Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.06.2005, Qupperneq 65

Fréttablaðið - 09.06.2005, Qupperneq 65
SVERRIR GUÐJÓNSSON Sönghópurinn Voces Thules tekur þátt í Mandela tónleik- unum í Noregi. Syngja me› í Tromsø Sverrir Guðjónsson og félagar hans í sönghópnum Voces Thules taka þátt í styrktartónleikum Nel- sons Mandela, sem haldnir verða í Noregi á laugardaginn. Ástæðan er sú að þeir sungu inn á plötuna Earth Affair með Gunnlaugi Briem, sem var boðið að taka þátt í þessum tónleikum þar sem platan hefur greinilega vakið athygli. „Við syngjum með Gulla á tón- leikunum,“ segir Sverrir Guðjóns- son, „en jafnframt ætlum við að syngja eitt númer úr Þorlákstíð- um, þannig að dýrlingurinn verði með í för.“ Meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum í Tromsø eru Brian May gítarleikari Queen, Peter Gabriel, Annie Lennox og Robert Plant. Nóg er að gera hjá sönghópn- um þessa dagana, því í dag syngja þeir á norrænni ráðstefnu meina- tækna í Háskólabíói. Þar flytja þeir tónlist við kvikmyndina Fimmta árstíðin, sem var gerð eftir handriti Friðriks Erlingsson- ar og sýnd í sjónvarpinu í vetur. „Ég sá þessa mynd og langaði þá að prófa að setja við hana okk- ar músík, sem er alveg frá fornu til samtíma og stilla þá músíkina inn á dramatíska framvindu í myndinni.“ ■ FIMMTUDAGUR 9. júní 2005 37 Einn stærsti leiklistarviðburður árs- ins verður á Akureyri dagana 22.-26. júní þegar önnur alþjóðleg leiklist- arhátíð Bandalags íslenskra leikfé- laga verður haldin. Ellefu sýningar verða á hátíðinni, þar af tvær erlendar, en leikhópar víðs vegar að af landinu taka þátt. Að auki verða í boði leiksmiðjur þar sem listafólk í fremstu röð á sviði leikbrúðugerðar, stomps og sviðs- slagsmála leiðbeinir hátíðargestum. Einnig mun klúbbur hátíðarinnar starfa á kvöldin og þar má gera ráð fyrir uppákomum af ýmsu tagi. Það verður því stanslaus leiklist frá morgni til kvölds. Fjölbreytni einkennir dagskrá hátíðarinnar og sú mikla nýsköpun og gróska sem hefur verið aðals- merki íslensks áhugaleikhúss und- anfarin ár setur sterkan svip á hana. Í boði verða ný íslensk verk, nútíma- klassík úr leikbókmenntum heims- ins, rómuð íslensk verk frá fyrri árum og nýstárleg tilraunaverk unn- in í hópvinnu undir leiðsögn leið- beinanda. Erlendis frá kemur sænski nýs- irkushópurinn Cirkity Gravikus sem hefur aðsetur í Gautaborg en er fjölþjóðlegur hópur sem hefur vakið mikla athygli fyrir frumlegar og óvenjulegar sýningar þar sem blandað er saman þöglu leikhúsi, tónlist og dansi og klassískum sirkusbrögðum. Frá Litháen kemur síðan leikhóp- ur frá bænum Jonava með sýning- una „Bobos“, konur, sem byggð er á þjóðsagnasafni sem gengur undir nafninu Þorp fíflanna. Jonavaleik- húsið er eitt öflugasta leikfélag landsins og hefur oft verið fulltrúi Litháen á alþjóðlegum hátíðum. ■ Sænskur n‡sirkus og florp fíflanna CIRKITY GRAVIKUS Sænskur nýsirkus tekur þátt í alþjóðlegri leiklistarhátíð áhuga- manna sem haldin verður síðar í mánuðinum á Akureyri Skífan Laugavegi 26 opið alla daga til 22 • Skífan Smáralind • Skifan Kringlunni • www.skifan.is ...skemmtir þér ; ) System Of A Down - Mezmerize Coldplay - X&Y 1.999 kr. 1.999 kr. Gorillaz - Demon Days Barbie Summer Hits Il Divo - Il Divo Mariza Duran Duran - Astronaut Duran Duran - Greatest Í NÆSTU VIKU... Bubbi - Ást Bubbi - ...í 6 skrefa... Foo Fighters - In Your... Gavin DeGraw - Chariot SUMAR TILBOÐ! Allar nýjar og vinsælar geislaplötur á sumartilboði í verslunum Skífunnar 1.999 kr.1.999 kr.1.999 kr. 1.999 kr. 1.999 kr. 1.999 kr. 1.999 kr. CD+DVD Hátí› í Borgarfir›i Borgfirðingahátíð er að ganga í garð í björtu og verður með ör- lítið breyttu sniði í ár þótt fast- ir liðir séu margir hverjir á sínum stað. Hátíðin hefst á föstudag og stendur fram á sunnudags- kvöld. Á föstudaginn verður meðal annars baðstofukvöld með Álftagerðisbræðrum í hlöðunni á Indriðastöðum í Skorradal. Síðar um kvöldið verða djass- og blústónleikar á Búðarkletti og miðnætursund verður í Hreppslaug í Skorra- dal. Á laugardaginn verður síð- an efnt til útihátíðar við Borg- arbrautina í Borgarnesi og um kvöldið verður hinn hefð- bundni Ullarsokkur í Fossa- túni, þar sem verður brekku- söngur og íslensk stuðsveifla á árbakkanum. ■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.