Fréttablaðið - 28.05.2005, Síða 31
3LAUGARDAGUR 28. maí 2005
Fjármögnun í takt við þínar þarfir
Suðurlandsbraut 22
108 Reykjavík
Sími 540 1500 Fax 540 1505
www.lysing.is
Það eina sem er erfitt við
að kaupa nýjan bíl . . .
H
in
ri
k
P
é
tu
rs
s
o
n
l
w
w
w
.m
m
e
d
ia
.i
s
/h
ip
. . . er að þurfa að leyfa
krökkunum að keyra hann
Almenn smurþjónusta
Hjólbarðaþjónusta
Sjálfskiptingaþjónusta
Rafgeymaþjónusta
Ísetning bremsuklossa
Dempara – ísetningar o.fl.
Vegmúli 4 • Sími 553 0440
Áfram veginn
Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar
Ferðumst rólega í sumar
Sumarið er yndislegur tími. Náttúran lifnar við í skamma stund og
landsmenn flykkjast út á þjóðvegi í löngum halarófum til að njóta út-
sýnisins og landsins okkar. Munum bara að hafa nægilegt bil í næsta
bíl svo við sjáum eitthvað fleira en stuðarann á honum. Það er góð
regla að geta sagt „þúsund og einn, þúsund og tveir, þúsund og þrír“
á þeim tíma sem maður er að ferðast vegalengdina á milli bílanna.
Prófaði þetta um daginn í bíl sem ég var farþegi í. „Þús... nú? Jæja!“
Slíkt fólk er stundum sagt að sé stuðarahneigt – og er líklegra en ann-
að fólk til að keyra aftan á. Svona erum við nú misjöfn, ha?
Íslendingar eiga splunkunýjan bílaflota. Það er að segja flestir
nema ég, auðvitað. Og næstum því allir eiga tjaldvagn eða fellihýsi.
Tja, nema ég.
Og af því að allir aðrir eru á nýjum og kraftmiklum bílum með
ABS-bremsum, líknarbelgjum og stærðarinnar einbýlishúsaeftirlík-
ingar í eftirdragi er ég búinn að ákveða að telja upp í að minnsta kosti
„þúsund og fimm“ þegar ég ferðast á þjóðvegunum í sumar. Bara til
að vera viss.
Og sem ég keyri landshornanna á milli á gamla bílnum mínum með
litla tjaldið mitt í skottinu ætla ég heldur ekkert að vera að flýta mér.
Stilla hraðanum í hóf og vera ekkert að keppast við að taka framúr
öllum. Bara til að vera viss.
Og á malarvegum er ég búinn að ákveða að fara enn hægar til að
vera örugglega með veggrip, slá af þegar ég mæti öðrum bílum og
víkja vel. Bara til að vera viss.
Og eins og alltaf verða allir í bílnum með beltin spennt. Annað
kemur ekki til greina. Bara til að vera viss.
Ég er nefnilega handviss um að ef ég geri þetta minnka líkurnar á
því að ég lendi í umferðaróhappi til muna. Ég vil miklu frekar vera
lengi á leiðinni, fastur á eftir öðrum bíl og þurfa að gista aukanótt ein-
hvers staðar heldur en að enda ævina á malbikinu eða úti í skurði.
Þú mátt alveg ákveða þetta líka. Bara til að vera viss.
KIA Sorento.
Opnunar-
sýning KIA
KIA umboðið opnaði nýjan
sýningarsal í síðustu viku og
býður gesti velkomna í dag.
Opnunarsýning verður haldin hjá
KIA-umboðinu í dag, laugardag, í
sýningarsalnum á Laugavegi 172
en umboðið opnaði salinn í síð-
ustu viku.
Á sýningunni verður boðið upp
á reynsluakstur, kaffi og kleinur
en meðal nýjustu bíla frá KIA eru
Sportage, Picanto og Sorento en
hann hlaut hæstu einkunn á dög-
unum í 4x4 flokki bifreiða í hinni
árlegu JD Power-áreiðanleika-
könnun.
Hekla keypti rekstu KIA-um-
boðsins fyrr á þessu ári og ætlar
umboðið að auka markaðshlut-
deild sína og sölu verulega á
þessu ári. ■
Sjö manna fjölnotabíll frá ind-
verska bílaframleiðandanum Tata
er væntanlegur á Evrópumarkað
eftir um það bil þrjú ár. Þetta
kemur fram á heimasíðu FÍB,
fib.is, en Tata er stærsti bílafram-
leiðandi í Indlandi.
Bíllinn var sýndur á bílasýn-
ingunni í Genf í vetur og fer senn
í framleiðslu.
Bíllinn, sem heitir Xover, er
hannaður í ítalska hönnunarfyrir-
tækinu I.D.E.A Institute í Torino.
Bíllinn er með sítengdu aldrifi og
4,85 metrar á lengd sem er svipað
og Chrysler Voyager. Bíllinn
verður líka framleiddur með
dísilvél og ætti það að auka gengi
hans í Evrópu. ■
Bíllinn er álíka langur og Chrysler Voyager.
Indverskir bílar til Evrópu
Stærsti bílaframleiðandi Indlands, Tata, mun selja
indverska bíla í Evrópu eftir þrjú ár.
M
YN
D
/G
ET
TY