Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 12
KÆFANDI HITI Það er ekki aðeins hiti í frönsku stjórnmálalífi þessa dagana heldur er lofthiti einnig með mesta móti. Í gær fór hitinn í París upp í 34˚C og því köstuðu margir borgarbúar mæðinni fyrir utan Eif- fel-turninn. 12 28. maí 2005 LAUGARDAGUR Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin samþykkir ályktun: Vill draga úr ska›legri notkun áfengis HEILBRIGÐISMÁL Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin hvetur aðildar- ríki sín til að setja sér skýr mark- mið til að draga úr skaðlegri notk- un áfengis í því skyni að bæta al- mennt heilsufar þjóða sinna. Alþjóðaheil- b r i g ð i s þ i n g i ð samþykkti á ný- afstöðnum fundi sínum ályktun þess efnis að að- ildarríkin beindu sjónum sínum sérstaklega að heilsuspillandi áhrifum áfengis- neyslu á næst- unni. Ályktunin er fram komin að frumkvæði Norðurlandanna. Það kom í hlut Davíðs Á. Gunn- arssonar, fráfarandi formanns framkvæmdastjórnar stofnunar- innar, að leiða málið til lykta og skapa samstöðu milli þjóðanna á þinginu um það, en hagsmunir að- ildarþjóðanna eru afar mismun- andi. Í ályktuninni er lögð áhersla á að þjóðir heims þurfi að bregðast við aukinni áfengisneyslu, eink- um meðal ungmenna og hafa hug- fast að ofneysla áfengis er að verða einn af þeim þáttum sem spillir heilsu manna mest. Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunin metur það svo að um 4 prósent af sjúkdómsbyrði nútímans megi rekja til ofneyslu áfengis. Er hér átt við þátt áfengisneyslu í hjarta- sjúkdómum, geðsjúkdómum og sjúkdómum sem raktir eru til um- ferðarslysa svo fátt eitt sé nefnt. -jss FRAMLEIÐSLA Lýsi hefur opnað nýjar höfuðstöðvar við Fiskislóð og tvö- faldast framleiðslugeta fyrirtækis- ins í nýja húsnæðinu. Nýja verk- smiðjan er sú stærsta sinnar teg- undar í heiminum. Framleiðsluget- an er nú sex þúsund tonn á ári. „Við höfum þurft að vísa frá við- skiptum þar sem ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn þótt unnið hafi verið á vöktum allan sólar- hringinn,“ segir Katrín Pétursdótt- ir, framkvæmdastjóri Lýsis. Með tilkomu nýju verksmiðjunnar verð- ur hægt að anna eftirspurn og gott betur. Katrín reiknar með að verk- smiðjan verði nægjanlega stór fyrir framleiðsluna næstu tvö til þrjú árin en segir þó að aldrei sé hægt að fullyrða slíkt með vissu. Um 90 prósent af framleiðslu Lýsis fer á markað erlendis og eru vörur fyrirtækisins fluttar út til 30 landa. Helstu markaðir eru í Evr- ópu, Bandaríkjunum og Asíu. Katrín segir kaupendur lýsisaf- urða vera í auknum mæli erlend lyfjafyrirtæki. Þau noti lýsið sem blöndunarefni eða markaðssetja það undir eigin vörumerkjum. Framkvæmdir við húsið hófust í ársbyrjun 2004. Íslenskir aðalverk- takar og Héðinn verksmiðja önnuð- ust verkið og Landsbanki Íslands sá um fjármögnun. 65 manns starfa hjá Lýsi. Íslendingar hafa löngum vitað að Lýsi er hollt og vísindamenn hafa sýnt fram á að það er rétt. Katrín segir að nánast mánaðar- lega á síðustu árum hafi rannsókn- ir sýnt ágæti lýsis og þess vegna hafi eftirspurnin eftir því aukist verulega að undanförnu. Hún seg- ist vera dugleg að koma vörunni á framfæri og jafnvel svo mikið að fyrirtækið anni ekki eftirspurn. Skortur sé á hráefni. Katrín segir að ef fólk borði ekki tvær feitfiskmáltíðir á dag þá verði það að taka inn lýsi. „Það bara verður að fá sér lýsi, það er alveg nauðsynlegt,“ segir Katrín og vísar í rannsóknir sem sýna hollustu Omega-3 fitusýranna sem má finna í lýsi. dogg@frettabladid.is Fagfólk í frítímaþjónustu: N‡tt fagfélag stofna› FÉLAGSMÁL Nýtt Félag fagfólks í frítímaþjónustu, FFF, verður stofnað í dag. Langur aðdragandi hefur verið að stofnun félagsins en slík sam- tök eru vel þekkt erlendis. Til- gangurinn er að leggja áherslu á mikilvægi frítímaþjónustu og sér- þekkingar á málaflokknum. Stofn- fundurinn fer fram í félagsmið- stöðinni Miðbergi í Breiðholti í dag klukkan tvö. - aöe HUNDRUÐA MILLJÓNA SKAÐA- BÆTUR Fyrrverandi vinnuveit- endur Erin Weber, útvarpskonu frá Cleveland, voru í fyrradag dæmdir til að greiða henni rúm- lega 650 milljónir íslenskra króna í skaðabætur. Weber sagð- ist hafa orðið fyrir eitrun eftir að vinnufélagi hennar hellti óvart úr flösku af naglalakk- seyði í hljóðverinu sem hún náði sér aldrei af. VILDU VERJA PABBA SINN 56 ára gamall maður í bænum Tróju í Michigan-ríki var á dögunum gripinn glóðvolgur með þýfi í verslunarmiðstöð, meðal annars lakkríspoka og kvenblússu. Þeg- ar öryggisverðir leiddu hann á brott brugðust börn hans, níu og ellefu ára, ókvæða við og réðust á verðina. Nokkuð sá á þeim síð- arnefndu eftir átökin. BANDARÍKIN Ársskýrsla Amnesty: Hundru› felld í Palestínu MANNRÉTTINDI Ísraelskar her- sveitir felldu að minnsta kosti 700 Palestínumenn á síðasta ári og þar af að minnsta kosti 150 börn. Þetta kemur fram í árs- skýrslu Amnesty. Í skýrslunni segir að lunginn af þessu mannfalli hafi orðið í gálausum skotárásum og loft- árásum á íbúðabyggðir óbreyttra borgara. Þá kemur einnig fram að palestínskir uppreisnarhópar hafi orðið 109 Ísraelum að ald- urtila árið 2004, þar af 67 óbreyttum borgurum og átta börnum. Jóhanna Eyjólfsdóttir framkvæmdastjóri Amnesty á Íslandi segir tölurnar í árs- skýrslunni byggja á staðfestum fréttum frá frjálsum félagasam- tökum sem og opinberum tölum. -oá ÞÁTTTAKENDUR WORLD FRIENDS Níu manna hópur vinnur að umhverfis- verkefnum í Fjarðabyggð. Fjarðabyggð: Heimsvinir vi› störf SJÁLFBOÐASTARF Níu manna hópur frá World Friends hefur hafið störf í Fjarðabyggð. Þetta er verkefni sem stutt er af Evrópusambandinu og miðar að því að gefa ungu fólki kost á því að vinna að umhverfis- verkefnum. Þátttakendur, sem eru frá Sviss, Danmörku, Bretlandi, Ítalíu og Bandaríkjunum, vinna núna við lagfæringu á stígum í fólkvangin- um í Neskaupstað. Þessi hópur verður hér í tvær vikur, en seinna í sumar kemur svo annar hópur til starfa. - eg DAVÍÐ Á. GUNNARSSON ÁFENGI Í HILLUM Alþjóðaheilbrigðismálastofnun telur að um fjögur prósent af sjúkdóms- byrði nútímans megi rekja til ofneyslu áfengis. Opna stærstu verk- smi›ju sinnar tegundar L‡si hefur opna› n‡jar höfu›stö›var og verksmi›ju sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Fyrirtæki› hefur ekki anna› eftirspurn en sá vandi heyrir nú sögunni til. KATRÍN PÉTURSDÓTTIR FYRIR FRAMAN NÝJA HÚSNÆÐIÐ Loksins er langþráður draumur okkar að rætast, segir Katrín Pétursdóttir, fram- kvæmdastjóri Lýsis. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.