Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 12
KÆFANDI HITI Það er ekki aðeins hiti í
frönsku stjórnmálalífi þessa dagana heldur
er lofthiti einnig með mesta móti. Í gær
fór hitinn í París upp í 34˚C og því köstuðu
margir borgarbúar mæðinni fyrir utan Eif-
fel-turninn.
12 28. maí 2005 LAUGARDAGUR
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin samþykkir ályktun:
Vill draga úr ska›legri notkun áfengis
HEILBRIGÐISMÁL Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunin hvetur aðildar-
ríki sín til að setja sér skýr mark-
mið til að draga úr skaðlegri notk-
un áfengis í því skyni að bæta al-
mennt heilsufar þjóða sinna.
Alþjóðaheil-
b r i g ð i s þ i n g i ð
samþykkti á ný-
afstöðnum fundi
sínum ályktun
þess efnis að að-
ildarríkin beindu
sjónum sínum
sérstaklega að
heilsuspillandi
áhrifum áfengis-
neyslu á næst-
unni. Ályktunin er fram komin að
frumkvæði Norðurlandanna.
Það kom í hlut Davíðs Á. Gunn-
arssonar, fráfarandi formanns
framkvæmdastjórnar stofnunar-
innar, að leiða málið til lykta og
skapa samstöðu milli þjóðanna á
þinginu um það, en hagsmunir að-
ildarþjóðanna eru afar mismun-
andi.
Í ályktuninni er lögð áhersla á
að þjóðir heims þurfi að bregðast
við aukinni áfengisneyslu, eink-
um meðal ungmenna og hafa hug-
fast að ofneysla áfengis er að
verða einn af þeim þáttum sem
spillir heilsu manna mest. Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunin
metur það svo að um 4 prósent af
sjúkdómsbyrði nútímans megi
rekja til ofneyslu áfengis. Er hér
átt við þátt áfengisneyslu í hjarta-
sjúkdómum, geðsjúkdómum og
sjúkdómum sem raktir eru til um-
ferðarslysa svo fátt eitt sé nefnt.
-jss
FRAMLEIÐSLA Lýsi hefur opnað nýjar
höfuðstöðvar við Fiskislóð og tvö-
faldast framleiðslugeta fyrirtækis-
ins í nýja húsnæðinu. Nýja verk-
smiðjan er sú stærsta sinnar teg-
undar í heiminum. Framleiðsluget-
an er nú sex þúsund tonn á ári.
„Við höfum þurft að vísa frá við-
skiptum þar sem ekki hefur verið
hægt að anna eftirspurn þótt unnið
hafi verið á vöktum allan sólar-
hringinn,“ segir Katrín Pétursdótt-
ir, framkvæmdastjóri Lýsis. Með
tilkomu nýju verksmiðjunnar verð-
ur hægt að anna eftirspurn og gott
betur. Katrín reiknar með að verk-
smiðjan verði nægjanlega stór
fyrir framleiðsluna næstu tvö til
þrjú árin en segir þó að aldrei sé
hægt að fullyrða slíkt með vissu.
Um 90 prósent af framleiðslu
Lýsis fer á markað erlendis og eru
vörur fyrirtækisins fluttar út til 30
landa. Helstu markaðir eru í Evr-
ópu, Bandaríkjunum og Asíu.
Katrín segir kaupendur lýsisaf-
urða vera í auknum mæli erlend
lyfjafyrirtæki. Þau noti lýsið sem
blöndunarefni eða markaðssetja
það undir eigin vörumerkjum.
Framkvæmdir við húsið hófust í
ársbyrjun 2004. Íslenskir aðalverk-
takar og Héðinn verksmiðja önnuð-
ust verkið og Landsbanki Íslands
sá um fjármögnun. 65 manns starfa
hjá Lýsi.
Íslendingar hafa löngum vitað
að Lýsi er hollt og vísindamenn
hafa sýnt fram á að það er rétt.
Katrín segir að nánast mánaðar-
lega á síðustu árum hafi rannsókn-
ir sýnt ágæti lýsis og þess vegna
hafi eftirspurnin eftir því aukist
verulega að undanförnu. Hún seg-
ist vera dugleg að koma vörunni á
framfæri og jafnvel svo mikið að
fyrirtækið anni ekki eftirspurn.
Skortur sé á hráefni.
Katrín segir að ef fólk borði
ekki tvær feitfiskmáltíðir á dag
þá verði það að taka inn lýsi. „Það
bara verður að fá sér lýsi, það er
alveg nauðsynlegt,“ segir Katrín
og vísar í rannsóknir sem sýna
hollustu Omega-3 fitusýranna
sem má finna í lýsi.
dogg@frettabladid.is
Fagfólk í frítímaþjónustu:
N‡tt fagfélag
stofna›
FÉLAGSMÁL Nýtt Félag fagfólks í
frítímaþjónustu, FFF, verður
stofnað í dag.
Langur aðdragandi hefur verið
að stofnun félagsins en slík sam-
tök eru vel þekkt erlendis. Til-
gangurinn er að leggja áherslu á
mikilvægi frítímaþjónustu og sér-
þekkingar á málaflokknum. Stofn-
fundurinn fer fram í félagsmið-
stöðinni Miðbergi í Breiðholti í
dag klukkan tvö.
- aöe
HUNDRUÐA MILLJÓNA SKAÐA-
BÆTUR Fyrrverandi vinnuveit-
endur Erin Weber, útvarpskonu
frá Cleveland, voru í fyrradag
dæmdir til að greiða henni rúm-
lega 650 milljónir íslenskra
króna í skaðabætur. Weber sagð-
ist hafa orðið fyrir eitrun eftir
að vinnufélagi hennar hellti
óvart úr flösku af naglalakk-
seyði í hljóðverinu sem hún náði
sér aldrei af.
VILDU VERJA PABBA SINN 56 ára
gamall maður í bænum Tróju í
Michigan-ríki var á dögunum
gripinn glóðvolgur með þýfi í
verslunarmiðstöð, meðal annars
lakkríspoka og kvenblússu. Þeg-
ar öryggisverðir leiddu hann á
brott brugðust börn hans, níu og
ellefu ára, ókvæða við og réðust
á verðina. Nokkuð sá á þeim síð-
arnefndu eftir átökin.
BANDARÍKIN
Ársskýrsla Amnesty:
Hundru› felld
í Palestínu
MANNRÉTTINDI Ísraelskar her-
sveitir felldu að minnsta kosti
700 Palestínumenn á síðasta ári
og þar af að minnsta kosti 150
börn. Þetta kemur fram í árs-
skýrslu Amnesty.
Í skýrslunni segir að lunginn
af þessu mannfalli hafi orðið í
gálausum skotárásum og loft-
árásum á íbúðabyggðir óbreyttra
borgara.
Þá kemur einnig fram að
palestínskir uppreisnarhópar
hafi orðið 109 Ísraelum að ald-
urtila árið 2004, þar af 67
óbreyttum borgurum og átta
börnum. Jóhanna Eyjólfsdóttir
framkvæmdastjóri Amnesty á
Íslandi segir tölurnar í árs-
skýrslunni byggja á staðfestum
fréttum frá frjálsum félagasam-
tökum sem og opinberum tölum.
-oá
ÞÁTTTAKENDUR WORLD FRIENDS
Níu manna hópur vinnur að umhverfis-
verkefnum í Fjarðabyggð.
Fjarðabyggð:
Heimsvinir
vi› störf
SJÁLFBOÐASTARF Níu manna hópur
frá World Friends hefur hafið störf
í Fjarðabyggð. Þetta er verkefni
sem stutt er af Evrópusambandinu
og miðar að því að gefa ungu fólki
kost á því að vinna að umhverfis-
verkefnum.
Þátttakendur, sem eru frá Sviss,
Danmörku, Bretlandi, Ítalíu og
Bandaríkjunum, vinna núna við
lagfæringu á stígum í fólkvangin-
um í Neskaupstað. Þessi hópur
verður hér í tvær vikur, en seinna í
sumar kemur svo annar hópur til
starfa. - eg
DAVÍÐ Á.
GUNNARSSON
ÁFENGI Í HILLUM Alþjóðaheilbrigðismálastofnun telur að um fjögur prósent af sjúkdóms-
byrði nútímans megi rekja til ofneyslu áfengis.
Opna stærstu verk-
smi›ju sinnar tegundar
L‡si hefur opna› n‡jar höfu›stö›var og verksmi›ju sem er sú stærsta sinnar
tegundar í heiminum. Fyrirtæki› hefur ekki anna› eftirspurn en sá vandi
heyrir nú sögunni til.
KATRÍN PÉTURSDÓTTIR FYRIR FRAMAN NÝJA HÚSNÆÐIÐ Loksins er langþráður draumur okkar að rætast, segir Katrín Pétursdóttir, fram-
kvæmdastjóri Lýsis.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P