Fréttablaðið - 30.05.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.05.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 64,60 64,90 117,69 118,27 80,88 81,34 10,87 10,93 10,12 10,18 8,79 8,85 0,60 0,60 95,84 96,42 GENGI GJALDMIÐLA 27.05.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 112,50 -0,01% 4 30. maí 2005 MÁNUDAGUR Ari Edwald furðar sig á ummælum Runólfs Ágústssonar við útskrift í Bifröst: Marklaust tal um launamun JAFNRÉTTI Ari Edwald, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, segir að rektor Viðskipta- háskólans á Bifröst hafi að öllum líkindum viljað vekja athygli á út- skriftinni og stofnun rannsóknar- miðstöðvar, með þeim ummælum sínum að íslenskt atvinnulíf meti konur ekki til jafns við karlmenn með sömu menntun. Runólfur Ágústsson rektor sagði í útskriftarræðu sinni á laugardag að hann skammaðist sín fyrir þessi skilaboð og byggði orð sín á könnun um stöðu og störf nemenda sem hafa útskrifast frá Bifröst. Þar kom fram að þrátt fyrir að konur tvöfaldi laun sín eftir námið muni samt nær fimm- tíu prósentum á launum þeirra og launum karla. „Þessi könnun gæti aldrei talist vera könnun á launamun milli kynja því hún gerir enga tilraun til að bera saman laun fyrir sam- bærilegan vinnutíma í sambæri- legum störfum,“ segir Ari sem telur þó ljóst að til sé óútskýrður launamunur en hann sé almennt ekki eins mikill og kemur fram í könnuninni. Könnunin geti þó ver- ið vísbending um ýmislegt annað sem áhugavert væri að skoða frekar, eins og starfsval nýút- skrifaðra og hvernig fólk verð- leggi sig. - sgi Vilja opinbera rannsókn Stjórnarandsta›an segir greinar Fréttabla›sins sta›festa vafasöm vinnubrög› ríkisstjórnarinnar vi› einkavæ›ingu bankanna. Forsætisrá›herra og utanríkisrá›herra voru úti á landi og flví ná›ist ekki í flá. STJÓRNMÁL Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri-grænna, segir greinar Fréttablaðsins um sölu ríkisbankanna staðfesta það sem Vinstri-grænir héldu fram um að pólitísku handafli hefði verið beitt við söluna. Hann seg- ir greinarnar varpa skýrara ljósi á ýmislegt í ferlinu og telur nauðsynlegt að þetta mál verði kannað betur. „Mér finnst eðli- legt að það fari fram óháð og op- inber rannsókn á þessum vinnu- brögðum. Þetta eru svo alvarleg- ar ásakanir um ámælisverð vinnubrögð að þetta verður að rannsaka til hlítar og svipta af þessu leyndarhnjúpnum,“ segir Steingrímur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir greinar Fréttablaðsins renna stoðum undir það sem menn töldu sig vita að einkavæð- ingarferli bankanna hefði verið handstýrt af hálfu ráðherranna. Hún segir líka að fara þurfi betur ofan í saumana á málinu í fram- haldinu. Þar horfir hún til fjár- laganefndar sem vinnur að rann- sókn málsins að kröfu fulltrúa Samfylkingarinnar. „Ég tel að fjárlaganefnd eigi að halda yfir- ferð sinni um málið áfram og framhaldið ræðst síðan af því hvernig hún stendur að skoðun málsins og tekur á því sem rann- sóknin leiðir í ljós.“ Valgerður Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra sem sat í ráðherranefnd ríkisstjórnarinnar við undirbúning að sölu ríkisbank- anna, vildi ekki tjá sig um skrif Fréttablaðsins um einkavæðing- arferlið þegar eftir því var leitað en vísaði til pistils á heimasíðu sinni frá 18. apríl síðastliðnum. Ekki tókst að ná í Halldór Ás- grímsson forsætisráðherra; að- stoðarmaður hans sagði hann úti á landi og ekki hægt að ná í hann. Sömu sögu var að segja af Davíð Oddssyni utanríkisráðherra, sem var í sumarbústað sínum. Þá tókst ekki heldur að hafa uppi á Geir H. Haarde fjármála- ráðherra en hann var þó ekki ut- anbæjar. - ssal@frettabladid.is Trúlaus prestur í Danmörku: Kominn aftur í hempuna TÅRBÆK, AP Danski presturinn Thorkild Grosbøll, sem í blaða- viðtali í fyrra sagðist ekki trúa á Guð, fékk hlýjar móttökur frá söfnuði sín- um þegar hann sneri aftur til starfa í gær. Honum var vikið úr emb- ætti eftir að blaðaviðtalið birtist, en endurnýjaði vígsluheit sitt fyrr í þessum mánuði. Hann verður þó áfram undir sérstöku eftirliti biskups, enda tók presturinn fram að afstaða sín til Guðs hefði ekkert breyst. Presturinn nýtur hins vegar mikillla vinsælda í söfnuði sín- um og þykir ná einstaklega vel til aldraðra jafnt sem unga fólksins. ■ Átján Ísraelar: Gruna›ir um njósnir JERÚSALEM, AP Átján manns hafa verið handteknir í Ísrael vegna gruns um iðnaðarnjósnir. Margir hinna handteknu eru háttsettir yfirmenn í ísraelskum fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækj- um. Þeim er gefið að sök að hafa með sérstökum forritum, svo- nefndum Trójuhestum, brotist inn í tölvur hjá keppinautum sínum og sölsað þannig undir sig við- kvæm gögn. Ekki liggur fyrir hversu mik- inn ágóða fólkið hafði af sínum meintu glæpum en lögregla telur að um mikið fé sé að ræða. ■ THORKILD GROSBØLL Fær að vera prestur áfram þótt hann trúi ekki á Guð. VEÐRIÐ Í DAG ARI EDWALD Telur könnun sem rektor byggir ummæli sín á ekki mæla launamun milli kynja. LÖGREGLUFRÉTTIR TVEIR Á 132 KÍLÓMETRA HRAÐA Lögreglan á Hvolsvelli stöðvaði tvo ökumenn á 132 kílómetra hraða. Annar var á leiðinni austur en hinn í vestur. Tölu- verð umferð var vestur í gær vegna mótorkrossmóts á Vík í Mýrdal en gekk hún að mestu leyti vel. ÞRJÓSKUR ÞJÓFUR Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði afskipti af heldur þrjóskum þjófi á laugardagskvöld. Hann braust inn klukkan níu um kvöldið en var fljótlega gripinn en síðan sleppt. Tæpum klukkutíma síð- ar var hann aftur gripinn eftir að hafa rænt peningum úr kvik- myndahúsi bæjarins. Fékk hann fyrir vikið að eyða laugardags- nóttinn bak við lás og slá. DAVÍÐ ODDSSON Utanríkisráðherra var í sumarbústað og ekki hægt að ná í hann. HALLDÓR ÁS- GRÍMSSON Forsæt- isráðherra var úti á landi og ekki hægt að ná í hann. VALGERÐUR SVERR- ISDÓTTIR Vildi ekki tjá sig um málið. GEIR H. HAARDE: Var í bænum en ekki hægt að ná í hann. BÚNAÐARBANKINN SELDUR Söluferli ríkisbankanna er harðlega gagnrýnt og ítarlegrar rannsóknar krafist á málinu. Hér sjást (frá vinstri) Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ólafur Ólafsson, sem þá var fulltrúi Kers í S- hópnum svokallaða, og þýski bankastjórinn Michael Sautter ganga frá viðskiptunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.