Fréttablaðið - 28.05.2005, Side 46

Fréttablaðið - 28.05.2005, Side 46
28. maí 2005 LAUGARDAGUR 0 20 40 60 80 100 -stærsti fjölmiðillinn ,,Gull, silfur og brons” -stærstu fjölmiðlar landsins. 81% 91% 89% Íslendingar 12-80 ára Fréttablaðið er stærsti fjölmiðill landsins. Yfir 90% landsmanna lesa blaðið yfir vikuna. Þetta er í annað sinn á hálfu ári sem Fréttablaðið tekur þetta sæti af Ríkissjónvarpinu. Stöð 2 er í þriðja sæti og helsti keppinautur Fréttablaðsins á dagblaðamarkaði , Morgunblaðið, er nokkuð á eftir í 5. sæti *Uppsöfnuð dekkun vikunnar * STÖ Ð 2 R EY K JA V ÍK P R A G R Ó M M A D R ÍD LEVI’S 501 1 6 .9 9 0 * 1 0 .6 3 0 8 .9 1 0 7. 2 9 0 R EY K JA V ÍK V ÍN P A R ÍS LO N D O N APPLE IPOD 20 GB 3 9 .9 0 0 2 5 .0 0 0 2 6 .7 0 0 2 5 .6 0 0 R EY K JA V ÍK S TO K K H Ó LM U R D U B LI N D Ü S S E L D O R F 8 .0 0 0 3 .9 7 0 1 .6 2 0 1 .2 2 0 FRÁ FLUGVELLI Í MIÐBÆ R EY K JA V ÍK M A D R ÍD P A R ÍS E N S C H E D E 4 .9 0 0 4 .0 9 0 3 .9 7 0 4 .2 1 0 CHANEL NO 5 ILMVATN * h æ st a v e rð V erðlag í verslunum íReykjavík á hinum marg-víslegustu vörum stenst illa samanburð við aðrar borgir í Evrópu samkvæmt lauslegri út- tekt Fréttablaðsins en til saman- burðar var nýleg verðkönnun evrópsku neytendasamtakanna, European Consumer Center, sem gerð var í tíu borgum álfunnar í apríl síðastliðnum. Í ljós kemur að í tíu tilvikum af sextán reyndust þær vörur sem verð var kannað á dýrastar í Reykjavík. Þar að auki var höfuð- borg Íslands ofarlega í hinum sex flokkunum sem eftir stóðu. Að- eins verð á Gucci-rakspíra hér á landi reyndust nokkuð samkeppn- ishæf við aðrar borgir Evrópu en voru þó rúmlega 30 prósent hærri en þar sem varan fékkst ódýrust. Madrid ódýrust Höfuðborg Spánar, Madrid, reynd- ist að meðaltali ódýrust þeirra borga sem könnunin tók til en þar með er ekki sagt að allt sé ódýrara þar. Geisladiskar voru að jafnaði ódýrastir í Enschede í Hollandi eða á innan við 1.200 krónur. Sama upphæð kemur ferðamönnum frá flugvellinum í Düsseldorf niður í miðbæ borgarinnar með leigubíl. Standi hugur til þess að heim- sækja Madríd þarf aðeins að punga út 80 krónum fyrir 25 mín- útna strætóferð niður á miðbæjar- svæðið sem er í miklu ósamræmi við þær 1.150 krónur sem greiða þarf fyrir 40 mínútna rútuferð frá Leifsstöð til Reykjavíkur. Vörur frá Zöru voru ódýrastar í Madríd og voru að meðaltali þús- und krónum ódýrari en í öðrum borgum. Það helgast að einhverju leyti af því að þar eru höfuðstöðv- ar fyrirtækisins og þar opnaði fyrsta verslun fyrirtækisins. Við- skiptahugmynd þess fyrirtækis er að bjóða sömu vörur alls staðar á sama verði og er það staðreynd- in í París, Düsseldorf, Dublin, Róm og Vín en London og Reykja- vík eru aðeins dýrari. Reykjavík í sérflokki Reykjavík er í sérflokki hvað varðar verðlagningu á iPod frá Apple og Levi’s gallabuxum. Mun- aði tæpum sextán þúsund krónum á 20 GB iPod tæki hér á landi og í Madríd þar sem það reyndist ódýrast. Vert er einnig að minnast þess að iPod er almennt enn ódýr- ari en þetta í Bandaríkjunum. Hafa forsvarsmenn Apple á Ís- landi gagnrýnt stjórnvöld fyrir skattlagningu á slíkum tækjum, sem er úr öllum takti við það sem gerist annars staðar. Útskýrir það að einhverju leyti hátt verð spilar- ans hér á Íslandi. Levi’s-gallabuxur eru einnig dýrar hérlendis. Skiptir munurinn þúsundum króna í flestum tilfell- um. Aðeins í London og Stokk- hólmi er verðlagning eitthvað í líkingu við það sem hér gerist en engu að síður er munurinn mikill. Reykjavík hefur líka forystu hvað varðar verð á tímaritum. Kosta ensku útgáfurnar af Vogue og Cosmo rúmlega helmingi meira hér en í Bretlandi en hafa ber í huga að nýlega hóf Office1 verðsamkeppni á tímaritamarkaði hérlendis. Það fyrirtæki er ekki með í könnun Fréttablaðsins þar sem um undantekningu er að ræða en ekki almenn verð á mark- aðnum. Í samræmi við aðrar kannanir Stutt er síðan hagstofa Evrópu- sambandsins kynnti ítarlegar niðurstöður sínar á rannsóknum á verðum á fatnaði og skóm árið 2003. Tók sú rannsókn til 25 ríkja ESB auk þriggja væntanlegra aðildarríkja og EFTA-ríkjanna þriggja. Þó hartnær tvö ár séu liðin síðan sú könnun fór fram eru niðurstöður þeirrar könnunar keimlíkar þessari nýju að því leyti að verðmismunur á Íslandi og aðildarríkjum ESB er á bilinu 30 til 50 prósent yfir línuna. Svipaðar niðurstöður hafa fengist þegar borin hafa verið saman verð á matvælum hér á landi og erlendis. Skattlagning og önnur gjald- taka íslenskra yfirvalda er með því hæsta sem gerist, ef ekki sú hæsta, og fullyrða má að það út- skýri að stórum hluta þennan ævarandi verðmun sem virðist vera á vörum seldum hérlendis og annars staðar. Önnur rök sem oft heyrast varða þann launa- og kjaramun sem er milli landa og eiga að út- skýra hærri gjaldtöku og álagn- ingu hérlendis. Það má til sanns vegar færa að sé miðað við Rúm- eníu, Tékkland, Ítalíu eða Spán eru laun almennt talsvert hærri hérlendis en það sama á ekki við um Frakkland, Bretland, Írland, eða Stokkhólm. Almenn launakjör og kaupmáttur launafólks í þess- um löndum er ekki mikið lakari en hér gerist. Tekið skal tillit til að ekki var um ítarlega verðkönnun að ræða hérlendis heldur eingöngu athug- að verð á viðkomandi vöru í vin- sælum verslunum. Um var að ræða Hagkaup, Skífuna, Hygea, Eymundsson, Mál og menningu, Flybus, Bifreiðastöð Keflavíkur, Apple á Íslandi, Levi’s búðina og Zöru. Allar upphæðir eru reiknað- ar úr evrum á gengi um hádegis- bil miðvikudaginn 25. maí. Nokk- ur verð voru námunduð þegar um var að ræða krónur og aura en hvergi munar meira en fimm krónum til eða frá. Ekki er tekið tillit til allra þátta eins og til að mynda fjarlægða frá flugvöllum að miðbæjum viðkomandi borga. Sú vegalengd hefur eðlilega áhrif á alla gjaldtöku. Könnun ECC fór fram í lok apríl 2005. albert@frettabladid.is Reykjavík er áberandi d‡rust í tíu algengum vöru- flokkum af sextán samanbori› vi› ver›lag í tíu ö›rum borgum Evrópu. Ver›mismunur um og yfir 30 prósent er algengur. Höfu›borgin stenst illa samanbur›

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.