Fréttablaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 63
Victoria Beckhamhefur sagt frá því að hún muni verða brúðar- meyja hjá Eliza- beth Hurley þegar hún giftist Arun Nayar. „Liz sagði að þegar hún gifti sig vilji hún að ég verði brúðarmeyja. Ég sagði henni að ég væri viss um að hún setti mig í eitthvað rosa- lega lummó og flatbotna skó,“ lét söngkonan hafa eftir sér. Brúðkaupið verður seinna á þessu ári. Catherine Zetu Jones var hafnaðum aðalhlutverk í söngleikn- umAspects Of Love vegna þess að hún þótti of kynþokkafull. Andrew Lloyd Webber hefur nú sagt frá því að þegar hann hélt prufurnar árið 1990 hafi hann neyðst til að hafna Catherine vegna óumdeildrar feg- urðar hennar. Leikstjórinn Sir Trevor Nunn sagði að hún gæti aldrei orðið trúverðug í hlut- verkinu því hann tryði því ekki að nokkur maður myndi nokkurn tím- ann hafna henni. Hann sagði við Webber: „Allir blóðheitir karlmenn í salnum eiga eftir að verða brjálaðir ef við látum karlleikarann hafna henni,“ sagði Nunn. Paris Hilton og Mariah Carey erunú að bítast um hlutverk í leikrit- inu The Prince and the Showgirls. Leikritið er endurgerð á kvikmynd frá 1950 og var þá Mari- lyn Monroe í aðalhlut- verki. „Ég er búin að fara í prufu og þeir elskuðu mig. Það eina sem er eftir er bara að skrifa undir samning,“ sagði Paris og virtist ekkert hrædd við samkeppnina frá Carey. Lindsay Loan segist ekki skilja afhverju allir hafi svona mikinn áhuga á henni. Þessi ummæli koma í kjölfar áreksturs sem hún lenti í fyrir skemmstu. „Mér finnst ég ekki geta gert neitt. Því meira sem ég reyni að verja sjálfa mig þeim mun harðar ráðast þau gegn mér,“ sagði hún um slúðurblöðin. Lögreglan hefur gefið út þá yfirlýsingu að ljós- myndari hafi viljandi keyrt á Lohan í þeim tilgangi að ná af henni mynd. „Þetta var ógnvekjandi reynsla. Það þarf að setja ljós- myndurum mörk núna,“ sagði Lindsay. Hún sagðist þó hafa hald- ið ró sinni því hún skilji að ljósmyndarinn sé að sinna starfi sínu þó að hann hafi gengið allt of langt í þetta skiptið. 35FIMMTUDAGUR 9. júní 2005 fieir sem kaupa Nissan Pathfinder í júní fá 32" dekk, krómstigbretti og dráttarkrók í kaupbæti. 250.000 krónum flottari! F í t o n / S Í A F I 0 1 3 3 8 4 Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00 Hrísm‡ri 2a 800 Selfossi 482-3100 Eyrarlandi 1 530 Hvammstanga 451-2230 Sæmundargötu 3 550 Sau›árkróki 453-5141 Holtsgötu 52 260 Njar›vík 421-8808 Dalbraut 2b 300 Akranesi 431-1376 Víkurbraut 4 780 Höfn í Hornafir›i 478-1990 Bú›areyri 33 730 Rey›arfjör›ur 474-1453 Óseyri 5 603 Akureyri 461-2960 Sindragötu 3 400 Ísafjör›ur 456-4540 *Bílasamningur Glitnis me› 30% innborgun og eftirstö›var í 84 mánu›i. Lífi› er ævint‡ri og Pathfinder tekur flví fagnandi. Hann fer allt á fjórhjóladrifinu, er flægilegur í öllum sjö sætunum, lipur innanbæjar og rúmar farangur til fleiri mána›a. Hann er öflug listasmí›, traustur og vanda›ur. En fyrst og fremst sameinar Nissan Pathfinder fla› grófa og fla› fína í einum best heppna›a útivistarbíl sí›ari ára. Ver›: 4.450.000 kr. VEI‹IKORTI‹ FYLGIR ME‹! Me› vei›ikortinu má vei›a nánast ótakmarka› í a.m.k. 20 vötnum ví›svegar um landi› og tjalda endurgjaldslaust hjá mörgum fleirra. Nánari uppl‡singar á www.veidikortid.is SKIPT_um landslag PATHFINDER NISSAN • fiokuljós • Króma› grill • Le›urklætt st‡ri og gírstöng • Króma›ar höldur inní bíl • Hiti í speglum • Áttaviti í baks‡nisspegli • Lita› gler • 7 sæta • Birtuskynjari í spegli • Útvarpsfjarst‡ring í st‡ri • Innbyggt loftnet (loftnet í afturrú›u) • Regnskynjari • Hra›astillir (Cruise Control) PATHFINDER SE Beinskiptur 174 hestöfl 5 dyra 46.581 kr. á mán.* ÆVINT†RI FYRIR SJÖ STA‹ALBÚNA‹UR Talsmaður fyrirtækisins sem skipulagði tónleikaferð Kylie Minogue, sem nú hefur verið af- lýst vegna veikinda hennar, er hissa á hversu fáir hafi krafist endurgreiðslu á miðunum. Aðeins 200 miðar af þeim 220.000 sem seldir höfðu verið í Ástralíu hafa verið endurgreiddir. „Allir sem þurfa skjóta endurgreiðslu geta fengið hana, en okkur sýnist að eiginlega enginn sé að krefjast hennar,“ segir talsmaður Frontier Touring sem sér um tónleika Minogue í Ástralíu. Svo virðist vera sem aðdáendur Kylie haldi enn í þá von að Kylie geti haldið tónleikana síðar, en söngkonan hefur ekkert tilkynnt um framtíð- aráætlun sína. Hún er enn í Mel- bourne í Ástralíu með fjölskyldu sinni og kærastanum, Oliver Martinez, til að jafna sig eftir skurðaðgerð við brjóstakrabba- meini. Nú hefur sjúkrahúsið sem annaðist Kylie lýst því yfir að sögusagnir um að hún hafi hegðað sér eins og frek dekurdrós á spít- alanum séu ósannar. Sjúkrahús- herbergið mun ekki hafa verið málað bleikt að hennar ósk, né voru aðrir sjúklingar reknir úr rúmum sínum til að rýma fyrir Kylie. Víst er að Kylie má ekki við rógburði sem þessum nú þegar hún er að reyna að ná sér. Spice Girls spila ekki á Live8 tónleikunum. Þetta upplýsti Bob Geldof í gær. Eins og kunn- ugt er hefur verið þrálátur orðrómur um að stúlknasveitin myndi koma saman á tónleikun- um. Engri þeirra hefur tekist að slá í gegn upp á eigin spýtur og því voru margir á því að þetta væri síðasta hálmstráið fyrir þær til að verða stjörnur á ný. Það eru komin sex ár síðan að hljómsveitin var síðast á sviði en Geldof segist vera alveg harður á því að kryddin hafi ekkert á þessa tónleika að gera. „Þetta er pólitísk samkoma ekki eitthvert grín,“ sagði Geldof. „Ég ætla að vera alveg hrein- skilinn. Krakkarnir mínir syngja lögin eftir þær en því miður eru ekki nægilega margir sem myndu nenna að horfa á þær í dag. Þær eru ekki nógu vinsælar.“ A›dáendur Kylie vongó›ir um a›ra tónleika KYLIE MINOGUE Lítið hefur verið gefið upp um ástand Kylie. Ef hún er í lyfjameð- ferð, eins og búast má við, er ólíklegt að söngkonan geti haldið tónleika fljótlega. SPICE GIRLS Þegar best lét var varla hægt að þverfóta fyrir Kryddpíu-varningi. Í dag segir Bob Geldof þær ekki vera nægj- anlega vinsælar fyrir Live8 Kryddin or›in brag›laus FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.