Fréttablaðið - 28.05.2005, Síða 72

Fréttablaðið - 28.05.2005, Síða 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Besti vinurinn Léttur öllari Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.IKEA.is Heitur pottur í kúl garði IK E 28 22 4 0 5. 20 05 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 5 Draumasumar 690,- IKEA/PS VÅGÖ skemill 900,- IKEA/PS VÅGÖ hægindastóll 1.990,- SOMMAR kubbakerti Ø10 H7 sm 495,- SOMMAR sogrör 200 stk. 95,- ORUST hægindastóll gegnheill harðviður 9.900,- ORUST stóll með örmum gegnheill harðviður 7.900,- ORUST borð stækkanlegt gegnheill harðviður 153/214x85 sm 18.900,- IKEA PS BETSÖ grill Ø35 sm 4.900,- BETTNA vatnskanna 300 ml OLLONÖ blómapottur svartur og terracotta Ø33 H30 sm 1.990,- 150,- SOMMAR ferðakollur ýmsir litir 390,- MYNTA blómapottur terracotta Ø32 H30 sm 490,- Lax Kryddjurtabakaður m/grænmeti Gagnr‡ni Mér hefur alltaf fundist gagnrýnidálítið fyndin. Það er að segja, mér finnst þessi hugmynd, að einhver einn setjist niður og gagnrýni einhvern annan og verk hans svolítið spaugileg. Einkum og sér í lagi hefur mér þótt svona gagnrýni spaugileg þegar ég ímynda mér hvernig þjóðfélagið yrði ef miklu meira en bara list væri gagnrýnt skipulega. Það er að segja, ef allt sem maður gerði yrði skyndilega undirselt áliti sérstaks gagnrýnanda sem gæfi manni eina, tvær, þrjár eða fjórar stjörnur, hvernig yrði lífið þá? DÆMI: Ég reyni að koma orðum að einhverju, eins og til dæmis því að mig langi til þess að fara út að borða með tja, einhverri stelpu, eins og gerist og gengur. Það kemur kannski klúðurslega út úr mér. Hún skilur mig ekki. Þið vit- ið. Það yrði hálfömurlegt ef einhver gagnrýnandi kæmi síðan í ofanálag og segði: „Guðmundur minn, þetta var alls ekki nógu vel orðað hjá þér. Tvær stjörnur.“ OG nú heldur fólk að þetta sé lítilmót- legt dæmi, en ég er ekki þeirrar skoð- unar. Oft eru listamenn nefnilega bara líka að reyna að tjá sig, en gengur mis klúðurslega. Þeir vilja koma einhverj- um skilaboðum á framfæri. Einhverri sýn. Svo kannski skilur það enginn al- mennilega, og þá finnst mér semsagt eitthvað svo gríðarlega fyndið þegar eitthvað fólk tekur að sér að gagnrýna verkið skipulega í ofanálag, svona ofsa- lega faglega, eins og það er kallað, með möppu, penna og lesgleraugu. Til hvers? GAGNRÝNI þar sem hún á ekki við er óhemjuskemmtileg, og ég held sem- sagt að hún eigi við á miklu færri stöð- um heldur en við viljum viðurkenna. Sérstaklega skemmtileg hlið á gagn- rýni gerði vart við sig í vikunni þegar blaðakona frá Bretlandi skrifaði grein þar sem hún gagnrýndi Bláa lónið. Hún sagði að það væri miklu betra lón á Nýja-Sjálandi. GREINILEGA bráðfyndin grein og allt það og engin ástæða til þess að segja íslenska sendiherranum að mót- mæla þessu, en það er samt sem áður þetta með gagnrýnina, sem ég var að velta fyrir mér. Gagnrýnin er líka út úr korti hér. Ímyndið ykkur bara ef maður þyrfti að ferðast með svona persónu á bakinu og maður færi í Bláa lónið og þessi persóna muldraði fyrir munni sér allan tímann: „huh, þetta er ömurlegt lón. Það er miklu betra lón á Nýja-Sjá- landi.“ Ég meina, maður myndi auðvit- að brjálast smám saman. Maður myndi hugsa: Getur hún þá ekki bara farið í lónið á Nýja-Sjálandi manneskjan ef hún vill frekar vera þar? SKO. Það sem ég er reyna að segja er þetta: Gagnrýnendur, og þá ekki bara svona lóns-gagnrýnendur, sem er ný stétt, eru oft eins og týpan sem stendur á gjábarminum á Þingvöllum, horfir yfir spegilslétt vatnið og segir: „Æi, þetta eru vonbrigði. Miklagljúfur í Bandaríkjunum er miklu áhrifameira.“ VIÐ hin vitum að galdurinn við að kunna að njóta er að hætta að bera saman. BAKÞANKAR GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.