Fréttablaðið - 30.05.2005, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 30.05.2005, Blaðsíða 19
3MÁNUDAGUR 30. maí 2005 Aðlaðandi svalir eru mikil prýði Með því að flísaleggja svalirn- ar verður viðhald minna. Gæta verður þess að velja frostþolnar flísar. Svalagólf geta verið vandamál, sértaklega þar sem steypan er að skemmast og málningin að flagna af sem gerir þær mjög ljótar. Margar leiðir eru til að gera svalagólfið huggulegra og þess eðlis að maður njóti þessi betur að vera úti á svölum á góðum degi. Langflestir mála svalagólf, en það kallar á reglulegt viðhald og best er að nota vatnsmálningu sem gefur matta áferð. Lakk á svala- gólfum á það til að hlaupa upp og flagna af, þannig að vatn getur safnast saman undir málninguna sem veldur steypuskemmdum. Góð og varanleg lausn er að flísaleggja svalirnar, en þær er einfalt að þrífa og á sumrin er hægt að ryksuga þær og skúra um leið og gólfin í íbúðinni eru tekin í gegn. „Ekki er hægt að setja hvaða flísar sem er á svalir því þær verða að vera frostþolnar, annars springa þær og skemm- ast,“ segir Gunnþór Jónsson í Flísabúðinni á Stórhöfða. Best segir hann að fólk spyrjist fyrir um í versluninni áður en það kaupir flísarnar hvort þær henti á svalir. „Vinsælast hjá okkur eru grófkornóttar flísar í látlausum litum í gráum og brúnum tónum,“ segir Gunnþór en í raun er hægt að notast við hvaða liti og form sem er, svo lengi sem flísarnar þoli frostið. Virðir minnisvarða fórnarlambanna Hönnun „Cultural Center“ sem rísa mun á staðnum þar sem Tví- buraturnarnir stóðu var opin- beruð í síðustu viku. Hönnun annarrar af tveim menningarbyggingum á staðn- um þar sem World Trade Center stóð, sem eyðilagðist í hryðju- verkaárásum 11. september árið 2001 eins og flestir muna, var opinberuð í síðustu viku í New York. Byggingin hefur fengið vinnuheitið „Cultural Center“ eða menningarmiðstöð og var hönnuð af norska fyrirtækinu Snøhetta. Í húsinu mun vera The Drawing Center sem mun hýsa listaverk af ýmsu tagi og nýtt safn sem heitir International Freedom Center. Hönnun hinnar byggingarinnar, leiklistarbygg- ingar Franks Gehry, verður sýnd seinna. „Cultural Center“ mun verða staðsett í norðausturhorni minn- ingartorgsins þar sem fórnar- lamba árásanna er minnst en byggingin var hönnuð til að trufla minnisvarðann sem minnst. „Cultural Center“ verð- ur lág og lárétt bygging og með útsýni yfir Greenwich Street í austri og minnisvarðann í vestri. Meirihluti byggingarinnar hangir á stuðningsuppbyggingu á þakinu en skábraut leiðir gesti frá jarðhæð upp í sýningar- og samkomusali á hæðinni fyrir ofan. Fyrsta skóflustungan af „Cultural Center“ verður vænt- anlega tekin árið 2007. lilja@frettabladid.is Svalirnar undirbúnar fyrir flísalögnina. Það þarf að þrífa gólfið vel og slétta allar glufur. Mikilvægt er að finna miðjulínu áður en hafist er handa og leggja flís- arnar eftir henni. Allar flísar komnar á sinn stað og útkoman sannarlega glæsileg.FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K EV A George E. Pataki, ríkisstjóri New York, dáist að nýju hönnuninni. Graig Dykers útskýrir hvernig gestir „Cultural Center“ ganga upp skábraut til að komast inn í sýningar- og samkomusal byggingarinnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G ET TY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.