Fréttablaðið - 30.05.2005, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 30.05.2005, Blaðsíða 72
Fáránleg Jantelov! Hér í Danmörku eru til svoköll- uð Jantelov eða jafningjalög sem enn þann dag í dag eru undirliggj- andi í dönsku samfélagi. Ég kalla þessi lög Aumingjalög. Þessar reglur eru svo ótrúlegar að ég verð bara að þýða þær fyrir ykkur. Ég vara þó við því að þessi lesning er ekki fyrir viðkvæmar sálir. Ekki halda... 1. ...að þú sért einhver. 2. ...að þú sért jafn góður og við. 3. ...að þú sért gáfaðri en við. 4. ...að þú sért betri en við. 5. ...að þú vitir meira en við. 6. ...að þú sért mikilvægari en við. 7. ...að þú verðir einhvern tíma að einhverju. 8. ...að þú getir hlegið að okkur. 9. ...að einhverjum sé ekki sama um þig. 10. ...að þú getir kennt okkur eitthvað. Hvers vegna er ekki búið að finna öll eintökin af þessum Aum- ingjalögum og brenna? Mér finnst sorglegt að þegar ég flutti hingað þá hitti ég fólk sem varaði mig við því að tala of fjálglega um það að mig langaði að búa til kaffihús, fataverslun eða stofna einhvers- konar rekstur. Ástæðan var sú að fólki fyndist því ógnað ef einhver væri með of stórar hugmyndir og vonir. Pælið í þessu, maður er rétt lentur og strax reynt að berja nið- ur þær hugmyndir sem maður hafði. Það fólk sem varaði mig við þessu var yngra en ég og hafði alist upp við þessar reglur sem voru skrifaðar í kringum 1930. Á Íslandi væri þetta öfugt, þar væru þessar reglur í þá áttina að þú ættir að skara fram úr og að þú gætir orðið hvað sem er ef þú reyndir. Þetta eru svo fáránlegar reglur að mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna þær eru enn við lýði hér, þó að fólk vilji almennt ekki viðurkenna að farið sé eftir þeim, þá er það engu að síður stað- reynd að þær eru undirliggjandi og áberandi þegar til dæmis þjón- ustulund er annars vegar. Ef þú segir einhverjum þjónustuaðila að þú sért að flýta þér þá er allt eins líklegt að þú fáir svona nett augna- ráð sem segir: „Hver heldurðu að þú sért“. Þetta er bara sorgleg staðreynd. Í hvert skipti sem einhver minnist á Janteloven spyr hvernig viðkomandi láti sér detta til hugar að minnast á þennan óskapnað. Þá fara flestir í vörn og segjast í raun ekkert fara eftir þessu, hafi bara minnst á þetta. Jæja nóg um þetta, sem betur fer plagar þetta ekki íslenskt þjóð- félag og fyrir það ber að þakka. Líf og fjör og 30 stiga hiti hér um helgina! Kv. Frikki HÚSIN Í BÆNUM FRIÐRIK WEISSHAPPEL Blönduóskirkja Blönduóskirkja stendur rétt austan við Blöndubrúna og blasir við frá þjóðvegi 1 þar sem hann er nú. Hún var vígð í maí 1993 og arkitektinn er dr. Maggi Jónsson. Kirkjan leysti aðra eldri af hólmi sem stóð vestan ár og eru altaristafla og skírnarfontur úr gömlu kirkjunni í hliðarsal þeirrar nýju. Altaristaflan er eftir Kjarval. Blönduóskirkja þykir sönghús gott enda er þar öflugur kór. Presturinn er séra Sveinbjörn R. Einarsson og organisti Sólveig S. Einarsdóttir. Kirkjan er opin og til sýnis á sumrin. SPURNING VIKUNNAR á fasteignavef Visis 46% Nei Já SPURNING SÍÐUSTU VIKU: Hefurðu hug á að stækka við þig húsnæði á árinu? 54% SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *Þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins. 0 50 100 150 200 250 300 FJÖLDI 25/3-31/3 124 8/4-14/4 229 15/4-21/4 190 29/4-5/5 132 6/5-12/5 188 Ertu tilbúin(n) að borga aukalega fyrir gott útsýni þegar þú kaupir íbúð? 13/5-19/5 119
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.