Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.06.2005, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 09.06.2005, Qupperneq 16
„Við Helga Braga erum nýbyrjuð að gera gamanefni fyrir Rás 2 sem heit- ir Útvarp Bolur. Þetta verður fjöl- breytt gamanútvarp sem verður frumflutt í Dægurmálaútvarpinu fyrir fimm fréttir á sama stað og Haukurinn var áður. Svo verður það endurflutt í helgarútgáfunni og væntanlega á morgnanna líka,“ segir Steinn Ármann Magnússon leikari og skemmtikraftur. „Síðan er ég að undirbúa víkinga- hátíð í Hafnarfirðinum sem stendur núna sextánda til tuttugasta júní, það er alltaf alveg voðalega gaman að því,“ segir Steinn. Hann segist nú ekki vera í því að skylmast og berj- ast heldur einbeita sér að undirbún- ingnum, kynningum og öðru slíku. Hann heldur utan um dagskrána og sér til þess að alltaf sé eitt- hvað í gangi á hátíðinni. „Svo höfum við nú alltaf verið með ýmiss konar sprell,“ bætir Steinn við. Aðspurður að því hvort hann ætli ekkert að taka sér sumarfrí segir Steinn: „Nei, sem betur fer. Það er betra að hafa nóg að gera. Svo fer ég í húsasmíðar núna mjög fljótlega. Kannski maður nái nokkrum dögum í stutta helgarferð, meira verður það nú varla,“ segir Steinn Ármann Magnússon leikari, skemmti- kraftur og athafnamaður alls- herjar sem ætlar greinilega að hafa nóg að gera í sumar. 16 9. júní 2005 FIMMTUDAGUR Í Austurstræti er rót- gróinn basar Thorvald- sensfélagsins starfræktur, að mestu leyti í sjálf- boðavinnu. Saga félagsins spannar ein 130 ár og allur ágóði þess rennur til góðgerðarmála. „Það er alltaf þónokkur umferð hjá okkur, en langmest að gera á sumrin þegar ferðamanna- straumurinn er sem mestur,“ segir Helga Kristinsdóttir, versl- unarstjóri, í basar Thorvaldsens- félagsins í Austurstræti 4. Saga félagsins nær aftur til ársins 1875 þegar nokkrar ungar konur voru fengnar til að skreyta Austurvöll í tilefni þess að afhjúpa átti styttu af Berthel Thorvaldsen. Þeim líkaði sam- starfið svo vel að þær ákváðu að halda því áfram og kenndu félagið við Thorvaldsen sjálfan. „Þær byrjuðu að kenna ungum stúlkum hannyrðir og árið 1901 stofnuðu þær basarinn sem enn er rekinn í dag. Basarnum var ætlað að hjálpa heimavinnnandi listrænu fólki að koma hannyrðum sínum á framfæri og þannig hefur þetta haldið áfram á sömu nótum og við ætlum að halda upp á 130 ára afmæli í nóvember.“ Félagið hefur eitt stöðugildi verslunarstjóra sem heldur utan um verslunina en að öðru leyti er hann rekinn með sjálfboðastarfi og Helga segir engan hörgul á sjálfboðaliðum þótt margir séu komnir á efri ár. „Þær slá ekkert af þótt þær séu komnar á níræðisaldur. Margar hverjar gengu í félagið því amma þeirra eða móðir var í því, enda fylgir þessu félagi mikil hefð,“ segir Helga sem sjálf hóf störf hjá félaginu árið 1997. Aðalsöluvara Thorvaldsens- basars er ull og aftur ull og að sögn Helgu laðar hún ferðamenn enn að í stórum stíl. „Langflestir sem koma hingað eru erlendir ferðamenn. Við erum innan um útlendinga allan ársins hring.“ Vörurnar fær félagið frá hannyrðakonum jafnt innan félagsins sem utan og allur ágóði af sölunni rennur til góðgerðarmála. „Það er stutt síðan við stofnuðum sjóð innan Barnaspítala Hringsins handa sykursjúkum börnum, en það leita ýmsir til okkar eftir aðstoð. Og við reynum auðvitað að aðstoða fólk eftir megni.“ bergsteinn@frettabladid.is Undirb‡r víkingahátí›ina í Hafnarfir›i HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? STEINN ÁRMANN MAGNÚSSON LEIKARI nær og fjær Maggi í Mangó stórtækur sem fyrr: Amerískur árdegisver›ur í bo›i Það er óhætt að fullyrða að enginn þurfi að fara svangur frá Magga í Mangó-grilli á sunnudögum, en þá er boðið upp á árdegisverð að am- erískum hætti. „Þetta eru egg og beikon, ommelettur, pönnukökur, steiktar pylsur og sýróp, alveg ekta bröns. Það er kjörið fyrir fjölskyldufólk að líta við í sunnu- dagsbíltúrnum og gæða sér á svona rétti,“ segir Maggi, sem hefur mikið dálæti á amerískri matreiðslu, enda lærði hann matargerð þar en auk þess hefur Maggi flutt inn kokk frá Bandaríkjunum til að hjálpa sér við matseldina. Einhver gæti hugsað með sér að vaxtarlag Bandaríkjamanna væri líklega ekki til eftirbreytni og Maggi segir manneldisfræð- inga vissulega hugsa sér þegjandi þörfina. „Ég bauð upp á landsins stærstu borgara um daginn og það hringdu nokkrir næringarfræð- ingar í mig til að skammast. En ég segi að maður er það sem maður borðar og komi þeir sem vilja. Það er ekkert að því að fá sér svona mat á meðan maður gætir hófs.“ Hægt er að líta við í hjá Magga í Mangó á sunnudögum milli klukkan 11 og 15 til að gæða sér á amerískum árdegisverði. - bs Klókir glæponar í Kambódíu: Nærbuxna- gengi› KAMBÓDÍA, AP „Hann var háll sem áll.“ Þetta gætu allmörg fórnarlömb snjallra kambódískra glæpamanna sagt við lögregluna við skýrslutöku. Þannig er nefnilega mál með vexti að „nærbuxnagengið“ svokallaða fer hamförum við að ræna kam- bódíska borgara. Eins og nafnið gefur til kynna klæðast ræningjarnir nærbuxunum einum og olíubera líkamann til að reyna að renna úr greipum þeirra sem reyna að góma þá. Íbúar hafa nú komið á eins konar nágrannavörslu til að reyna að koma í veg fyrir að nærbuxna- bófarnir komist undan. Gengið tók skurk í Kambódíu í fyrra en lög- reglan staðhæfði að henni hefði tek- ist að uppræta starfsemina. Greini- legt er að löggan hafði rangt fyrir sér, nema nýtt gengi sé farið að nota sömu aðferð. ■ ANNA GEORGSDÓTTIR OG HELGA KRISTINSDÓTTIR Helga hóf störf hjá félaginu árið 1997 en Anna hefur verið sjálfboðaliði í um 30 ár. „fia› getur vel veri› a› kaflólska kirkjan hafi geta› haga› sér svona fyrir 600 árum, en fla› getur hún ekki gert núna ö›ruvísi en a› fólk rísi upp og segi eitthva›.“ ÁRDÍS ÞÓRÐARDÓTTIR MÓÐIR UM ÓLGUNA Í LANDAKOTSSKÓLA Í FRÉTTABLAÐINU. „Vi› hlustum á og tök- um á móti hljó›um af öllum ger›um. fia› er margt sérstakt sem berst til jar›ar en hva› fla› er veit ég ekki.“ EGGERT GUÐMUNDSSON VERKFRÆÐ- INGUR UM HLJÓÐUPPTÖKUR Í GEIMN- UM Í FRÉTTABLAÐINU. OR‹RÉTT„ “ ÁSTKÆRA YLHÝRA A›-letin ógurlega Í töluðu máli detta smáorð oft út og þykir fáum tiltökumál, þótt vissulega megi telja það til mannkosta að tala skýrt og greinilega. Í rituðu máli verður útkoman hins vegar hallæris- leg þegar skrifað er beint af augum og hljóðið látið ráða. Sumir skrifa um að „fara sofa“, „byrja spila“, „ætla dansa“ og fleira slíkt, þar sem smá- orðinu að er sleppt eins og gjarnan er gert í töluðu máli. Þessi „að-leti“ er lúmsk og til merkis um að flæði og hrynjandi talmálsins séu orðin undirliggjandi rökrænu ritmálsins yf- irsterkari. Við skulum endilega fara AÐ passa okkur á þessu. magnus@frettabladid.is MAGGI Í MANGÓ Maggi segir að sumir næringarfræðingar hugsi honum vissulega þegjandi þörfina, en það sé ekkert að því að fá sér staðgóðan miðdegisverð stöku sinnum. Ullin la›ar alltaf a›
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.