Fréttablaðið - 28.05.2005, Qupperneq 4
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
64,60 64,90
117,69 118,27
80,88 81,34
10,87 10,93
10,12 10,18
8,79 8,85
0,60 0,60
95,84 96,42
GENGI GJALDMIÐLA 27.05.2005
GENGIÐ
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
SALA
112,50 -0,01%
4 28. maí 2005 LAUGARDAGUR
Heilbrigðiskerfið:
fiarf tvo milljar›a
til a› auka öryggi
HEILBRIGÐISMÁL Jón Kristjánsson
heilbrigðisráðherra telur að það
þurfi að verja um tveimur millj-
örðum króna á næstu fjórum
árum til að auka öryggi í heil-
brigðiskerfinu.
Í Fréttablaðinu í gær kom fram
að gera má ráð fyrir að um 130
manns látist hér á landi árlega
vegna einhvers konar mistaka í
heilbrigðiskerfinu og að þessi
mistök kosti þjóðarbúið um 1,3
milljarða króna á ári.
„Það sem ég legg áherslu á í
þessu sambandi er að við bætum
öryggi í heilbrigðiskerfinu og stór
þáttur í því er að flýta uppbygg-
ingu rafrænna samskipta og raf-
rænna skráninga innan kerfis-
ins,“ segir Jón Kristjánsson.
Hann segir unnið að þessum
málum í ráðuneytinu og þó að
þessu fylgi nokkur kostnaður þá
komi sparnaður á móti ef hægt
verður að draga úr mistökum.
Engin áform eru þó innan ráðu-
neytisins um að rannsaka mistök í
heilbrigðiskerfinu að svo stöddu.
„Það eru skiptar skoðanir á því
hvað á að leggja mikla vinnu og
fjármuni og slíkt, en ég skil þau
sjónarmið að menn vilji vita hvar
þeir standa,“ segir heilbrigðisráð-
herra.
- ssal
Ákær›ur fyrir a›
rassskella konu
Sævar Óli Helgason er ákær›ur fyrir a› veitast a› konu sem lag›i fyrir inn-
keyrsluna hans í fyrrahaust. Hann segir leikskólakennarann hafa vegi› a› sér
kynfer›islega og reynt a› sparka í punginn á sér. Hann hafi flví rassskellt hana.
DÓMSMÁL Réttað var yfir manni
sem ákærður er fyrir að hafa veist
að leikskólakennara, skellt honum
ofan á vélarhlíf bifreiðar hans og
slegið hann nokkrum sinnum í aft-
urendann.
Sævar Óli Helgason sagði leik-
skólakennarann hafa lagt ólöglega
fyrir innkeyrslu á milli húsa
þannig að hann átti í miklum vand-
ræðum með að aka þar inn. Hann
hafi séð hana stíga út úr bílnum og
þótt ástæða til þess að benda
henni, að eigin sögn kurteisislega,
á að bílnum væri ólöglega lagt.
Sævar Óli segir konuna þá hafa
vegið að karlmennsku sinni með
kynferðislegum athugasemdum,
reynt að sparka í punginn á sér og
ekki viljað kannast við að bílnum
væri lagt ólöglega. Þá segist hann
að hafa brugðist við eins og
mamma hans kenndi honum með
því að skella konunni á vélarhlíf
bílsins og slá nokkrum sinnum
þéttingsfast í rassinn, semsagt
rassskellt hana á gamla mátann.
Leikskólakennarinn bar vitni í
málinu og hélt því staðfastlega
fram að hún hefði ekki gert neitt
til að réttlæta þvílík viðbrögð.
Hún sagði Sævar hafa talað til sín
á ögrandi hátt og þvertók fyrir
kynferðislegar athugasemdir,
hvað þá meint pungspark. Þegar
hún var beðin um að rifja upp at-
burðarásina í fyrrahaust fékk það
svo mikið á hana að hún brast í
grát og þurfti að gera stutt hlé á
máli sínu. Hún viðurkenndi þó að
hafa kallað Sævar „frekjudollu“
rétt áður en hann flengdi hana.
Annað vitni að málinu sem stóð
álengdar þegar atvikið átti sér
stað hélt því fram að leikskóla-
kennarinn hefði kallað Sævar
„rugludall“.
Ragnar Aðalsteinsson, verjandi
Sævars, sagði í munnlegum mál-
flutningi „að ekki væri hægt að
dæma ákærða fyrir einn hlekk í
atburðakeðju“. Hann vildi meina
að leikskólakennarinn hefði sjálf-
ur brotið hegningarlög á Sævari
með niðrandi athugasemdum, hún
hefði ráðist á hann með orðum
áður en hann hefði ráðist á hana
með gjörðum.
Dómur verður kveðinn upp í
málinu í byrjun júní.
oddur@frettabladid.is
Japanskir hermenn:
Gáfu sig fram
eftir sextíu ár
JAPAN Tveir japanskir hermenn, 85
og 87 ára, hafa gefið sig fram á
Filippseyjum. Þeir segjast hafa
orðið viðskila við flokkinn sinn
fyrir sex áratugum. Þeir óttuðust
að verða dregnir fyrir herrétt
vegna liðhlaups og mættu ekki á
fund embættismanna á dögunum.
Síðast gaf japanskur hermaður
sig fram fyrir þrjátíu árum.
Frægastur slíkra hermanna er
leyniþjónustumaðurinn Hiroo On-
oda, sem neitaði í 29 ár að gefast
upp nema japönsk stjórnvöld
sendu gamla yfirmanninn hans til
Filippseyja til að tilkynna honum
um uppgjöf Japans. ■
FISKUR FLUTTUR MILLI SKIPA Flutninga-
skipið Sunny Jane frá Belís tekur við fiski
frá sjóræningjaskipinu Okhotino.
Fiskveiðieftirlit:
Sjö sjóræningj-
ar a› vei›um
VEIÐAR Sjö svokölluð sjóræningja-
skip sáust á veiðum á karfaslóð á
Reykjaneshrygg í gær þegar flug-
vél Landhelgisgæslunnar flaug
þar yfir. Sjóræningjaskipin eru
togarar sem ekki hafa leyfi til
veiða á fiskveiðistjórnunarsvæði
Norðaustur-Atlantshafsfiskveiði-
nefndarinnar.
Áhöfn TF-SYN sá alls sextíu
erlenda úthafskarfatogara á veið-
um við mörk lögsögunnar suð-
vestur af Reykjanesi. - bþg
Líkamsárás:
Tveir s‡knir en
einn dæmdur
DÓMSMÁL Dómur féll í gær í Hér-
aðsdómi Norðurlands eystra yfir
þremur mönnum sem gert var að
sök að hafa lamið þann fjórða það
illa á Húsavík í fyrrasumar að
hann hlaut sýnilega áverka á höfði.
Þegar gögn og vitnisburðir
höfðu verið skoðaðir komst dóm-
urinn að þeirri niðurstöðu að
sennilega hefði aðeins einn mann-
ana veitt fórnarlambinu umrædda
áverka og aðkoma hinna tveggja
þótti þar að auki óljós. Þeir tveir
voru því sýknaðir af öllum ákær-
um en sá þriðji dæmdur í 30 daga
skilorðsbundið fangelsi enda ung-
ur að árum og að öðru leyti með
hreinan skjöld. - oá
Launamisrétti í Svíþjóð:
Meiri munur
en tali› var
LAUNAMUNUR Sænskar konur fá að-
eins 71 prósent af launum
sænskra karla, samkvæmt nýrri
könnun.
EIn skýringin er sögð vera sú
að mun fleiri konur en karlar
vinna hlutastörf. Slík störf eru al-
gengari í hefðbundnum kvenna-
störfum, svo sem í heilbrigðis-
kerfinu og í verslunar- og þjón-
ustustörfum. Engu að síður eru
þessar niðurstöður nokkuð áfall
fyrir sænskt samfélag. - ssal
LÖGREGLUFRÉTTIR
VEÐRIÐ Í DAG
INNBROT Á SELFOSSI Brotist var í
gærmorgun inn í veitingahúsið
Hafið bláa sem stendur við ósa Ölf-
usár. Höfðu þjófarnir fjórar vín-
flöskur og tóman peningakassa á
brott með sér. Mynd náðist af
tveimur mönnum á öryggismynda-
vélar staðarins og hefur lögreglan
á Selfossi sent myndirnar út og lýst
eftir ljósgrænni Mazda 323 bifreið
sem talin er tengjast málinu.
Ólögmæt uppsögn:
Ríki› dæmt
til grei›slu
DÓMSMÁL Íslenska ríkinu var gert
að greiða fyrrverandi starfs-
manni á sambýli fatlaðra á
Blönduósi 800 þúsund krónur
vegna ólöglegrar uppsagnar.
Hann hafði starfað á sambýl-
inu frá ágúst 1996 til október 1998
þegar honum var sagt upp.
Í dómnum kemur fram að rök
fyrir uppsögninni hafi verið ófull-
nægjandi, og því ekki lögmætt að
segja starfsmanninum upp á þess-
um tímapunkti.
Krafa stefnanda, sem fór fram
á að ríkið greiddi honum rúmlega
26 milljónir, var ekki samþykkt og
þóttu 800 þúsund krónur hæfileg-
ar bætur. - mh
JÓN KRISTJÁNSSON Vill auka öryggi í heil-
brigðiskerfinu með því að efla rafræna
skráningu.
SÆVAR ÓLI HELGASON Hér stendur Sævar við innkeyrsluna sem leikskólakennarinn lagði
framan við skömmu áður en hann rassskellti hana.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I