Fréttablaðið - 30.05.2005, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 30.05.2005, Blaðsíða 11
markað. Þá hafi verið hægt að út- skýra söluna í bankaráði með því að Landsbankinn hafi hagnast vel á sölu hlutarins í VÍS. S-hópurinn með aðra sögu S-hópurinn hefur allt aðra sögu að segja og kallar átökin milli hlut- hafahópanna „Sex daga stríðið um VÍS“. Hluthafahóparnir tveir gerðu milli sín samkomulag árið 2001 um að setja félagið á markað. Þrátt fyrir samkomulagið var ekkert aðhafst. Kjartan Gunnars- son var bankaráðsmaður í Lands- bankanum og jafnframt stjórnar- formaður í VÍS, en er sagður hafa í raun verið starfandi formaður bankaráðs því Helgi S. Guð- mundsson hefði ekki haft jafn- mikil völd í bankaráðinu og Kjart- an. S-hópurinn segir að Kjartani hefði tekist að ná Axel og Geir á sitt band og þeir hefðu farið að vilja hans og tafið það að VÍS yrði sett á markað. Hinn 10. júlí 2002 gera Lands- bankamenn og S-hópurinn samn- ing um sölu á 8 prósenta hlut í VÍS í framhaldi af skráningu hluta- bréfa félagsins í Kauphöllinni 12. júlí. Þar er ákvæði um að einung- is sé heimilt að selja hverjum ein- stökum fjárfesti að hámarki 3 prósent af heildarhlutafé VÍS. Sama dag og samningurinn er gerður birtist auglýsing frá fram- kvæmdanefnd um að selja eigi kjölfestufjárfestum hluti ríkisins í Landsbankanum og Búnaðar- bankanum. Þar með hafði for- sendan fyrir samningi hluthafa- hópanna brostið. Ekki væri lengur stefna ríkisstjórnarinnar að selja Landsbankann í dreifða eignar- aðild, heldur ætti nú að selja hann til kjölfestufjárfestis. S-hópur gerði Landsbanka- mönnum tilboð Sama dag og S-hópurinn lýsti yfir áhuga á að kaupa kjölfestuhlut í öðrum hvorum bankanum, 25. júlí, gerði hópurinn Landsbanka- mönnum tilboð í 10 prósenta hlut bankans í VÍS og að auki um fjórð- ung hlutafjár í LÍFÍS. Tilboðið var skýrt með því að ríkisstjórnin hefði breytt áherslum sínum varðandi eignarhald á bönkunum. Ekki væri lengur stefnt að dreifðri eignaraðild og þar með breyttust forsendur fyrir sam- starfi innan VÍS. Tilboðið gilti til næsta dags en Landsbankinn fékk hann framlengdan. Landsbankamenn svöruðu til- boði S-hópsins með gagntilboði. Þeir buðu til sölu alla hluti Lands- bankans í VÍS en vildu þess í stað kaupa helming hlutafjár í LÍFÍS. Tilboðsfrestur var til 9. ágúst en hann var tvíframlengdur til 21. ágúst. Hinn 16. ágúst tilkynnir fram- kvæmdanefnd um ákvörðun sína um að ganga til framhaldsvið- ræðna við S-hópinn, Samson og Kaldbak varðandi söluna á Lands- bankanum. Björgólfur á fundum um VÍS Daginn áður en gagntilboð Lands- bankans rann út, hinn 20. ágúst, hittust fulltrúar S-hópsins og Landsbankans á fundi. Fundinn sátu meðal annars Ólafur Ólafs- son og Geir Magnússon fyrir hönd S-hópsins og Halldór J. Kristjáns- son bankastjóri og Kjartan Gunn- arsson bankaráðsmaður fyrir hönd Landsbankans. Björgólfur Guðmundsson, sem þá var bankanum óviðkomandi að öðru leyti en því að vera einn af þremur bjóðendunum í hann, átti á þessum tíma nokkra fundi með Ólafi Ólafssyni, þar sem þeir ræddu sín á milli um VÍS. Björgólfur var því farinn að hlutast til við um sölu á eignum bankans áður en hann eignaðist hlut í honum en framkvæmda- nefndin tilkynnti ekki fyrr en tæpum þremur vikum síðar að gengið yrði til viðræðna við Sam- son um kaupin á Landsbankanum. Á fundi Landsbankamanna og S-hópsins, þriðjudaginn 20. ágúst, óskaði S-hópurinn eftir því að Landsbankamenn seldu 10 pró- senta hlut sinn í VÍS til þriðja að- ila sem væri þeim ótengdur. Nöfn væntanlegra kaupenda yrðu þó ekki gefin upp fyrr en afstaða bankans lægi fyrir. Ástæðan var sem fyrr sögð vera stefnubreyting ríkisstjórnar- innar varðandi sölu Landsbank- ans. Í kjölfar fundarins sendi S- hópurinn Landsbankamönnum bréf þar sem þeir árétta vilja sinn um að Landsbankamenn selji tíu prósent af VÍS til þriðja aðila. Í bréfinu kemur fram að S-hópurinn líti svo á að á meðan tilboðið sé til skoðunar verði söluferli VÍS sett í biðstöðu með vísan til stefnu- breytinga ríkisstjórnarinnar. Landsbankamenn svöruðu ekki bréfinu. Sex daga stríðið hefst Fimmtudagurinn 22. ágúst mark- aði upphafið að því sem S-hópur- inn hefur nefnt „Sex daga stríðið um VÍS“. Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands seldi óvænt 3 prósenta hlut sinn í VÍS til Kaupþings í Lúxemborg. S-hóp- urinn óttaðist að salan gæti orðið til þess að valdahlutföll innan VÍS skekktust. Í kjölfarið skrifaði S- hópurinn bréf til Landsbankans þar sem söluumboð Landsbank- ans á hluta af bréfum S-hópsins í VÍS frá því 10. júlí var afturkall- að. Bréfið var boðsent og afhent við opnun bankans að morgni föstudags 23. ágúst. Í bréfinu kom fram að ákvörðunin um afturköll- un væri tekin í nauðvörn vegna breyttra forsendna í kjölfar ákvörðunar ríkissjóðs um sölu kjölfestuhluts í Landsbankanum til einstakra aðila í stað eldri áforma um mjög dreifða eignar- aðild. Landsbankamenn kvittuðu fyr- ir móttöku bréfsins og sendu sam- dægurs skrifleg mótmæli vegna afturköllunar söluumboðsins. Skýringarnar voru þær að í fyrri samningi væri gert ráð fyrir að seljendur komi fram sem einn hópur og samningnum verði ekki sagt upp nema allir seljendur standi að þeirri uppsögn. Því væri ljóst að umboðið yrði ekki aftur- kallað með þeim hætti sem S-hóp- urinn hygðist gera. Þá tilkynntu Landsbankamenn í bréfinu að þeir myndu halda áfram sölu á hlutum í VÍS í sam- ræmi við samninginn og upplýstu að sama dag og bréfið hefði verið skrifað hefðu náðst samningar um sölu á hlutafé í VÍS. Selja 3,6 prósent af hlut S-hópsins Föstudaginn 23. ágúst, sama dag og Landsbankamenn mótmæltu afturköllun söluumboðsins frá S- hópnum, seldi Landsbankinn 6 til 7 prósenta hlut í VÍS til þriðja að- ila. Hluti bréfanna var í eigu S- hópsins, eða 3,6 prósent. S-hópur- inn heldur því fram að Lands- bankinn hafi selt sjálfum sér bréf- in og þar með sjálfur eignast hluta af eignarhluta S-hópsins í VÍS. Sama dag áttu sér stað við- skipti með hlutabréf innan S- hópsins þar sem bréf Andvöku, Kers, Samvinnulífeyrissjóðsins og Samvinnutrygginga í VÍS skiptu um hendur. Mótmæla meintum ólögmætum aðgerðum Landsbankans Sunnudaginn 25. ágúst sendi S- hópurinn Landsbankamönnum harðort bréf undir yfirskriftinni: Mótmæli við ólögmætum aðgerð- um Landsbanka Íslands. Bréfið var keyrt heim til Halldórs Krist- jánssonar bankastjóra. Í bréfinu kom fram að S-hópur- inn mótmælti harðlega ólögmæt- um aðgerðum Landsbankans og að hann myndi ekki sætta sig við þær. Háttsemi Landsbankans var sögð vera brot á reglum Kauphall- arinnar og jafnframt lögum um verðbréfaviðskipti og lögum um viðskiptabanka. Í bréfinu skoraði S-hópurinn á Landsbankamenn að framselja á ný til S-hópsins hlut í VÍS sem jafngilti þeim hluta sem Lands- bankinn seldi af bréfum VÍS föstudaginn 23. ágúst. S-hópurinn lofaði því í bréfinu að ef Landsbankamenn gengju að þessu yrði málið eftirmálalaust af sinni hálfu. Ef Landsbankamenn yrðu hins vegar ekki við áskorun- inni myndi S-hópurinn ekki sætta sig við ólögmætt ofríki Lands- bankamanna og þegar í stað hefj- ast handa við að gæta réttar síns. Þá var óskað eftir upplýsingum um það hverjir kaupendur að 6 til 7 prósenta hlutnum væru og ýmis ákvæði í sölusamningi. Þá var tek- ið fram að nauðsynlegt væri að kyrrsetja hlutina í VÍS með lög- banni ef þyrfti, svo tryggja mætti að þeim yrði ekki ráðstafað annað meðan látið yrði reyna á ógildingu sölunnar. Landsbankamönnum var gef- inn frestur til að verða við þessum óskum til klukkan tvö næsta dag. Þá yrði málið gert opinbert og sendar tilkynningar og athuga- semdir til Kauphallarinnar og Fjármálaeftirlitsins þar sem vak- in væri athygli á háttsemi Lands- bankans og óskað eftir því að gripið yrði til viðeigandi ráðstaf- ana og viðurlaga eftir atvikum. Landsbankamenn biðja um frest Landsbankamenn svöruðu sam- dægurs og mótmæltu því alfarið að hafa brotið gegn samningi sín- um við S-hópinn með því að selja hlutabréf í VÍS þrátt fyrir aftur- köllun S-hópsins á söluumboði til bankans. Sömu rök voru notuð og áður, að samningnum hefði ekki verið hægt að segja upp nema með samþykkt allra hlutaðeig- andi. Þá héldu Landsbankamenn því fram að forsendubrestir í kjöl- far ákvörðunar íslenska ríkisins um sölu kjölfestuhluts í Lands- bankanum væru ekki réttmætir. Landsbankamenn héldu því jafn- framt fram að lengi hefði legið fyrir að það væri yfirlýst stefna ríkisins að selja stóran hlut í bankanum og S-hópnum hefði ekki fyrr þótt ástæða til að gera athugasemdir af því tilefni. Landsbankamenn höfnuðu því jafnframt að framselja á ný til S- hópsins hluti í VÍS sem samsvör- uðu sölu á hlutum þess í félaginu frá því föstudeginum áður. Einnig óskuðu þeir eftir upplýsingum um sölu á 3 prósenta hlut í VÍS sem seldur var fimmtudaginn 22. ágúst. Loks var óskað eftir því að S- hópurinn félli frá hótun sinni um að gera málið opinbert – eða frestaði aðgerðum til miðviku- dagsins 28. ágúst til klukkan 18, að loknum fyrirhuguðum fundi í bankaráði þar sem fjalla ætti heildstætt um málefni VÍS og hagsmuni Landsbankans í því sambandi. S-hópur skrifar bréf til yfirvalda Sama dag, mánudaginn 26. ágúst, skrifaði S-hópurinn bréf til Kaup- hallar Íslands og Fjármálaeftir- litsins þar sem skýrt var frá öllum atvikum málsins og því haldið fram að Landsbankinn hefði brot- ið á S-hópnum með því að selja bréf í VÍS þrátt fyrir afturköllun S-hópsins á umboði þar um. Þar kom meðal annars fram að stað- fest hefði verið að salan hefði far- ið fram eftir móttöku afturköllun- arinnar. Óskað var eftir því að yfirvöld tækju afstöðu til þess hvort vinnubrögð Landsbankans gætu talist eðlileg og að Kauphöllin hlutaðist til við að leiðrétta eign- arfærslurnar því þær styddust ekki við lögmætar heimildir. Þá var þess krafist að Landsbankinn og starfsmenn hans yrðu að sæta ábyrgð samkvæmt lögum teldust þeir hafa gerst brotlegir gegn reglum Kauphallarinnar, reglum um verðbréfaviðskipti eða regl- um um viðskiptabanka. Beðið var með að senda bréfið samkvæmt umbeðnum fresti Landsbankamanna. Landsbankinn býður S-hópnum VÍS Þennan sama mánudag barst S- hópnum tilboð frá Landsbankan- um. Tilboðið var í formi kauptil- boðs frá S-hópnum til Landsbank- ans sem Halldór J. Kristjánsson sagði að Landsbankinn myndi telja aðgengilegt. Tilboðið var sent með þeim fyrirvara af hálfu Landsbankans að ekki yrðu gerð- ar frekari athugasemdir við við- skipti með hlutabréf í VÍS frá því föstudaginn áður. Tilboðið sem S-hópurinn sendi Landsbankanum hljóðaði upp á 27 prósenta hlut Landsbankans í VÍS strax við undirritun samnings og kaupskyldu á 18,4 prósentum fyrir 1. janúar. Í samningnum voru skil- yrði um að S-hópurinn myndi hlut- ast til við fulltrúa sína í stjórn VÍS að þeir samþykktu tillögu fulltrúa Landsbankans í VÍS að Landsbank- anum yrði boðið að kaupa 20 pró- sent af hlut VÍS í LÍFÍS. Því var ekki tekið og gagntilboð var lagt fram þar sem kaupskyld- an næði til allt að 21,4 prósenta heildarhlutafé í VÍS. Þá var þess krafist að samningur um kaup Landsbankans á 20 prósenta hlutar VÍS í LÍFÍS yrðu staðfest af stjórn VÍS áður en salan á VÍS til S-hóps- ins yrði frágengin. Landsbankinn vill LÍFÍS Hóparnir tveir hittust á sáttafundi þriðjudaginn 27. ágúst. Á fundin- um voru sem áður Ólafur Ólafs- son, Geir Magnússon og fleiri fyr- ir hönd S-hópsins og Halldór J. Kristjánsson bankastjóri og Kjart- an Gunnarsson bankaráðsmaður fyrir hönd Landsbankans. Landsbankamenn buðust til þess að selja ekki frá sér 3,6 pró- senta hlutinn í VÍS gegn því að sal- an frá því föstudeginum á undan yrði viðurkennd og óháður aðili sem báðir treystu skæri úr um lög- mæti sölunnar. S-hópurinn hafnaði því. Á minnisblaði sem lagt var fram að fundinum loknum kom fram að Landsbankinn og S-hópur- inn ætluðu að leggja til hliðar ágreining sinn varðandi sölu Landsbankans á hlutabréfum S- hópsins í VÍS föstudaginn 23. ágúst. S-hópurinn myndi viður- kenna söluna og gerði ekki athuga- semdir við að hún hefði farið fram. Yfirstandandi væru samningavið- ræður um kaup S-hópsins á hlutafé Landsbankans í VÍS. Kæmust hlut- hafahóparnir tveir ekki að sam- komulagi um kaupin skuldbinduðu þeir sig til þess að leita sameigin- lega til þriðja aðila og óska eftir því að hann tæki afstöðu til þess hvort Landsbankinn hefði gerst brotlegur við söluna á bréfunum hinn 23. ágúst. Sex daga stríðinu lýkur Miðvikudaginn 28. ágúst sendi S- hópurinn lokatilboð til Lands- bankamanna. S-hópurinn heldur því fram að enn hafi Landsbanka- menn reynt að blanda LÍFÍS inn í afgreiðslu málsins en þeirri mála- leitan hafi S-hópurinn hafnað. Til- boðið var að lokum samþykkt með þeirri breytingu að kaupskylda tók til 21 prósenta hlutafjár í stað 18,4 prósenta. Tilboðið var staðfest af báðum aðilum og samningar náð- ust síðla um kvöld. Sex daga stríð- inu var því með lokið. Sama dag hafði framkvæmda- nefndin tilkynnt þremur væntan- legum fjárfestahópum að Lands- bankanum að þeir þyrftu að skila lokatilboði í hluti ríkissjóðs í Landsbankanum fyrir 2. septem- ber. Fimmtudaginn 29. ágúst var til- kynnt opinberlega um kaup S- hópsins á hlutum Landsbankans í VÍS. Halldór J. Kristjánsson bankastjóri skýrði kaupin opinber- lega með því að segja að gott tilboð hefði borist sem Landsbankinn hefði ekki getað hafnað. Hann benti á að Landsbankinn og VÍS ættu áfram saman LÍFÍS og að áhugi bankans á tryggingum næði fremur til líftrygginga en vátrygg- inga. Hann segir að VÍS hafi ekki tengst kjarnastarfsemi bankans og því megi allt eins líta á söluna sem styrk fyrir söluferlið. „Salan styrkir eiginfé bankans og gerir hann betur í stakk búinn til að takast á við þá möguleika sem uppi eru í viðskiptalífinu,“ sagði Hall- dór í Fréttablaðinu 30. ágúst. Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra sagði í sömu frétt að hún hefði haft pata af viðskipt- unum en hún teldi ekki að þau myndu skaða sölu bankans. Finnur Ingólfsson tók við starfi forstjóra VÍS af Axeli Gíslasyni um mánaðamótin september-októ- ber 2002. Við það tækifæri skýrði hann kaup S-hópsins á hlut Lands- bankans í VÍS á þann hátt að hið mikla eignarhald Landsbankans á VÍS hefði verið farið að setja Landsbankanum skorður. ■ MÁNUDAGUR 30. maí 2005 11 Á morgun verður sagt frá því að Björgólfur Thor Björgólfsson mætti á fund framkvæmdanefndar um einka- væðingu 10. september 2002 og neitaði að taka við bréfi úr hendi Ólafs Davíðssonar nefndarmanns þar sem tilkynna átti að nefndin hefði valið Samson til samningaviðræðna vegna sölu Landsbankans. Þá er sagt frá símafundi sem Halldór Ásgrímsson skipulagði og tók sjálfur þátt í ásamt S- hópnum og Kaldbaki, en Halldór var að reyna að fá hópana tvo til að sameinast um kaupin á Búnaðarbankanum. » ATBURÐARÁS SEX DAGA STRÍÐSINS 22. ÁGÚST Sex daga stríðið hófst með því að Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Ís- lands seldi óvænt 3 prósenta hlut sinn í VÍS til Kaupþings í Lúxemborg. S- hópurinn taldi að þar með væru valda- hlutföll innan VÍS farin að skekkjast. S-hópurinn sendi í kjölfarið bréf til Landsbankans og afturkallaði söluum- boð frá því 10. júlí 2002, þar sem Landsbankanum var heimilað að selja 8 prósenta hlut í VÍS sem væri sameig- inlega í eigu beggja eigendahópa, Landsbankans og S-hópsins. 23. ÁGÚST Landsbankinn kvittaði fyrir móttöku á afturköllun söluumboðsins og sendi í framhaldinu mótmæli gegn afturköllun söluumboðsins. Eftir að Landsbanka- menn höfðu kvittað fyrir móttökuna seldu þeir 6 til 7 prósenta hlut í VÍS til þriðja aðila, þar með talið 3,4 prósenta hlut S-hópsins í VÍS. S-hópurinn heldur því fram að Landsbankamenn hafi selt sjálfum sér bréfin. 24. ÁGÚST Tilkynnt um sölu Landsbankans á 6 til 7 prósenta hlut í VÍS. 25. ÁGÚST S-hópurinn boðsendi bréf til Halldórs J. Kristjánssonar, bankastjóra Lands- bankans, og bankaráðs þar sem til- kynnt var að ef salan á 3,4 prósenta hlut S-hópsins í VÍS yrði ekki leiðrétt fyrir klukkan 14 næsta dag yrði málið gert opinbert. 26. ÁGÚST Landsbankamenn mótmæltu kröfum S-hópsins en óskuðu eftir fresti til 28. ágúst með að gera málið opinbert. Jafnframt óskuðu Landsbankamenn eftir því að deilendur ræddu málið í millitíðinni. Landsbankinn gerði upp- kast að kauptilboði fyrir hönd S-hóps- ins með þeim skilyrðum að þeir myndu samþykkja það kæmi það til baka. S-hópurinn samdi bréf til Kauphallar- innar og Fjármálaeftirlitsins sem ekki var sent vegna beiðni Landsbankans. S-hópurinn sendi tilboð um kaup á öll- um hlutum Landsbankans í VÍS. Til- boðsfrestur var gefinn til klukkan 22. Landsbankamenn höfnuðu tilboðinu og lögðu til breytingar sem földu það í sér að S-hópurinn fengi stærri hlut í VÍS en í fyrra tilboði frá Landsbankan- um en í staðinn fengi Landsbankinn LÍFÍS, sem Landsbankinn og S-hópur- inn áttu sameiginlega. 27. ÁGÚST Fulltrúar hópanna tveggja hittust á sáttafundi. Landsbankamenn buðust til þess að selja ekki frá sér 3,6 prósenta hlut S-hópsins í VÍS, sem deilan stóð um, gegn því að S-hópurinn viður- kenndi söluna og óháður aðili skæri úr um lögmæti sölunnar. S-hópurinn hafnaði þessu tilboði. 28. ÁGÚST S-hópurinn sendi lokatilboð til lands- bankamanna með samþykkisfresti til klukkan 22. Landsbankinn gerði loka- tilraun til að gera samning um LÍFÍS en S-hópurinn hafnaði því alfarið. Land- bankamenn samþykktu í kjölfarið til- boð S-hópsins með þeim breytingum að kaupskylda næði til 21 prósents í stað 18,4 prósenta. Samningur var undirritaður seint um kvöldið og Sex daga stríðinu var þar með lokið. » HVERS VEGNA VAR VÍS SVONA MIKILVÆGT? Tryggingafélag á borð við VÍS er mjög öflugur bakhjarl í fjárfestingum. Eftir að S-hópurinn eignaðist hlut Lands- bankans í VÍS var VÍS bætt í S-hópinn sem annar af tveimur bjóðendum í hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Finnur Ingólfsson, sem tók við forstjóra- stóli í VÍS af Axel Gíslasyni við kaup S- hópsins á hlut Landsbankans í VÍS, var einn af lykilmönnunum í samninga- viðræðum framkvæmdanefndar og S- hópsins um kaupin á Búnaðar- bankanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.