Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 61
LAUGARDAGUR 28. maí 2005 45  Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar verður með dansleik í Klúbbnum við Gullinbrú.  Rúnar Þór og hljómsveit leika á Ránni í Keflavík.  Vegagerðin, dúett þeirra Sváfnis Sigurðarsonar og Haraldar Vignis Sveinbjörnssonar, syngur og leikur í Café Aroma í Hafnarfirði.  Hljómsveitir Tilþrif skemmtir í félags- heimilinu Kirkjuhvoli á Klaustri þar sem Íslandsmeistaramótið í Enduru stendur yfir. Unglingahljómsveitin The Lost Toad tekur einnig lagið. ■ ■ ÚTIVIST  14.00 Í tilefni 120 ára afmælis Garðyrkjufélags Íslands býður Grasa- garður Reykjavíkur upp á fræðslu- göngu kl. 14 og aftur kl. 15. Garð- yrkjufræðingarnir Auður Jónsdóttir og Ingunn J. Óskarsdóttir leiða gönguna og vekja athygli á völdum trjám og runnum. ■ ■ SAMKOMUR  14.00 Listaháskóli Íslands braut- skráir nemendur frá skólanum á há- tíðarsamkomu sem haldin verður á stóra sviði Borgarleikhúsins. Auk ávarpa verður sýn myndbandið Viol- in Power með Steinu Vasulka, Sif Tulinius fiðluleikari leikur Adagio úr einleikssónötu eftir Johann Sebastian Bach í g-moll og slagverkshópurinn Parabóla slær bumbur. ■ ■ FÉLAGSLÍF  14.00 Stofnfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu verður haldinn í félagsmiðstöðinni Miðbergi, Gerðu- bergi 1. ■ ■ LISTAHÁTÍÐ  15.00 Kvartettinn Pacifica leikur á Listahátíðartónleikum í Íslensku óp- erunni. Kvartettinn skipa Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikari, Masumi Per Rostad á víólu, Simin Ganatra á fiðl og Brandon Vamos á selló.  20.00 Barði Jóhannsson úr Bang Gang og franska söngkonan Keren Ann koma fram á Listahátíðartón- leikunum í Íslensku óperunni, þar sem þau flytja tónlist sína með ís- lenskum kór og hörpuleikara.  21.00 Portúgalska fado-söngkonan Mariza syngur á Broadway ásamt fjölmennri hljómsveit. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Hann er hér á listahátíð í boði og að frumkvæði hertogaynjunnar Francescu af Habsburg og upp- haflega í alls engu samráði við forsvarsmenn listahátíðar. Verk hans hér er upphaf að nýju verki sem verður sett upp og fram- kvæmt víðar, alla vega í Namibíu, Vínarborg, Los Angeles og New York. Útgáfan sem er hér til sýnis í húsakynnum Klinks og Banks í Brautarholtinu heitir „Hús þrá- hyggjunnar“ en átti fyrst að heita „Rústum Þingvöll“ því þar varð fæðing stjórnkerfisins sem lista- maðurinn vill stanga. Nafninu var hins vegar breytt á síðustu stundu. Verkið er samsetningur af leikhúsi og myndlist og er nánast presenterað sem innkoma þessa þekkta leikhúss- og kvikmynda- gerðarmanns inn á svið myndlist- ar og boðun um mikið áframhald. Þess háttar sambræðsla er auðvit- að ekki ný af nálinni en svo ein- kennilegt sem það má vera hafa myndlistarmenn verið meira fyr- ir það að vinna með tengingar for- manna heldur en listafólk í öðrum greinum. Sýningin er staðsett í kjallar- anum í myrkvuðu rými. Vind- hljóð, yfirlýsingar og hróp úr gjallarhornum hvína allstaðar. Áhorfandinn þarf að fara í gegn- um göng inn úr einu herbergi í annað og enda sjálfir á hringsvið- inu. Á leiðinni og á hringsviðinu eru sýndar kvikmyndir sem tekn- ar voru sérstaklega hér á landi þar sem ýmislegt sérkennilegt ber fyrir augu svo sem strútur frá Afríku spígsporandi um íslensk hverasvæði. Verkið gefur til kynna xenófóbíu, útlendinga- hræðslu. Listamaðurinn stillir Decode og Kára Stefánssyni upp við thailenska menningu og mat- sölustaði á Íslandi og segir „Ev- erybody's island is a Thailand“. Forsetinn er gerður að trúði og forsetafrúin að dvergi. Hann „vanhelgar“ Þingvelli með svið- settri eftirlíkingu af afhendingu Eyrarrósarinnar á Bessastöðum og afhendir íslenskum listamönn- um „Gullharðfiskinn“. Íslensku guðirnir Loki og Óðinn eru tengd- ir við raunveruleika dagsins í dag á hringsviðinu og fleira í þessum dúr. Flest virkar svo yfirborðslega að þetta verður í raun að aumum fimmaurabröndurum. Listamað- urinn lét hafa eftir sér að honum líkaði ekki við myndlistarmenn sem kæmu inn í annað menning- arsamfélag með yfirborðslegar klisjur og yfirlýsingar en er í raun að enda svoleiðis sjálfur. Sem myndlistarmaður er hann með til- vísanir í „nýja“ þýska myndlistar- arfleið. Krukkuverkin er nálgun á Beuys/Roth akademíunni. Þar af- helgar hann tvo stórmeistara. Krítartafla Beuys er á hringsvið- inu. Gallinn er að þetta virkar allt eins og hvert annað props eða leikmunir. Allt sem átti að verða myndlist endar sem enn eitt leik- húsverkið. Honum tekst allavega ekki að helga munina – í þeim er engin dýnamík. Það tókst hins vegar Beuys og Dieter Roth með miklum bravúr. Verkið er líka í heild ofhlaðið vegna þess að inn- takið er rýrt. Það sem er hins veg- ar gott við það er að honum tekst að skapa trúverðugt andrúmsloft – hann skilar sensasjóninni vel. Þetta er sterk upplifun, sterk leið- sögn að animatograph hringsvið- inu og áhorfandinn fær á tilfinn- inguna að sterk orka sé í gangi. Það er verk leikhúsmannsins og þar er hann á heimavelli. ■ Hús flráhyggjunnar „Systir mín spilaði á fiðlu þegar ég var lítill drengur en þá hafði ég eng- an áhuga á hljóðfærinu. Seinna fór mamma með mig fimm ára á tón- leika barna sem spiluðu á strengja- hljóðfæri og ég varð svo afbrýði- samur að ég varð að læra sjálfur,“ svarar fiðluleikarinn Sigurbjörn Bernharðsson, spurður að því hví fiðlan varð fyrir valinu, enda stund- um álitin stelpuhljóðfæri. „Á viðkvæmum unglingsárum vissu allir að ég lék á fiðlu án þess ég auglýsti það sjálfur. Mér fannst sem allir horfðu á mig með fiðluna í strætó en fyrst ég var í fótbolta líka brá ég á það ráð að setja fiðluna í fótboltatöskuna,“ segir Sigurbjörn hlæjandi og bætir við að líf tónlist- armannsins sé kannski ekki það besta í heimi, en örugglega það eina sem hann geti hugsað sér. Sigurbjörn er eini Íslendingur- inn í Pacifica, sem er talinn einn allra fremsti kvartett Bandaríkj- anna og hefur hvarvetna vakið feiknalega athygli. Auk Sigur- björns eru í Pacifica: Masumi Per Rostad á lágfiðlu, Simin Ganatra á fiðlu og Brandon Vamos á selló. Kvartettinn heldur þrenna tónleika á Listahátíð. „Við Simin vorum saman í tón- listarháskóla, lærðum hjá foreldr- um Brandons og höfum því allir verið góðir vinir frá því við vorum táningar. Masumi kynntist ég síðar á tónlistarhátíð og nú er hafið tí- unda árið sem Pacifica starfar sam- an,“ segir Sigurbjörn, en Pacifica er aðalstarfi fjórmenninganna sem all- ir stunda kennslu á milli tónleika- halds, en þeir eru allt að 80 á ári í Evrópu, Ameríku og Asíu. „Ég hef verið í Bandaríkjunum síðan 1992 að ég lauk einleikara- prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Mér líður mjög vel úti, en er alltaf með hugann hér heima. Eftir því sem ég bý lengur fjarri heimahögunum finnst mér mikil- vægara að lesa íslenskar bækur og fylgjast með íslenskum fréttum. Heimþráin er því lífseig, þótt ég hafi alltaf stjórn á henni,“ segir Sig- urbjörn einlægur. „Mörg tónskáld sömdu strengja- kvartett, þegar þau vildu virkilega tjá sig á sem innhverfastan og ein- lægastan máta. Síðustu verk Beet- hovens voru öll strengjakvartettar og sama má segja um flest síðustu verk Mozarts, Brahms og Bartóks. Tónskáldum nútímans þykir jafn áhugavert að gera tilraunir með strengjakvartetta og því erum við jafnan í sambandi við bestu tón- skáldin, sem er þroskandi.“ Sigurbjörn segir lífið með Pacifica snúast fyrst og fremst um tónlist, þótt því fylgi líka glamúr og ferðalög. „En þetta er ekkert rokkstjörnu- líf. Ferðalögin eru spennandi og eins að spila með ótrúlegum tónlist- armönnum. Ég var spenntur að koma með vini mína til Íslands, því þau hafa heyrt mig tala svo mikið um landið, og eru hæstánægð,“ seg- ir Sigurbjörn að lokum, hamingju- samur að vera heima. ■ ÁTÖK VIÐ STRÚTINN Myndlistarsýning þýska leikstjórans Christophs Schlingensief er í Klink og Bank. MYNDLIST GUÐMUNDUR ODDUR MAGNÚSSON Klink og Bank Christoph Schlingensief Animatograph Niðurstaða: „Allt sem átti að verða myndlist endar sem enn eitt leikhús- verkið.“ Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikari: Leikur með Pacifica-kvartettnum á Listahátíð Faldi fi›luna í fótboltatöskunni SIGURBJÖRN OG PACIFICA-KVARTETTINN Á ÆFINGU „Mér líður mjög vel úti, en er alltaf með hugann hér heima. Heimþráin er því lífseig þótt ég hafi alltaf stjórn á henni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.