Fréttablaðið - 09.06.2005, Page 71

Fréttablaðið - 09.06.2005, Page 71
FIMMTUDAGUR 9. júní 2005 www.toyota.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 28 64 2 0 6/ 20 05 Toyota, Nýbýlavegi 4-8, sími 570 5070 * pr. mán. Miðast við 36 mán. leigu og 136.000 kr. í tryggingafé. ** pr mán. Miðað við 84 mán. samning og 20% útborgun. Verðlistaverð 1.849.000 kr. Tilboðsverð 1.756.000 kr. Einkaleiga 34.200 kr.* Bílasamningur 21.060 kr.** COROLLA WAGON. Fjölskyldubíll með ferðaþrá. Pláss fyrir fleiri ævintýri Corolla Wagon er freistandi kostur fyrir fólk sem langar bæði til að njóta lífsins í borginni og ferðast á eigin vegum. Hönnunin er stílhrein og gleður augað en ekkert er gefið eftir þegar kemur að notagildi. Innanrými er sérstaklega vel skipulagt með þægindi og nýtingu í huga og gefur mögu- leika á miklu farangursrými. Corolla Wagon er sparneytinn og ríkulega hlaðinn staðalbúnaði. Líttu inn, skoðaðu og reynsluaktu nýjum Corolla Wagon. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Í Inside Deep Throat er skyggnst bak við tjöldin á hinni umdeildu mynd Deep Throat sem olli því- líkri hneykslan og byltingu að heimurinn hafði ekki séð annað eins. Í henni eru viðtöl við þá sem tóku þátt í gerð myndarinnar og ætluðu sér bara að búa til „sak- lausa“ ljósbláa mynd. Sögumaður í myndinni er Dennis Hopper en framleiðandi myndarinnar er hinn þekkti Brian Grazer og leikstjórar eru þeir Fenton Bailey og Randy Barbato. Myndin verður frum- sýnd á föstudaginn í Háskólabíói. Deep Throat kvikmyndin fjall- aði um konu sem hafði snípinn í hálsinum. Þetta var klámmynd sem varð að kult mynd, kult mynd sem varð táknræn fyrir nýja kyn- slóð sem stundaði frjálst kynlíf. Linda Lovelace varð stjórstjarna á einni nóttu en hún helgaði síðar líf sitt baráttu gegn klámi allt til dauðadags. Hún lést fyrir þremur árum. Linda hélt því alltaf fram að henni hefði verið nauðgað í myndinni. Deep Throat myndin kostaði á sínum tíma 25 þúsund bandaríkja- dala en skilaði 600 milljónum doll- ara í gróða þrátt fyrir að hafa ver- ið bönnuð í 22 ríkjum Bandaríkj- anna. Ein af ástæðum þess að myndin varð svona gríðarlega vinsæl var sú að á þessum árum var bandarískt þjóðfélag að taka stökkbreytingum. Gömlu gildin að falla úr gildi og í staðinn voru ný og róttækari gildi að taka við. Deep Throat var eitt merki um það. ■ DEEP THROAT Kvikmyndin varð ótrúlega vinsæl þrátt fyrir að vera klámmynd og gerði Lindu Lovelace að stjörnu, sem hún síðar kærði sig ekki um. Klámmynd afhjúpu›

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.