Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.06.2005, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 09.06.2005, Qupperneq 56
Myndlistarmaðurinn Garðar Jökulsson varð sjötugur fyrr á árinu. Það væri varla í frásögur færandi ef ekki væri fyrir það að hann hefur eingöngu verið mynd- listarmaður lítinn hluta ævinnar en hann strauk fyrst pensli eftir striga fimmtugur að aldri. Í tilefni afmælisins ætlar hann að opna þrjár myndverkasýningar í júní. Hann hefur þegar opnað þá fyrstu í húsakynnum Skíðaskálans í Hveradölum. Á laugardaginn opnar Garðar sýningu í „The Three Flags Club“ á Keflavíkurflugvelli og síðar í mánuðinum verða sýndar myndir eftir hann í Formlist í Kópavogi. Þó tiltölulega stutt sé síðan Garðar hóf að mála hefur hann ávallt haft mikinn áhuga á mynd- list. „Ég hugsa að ég hafi séð allar menningarsýningar í Reykjavík síðustu 55 árin,“ segir hann kátur í bragði. Garðar er algerlega sjálf- menntaður í fræðunum en starfaði áður í banka og átti heildsölu. Þegar börnin hans fjögur voru farin að heiman ákvað hann að breyta alveg um stefnu. „Ég vissi strax hvað og hvernig ég ætlaði að mála,“ segir Garðar, sem fyrst um sinn málaði sér til ánægju. Hann segir enga sérstaka anda- gift koma yfir sig þegar hann málar. Hins vegar eigi hann í litlum vandræðum með að framleiða verk. „Mér finnst afskaplega auðvelt að ákveða hvenær mynd er búin,“ segir Garðar. Málningarvinnan sem hann greip stundum í með málarameistaranum föður sínum hafi hjálpað sér þegar hann settist fyrst við strigann. Garðar segist vera náttúru- málari en íslensk náttúra hefur heillað hann alla tíð. „Ég er hvorki lúðrasveitar-, rauðvíns- eða rauða- dregilsmaður,“ segir Garðar, sem sér um allt í kringum vinnu sína sjálfur. Hann lætur smíða ramma fyrir sig og setur myndirnar sjálfur í. „Þetta er eins og að fylgja barninu sínu úr hlaði,“ segir hann hlæjandi. Garðar hefur aðeins eina við- miðun í verðlagningu: „Mynd er í sjálfu sér aldrei meira virði en sá tími og efni sem í hana fer og aldrei meira virði en það sem einhver vill borga fyrir hana“. 28 9. júní 2005 FIMMTUDAGUR CHARLES DICKENS (1812-1870) lést þennan dag. TÍMAMÓT: GARÐAR JÖKULSSON, SJÖTÍU ÁRA, OPNAR ÞRJÁR SÝNINGAR Í JÚNÍ „Lánsábyrgð er kerfi þar sem maður sem ekki getur borgað fær annan mann sem ekki getur borgað til að ábyrgjast að hann geti borgað.“ Charles Dickens er einn ástsælasti rithöfundur sem uppi hefur verið. Vinsældir verka hans endurspeglast í því að enn er verið að prenta allar bækur hans. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Gísli Jósefsson málarameistari lést á heimili sínu mánudaginn 6. júní. Ásta Haraldsdóttir frá Garðshorni, Vest- mannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja fimmtudaginn 2. júní. Rósa Einarsdóttir lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 5. júní. Jensína Sveinsdóttir frá Gillastöðum í Reykhólasveit, áður til heimilis að Aust- urbrún, andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, sunnudaginn 5. júní. Sigurður Ármann Guðmundsson frá Vestmannaeyjum, Kríuhólum 4, Reykja- vík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnu- daginn 5. júní. Guðný Skjóldal Kristjánsdóttir, Linda- síðu 2, Akureyri, lést mánudaginn 6. júní. Áskell Bjarnason lést á heimili sínu í Danmörku mánudaginn 6. júní. JAR‹ARFARIR 13.00 Hólmfríður Andrésdóttir, hjúkr- unarheimilinu Skjóli, áður til heimilis á Flókagötu 19 í Reykja- vík, verður jarðsungin frá Háteigs- kirkju. 13.00 Guðmundur Bergsteinn Jó- hannsson, Birkigrund 2, Selfossi, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju. 13.00 Pétur M. Andrésson, Hátúni 10b, verður jarðsunginn frá Landakots- kirkju. 13.30 Sigurður Ingi Sigurðsson, áður til heimilis að Víðivöllum 4, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfoss- kirkju. Íhaldsflokkur Margrétar Thatcher, forsætisráðherra Breta, vann stór- sigur í þingkosningum þennan dag árið 1983. Thatcher hafði þá þegar setið eitt kjörtímabil en flokkur hennar hlaut 397 sæti á þingi en Verkamannaflokkurinn aðeins 209. Frjálslyndi flokkurinn, sem bauð sig fram í fyrsta sinn þetta árið, hlaut jafn mörg at- kvæði og Verkamannaflokkurinn þó sætin hafi einungis orðið 23. Margrét Thatcher varð leiðtogi Íhaldsflokksins árið 1975 á tíma þegar flokknum hafði hnignað stórlega, og forsætisráðherra eftir kosningasigur 1979. Hún tryggði að verkalýðsfélög færu að lögum, seldi fjölda ríkisfyrirtækja og jók virðingu fyrir Bretum annars stað- ar. Ein af ástæðum þessa stórsig- urs árið 1983 var talin vera vin- sældir Thatchers eftir sigur Bret- lands í Falklandseyjastríðinu en hún hafði ekki sætt sig við her- nám argentísku herforingjastjórn- arinnar á eyjunum. Eftir sigurinn 1983 tilkynnti Thatcher að þung dagskrá yrði á komandi þingi. Önnur ástæða fyrir sigri Íhalds- flokksins var talinn vera vand- ræðagangur innan Verkamanna- flokksins, sem hafði klofnað fyrir kosningarnar. Leiðtogi Verkamannaflokksins, Michael Foot, sagði útkomu kosninganna harmleik fyrir þjóð- ina. Síðar á árinu sagði hann af sér en við honum tók Neil Kinnock. 9. JÚNÍ 1983 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1741 Ferming barna er lögboðin hér á landi en hafði þó tíðkast um aldir. 1880 Hornsteinn er lagður að Al- þingishúsinu við Austurvöll í Reykjavík. 1934 Andrés önd tekur fyrstu skref sín til frægðar þegar hann birtist í fyrsta sinn í mynd Disneys, litlu gulu hænunni. 1970 Hussein Jórdaníukonungur sleppur naumlega frá banatilræði. 1976 Benny Goodman, konung- ur sveiflunnar, heldur tón- leika á Listahátíð. 1994 Síld af norsk-íslenska stofn- inum veiðist innan ís- lenskrar lögsögu í fyrsta sinn í 26 ár. Thatcher vinnur stórsigur Tilkynningar um merkisatbur›i, stórafmæli, andlát og jar›arfarir í smáletursdálkinn hér á sí›unni má senda á netfangi› timamot@frettabladid.is. Augl‡singar á a› senda á auglysingar@frettabladid.is e›a hringja í síma 550 5000. AFMÆLI Örn Sigurðsson arki- tekt er 63 ára. Salvatore Torrini er 59 ára. Jón Torfi Jónasson prófessor er 58 ára. Svava Björnsdóttir listamaður er 53 ára. Guðni Már Henn- ingsson útvarpsmað- ur er 53 ára. Helgi Hjörvar alþing- ismaður er 38 ára. Fyrsta starf Katrínar Jakobs- dóttur, varaformanns Vinstri grænna, var barnapössun en þrettán ára passaði hún litla frænku sína. „Ég þurfti bara að labba og fékk borgað fyrir, mér fannst þetta afar skemmtilegt,“ segir Katrín sem hefur ekki passað börn síðan. Hún segist ekki vera mikil barnagæla þó hún hafi verið það á sínum tíma enda fylgi það aldrinum. Katrín segist hafa lært heil- mikið á starfinu. „Þá voru engin námskeið og maður varð að átta sig á þessu sjálfur,“ segir Katrín sem stundum lenti í því að barn- ið grét stanslaust án þess að hún hefði hugmynd um af hverju eða hvað hún ætti að gera. Katrín stóð í barnapössun í tvö sumur. Fyrra sumarið hjálp- aði hún móðurinni með nýfætt barnið en næsta sumar trillaði hún um með eins árs barnið í kerru. Hún segist mest hafa ver- ið ein á ferðinni. Það virðist hafa átt ágætlega við hana því næsta starf hennar var póstútburður. Á þessum tíma voru vinir hennar í unglingavinnunni. Katrín er fegin að hafa sloppið við að fara í hana þar sem hún þjáist af gróðurofnæmi og lík- lega hefði hún eytt sumrinu hnerrandi með rautt nef. Katrín segist búa vel að þess- ari reynslu sem muni nýtast henni ef hún eignast sjálf börn í framtíðinni. ■ Innilegar þakkir til ykkar allra fyrir samúðina, kveðjurnar, blómin og þann mikla stuðning sem þið hafið sýnt fjölskyldunni vegna andláts og út- farar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Sigurjóns G. Sigurjónssonar Birkigrund 71, Kópavogi. Anna Ásgeirsdóttir Freyja Sigurjónsdóttir Þórir Sigurgeirsson Ásgeir Sigurjónsson Silja Sverrisdóttir Drífa Sigurjónsdóttir Ólafur Baldursson og barnabörn Elskuleg systir okkar og mágkona, Jófríður Ólafsdóttir Staðarhrauni 3, Grindavík, verður jarðsungin frá Grindarvíkurkirkju laugardaginn 11. júní kl. 11.00. Jón Ólafsson Agnes Jónsdóttir Pálína Ólafsdóttir Ísleifur Haraldsson Gísli Örn Ólafsson Njála Vídalín Magnús Ólafsson Ragnheiður Arngrímsdóttir. FYRSTA STARFIÐ: Heppin a› sleppa vi› unglingavinnuna KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Er ekki rauðadregilsmaður FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Á VINNUSTOFUNNI „Mynd er í sjálfu sér aldrei meira virði en sá tími og efni sem í hana fer og aldrei meira virði en það sem einhver vill borga fyrir hana.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.