Fréttablaðið - 30.05.2005, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 30. maí 2005 13
Landbúnaðarháskóli Íslands:
Fyrstu nemarnir útskrifa›ir
Fyrsta brautskráning frá Land-
búnaðarháskóla Íslands var hald-
in við hátíðlega athöfn í Reyk-
holtskirkju á föstudag, en skólinn
varð til þegar þrjár stofnanir
sameinuðust síðastliðin áramót.
Þær eru Garðyrkjuskóli ríkisins,
Landbúnaðarháskólinn á Hvann-
eyri og Rannsóknarstofnun land-
búnaðarins.
„Þetta hefur gengið vonum
framar,“ segir Ágúst Sigurðsson,
rektor Landbúnaðarháskóla Ís-
lands, um starfsemi hins samein-
aða skóla, en þetta var fyrsta
brautskráningin sem Ágúst stýrir.
Hins vegar sé ekki komin löng
reynsla á skólastarfið enda varð
sameiningin á miðjum skólavetri.
Því hafi ekki miklu verið breytt í
starfseminni ennþá.
„Það allra sterkasta í þessu er
að inn í þetta kemur Rannsóknar-
stofnun landbúnaðarins og það
skiptir mestu máli,“ segir Ágúst
og álítur að það þýði að um 60 pró-
sent af starfsfólki skólans sinni
rannsóknarvinnu beint eða óbeint.
Þetta gefi færi á rannsóknar-
tengdu námi, auk þess sem innan
vébanda skólans sé komið færasta
vísindafólk á sviði landbúnaðar á
Íslandi.
Alls útskrifuðust sextán nem-
endur á háskólastigi og átján af
búfræðibraut. Um 130 starfs-
menn vinna hjá skólanum og eru
nemendur um 300. Ágúst segir
áhugann á skólanum hafa aukist
eftir sameininguna og stefnt sé að
því að reyna að fjölga nemendum
á næstu árum. ■
ÚTSKRIFTARHÓPUR Fyrsti hópur útskriftarnema frá Landbúnaðarháskóla Íslands, ásamt
rektor Ágústi Sigurðssyni.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/M
AG
N
Ú
S
H
LY
N
U
R
H
R
EI
Ð
AR
SS
O
N