Fréttablaðið - 30.05.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.05.2005, Blaðsíða 16
Hægrimenn segja að velgengni Tony Blair sé því að þakka að hann hafi tekið upp stefnu Mar- grétar Thatcher og talið þjóð sinni trú um að hann væri verð- ugri arftaki hennar en teinóttu jakkafötin sem hún skildi eftir sig í Íhaldsflokknum breska. Getur verið að sjálfstæðismenn í Reykjavík ætli allt í einu að leika sama leikinn? Þeir virðast að minnsta kosti ætla að fara fram nú með þá stefnu sem R- listinn ætti að hafa – eða hefði átt að hafa. Þetta er leiftursókn frá vinstri. Stórmerkilegur greinarflokk- ur Sigríðar Daggar Auðunsdótt- ur í Fréttablaðinu um aðfarir stjórnarherranna við sölu bank- anna veldur því að sjálfstæðis- mönnum veitir ekki af góðum fréttum. Tillögur þeirra um þétt- ingu byggðar í miðborginni með eyjabyggð eru snjallar, geysivel tímasettar og raunar byltingar- kenndar frá þessum flokki. Þar er í meginatriðum horfið frá þeirri stefnu sem flokkurinn hafði að leiðarljósi við uppbygg- ingu Reykjavíkur sem einkabíla- borgar að amerískum hætti. Þessar hugmyndir bera vitni um róttæka og dirfskufulla endur- skoðun á stefnu flokksins sem í síðustu kosningum bauð ekki upp á annað en andúð á Ingi- björgu Sólrúnu, „óbragð í munni“ og eitthvað Geldinganes sem hljómaði afskaplega lítið sexí í eyrum kjósenda. Til þessa hafa þeir í stjórnarandstöðu sinni einkum haft uppi ólundar- legt tuð um Línu net sem engu mun skila þeim öðru en útstrik- unum kjósenda á Alfreð Þor- steinssyni og jafnvel reynt að styðja Garðabæ í því að krækja í Háskólann í Reykjavík og Lista- háskólann... Allt annað er nú uppi á ten- ingnum. Hugmyndirnar um byggð í eyjunum umhverfis Reykjavík eru óvæntar og spennandi – einkum sú um Við- ey. Ætli séu ekki fimm ár síðan ég skrifaði grein þar sem ég hélt því fram að Viðey ætti að vera okkar Manhattan og sagðist sjá fyrir mér skýjakljúfana þar og uppskar þreytuleg bros, en nú koma sjálfstæðismenn brunandi frá vinstri með hugmynd um lít- ið og sætt þorp þar sem bílar yrðu bannaðir, svo að maður sér fyrir sér eitthvað í líkingu við þorpið í Flatey á Breiðafirði þar sem einu farartækin eru hjól- börur. Þarna sér maður fyrir sér indælt mannlíf þar sem ná- grannar kankast á með limgerð- isklippurnar sínar eins og víða þrífst í úthverfum Reykjavíkur og í nágrannasveitarfélögunum, nema þetta væri nálægt miðj- unni og er einhvern veginn meira alternatíft. Sá misskiln- ingur hefur einhvern veginn skapast að Viðey sé nátt- úruperla: eru ekki húsin það fal- legasta í þeirri eyju? Á meðan sjálfstæðismenn hafa uppi vinalegt hjal um krútt- þorp í Viðey byggir R-listinn sjálfstæðisflokksleg umferðar- mannvirki við Vatnsmýrina sem benda til að Smáralind sé þar í smíðum – og gott ef hún er ekki í smíðum á Laugaveginum líka. Sem sé: eitt – núll. Gildir þá einu þó að margt hafi verið reynt að gera fyrir miðbæinn á umliðnum árum og til standi að hleypa lífi í Kvosina með framkvæmdum við höfnina þar sem rísa á Tónlistar- hús (sem alltaf er kallað ráð- stefnuhús líka, til að friða fram- sóknarmenn væntanlega) og vonandi Listaháskólinn líka. Samt er eins og eitthvað sé í lausu lofti; einkum varðandi flugvöllinn. Ingibjörg Sólrún reyndi á sínum tíma að fá beint umboð frá kjósendum til að veifa framan í framsóknarmenn en þá nenntu Reykvíkingar ekki að ómaka sig á kjörstað, vildu bara að hún réði þessu – svo að á endanum strandaði á Framsókn. Það er umhugsunarefni að Reyk- víkingar skuli vera slíkir eftir- bátar Akureyringa og Egils- staðabúa, Ísfirðinga, svo dæmi séu nefnd um bæi sem tekist hefur að reisa flugvöll hjá sér en notast ekki við aflóga hervöll á besta stað. Takist sjálfstæðismönnum að brjótast úr viðjum gamalla af- glapa og hætta að framfylgja stefnu Sturlu í flugvallarmálinu opnast ýmsir möguleikar. Ýmis öfl innan R-listans leita logandi ljósi að ágreiningsefnum og má vera að dagar þessa bandalags séu senn taldir – Framsóknar- flokkurinn hefur þar notið áhrifa langt umfram fylgi sitt í borginni, sem má heita ekkert og Vinstri-grænir hljóma óvenju bálreiðir. Kannski er lag fyrir samstarf Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokks eftir næstu kosn- ingar? Hvað sem því líður: sjálf- stæðismenn í Reykjavík virðast fremur farnir að leita að arftaka Ingibjargar Sólrúnar en arftaka Davíðs Oddssonar. ■ Þ að voru athyglisverð orð sem rektorinn á Bifröst við-hafði á laugardag þegar hann ávarpaði nemendur oggesti við skólaslit. Hann gerði launamun karla og kvenna að einu aðalatriðinu í skólaslitaræðu sinni og benti þar á slá- andi staðreyndir um launamuninn. Runólfur Ágústsson nefndi það fyrst að námið á Bifröst hefur mikil efnahagsleg áhrif fyr- ir þá sem stunda þar nám. Konur í hópi þeirra sem útskrifast rúmlega tvöfalda laun sín með námi við skólann og laun karla hækka að meðaltali um 80 af hundraði. Hér ber þess að geta að margir þeirra sem hefja nám á Bifröst hafa áður verið virkir þátttakendur í atvinnulífinu, og þannig öðlast dýrmæta reynslu áður en þeir setjast að nýju á skólabekk. En þó að laun kvennanna hækki töluvert með náminu á Bifröst, fá þær samt mun lægri laun á vinnumarkaði en karlar sem útskrifast þaðan. Gerðar hafa verið sérstakar kannanir á Bifröst á undan- förnum árum á kjörum þeirra sem útskrifast þaðan og þetta er rauði þráðurinn í þeim könnunum. Um þetta sagði Bifrastar- rektor: „Staðreyndin meðal nýútskrifaðra viðskipta- og lög- fræðinga virðist vera þessi óhugnanlegi kynbundni launamun- ur. Munur sem á sér engin sjáanleg rök önnur en vanmat at- vinnulífsins á konum. Kynbundinn launamunur er smánar- blettur á íslensku atvinnulífi. Svo einfalt er það! Þetta misrétti er ólíðandi í siðuðu samfélagi.“ Síðar í skólaslitaræðunni sagð- ist hann skammast sín fyrir þessi skilaboð sem fælust í niður- stöðum könnunarinnar. Það er gömul saga og ný að konur hafa fram til þessa ekki náð jafnmiklum frama í atvinnulífinu og karlar. Þær eru telj- andi á fingrum þær konur sem gegna lykilstöðum í þjóðfélag- inu, þrátt fyrir allt talið um jafnrétti og þrátt fyrir að konur séu líklega í meirihluta í háskólum landsins. Við skólaslitin á Bifröst á laugardag var undirritaður samn- ingur milli félagsmálaráðuneytisins og háskólans í Grábrókar- hrauni um stofnun rannsóknaseturs vinnuréttar og jafnréttis- mála. Það verður verðugt verkefni þessarar stofnunar að kom- ast til botns í hinu eilífa umræðuefni um launamun kynjanna. Er við atvinnulífið að sakast, konurnar sjálfar eða standa karl- ar svo þétt saman um stöðu sína að konurnar komast ekki að? Þetta er meðal þeirra spurninga sem þarf að fá svör við. Rektorinn á Bifröst hefur hér hreyft við athyglisverðu máli, sem kanna þarf nánar. Reyndar hefur uppbyggingin í Grábrók- arhrauninu verið svo ör og mikil á undanförnum árum að mörgum hefur þótt nóg um. Það er ekki aðeins að þar hafi fjölgað nemendum og húsum, heldur teygir starfsemin sig nú í æ ríkari mæli til annarra landa, og er undirskrft samstarfs- samningsins við risaháskóla í Kína á dögunum til merkis um það. Bifrastarskólinn hefur sannað það að háskóli þarf ekki endilega að vera í þéttbýli, og reyndar var það vitað áður, því þarna blómstraði Samvinnuskólinn á sínum tíma, og þeir eru ekki ófáir nemendurnir frá honum sem hafa lagt íslensku sam- félagi gott lið. ■ 30. maí 2005 MÁNUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Karlar sem útskrifast frá Bifröst fá mun hærri laun en konur þaðan. fiær eru vanmetnar ORÐRÉTT Alltaf eitthvað nýtt „Ég er ekki vön því að standa upp og stinga einhvern með hníf.“ Stella Björk Guðjónsdóttir sem stakk mann sinn í bakið með hníf. DV 28. maí. Ekkert vafamál „Hús eiga að fá að njóta vafans.“ Magnús Skúlason hjá húsafriðunar- nefnd um þau áform að rífa eigi gamla Mjólkursamlagshúsið í Borg- arnesi. Morgunblaðið 29. maí. Víti? „Það er alveg klárt að hann sparkaði í mig, það var sjálfur skórinn sem fór í mig.“ Baldur Sigurðsson, leikmaður Kefl- víkinga, um umdeilda vítaspyrnu sem dæmd var í leik Keflvíkinga og KR í knattspyrnu. DV 28. maí. Pínulítil hitstúpa „Ef þetta væri veður eins og í dag, svona lítið vatn og við vær- um við Hítará, þá færi strax undir pínulítil hitstúpa.“ Ólafur Vigfússon, kaupmaður í Veiði- horninu, um hvaða fluga eigi að fara á stöngina. Morgunblaðið 29. maí. Háspenna „Það er ekki víst að það gengi eins vel ef ég fyndi mér hús á Akureyri og segði við eigend- urna: „hér ætla ég að búa“.“ Sigurður Arnarson, skógarbóndi á Eyrarteigi í Skriðdal, sem ákvað að bregða búi vegna háspennulínu sem leggja á stutt frá bæjarstæði að Eyr- arteigi. Fyrirmyndir „Ef allir segja að maður sé ómögulegur, agalaus og örugg- lega með klamydíu og hluti af klámkynslóðinni liggur beinast við að trúa því að það sé sann- leikurinn.“ Jón Páll Eyjólfsson leikstjóri um fyr- irmyndir unga fólksins. Tímarit Morgunblaðsins 29. maí. FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG SKIPULAGSTILLÖGUR SJÁLFSTÆÐISMANNA GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Sjálfstæ›ismenn í Reykjavík vir›ast fremur farnir a› leita a› arftaka Ingibjargar Sólrúnar en arftaka Daví›s Oddssonar. Valdís Gunnarsdóttir Sunnudagsmorgna 9-12 Valdís snýr aftur Leiftursókn frá vinstri Góðar viðtökur Sjálfstæðismenn geta verið harla glaðir yfir þeim viðtökum sem nýjar hug- myndir þeirra um skipulagsmál höfuð- borgarinnar hafa fengið. Helstu álits- gjafar þjóðarinnar, þar á meðal ýmsir sem löngum hafa hnjóðað í Sjálfstæð- isflokkinn, keppast nú um að hrósa flokknum og framtakinu. Forystumenn R-listans virðast ekki vita hvernig þeir eiga að bregðast við. Eiga þeir að gagn- rýna tillögurnar lið fyrir lið eða að setja fram sínar eigin hug- myndir til mótvægis? Fyrstu viðbrögð Steinunnar Val- dísar Óskarsdóttur borgarstjóra þykja með eindæmum neyðarleg, en hún sakaði sjálfstæðismenn um að hafa „stolið framtíðarsýn sinni“! Kosið um skipulag Sjálfstæðismenn virðast hafa áttað sig á því að þótt skuldaaukning Reykjavík- urborgar á undanförnum árum sé ískyggileg er ólíklegt að það mál verði R-listanum að falli. Aftur á móti brenna skipulagsmálin á borgarbúum eftir langvarandi lóðaskort og hvert skipu- lagsklúður borgaryfirvalda á fætur öðru, nú síðast áform sem eyðilagt gætu úti- vistarsvæðið við Nauthólsvík og í Öskjuhlíð. Þess vegna er skynsamlegt að setja þann málaflokk í forgang og þá ekki aðeins með gagnrýni á það sem gert hefur verið heldur uppbyggi- legum tillögum, skýrri framtíðarsýn. Helsti veikleiki tillagna þeirra er flug- vallarsvæðið í Vatnsmýrinni þar sem þeir treysta sér ekki til að taka af skarið um framtíðarskipulag. Vilhjálmur sterkari Útspil borgarstjórnarflokks sjálfstæðis- manna í skipulagsmálum hefur án efa styrkt stöðu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar sem oddvita flokksins. Margir munu benda á að hægt sé að ná árangri án þess að skipta um foringja með allri þeirri fyrirhöfn, togstreitu og sársauka sem valdabaráttu í stjórnmálaflokki fylgir. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.