Fréttablaðið - 28.05.2005, Síða 70

Fréttablaðið - 28.05.2005, Síða 70
54 28. maí 2005 LAUGARDAGUR Lárétt: 1 nabbi, 5 fugl, 6 núll og fimmtíu, 7 íþróttafélag, 8 gerast, 9 hávaði, 10 verk- færi, 12 fimmtíu og tveir, 13 kassi, 15 tveir eins, 16 skelin, 18 liggja í hnipri. Lóðrétt: 1 rægir, 2 gruna, 3 tónn, 4 ìskrifî, 6 þungu álögurnar, 8 herbergi, 11 land, 14 sagði upp, 17 á stundinni. Lausn: Lárétt: 1bóla,5ara,6ol,7ka,8ske,9 hark,10al,12lii,13lár, 15ðð,16aðan, 18kúra. Lóðrétt: 1baktalar, 2óra,3la,4blek- iðja,6okrið,8sal,11láð,14rak,17nú. 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 Valdís Gunnarsdóttir Sunnudagsmorgna 9-12 Valdís snýr aftur Hin portúgalska söngkona Mariza hélt tónleika hér á landi í gær og mun halda aðra í kvöld á Broad- way. Hún gaf sér tíma fyrr í vik- unni til að skella sér í miðbæ Reykjavíkur og kíkti meðal ann- ars í verslunina Spaksmannsspjar- ir sem selur íslenska tískuhönnun. „Mariza var rosalega hrifin af mörgu og keypti tvo kjóla, eitt pils, korselett og ermar. Hún verð- ur líklega í þessum dressum á tón- leikunum hérna um helgina. Fötin okkar virtust smellpassa svona við hennar stíl og hún var yfir sig ánægð með kaupin,“ segir Þórdís Ósk Sandholt afgreiðsludama í búðinni. Aðspurð segir Þórdís að útlend- ingar séu yfirleitt mjög hrifnir af fötunum í Spaksmannsspjörum og fleiri stórstjörnur hafi verslað hjá þeim. „Pink kom hérna í fyrra- sumar og keypti sér talsvert af fötum og svo hafa þær Teri Hatcher, Drew Barrymore og Uma Thurman einnig verslað hjá okkur en Uma og Drew pöntuðu þó af netinu,“ segir Þórdís og er ánægð með að Mariza hafi hrifist svo af hönnun þeirra í Spaks- mannsspjörum. „Ég lét hana fá lista yfir allar helstu hönnunarbúðirnar í Reykjavík og hún varð alveg heill- uð af íslenskri hönnun,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir kynning- arstjóri listahátíðar. „Hún sagðist hafa fundið það strax á loftinu að það væri eitthvað hér sem henni myndi líka vel. Hún sagði við mig að þetta væri ekki „Iceland“ held- ur „Beautyland“ og hreifst af birt- unni og litunum í umhverfinu. Hún er rosalega klár og auðmjúk manneskja, ekta stórstjarna,“ seg- ir Guðrún en uppselt var á tón- leika Marizu í gær og örfáir miðar eftir á tónleikana hennar í kvöld. Mariza fer svo frá Íslandi til Stokkhólms, þaðan til Króatíu og þann 5. júní kemur hún fram í Róm og er þar aðalnúmerið á minningarhátíð um Jóhannes Pál II páfa. hilda@frettabladid.is Ekki Ísland heldur Frí›leiksland MARIZA Þessi stórglæsilega söngkona dvelur hérlendis vegna Listahátíðar og hefur svo sannarlega fallið fyrir Íslandi sem og ís- lenskri hönnun. Hún gerði stórinnkaup í Spaksmannsspjörum og sagði að landið ætti að heita „Beautyland“ en ekki „Iceland“. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Hann hljóðar upp á þriggja ára fangelsi. FH-ingar, eitt mark. Múlin Rús. Fjögurra ára samningur milli Dis- ney-samsteypunnar og Latabæjar um sýningarrétt á Latabæjarþátt- unum í Frakklandi, á Ítalíu og Spáni var undirritaður í gær. Ver- ið er að talsetja þættina fyrir hvert land en sýningar munu hefj- ast í júní á Spáni og með haustinu í hinum löndunum tveimur. Að- stoðarforstjóri Latabæjar, Ágúst F. Ingason, segir að samningurinn sé mjög góður fyrir fyrirtækið, en virði samningsins er ekki gefið upp. Samkvæmt Olivier Bré- mond sem hefur umgöngu um sölu sýningarréttarins og tal- setningu þáttanna á megin- landi Evrópu og í Miðaust- urlöndum endurspeglar samningurinn við Disney sérstaka stöðu Latabæjar. „Þetta er algjörlega ein- stakt á markaðnum fyrir barnaefni. Við megum ekki tala um verðið en þetta er há tala, hærri en vanalega á barna- efni fyrir þennan aldurshóp,“ segir Brémond. Samkeppnisaðil- arnir Nickelodeon og Disney hafa bitist um sýningarréttinn sem er til merkis um vinsældir þátt- anna. „Það eru mjög stór fyrirtæki að berjast um Latabæ, það er mjög gott fyrir merkið,“ segir Brémond. Sérstaða Latabæjar felst í því að þátturinn sameinar fræðslu og hátt skemmt- anagildi á sjaldgæfan hátt, að sögn Brémonds. „Þetta er lykillinn í hugmynd Magnúsar, sem er al- gjörlega einstök. Latabæjarmerk- ið er augljóslega mjög góð eign.“ Íslenskur uppruni þáttanna stuðl- ar einnig að hærra verði á sýning- arréttinum samkvæmt Brémond því evrópsku stöðvarnar greiða flestar 30 prósentum hærra verð fyrir evrópska framleiðslu en þætti framleidda í Bandaríkjunum. E v r ó p u ú t r á s Latabæjar kemur í kjölfar mikillar velgengni í Suður- og Norður-Ameríku. Lazytown, eins og hann heitir á ensku, hefur hlotið góðar viðtökur í Bandaríkj- unum, en þættirnir voru frumsýndir þar í ágúst síðast- liðnum. Nú hefur Nickelodeon Jr. sjón- varpsstöðin sem sýnir efnið ákveðið að nota persónur Latabæjar á milli allra þátta á stöðinni og var það efni tekið upp á síð- ustu vikum í Garðabænum. Í Kanada komst þátturinn á lista yfir vinsælasta barnaefnið eftir mánaðarsýningu og í Suður-Amer- íku hefur gengi Latabæjar einnig verið gott. Argentínsk börn virð- ast hafa svipaðan smekk og ís- lensk börn því að þar varð þáttur- inn þriðja vinsælasta barnaefnið eftir átta daga sýningar. Í Evrópu hafa samningar verið gerðir í Þýskalandi, Noregi og á Íslandi. Sýningar munu hefjast á RÚV í haust en talsetning þáttanna stendur nú yfir. Magnús Scheving var ekki við- staddur undirskrift samningsins í gær en hann er staddur í Finn- landi að ganga frá sölu á sýningar- réttinum þar í landi. „Hann er potturinn og pannan,“ segir Bré- mond, en velgengni Latabæjar hefur ekki haft áhrif á stjórn Magnúsar á þáttunum. ■ SAMIÐ UM SÝNINGARRÉTT Á LATABÆ Í SUÐUR-EVRÓPU: Disney fellur fyrir Latabæ Dýramunstrin koma heit inn núna og hönnuðir keppast við aðskreyta fatnað með dýramyndum. Hvort sem það eru kattar- myndir eins og á myndinni hér til hliðar, hundamyndir, fugla- myndir, froskamyndir eða fallegar pöddumyndir. Það skiptir ekki máli, svo lengi sem það er eitthvað dýrslegt við fatnaðinn. Bakpokaferðalag. Það er ekkert jafnskemmtilegt og að skrölta í lestum á Interraili, hjóla á milli landa eða jafnvel ferðast fótgangandi. Villast í stórborgum og finna litla gullmola inni á milli, borgir og bæir sem enginn annar veit af nema þú. Fyrir þá sem eru of gamlir til að spranga um með þung- an poka er upplagt að leigja sér bíl og keyra á áhugaverða staði. Grænmetisfæði. Það er fátt heit-ara nú til dags en alls konar hollustufæði. Hummus, tófú, brokkolí og gulrætur. Stjörnurnar í Hollywood keppast við að skipa sig í hóp grænmetisætna. Það er þó óþarfi að neita sér um kjöt til þess að njóta góðs grænmetisfæðis af og til. Skellið ykkur á einn af græn- metis-veitingastöðunum hér í bæ og fáið ykkur holla og góða máltíð. Það er bókað að ykkur líður vel á eftir! Kokteilsósulitaðir bílar. Nei og aftur nei, þessi kok-teilsósu-andlitslitur á ekki heima á litaspjöldum bíla- framleiðenda. Hvað er fólk að hugsa? Það er ekkert jafn hrikalegt og að sjá einn af þessum ógeðslegu bílum ak- andi um bæinn í leit að næsta McDonalds-stað. Liturinn á bílnum manns á að vera í stíl við persónuleikann en ekki í stíl við sósuna sem fylgir frönskunum. Allt of stutt pils. Pils sem eru svo stutt að ekki er hægt að sitjaeðlilegur í grasinu á Austurvelli án þess að rassaskoran eða rasskinnarnar gægist út eru engan veginn málið. Pilsin eiga að vera hnésíð eða jafnvel síðari í dag, hippaleg og efnismikil. Skræpótt eða í fallegum lit. Klámmyndaleikkonulúkkið er ekki inni. Og engar andlitslitaðar sokkabuxur við takk! Að grilla sig á sólarströnd. Hver er ekki kominn með nóg af þessum fjöldasteik-ingum á sólarströndum? Afhverju að borga tugi þúsunda fyrir að liggja á sömu ströndinni í marga daga og steikja á sér húðina? Farið frekar í ferð sem gefur ykkur lífsreynslu og fullt af skemmtilegum minningum. Ef það eina sem fólk vill er að verða hörundsdökkt í nokkra mánuði þá er mun vænlegri leið að fara bara í ljósatíma eða bera á sig brúnkukrem og eyða svo peningunum í alvöruferðalag. INNI ÚTI ...fær ljósmyndarinn Spessi fyrir heimildarmynd sína, 300 harm- onikkur. Myndin fjallar um lands- mót harmonikkuleikara. HRÓSIÐ UNDIRSKRIFT SAMNINGSINS Olivier Brémond og Ágúst Ingason skrifuðu undir samn- inginn við Disney í gær. PERSÓNUR LATABÆJAR Gam- an verður að sjá hvernig spænsk, ítölsk og frönsk börn taka Latabæ.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.