Fréttablaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 29
3FIMMTUDAGUR 9. júní 2005 Hvað eiga John Galliano og Yves Saint Laurent sameinginlegt? Jú, þeir hafa báðir verið hönnuðir hjá Dior-tískuhúsinu. Í ár eru liðin hundrað ár frá fæðingu meistara Dior. Hann fæddist 21. janúar 1905 í smábæ í Normandíhéraði en lést aðeins 52 ára. Fyrsta tískuhúsið sem hann starfaði fyrir var Robert Piguet, síð- an var hann hjá Lucien Lelong áður en hann opnaði Dior-tísku- hús 1947 í húsi númer 30 á aðallúxusgötu Parísar, Avenue Montaigne. Þar eru höfuðstöðvar Dior enn í dag. Dior hlaut samstundis góðar viðtökur á eftirstríðsárunum þegar fólk þyrsti í lúxus og glæsileika. Bandaríska „Vogue“ kall- ar stílinn „New Look“. Dior fékk feikigóðar móttökur fyrir vest- an og kvikmyndastjörnur vildu allar klæðast fatnaði frá honum. Kvenföt voru ekki lengur einungis hugsuð til að hylja nektina þegar hlaupið var niður í kjallara í loftárásum, heldur áttu þau að vera glæsileg og 1947 kom fyrst fram „bar-dragtin“ sem enn lifir í hönnun John Galliano. Dragtin tekur mið af því að eftir stríðið var ekki lengur þörf á konum á vinnumarkaðnum, því varð tískan glæsileg en um leið óþægileg með mjóu mitti. Kon- an var aftur reyrð á sinn stað, pilsin síkkuðu en höfðu á stríðsár- unum verið með klaufum svo konur gætu hjólað í þeim í bens- ínskorti og samgönguleysi. Yves Saint Laurent var aðstoðarmað- ur Dior og eftir sviplegt fráfall Dior 1957 sýndi Saint Laurent fyrstu línu sína fyrir Dior 1958, aðeins 21 árs, fjórum árum áður en hann opnaði sitt eigið tískuhús. John Galliano, núverandi hönnuður Dior, tók við 1999 og hef- ur gert Dior að nýju að stórveldi í tískunni. Ekki hefur velgengni Hedi Slimane, sem hefur hannað herratískuna frá 2001, spillt fyrir en hann skapaði ímynd hins unga granna karlmanns í þröngum buxum, hvítri skyrtu með örmjótt bindi, sem minnir á anorexíusjúkling. Dior er í dag aðalmjólkurkýr LVMH (Luis Vuitton Moet Hennessy), stærstu lúxussamsteypu heims. Sagt hefur verið um Coco Chanel að hún hafi frelsað konuna, (fleygði lífstykkinu, stytti pilsin og tók upp herrasnið í jökkum). Yves Saint Laurent er sagður hafa gefið konum vald, (buxna- dragtin, dragtir fyrir ráðherra og ritara). Engin slík setning er til um Dior. Hjá honum var fegurð og kvenleiki aðalatriðið, tíska fyrir tískuna. Þeim sem eru á ferð um Frakkland má benda á safnið á æskuheimili Christian Dior þar sem stendur yfir sýning á starfi hans: Musee et Jardin Christian Dior, Villa Les Rhumbs, 50400 Granville. Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Hundrað ára afmæli skapara „New Look“ • Fyrsti fasti hárliturinn sem inniheldur Aloe Vera • Þekur gráu hárin 100% við fyrstu litun • 1-2 litanir í pakkanum • Inniheldur ekki ammoniak Nærðu hárið um leið og þú litar það! náttú ruleg ur fastu r hárli tur Fallegt og glansandi hár Aloe Vera Lyfjaval, Móðurást, Lyfja Borgarnesi, lyfsalan Hólmavík. Ekki láta appelsínuhúðina í friði: raunhæfur árangur hjá 85%* PERFECTSLIM EFTIR 24 TÍMA MINNI APPELSÍNUHÚÐ + STINNANDI ÁHRIF  PerfectSlim inniheldur niðurbrjótandi efni gegn fitu, vinnur gegn appelsínuhúð sem safnast hefur fyrir á lærum og rassi.  Bætt með Par-Elastyl™, sem sléttir og stinnir húðina stig af stigi. * Pr óf að á 5 0 ko nu m í 2 vi ku r ** M æ lt m eð þ .t. g. t æ kj um á 2 4 ko nu m ** * Pr óf að á 5 0 ko nu m Árangur: Eftir 8 daga: +41% þéttari, +89% stinnari** Eftir 15 daga: -1 cm minna ummál á lærum*** Viltu vita meira: www.lorealparis.com BODY-EXPERTISE. ÞÍN EIGIN FEGRUNARAÐGERÐ. ÞVÍ ÞÚ ÁTT ÞAÐ SKILIÐ. Fitubrennsla Fitubrennsla Mildur og góður ilmur NAOMI CAMPBELL HEFUR SETT SITT SJÖTTA ILMVATN Á MARKAÐ. Ofurfyrirsætan Naomi Campbell hefur unnið að þróun sinnar eigin ilm- og lík- amsvörulínu síðan árið 1999 og er nú sjötta ilmvatnið hennar, Paradise Passion, komið á markað. Paradise Passion er blanda blóma með ávaxta- og moskustónum. Í innsta kjarna ilms- ins er eitt blóm sérlega áberandi en það er hið suðræna Papaja-blóm. Glas- ið er glæsilegt og ilmurinn afskaplega mildur og góður. Ilmvatninu fylgir lík- amslína; sturtugel, mýkjandi húðkrem og lyktareyðir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Suðrænt og seiðandi NÝI SUMARILMURINN FRÁ ESCADA ER ANSI HRESSANDI. Suðræni og seiðandi ilmurinn Rockin’ Rio er nýi sumarilmurinn frá Escada. Ilmurinn er blanda af ávöxtum, blóm og sítrus og er hann afar ferskur, sterkur en ekki of yfirþyrmandi. Umbúðirnar eru jafn frískandi og ilmurinn, ung stúlka að dansa með blóm í kringum sig og flaskan er afar lit- rík í gulum og bleikum tónum. Ilmurinn er bæði til í þrjátíu og fimmtíu millilítra glasi, rakagefandi húðmjólk í 150 millilítra umbúðum og bað- og sturtugel í 150 millilítra um- búðum. Litir gull, silfur, svart og hvítt Verð 2.989.- Laugavegi 100, S. 561 9444 Sandala mokkasínur Vorum að taka upp helling af nýjum vörum S M Á R A L I N D Sími 517 7007 Glæsilegt úrval af sund- og undirfatnaði fyrir konur á öllum aldri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.