Fréttablaðið - 30.05.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.05.2005, Blaðsíða 2
2 30. maí 2005 MÁNUDAGUR Fyrsti hluti líbönsku kosninganna haldinn í gær: Búist vi› sigri stjórnarandstæ›inga BEIRÚT, AP Fyrsti hluti líbönsku þingkosninganna hófst í gær en þá var kosið í höfuðborginni Beirút. Fyrstu spár benda til að að andstæðingar stjórnarinnar muni auka hlut sinn verulega. Þingkosningar fara fram í Lí- banon í þessum mánuði og var fyrsti hluti þeirra haldinn í Beirút í gær. Þetta eru fyrstu kosningarnar í landinu í áraraðir sem eru ekki haldnar undir vök- ulu auga Sýrlendinga en síðustu sýrlensku hermennirnir yfirgáfu landið á dögunum eftir mikinn þrýsting frá Líbönum sjálfum og stórs hluta alþjóðasamfélagsins í kjölfar morðsins á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Lí- banons. Kjörsókn í gær var aðeins 28 prósent en að líkindum hefur dregið úr áhuga fólks á kosning- unum að sjálfkjörið var í níu af þeim nítján þingsætum sem kos- ið var um. Úrslit kosninganna í gær munu líklega liggja fyrir í dag en útgönguspár benda til að stjórnarandstaðan hafi unnið stórsigur. Fylgisaukningin skýrist af mótmælum hennar gegn afskiptum Sýrlendinga af líbönskum innanríkismálum. Næstu þrjá sunnudaga verður svo kosið um afganginn af þing- sætunum 128. ■ Aserskur maður tók son sinn í gíslingu: Hóta›i a› kveikja í sér og syninum SVÍÞJÓÐ Maður ruddist inn á sjúkrahús í Blekinge í Karl- skrona-héraði í Svíþjóð í gær og tók son sinn í gíslingu. Hann hót- aði að kveikja í sér og syninum. Maðurinn er 33 ára gamall Aseri en í nóvember síðastliðnum ákváðu sænsk stjórnvöld að vísa honum og fjölskyldu hans úr landi og aftur til Aserbaídsjan. Sá úr- skurður var staðfestur í þarsíð- ustu viku. Talið er að í örvæntingu sinni vegna úrskurðarins hafi maður- inn ákveðið að grípa til örþrifa- ráða. Hann óð því inn á sjúkrahús- ið í Blekinge í gærmorgun þar sem fimmtán ára gamall sonur hans er vistaður. Í farteskinu hafði maðurinn tvær fullar flösk- ur af glærum vökva sem talinn er vera bensín eða eldsneyti af öðru tagi að því er dagblaðið Dagens Nyheter hermir. Maðurinn fór inn á herbergi sonar síns með flösk- urnar, læsti sig þar inni og hótaði að kveikja í. Talsverð skelfing greip um sig á sjúkrahúsinu vegna þessarar uppákomu. Lögregla og starfsfólk hófust þegar handa við að rýma þá álmu hússins sem feðgarnir halda sig í og síðdegis var svo túlkur fenginn á vettvang til að tala um fyrir manninum. Lyktir þessa dapurlega máls voru ekki ljósar þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. ■ Krefjast jafnrar skiptingar á R-lista Vinstri-grænir ætla a› halda vi›ræ›um um framtí› R-listans áfram en eru andvígir prófkjöri. Samfylking og Framsókn segja ákvör›un fleirra ekki koma sér á óvart. Vinstri-grænir vilja jafna sætaskiptingu. SVEITARSTJÓRNARMÁL Vinstri hreyf- ingin - grænt framboð vill halda áfram viðræðum um framtíð R- listans í Reykjavík. Félagsfundur hjá VG í Reykjavík samþykkti ályktun þessa efnis í gær en ljóst er að flokkurinn leggur þunga áherslu á jafna skiptingu sæta á hugsanlegum framboðslista R-list- ans. „Við reiknum með því að R-list- inn verði mannaður samkvæmt jafnræði milli flokka eins og verið hefur hingað til og lítum á það sem eina af burðarstoðum listans,“ seg- ir Þorleifur Gunnlaugsson, vara- formaður stjórnar VG í Reykjavík og fulltrúi flokksins í viðræðu- nefnd um framtíð R-listans. Hann segir hugmyndir Sam- fylkingarinnar um prófkjör ósann- gjarnar þar sem flokkurinn hafi meðal annars stundað mikla smöl- un fólks í flokkinn að undanförnu og því verði prófkjör aldrei haldið á jafnréttisgrunni. „Þar að auki vilja Vinstri-grænir að flokkarnir verði sýnilegir í þessu samstarfi en ekki ósýnilegir,“ segir Þorleif- ur. Hann segir skiptar skoðanir innan flokksins um stöðu óháðra á listanum og enga ákvörðun tekna um það mál. Páll Halldórsson, fulltrúi Sam- fylkingarinnar í viðræðunefnd R- listaflokkanna, hafði það eitt um ályktun Vinstri-grænna að segja að hann hefði alltaf gert ráð fyrir að viðræðum yrði haldið áfram og að hann myndi svara öðrum tillög- um Vinstri-grænna á réttum vett- vangi. Þorláki Björnssyni, fulltrúa framsóknarmanna í viðræðu- nefndinni, finnst ákvörðun Vinstri-grænna sjálfsögð og það hefði komið honum á óvart ef sú ákvörðun hefði farið á annan veg. „Mér finnst þetta engin frétt,“ segir Þorlákur sem finnst sjálf- sagt að láta reyna á viðræður um samstarf en ekki sé útséð með að það verði R-listi. Hann segir R-listann hafa lyft grettistaki í mörgum málum og að því leyti eftirsjá að honum ef ekki næst samkomulag. Hins vegar sé ekki hægt að dvelja við fortíðina og því sé spurningin nú hvort R- listinn eigi rétt á sér fyrir framtíð- ina. Næsti fundur viðræðunefndar R-listaflokkanna verður á morg- un. - ssal/sgi DANIR ANDVÍGIR HVALVEIÐUM Aðeins fimm prósent Dana segjast hlynnt hvalveiðum en 53 prósent eru þeim algerlega andvíg. Jyl- landsposten hermir auk þess að 66 prósent þjóðarinnar telja að danska ríkisstjórnin eigi ekki að beita sér fyrir afnámi hvalveiðibanns á vett- vangi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem nú fer fram í Suður-Kóreu. BENEDIKT Í PÁFABÍLNUM Benedikt XVI hélt í sitt fyrsta ferðalag í gær. Fyrsta ferð páfa: Lofar a› brúa bili› ÍTALÍA, AP Benedikt XVI páfi hét því í gær að brúa bilið milli kaþ- ólsku kirkjunnar og rétttrúnaðar- kirkjunnar. Í rúmlega þúsund ár hefur verið grunnt á því góða milli þeirra. Páfi hélt í sitt fyrsta ferðalag í gær, en ekki fór hann langt því hann skrapp með þyrlu til bæjar- ins Bari á Adríahafsströnd Ítalíu. Þar í bæ er að finna jarðneskar leifar heilags Nikulásar frá Myra, sem nýtur mikilla vinsælda bæði meðal kaþólskra og rétt- trúnaðarkirkjunnar. Forveri Benedikts, Jóhannes Páll II, fór í 104 ferðir á páfaferli sínum og hefur enginn annar páfi verið jafn víðförull. Benedikt ætl- ar að fylgja fordæmi hans og vera duglegur að ferðast. ■ KOMINN TIL LANDSINS Stefán Lárus Stefánsson forsetaritari tók á móti Kalam. Opinber heimsókn: Forsetar ræ›a saman HEIMSÓKN A. P. J. Abdul Kalam, for- seti Indlands, kom til landsins í gær í fyrstu opinberu heimsókn ind- versks forseta til Íslands. Kalam hittir Ólaf Ragnar Grímsson forseta á Bessastöðum fyrir hádegi í dag. Dagskrá Indlandsforseta er þétt skipuð. Í dag ávarpar hann ráð- stefnu í Nordica hótelinu, heimsæk- ir Aktavis, og hittir rektor Háskóla Íslands. Heiðurskvöldverður verð- ur haldinn í boði forseta Íslands. Á morgun fundar Kalam meðal annars með forsætisráðherra og heimsækir Þingvelli. Indlandsfor- seti heldur heim á leið á miðviku- dagsmorgun. - sgi SPURNING DAGSINS Höskuldur Pétur, er hægt a› gera betur? Er ekki alltaf hægt að gera betur? Ég skildi eftir nóg pláss til þess að einhver gæti bætt metið. Menntaskólinn í Reykjavík útskrifaði stúdenta á föstudaginn. Nýtt met var slegið í meðaleinkunn á stúdentsprófi en dúxinn, Höskuldur Pétur Hall- dórsson, útskrifaðist með 9,90 í meðaleinkunn sem er það hæsta sem gefið hefur verið í 159 ára sögu skólans. LÖGREGLUFRÉTTIR NOREGUR DANMÖRK Prestskosning í Vopnafirði: Stefán Már næsti prestur PRESTSKOSNING Stefán Már Gunn- laugsson hefur verið kjörinn sókn- arprestur á Hofi í Vopnafirði með 58 prósentum atkvæða. Þrír voru í köri auk Stefáns, þau séra Brynhild- ur Óladóttir, Klara Hilmarsdóttir guðfræðingur og Þóra Ragnheiður Björnsdóttir guðfræðingur. Alls voru 538 á kjörskrá og kjör- sókn var um 80 prósent. Stefán Már Gunnlaugsson lauk embættisprófi frá Guðfræðideild Háskóla Íslands árið 1999 og stund- aði framhaldsnám í guðfræði í Þýskalandi. Hann hefur starfað sem fræðslufulltrúi á Biskupsstofu frá árinu 2000. - sgi STÁLUST Í POTTINN Lögreglan í Keflavík hafði afskipti af nokkrum ungmennum sem höfðu laumað sér í heita pott sundhall- arinnar í Sandgerði. Þá fann lög- reglan lítið magn af marijúana og amfetamíni við húsleit í Keflavík. UNGLINGATEITI STÖÐVAÐ Lög- reglan í Ólafsvík hafði afskipti af ungum drengjum að sunnan sem auglýst höfðu mikla unglinga- skemmtun í yfirgefnu fisk- vinnsluhúsi á netinu. Var teitið kæft í fæðingu og drengirnir sendir til síns heima. HERMANNAVEIKIN Í RÉNUN Svo virðist sem hermannaveikifarald- urinn í Østfold-héraði í Noregi sé heldur í rénun því tvo síðustu daga hafa engin tilfelli sjúkdóms- ins greinst á sjúkrahúsinu í Fred- rikstad. Alls hafa 46 manns greinst með veikina, þrír eru þungt haldnir og þeim er haldið sofandi í öndunarvélum. Spellvirkjar í Múlagöngum: Stálu slökkvi- tækjum LÖGREGLUFRÉTTIR Lögreglunni í Ólafsfirði brá heldur betur í brún þegar hún keyrði í gegnum Múla- göngin aðfaranótt sunnudags. Höfðu þá óprúttnir aðilar tekið tvö slökkvitæki og sprautað úr þremur en tækin eru staðsett með tvö hund- ruð metra millibili inni í göngunum. Slökkvitækin eru mikilvæg ör- yggistæki í göngum, mikið hættu- ástand getur skapast ef kviknar í bíl inni í þeim og slökkvitækin eru ekki fyrir hendi. Lögreglan í Ólafsfirði lítur málið mjög alvarlegum augum en hún hyggst ræða við nokkra ein- staklinga sem hún telur að geti haft vitneskju um málið. - fgg EKKJAN GREIÐIR ATKVÆÐI Nazek Hariri, ekkja Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráð- herra, lét sig ekki vanta á kjörstað. Sonur þeirra, Saad, leiðir stjórnarandstöðuna í kosningunum. FRÁ FUNDI VISTRI GRÆNNA Sveinn Rúnar Hauksson, Tryggvi Friðjónsson, Álfheiður Ingadóttir og Björk Vilhelmsdóttir eru í forystusveit Vinstri-grænna í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.