Fréttablaðið - 28.05.2005, Síða 22

Fréttablaðið - 28.05.2005, Síða 22
MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.985 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 134 Velta: 782 milljónir -0,31% MESTA LÆKKUN 22 28. maí 2005 LAUGARDAGUR Mikil aukning á vöruinnflutningi Vöruskiptajöfnuðurinn verður enn óhagstæðari. Actavis 40,50 -0,25% ... Atorka 5,96 – ... Bakkavör 34,00 +1,19% ... Burðarás 13,90 -0,36% ... FL Group 14,50 +1,05% ... Flaga 4,97 -0,60% ... Íslandsbanki 13,05 -0,76% ... KB banki 524,00 -0,57% ... Kögun 61,70 -0,16% ... Landsbankinn 16,10 +0,63% ... Marel 56,00 -0,88% ... Og fjarskipti 4,09 -0,49% ... Samherji 12,10 – ... Straumur 11,70 -0,85% ... Össur 76,50 -0,65% Þormóður Rammi 5,48% Bakkavör 1,19% FL Group 1,05% Marel -0,88% Straumur -0,85% Íslandsbanki -0,76% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is TAKMARK AÐ MAGN! HEYRNARTÓLFYLGJA! FORSALAN ER HAFIN! *Þegar leikurinn kemur þá ertu búin að tryggja þér eintak og fer greiðslan uppí sem afsláttur! 999 TRYGGÐU ÞÉR ÞÁTTTÖKURÉTT STRAX! Tryggðu þér eintak! Væ nt an legu r útgáfudagur júní FOR SÖL UEI NTA K • FOR SÖL UEI NTA K • FOR SÖL UEI NTA K • FOR SÖL UEI NTA K Fyrstu fjóra mánuði ársins var mun meira flutt inn til landsins en frá því og var vöruskiptajöfnuðurinn óhag- stæður um sextán milljarða króna, samkvæmt tölum frá Hagstofu Ís- lands. Á sama tímabili í fyrra var hallinn á vöruskiptum hins vegar 3,4 milljarðar. Í prósentum jókst hallinn tæplega fjórfalt. Vöruskiptin í apríl voru óhagstæð um 4,4 milljarða króna, sem er mikil breyting frá apr- íl árið 2004 þegar hallinn var 2,9 millj- arðar á föstu gengi. Verðmæti vöruútflutnings jókst um 1,2 milljarða króna eða tvö pró- sent miðað við sama tímabil í fyrra. Sjávarafurðir eru um 60 prósent alls útflutnings og jókst verðmæti þeirra um hálft prósentustig. Iðnaðarvörur voru um 35 prósent útflutningsins. Miklu meiri vöxtur var í verðmæti vöruinnflutnings, sem var um rúm- lega fjórðungi meiri en í fyrra, um tæpa fjórtán milljarða króna. Aukn- ingin varð mest í innflutningi fólks- bíla, fjárfestingarvöru og hrá- og rekstrarvöru. - eþa Hagnaður Samherja á fyrsta árs- fjórðungi var 676 milljónir króna sem er svipuð niðurstaða og á sama tímabili í fyrra.. Rekstrar- tekjur námu um 5,7 milljörðum en rekstrargjöld um fimm milljörð- um. Rekstrartekjur voru hærri en bæði Íslandsbanki og KB banki spáðu fyrir um. Eigið fé Samherja var tólf milljarðar króna en heild- areignir um 29 milljarðar. Samherji verður tekinn af hlutabréfamarkaði í júlí, enda eru stærstu eigendur félagsins búni að gera með sér samkomulag um að yfirtaka það og hafa gert öðr- um hluthöfum tilboð. - eþa Samherji hagnast SPÁR OG AFKOMA SAMHERJA Hagnaður 676 Spá Íslandsbanka 438 Spá KB banka 675 Meðaltalsspá 557 ÞORSTEINN VILHELMSSON, SKIP SAMHERJA Samherji hagnaðist um 676 milljónir á fyrsta ársfjórðungi. Félagið er á leiðinni úr Kauphöllinni. MEIRA FLUTT INN EN ÚT Vöruinnflutningur jókst um fimmtung á fyrstu fjórum mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Vöruútflutningur jókst aðeins um tvö prósent og eykst því vöruskiptahallinn um 370 prósent á milli ára. VÖRUSKIPTIN VIÐ ÚTLÖND JANÚAR- APRÍL ‘04 OG ‘05 Í MILLJÓNUM KR. 2004 2005 Útflutningur 62.538 63.767 Innflutningur 65.929 79.772 Vöruskiptajöfnuður -3.391 -16.005 Heimild: Hagstofa Íslands FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Vefrit fjármála- ráðuneytisins greinir frá því að hagvaxtar- horfur hér á landi séu miklu betri en í ná- grannalöndunum um þessar mundir. Gó› sta›a á Íslandi Hagvöxtur er miklu meiri á Ís- landi en hinum Norðurlöndunum um þessar mundir. Atvinnuleysi hér er líka miklum mun minna en verðbólgan er hærri hér á landi. Í Vefriti fjármálaráðuneytisins í vikunni er gerður samanburður á helstu hagstærðum á Norður- löndunum árin 2004 til 2006. Að meðaltali verður hagvöxtur á Ís- landi 5,6 prósent. Í Finnlandi verður hagvöxturinn 3,2 prósent, 3,1 prósent í Svíþjóð, 2,8 prósent í Noregi og 2,3 prósent í Dan- mörku. Atvinnuleysi á Norðurlöndum er lítið í evrópskum samanburði en þó langmest í Finnlandi, 8,4 prósent í ár, en minnst á Íslandi, 2,4 prósent. Verðbólga verður að meðaltali 3,6 prósent á Íslandi á umræddu tímabili samkvæmt spám. En minnsta verðbólga á Norðurlönd- um er í Finnlandi. 1,2 prósent í ár og 1,4 prósent á næsta ári. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.