp,“ sagði hann. „Við gerum við þetta í hvelli.“ -óká Aldraðir og 75 prósent öryrkjar: Br‡r og krónur greiddar ni›ur HEILBRIGÐISMÁL Aldraðir og öryrkjar með 75 prósent örorkumat geta nú fengið greiddan niður kostnað við föst tanngervi, það er brýr og krónur, um 40 – 80 þúsund krónur á hverju almanaksári. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur sett reglugerð um þátttöku hins opinbera í kostnaði við tannlækningar. Samkvæmt henni er Tryggingastofnun ríkisins heimilt að greiða kostnað aldraðra og öryrkja eins og að ofan greinir vegna fastra tanngerva. Reglugerðin tekur gildi við birtingu. Auk þessarar breytingar verður TR nú heimilt að greiða niður tannlæknakostnað til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar sýkinga í tönnum og tannvegi á heilsu ónæmisbældra sjúklinga. Niðurgreiðslan tekur einkum til sjúklinga með hvítblæði eða krabbamein á höfuð- eða hálssvæði, væntanlegra líffæraþega, sjúklinga sem þurfa mergskipti og annarra sambærilegra sjúklinga. - jss Fjárlög ESB: Blair hótar neitunarvaldi BRETLAND, AP Fyrst stjórnarskrár- sáttmálinn og nú fjárlögin? Breski forsætisráðherrann Tony Blair varaði við því í gær að Bretar myndu beita neitunarvaldi gegn næsta fjárlagaramma Evrópusam- bandsins ef hin ESB-ríkin munu standa fast á þeirri kröfu að Bretar gefi eftir endurgreiðslu sem þeir hafa fengið úr sjóðum ESB frá því að Margaret Thatcher samdi um hana árið 1984. Hótun Blairs setur sambandið í enn meiri vanda eftir að bæði franskir og hollenskir kjósendur höfnuðu stjórnarskrársáttmálan- um í þjóðaratkvæðagreiðslum í síð- ustu viku. Til stendur að leggja endanleg drög að fjárlagaramma ESB á tímabilinu 2007-2013 á leið- togafundi í næstu viku, Milljarða-endurgreiðslurnar sem Bretar fá með þessum hætti eru þyrnir í augum ráðamanna í meginlandsríkjum ESB. Þeir telja þær vera tímaskekkju og tákn um að Bretar telji sig ekki eiga fulla samleið með meginlandinu. Ger- hard Schröder Þýskalandskanslari lýsti vonbrigðum með afstöðu Bretlandsstjórnar. „Allir verða að hreyfa sig,“ sagði hann og knúði á um að samningum um fjárlagara- mmann 2007-2013 verði lokið án tafar. Evrópuþingið ályktaði í gær að miða skyldi fjárlög ESB á þessu tímabili við 1,07 prósent af þjóðar- framleiðslu aðildarríkjanna. Þessi tala er mitt á milli þeirra 1,14 pró- senta sem framkvæmdastjórn ESB leggur til og þess 1 prósents sem þau sex aðildarríki, sem mest greiða í sjóði ESB, hafa lagt til. - aa Sprengjuárás á Bandaríkjaher: Tveir drepnir í Afganistan AFGANISTAN, AP Tveir bandarískir hermenn dóu og átta særðust í sprengjuvörpuárás á herstöð í austurhluta Afganistans í gær, að því er fram kom í tilkynningu Bandaríkjahers. Árásin var gerð í austurhluta Paktika-héraðs, nærri landamærum Pakistans. Í fyrstu sagði herinn að aðeins einn hefði látist, en talsmaður hersins leiðrétti þær upplýsingar síðar. Hermennirnir sem urðu fyrir árásinni voru að afferma CH-47 Chinook þyrlu. Leitað var að árásarmönnunum úr lofti en þeir fundust ekki. ■ meg a ARNARNESLÆKUR NEÐAN LJÓSAMÝRI NIÐURGREIÐSLA Tryggingastofnun hefur nú fengið heimild til að greiða niður föst tanngervi fyrir aldraða og öryrkja. BRETLAND Breskir vísindamenn telja sig hafa fundið út að fullnæg- ingarvandi kvenna kunni að tengj- ast erfðum. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá rannsókn tveggja vísindamanna á 4.000 kvenkyns tvíburum á aldrinum 19 til 83 ára sem leiðir í ljós að fullnæging kvenna er ekki einvörðungu tengd sálarlífi og félagslegum þáttum líkt og sumir hafa haldið fram. Þeir segja þessa ólíku eiginleika kvenna hugsanlega hafa þróast til að gera konum kleift að finna sem hentugastan maka auka. Þá telja þeir að verði greint hvaða gen ráða þessum þáttum mætti mögulega nota þá vitneskju til að þróa lyf sem hjálpuðu konum að fá fullnægingu. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að konur sem auðvelt eiga með að fá fullnægingu séu líklegri til að sætta sig við síð- ur bólfiman maka. Helmingur tvíburanna var ein- eggja og deila því sama erfðaefni, en hinn helmingurinn ekki. Kon- urnar voru svo beðnar um að svara skriflega spurningum um ástarlíf sitt. ■ Niðurstöður nýrrar breskrar rannsóknar á tvíburum: Fullnægingarvandi bundinn erf›um UNDIRBÚA LEIÐTOGAFUND Leiðtogar ESB-ríkjanna tínast þessa dagana hver á eftir öðrum til formennskuríkisins Lúxemborgar til undirbúnings leiðtogafundarins í næstu viku. Í gær var danski forsætisráðherrann Anders Fogh Rasmussen (t.h.) hjá hinum lúxemborgska starfsbróður sínum, Jean Claude Juncker. Blair hittir Juncker síðastur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Skotárás við leikskóla: Skotinn úr bíl á fer› SVÍÞJÓÐ 37 ára gamall maður varð fyrir skotárás fyrir utan við leik- skóla í Helsingjaborg í Suður-Sví- þjóð um helgina. Komu skotin úr Audi-bifreið sem ók þar framhjá á fleygiferð. Vitni tók niður bílnúm- erið og leiddi það lögreglu á spor hins grunaða, sem er góðkunningi hennar. Það er fórnarlambið reyndar einnig og því er talið lík- legt að árásarmaðurinn hafi átt einhverjar óuppgerðar sakir við það. Maðurinn var lagður inn á spít- ala og að sögn sænsku lögreglunn- ar er ástand hans stöðugt. Málið er í rannsókn. ■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.