Fréttablaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 34
Trjáplöntusalan Mosskógur Mosfellsdal Opið 9 – 19 alla daga • símar: 5668121 og 6636173 Mikið úrval af víðiplöntum og öðrum trjám Grænmetismarkaðurinn opnar um miðjan júlí Tívolístóllinn er töff hönnun Bo Bedre hefur valið Panton-stólinn hönnun mánaðarins. Stóllinn varð fyrst frægur og feikivinsæll fyrir sléttri hálfri öld er Verner Panton hannaði hann sérstaklega fyrir eitt af veitinga- húsunum í Tívolí. Verner Panton (1926-1998) var ótrú- lega framsýnn og frumlegur í hönn- un sinni, enda teiknaði hann hús- gögn úr plasti, trefjaplasti, svampi og ýmsum gerviefnum á meðan aðrir notuðust enn eingöngu við tré. Panton notaði ekki að- eins óvenjulegan efni- við, heldur fór hann óhefðbundnar leiðir í litavali. Tívolístóllinn var tekinn úr framleiðslu um tíma en gekk í endurnýjun lífdaga þegar fyrir- tækið DJOB kom með ögn endur- bætta útgáfu, sem meðal annars var sýnd á skandinavísku hús- gagnasýningunni í Bella Center í Kaupmannahöfn seinnihluta maí- mánaðar. Grindin er úr stáli og setan og bakið fléttað úr polyethy- len eða næloni, sem gerir það að verkum að stóllinn getur staðið utan dyra jafnt sem innan, meira að segja í ís- lenskri veðr- áttu. Tívolí- stóllinn fæst í svörtum, hvít- um og rauðum lit og þeir sem hafa áhuga á að skoða þessa sí- gildu hönn- un geta litið við í Epal í Skeifunni 6. Sýning á húsgögnum eftir norska tvíeykið Steinar Hindenes og Dave Vikören opnar laugardaginn 11. júní í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg. Síðastliðin 11 ár hafa þeir verið í framvarðarsveit norskra húsgagnaarkitekta og selt húsgögn sín vítt og breitt um heim- inn, og hefur hönnun þeirra m.a. verið seld hjá Epal hérna á Íslandi. Sendiherra Norðmanna á Íslandi, Guttorm Vik, mun opna sýninguna á laugardaginn kl. 13, en þar mun söngkona frá Bergen, Heidi Marie Vestheim, einnig syngja. Hindenes og Vikören eru staddir á landinu í tilefni af sýningunni. Sýningin ,,Sirkús – Ný hönnun frá Bergenî verður opin til 4. sept- ember. Sýningarsalurinn við Garðatorg er opinn alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Aðgangur er ókeypis. Norsk framúrstefnuleg hönnun Sýning frá Sirkús í Hönnunarsafni Íslands þar sem sýnd er ný hönnun frá Bergen í Noregi. 9. júní 2005 FIMMTUDAGUR Gott andrúmsloft á baðherberginu Einfalt er að halda baðherberginu smekklegu með nokkrum fallegum vel völdum hlutum. Eftirfarandi atriði ber að hafa í huga þegar keyptir eru munir inn á baðherbergið sem bæði skreyta og gera gagn. 1. Hafðu handklæðin bara í einum eða tveimur litum, og haltu þig við sama mynstrið. Annars lítur baðherbergið út eins og þvotta- herbergi. Baðmottan ætti að vera í stíl við handklæðin. 2. Vandaðu valið á sturtuhenginu. Gegnsætt sturtuhengi opnar og stækkar lítið baðherbergi, á með- an litað þarf að samræmast lita- samsetningunni. 3. Hengdu upp hillu fyrir ofan kló- settið fyrir hluti eins og saman- brotna þvottapoka. Notaðu litlar körfur fyrir hluti eins og sápur eða auka rakblöð. 4. Settu pappírsþurrkur í körfu sem er í stíl við tannburstaglasið og sápudiskinn. 5. Gerðu baðherbergið persónulegt með því að hengja upp fallega innrammaða mynd eða koma pottaplöntu fyrir á góðum stað. Stóllinn sá arna heitir tveimur nöfnum: Pant- on-stóllinn og Tívolístóll- inn. Bo Bedre valdi hann stól júnímánaðar. Monk er stóll sem hægt er að stafla upp.Stóllinn Chico frá fyrirtækinu Sirkús. Ávextir fallegir til skrauts ÞAÐ ER ÓDÝRT OG EINFALT MÁL AÐ FRÍSKA UPP Á HEIMILIÐ MEÐ ÞVÍ AÐ NOTA ÁVEXTI TIL SKRAUTS. Ef blásið er til veislu þá þarf að sjálfsögðu að klæða heimilið í veislubúning. Blóm eru alltaf falleg sem skreyting á borð eða í glugga en það er einnig tilvalið að notast við ávexti. Hægt er að velja ávexti eftir litum og lögun og setja í skálar um allt hús eða láta þá liggja á borðum og í hillum. Utanhúss er flott að láta epli fljóta í skál með flotkertum og grænar límónur sóma sér vel neðst í blómavasa þar sem trjágreinum er stungið inn á milli þeirra. Eftir veisluna er hægt að borða ávextina, búa til ávaxtasafa eða nota þá í bakstur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.