Fréttablaðið - 09.06.2005, Síða 40

Fréttablaðið - 09.06.2005, Síða 40
Söfn á öllum þéttbýlisstöðum Í Fjarðabyggð eru fjölmörg söfn og má þar telja Stríðs- árasafnið á Reyðarfirði, Sjóminjasafnið á Eskifirði og Náttúrugripasafnið í Neskaupstað. „Í Fjarðabyggð eru fjölmörg áhuga- verð söfn sem gaman er að skoða. Stríðsárasafnið á Reyðarfirði er mjög forvitnilegt og hefur verið starfrækt frá árinu 1995. Það er eina safnið sinnar tegundar, fjallar um stríðsárin 1940-45. Á Eskifirði er Sjóminjasafn Austurlands, sem starfar á fjórðungs- vísu með sýningu á gripum fyrir þennan landshluta,“ segir Pétur Sör- ensen, forstöðumaður safna í Fjarða- byggð. „Á annarri hæð Sjóminjasafnsins á Eskifirði getur að líta marga aðra skemmtilega safngripi, en safnið er staðsett í „Gömlu búð“, húsi sem byggt var árið 1816. Þar má meðal annars sjá lækningatæki fyrri tíma, en útlit þeirra gerir það að verkum að maður er feginn að vera uppi í nú- tímanum. Þar er til dæmis fótstiginn tannlæknastóll og skilst mér að margir krakkar hafi byrjað að grenja daginn áður en þeir fóru í stólinn. Sögunefnd byrjaði að safna gripum í Sjóminjasafnið á Eskifirði árið 1979 og hefur stöðugt bætt við gripum síð- an. Hilmar Bjarnason og Geir Hólm eiga mikinn heiður skilinn fyrir söfn- un og útvegun gripa á Sjóminjasafn- ið hér á Eskifirði. Á Sjóminjasafninu er rakin saga síldarvinnslunnar, tog- araútgerðar og fram í nútímann. Ég á von á töluverðum fjölda fólks í sum- ar að skoða söfnin vegna allra fram- kvæmdanna hér í nágrenninu. Í Nes- kaupstað er náttúrugripasafn, Sjó- minja- og smiðjuminjasafn Jósafats Hinrikssonar og málverkasafn Tryggva Ólafssonar. Þar erum við að gera upp húsnæði, bárujárnshús á 900 fermetrum, og meiningin er sú að öll þrjú áðurnefnd söfn í Neskaupstað verði saman í einu húsi.“ Almenn Verktakastarfsemi Fagmennska í fyrirrúmi Gröfur, lyftur, vörubiðfreið með krana ofl G.Ó Verktaki Krossverk ehf Skammidalur 5 Lambeyrarbraut 12 730 Eskifjörður 730 Eskifjörður S: 861-2810 S: 865-9212 Gilsbakka 10 / 740 Fjarðabyggð tel +354 477 1713 / fax +354 477 1710 austfjardaleid@austfjardaleid.is www.austfjardaleid.is UMHVERFISVITUND TRAUST & ÖRYGGI MENGUNAR- MINNSTIR ÞJÓNUSTA LIPURÐ BUSAustfjarðaleið…alltaf á ferðinni! Í Fjarðabyggð eru margirvannýttir möguleikar í ferða-málum. „Ferðamennska í Fjarðabyggð er bæði ung og gömul. Hér eru mörg gömul fyrirtæki í ferðaþjónustu sem standa traustum fótum. Þar má telja mörg hótel, Austfjarðarleið og Tanni Travel á Eskifirði. Síðan eru mörg fyrirtæki að feta sín fyrstu spor, svo sem gisti- húsið á Mjóeyri,“ segir Jón Björn Há- konarson, upplýsinga- og kynningar- fulltrúi Fjarðabyggðar. „Í kjölfar þeirrar miklu uppbyggingar sem hér hefur átt sér stað á síðustu árum, er einnig uppsveifla í ferðamál- unum. Þetta fylgist allt saman að. Hér eru margir nýir möguleikar í ferða- mannamálum, t.d. margar skemmti- legar gönguleiðir. Þar vil ég sérstak- lega minnast á ferðafélag Fjarð- armanna, sem starfað hefur frá árinu 1996, sem unnið hefur mikið þrek- virki í merkingu og kortlagningu gönguleiða ásamt því að halda úti góðri heimasíðu. Framtak þess er dæmi um vænlegan vaxtarbrodd. Einnig má minnast á hreindýraveið- ina sem hefur verulegt aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Tjaldsvæðin í Fjarðabyggð eru óðum að nútíma- væðast og breytast í samræmi við kröfur þeirra fjölmörgu sem eru á tjaldvögnum eða pallbílum. Ég held að ferðamennska framtíðarinnar felist að miklu leyti í opnun smærri fisk- vinnslufyrirtækja fyrir ferðamenn. Fiskvinnslufyrirtækin eru að vísu háð hreinlætiskröfum sem setur ferða- mennskunni skorður. Ég hef hins veg- ar orðið var við að margir ferðamenn, sérstaklega erlendir, vilja endilega fá að fylgjast með framleiðslunni á fiskafurðum. Þar sé ég því vænlega framtíð í ferðamennskunni þó lítið sé um að þessir staðir séu opnir ferða- mönnum. Þessu til viðbótar finnst mér áberandi vanta þann möguleika að komast í sjóstangaveiði hér á Austfjörðunum, að ferðamenn fái tækifæri til að elda úr veiði dagsins. Ég held að eini staðurinn þar sem þú kemst í sjódorg sé með Papeyjarferj- unni og þá aðeins ef beðið er um það sérstaklega. Það mættu að ósekju bætast hér við aðilar sem gera út á út- sýnisferðir og sjóstöng.“ Ferðamennskan nútímavæðist Pétur Sörensen er forstöðumaður safna í Fjarðabyggð. Herdís Hulda Guðmannsdóttir er safnvörður Sjóminjasafnsins á Eskifirði. Jón Björn Hákonarson, upplýsinga- og kynningarfulltrúi Fjarðabyggðar. 6 ■■■ { AUSTURLAND } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ FRÉTTABLAÐIÐ/ÍSAK FRÉTTABLAÐIÐ/ÍSAK BJARGAÐ frá eyðileggingu Langabúð er með eldri húsum landsins, byggð árið 1790 og er því orðin 215 ára gömul. Fyrir tveimur áratugum leit út fyrir að dagar Löngubúðar væru taldir því húsið var í niðurníðslu. „Til allrar hamingju risu þá upp einstaklingar sem skildu mikilvægi þess að Langabúð yrði varðveitt og húsið, sem var í mikilli niðurníðslu, hefur verið endurbætt og fengið nýtt hlutverk. Langabúð var opnuð hér aftur 1997 eftir gagngera endurbyggingu,“ seg- ir Guðrún Sigríður Björnsdóttir, safnstjóri í Löngubúð á Djúpavogi. „Húsafriðunarnefnd ríkisins veitti fjárstyrki til endurbótanna og Þjóðminjasafn Íslands kostaði einnig vinnu við viðgerð hússins. Að auki veitti Þjóðhátíðarsjóður fjárstyrk til endurbótanna. Langabúð er eign Djúpavogshrepps, sem kostað hefur endurbygginguna og gerð sýninganna að öðru leyti. Húsið er nú menningarmiðstöð Djúpavogs. Í norðurenda Löngubúðar er sýning um líf og starf Rík- arðs Jónssonar, myndhöggvara og myndskera. Um miðbik hússins er minningarstofa um Eystein Jónsson, stjórnmálamann frá Djúpavogi, og byggðasafn. Hér í syðri enda hússins er síðan rekin kaffistofa. Langabúð var upphaflega verslunarhús og gegndi því hlutverki lengi vel. Langabúð er opin þrjá mánuði á ári alla daga vikunnar, frá júní til loka ágústs. Yfir vetrartímann er aðeins opið hér um helgar.“ Guðrún Sigríður Björnsdóttir, safnstjóri, fyrir framan Löngubúð á Djúpavogi.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.