Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.05.2005, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 28.05.2005, Qupperneq 47
LAUGARDAGUR 28. maí 2005 31 Margir þættir skipta máli Ýmis atriði gera það að verkum að alþjóð- legur verðsamanburður er erfiður og ekki áreiðanlegur að öllu leyti. Jón Þór Sturlu- son, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar við Viðskiptaháskólann að Bifröst, hefur tekið saman þau sex megin- atriði sem máli skipta og hafa ber í huga. VÖRUKARFAN Hvaða vörumerki eru í þeim körfum sem samanburður er gerður á? Miklu máli skiptir hvaða vörur eru valdar til saman- burðar og hversu mikið er af hverri vöru fyrir sig. Neyslumynstur er mismunandi milli landa, sem gerir verðsamanburð flókinn og vandasaman. Neyslusiðir hverr- ar þjóðar skipta einnig máli. Þar ber sem dæmi að líta til þess að leigubílar í London eru að jafnaði ekki í sama gæða- flokki og hér á Íslandi þó undantekningar séu auðvitað á því. RAUNVERÐ Hvað er raunverð hverrar vöru fyrir sig? Algengt er erlendis að veittir séu ýmiss konar afslættir sem þekkjast ekki hérlend- is í jafn ríkum mæli. Þar er meðal annars um að ræða afsláttar- og tryggðarkort af ýmsu tagi. Þau eru til hér á landi og eru að ryðja sér meira til rúms á ári hverju en enn sem komið er eru það aðeins stærri fyrirtæki sem bjóða slíkt. STAÐSETNING Hvar fara kaupin fram? Miklu getur munað á verði vöru innan hvers markaðssvæðis fyrir sig. Það á líka við um borgir og gott dæmi um þetta eru nýlegar auglýsingar Office1 um umtalsverðan afslátt af tímarit- um í verslun sinni. Lágvöruverslanir eru annað gott dæmi og sýnir hversu miklu getur munað á verðum þegar þjónusta er skert miðað við hefðbundnar verslanir. Í könnun ECC er tekið dæmi um verð á leigubíl frá flugvelli í miðbæ hverrar borg- ar fyrir sig. Það skekkir samanburðinn að bílstjórar í Búdapest eru fráleitt á sömu launum og kollegar þeirra hérlendis. FLUTNINGSKOSTNAÐUR Þar sem mikið af vörum sem hingað ber- ast kemur ekki hingað beint heldur í gegnum Evrópu má ljóst vera að flutn- ingskostnaður hingað til lands er meiri en gengur og gerist innan Evrópu. Að auki er flutningskostnaður breytilegur milli lands- svæða og líklegt að margar vörur séu enn dýrari þegar úr borgunum er komið. SKATTAR OG GJÖLD Opinber gjöld og skattar á vörur eru mis- munandi landa á milli. Neysluskattar hér á Íslandi er hæstir af öllum þjóðum Efna- hags- og framfarastofnunar Evrópu. Með einföldun má segja að hið opinbera hér- lendis leggi tæplega 40 prósent hærri álögur á neysluvörur en gert er að jafnaði innan Evrópusambandsins. Álögur þessar fara að hluta eða öllu leyti út í verðlagið og neytendur borga brúsann. GENGIÐ Gengi gjaldmiðla er eðli málsins sam- kvæmt breytilegt frá degi til dags. Rann- sóknir benda til að verð á innfluttum vör- um aðlagist gengisbreytingum með all- nokkurri töf og þá gjarnan aðeins að hluta til. Af þessum sökum skiptir tíma- setning verðkannanna talsverðu máli. Tegund Vara Stærð Vín Prag París Düsseldorf Búdapest Dublin Róm Madríd Stokkhólmur Enschede London Reykjavík Fatnaður (konur) Zara gallabuxur með grænum borða Allar 4045 4.000 4.045 4.045 3.940 4.045 4.045 2.920 4.306 4.300 4.795 Zara regnfrakki Allar 5590 5.330 5.590 5.590 5.470 5.590 5.590 4.041 5.830 6.020 5.995 Levi’s 501 Allar 6470 6.100 4.780 5.100 6.400 7.130 5.830 7.120 6.470 6.070 9.990 –10.630 – 6.150 – 8.910 – 7.290 – 11.660 – 7.690 – 12.270 – 16.990 Snyrtivörur (karlar) Gucci Envy rakspíri 35 ml 2.510 2.640 3.210 2.350 2.600 3.320 3.490 3.000 3.160 3.119 Gucci Envy rakspíri 100 ml 3.730 3.710 4.820 5.030 3.000 3.899 Hugo Eau de Toilette úði 150 ml 3.480 5.190 3.950 4.450 4.750 3.720 3.590 4.340 4.170 4.450 5.170 4.030 Snyrtivörur (konur) Chanel No 5 ilmvatn 35 ml 4.290 4.580 3.970 4.050 4.550 4.090 4.690 4.210 4.900 Chanel No 5 ilmvatn 50 ml 5.920 6.410 4.480 5.660 6.430 5.670 4.450 5.660 6.460 4.180 5.940 6.880 Lancome Miracle ilmvatn 50 ml 4.930 5.460 3.800 4.770 5.400 4.290 4.340 4.930 5.300 4.940 5.090 5.240 TÓNLIST U2 How to Dismantle ..... CD 1.850 1.330 2.080 1.460 1.620 1.850 1.290 1.780 1.130 1.220 1.999 Britney Spears Greatest Hits CD 1.820 1.620 1.930 1.380 1.380 1.670 1.540 1.790 1.130 1.220 1.999 Apple iPod 20 gb 25.000 29.000 26.700 24.220 29.890 27.500 24.200 26.900 25.000 25.600 39.900 TÍMARIT Vogue (breska) 867 799 486 903 616 475 567 595 745 559 417 1.090 Cosmopolitan (breska) 587 746 526 562 681 412 607 439 404 362 1.010 FÓLKSFLUTNINGAR Rúta 486 240 970 162 720 405 730 80 800 490 1.150 (stök ferð frá Leigubíll 2.350 1.864 2.026 1.220 1.620 3.240 1.784 3.970 5.620 8.000 alþjóðaflugvelli í miðbæinn)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.