Fréttablaðið - 30.05.2005, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 30.05.2005, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 30. maí 2005 13 Landbúnaðarháskóli Íslands: Fyrstu nemarnir útskrifa›ir Fyrsta brautskráning frá Land- búnaðarháskóla Íslands var hald- in við hátíðlega athöfn í Reyk- holtskirkju á föstudag, en skólinn varð til þegar þrjár stofnanir sameinuðust síðastliðin áramót. Þær eru Garðyrkjuskóli ríkisins, Landbúnaðarháskólinn á Hvann- eyri og Rannsóknarstofnun land- búnaðarins. „Þetta hefur gengið vonum framar,“ segir Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Ís- lands, um starfsemi hins samein- aða skóla, en þetta var fyrsta brautskráningin sem Ágúst stýrir. Hins vegar sé ekki komin löng reynsla á skólastarfið enda varð sameiningin á miðjum skólavetri. Því hafi ekki miklu verið breytt í starfseminni ennþá. „Það allra sterkasta í þessu er að inn í þetta kemur Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins og það skiptir mestu máli,“ segir Ágúst og álítur að það þýði að um 60 pró- sent af starfsfólki skólans sinni rannsóknarvinnu beint eða óbeint. Þetta gefi færi á rannsóknar- tengdu námi, auk þess sem innan vébanda skólans sé komið færasta vísindafólk á sviði landbúnaðar á Íslandi. Alls útskrifuðust sextán nem- endur á háskólastigi og átján af búfræðibraut. Um 130 starfs- menn vinna hjá skólanum og eru nemendur um 300. Ágúst segir áhugann á skólanum hafa aukist eftir sameininguna og stefnt sé að því að reyna að fjölga nemendum á næstu árum. ■ ÚTSKRIFTARHÓPUR Fyrsti hópur útskriftarnema frá Landbúnaðarháskóla Íslands, ásamt rektor Ágústi Sigurðssyni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /M AG N Ú S H LY N U R H R EI Ð AR SS O N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.