Fréttablaðið - 30.05.2005, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 30.05.2005, Blaðsíða 86
Eftir að hafa setið í Lotusnum hjá Bergi Guðnasyni, betur þekktum sem Bíla-Bergi, er ekki erfitt að skilja hvers vegna hann féll fyrir bílnum. Sportbíllinn Lotus Elise 111 S er ekki nema 4,7 sekúndur upp í hundraðið og er 160 hestöfl. Hann er keyptur í Þýskalandi og kostaði á sínum tíma 6,4 milljónir. En allt gott tekur einhvern tíma enda og Bergur ætlar nú að selja bílinn. „Ég ætla að kaupa mér húsbíl og keyra um Evrópu,“ segir hann en það er augljóst að kveðjustundin verður erfið.“Yfir- byggingin er mestmegnis úr plasti og styrktarbitarnir úr kol- trefjum,“ segir hann en það er svipað fyrirkomulag og er í For- múlu eitt-bílum. Þá segir hann bíl- inn liggja ótrúlega vel á vegi enda sé hann með mjög lágan vindstuð- ul. Bergur segir bílinn vekja at- hygli alls staðar.“Þegar ég var í Þýskalandi að taka bensín þá stoppaði rúta með skólakrökkum á bensínstöðinni. Þegar ég kom út sást ekki í bílinn því krakkarnir höfðu hópast í kringum hann. Þau vöruðu sig samt á því að snerta hann og voru mjög passasöm,“ segir hann. Þetta er ekki fyrsti flotti bíll- inn sem Bergur eignast því hann er mikill bíladellukarl. Hann segir þó þennan alveg einstakan en seg- ist ekki líða eins og James Bond þegar hann keyri bílinn þrátt fyr- ir að leyniþjónustumaðurinn hafi nokkrum sinnum notast við Lotus- bíla. „Það er hins vegar alveg ólýsanleg tilfinning að keyra hann, í ermalausum bol og góðu veðri.“ freyrgigja@frettabladid.is 30 30. maí 2005 MÁNUDAGUR Herra Ólafur Ragnar Grímssonvar í miklum kvennafans á föstudag þegar hann bauð tvö hundruð konum í kampavín og kransakökur að lokinni ráðstefnunni Tengsla- net tvö – völd til kvenna, sem haldin var á Bif- röst á fimmtu- dag og föstu- dag. Meðal þeirra sem létu sjá sig á Bessastöð- um voru Herdís Þorgeirsdóttir pró- fessor í lögfræði sem stóð fyrir ráðstefn- unni, Katrín Fjeld- sted læknir, Guð- rún Pétursdóttir fyrrverandi forseta- frambjóðandi, Katrín Júlíusdóttir þingkona, Guðrún Ásmundsdóttir leikkona, Elísa- beth Mueller stofnandi og fyrsti for- maður Evrópusamtaka kvenlögfræð- inga, Karen Gross prófessor við lagadeild New York-há- skóla, Inga Jóna Þórð- ardóttir fyrrverandi borgarfulltrúi, Kristrún Heimisdóttir lögfræð- ingur, Hildur Jónsdóttir jafnréttisfulltrúi Reykjavíkurborgar, Oddný Mjöll Arn- ardóttir lögmaður, Anna Þórðardóttir endur- skoðandi og Sif Kon- ráðsdóttir lögmaður, Þorgerður Erlends- dóttir dómstjóri og Þóra Kristín Ásgeirs- dóttir fréttakona. Ólafur Ragnar virtist hinn hress-asti með að hafa svona mikið af konum í kringum sig en þó var frú Dorrit Moussaeff fjarri góðu gamni. Herdís Þorgeirs- dóttir benti á að það á hógvær- an hátt að það væri alls ekki óvenjuleg staða fyrir Ólaf að hafa svona falleg- ar konur í kringum sig. Lárétt: 1 sokkur, 5 oft, 6 drykkur, 7 sólguð, 8 sjór, 9 hrunin bygging, 10 belti, 12 sjáðu til, 13 stunur, 15 silfurtákn, 16 selur, 18 taumar. Lóðrétt: 1 framhjáhald, 2 pota, 3 í röð, 4 fyrirmenn, 6 skjóða, 8 nagdýr, 11 kassi, 14 arinn, 17 verkfæri. Lausn. 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 – hefur þú séð DV í dag? ÁSTMAÐUR SÆUNNAR DRAP STJÚPPABBA SINN FAÐIR SÆUNNAR LAGÐIST GEGN SAMBANDINU Stuttmynda- og heimildarmynda- hátíðinni Reykjavík Shorts & Docs var slitið í gærkvöld með verð- launaafhendingu í Tjarnarbíó. Hef- ur hátíðin staðið yfir síðan á mið- vikudag og hafa fimmtán íslenskar myndir verið frumsýndar, tíu stutt- myndir og fimm heimildarmyndir. Veitt voru verðlaun fyrir bestu stuttmyndina og bestu heimildar- myndina. Voru það 66 gráður norð- ur og Íslandsbanki sem gáfu verð- laun. Það var Ninna Hafliðadóttir frá 66 gráður norður sem veitti verð- laun fyrir bestu heimildarmynd- ina. Það reyndist vera mynd Helgu Brekkan, Rithöfundur með mynda- vél, sem bar sigur úr býtum. Bygg- ir myndin á Super 8 kvikmyndum rithöfundarins Guðbergs Bergs- sonar frá Spáni, Portúgal, Azoreyj- um og Íslandi. Það var Hrönn Sig- urðardóttir, framleiðandi myndar- innar, sem veitti verðlaununum viðtöku í fjarveru leikstjórans sem var í Svíþjóð á leiðinni heim. Birna Gunnlaugsdóttir frá Ís- landsbanka afhenti verðlaun fyrir bestu stuttmyndina. Það kom fáum á óvart að það reyndist vera mynd- in Slavek the Shit eftir Grím Há- konarson en hún var sýnd á Cann- es-hátíðinni við góðar undirtektir. Fjallar hún um klósettvörð sem verður ástfanginn af kvenkyns kló- settverði. ■ Slavek the Shit valin besta stuttmyndin GRÍMUR HÁKONARSON Kvikmynd hans, Slavek the Shit, var valin besta stuttmyndin og kvikmynd Helgu Brekkan, Rithöfundur með myndavél, besta heimildarmyndin. BERGUR OG BÍLLINN GÓÐI Allt gott tekur einhvern tímann enda og Bergur ætlar að selja bílinn. Ætlar að kaupa sér húsbíl og keyra um Evrópu. BÍLA-BERGUR: SELUR LOTUSINN Ætlar að kaupa sér húsbíl FRÉTTIR AF FÓLKI Á laugardag hefst Hátíð hafsins í tilefni sjómanna- dags og stendur fram á sunnudagskvöld. Að hátíð- inni standa sjómannadagsráð, Reykjavíkurhöfn og Reykjavíkurborg og verður mikið um dýrðir og há- tíðahöld. Guðmundur Hallvarðsson, formaður sjómannadags- ráðs, segir íslenska sjómanninn enn sannan dáða- dreng, því enn sé er mikilvægi sjómannastéttarinnar ljóst, þjóðin þurfi á þeim að halda og störf þeirra séu mikilvæg. „Almennt er borin mikil virðing fyrir sjómönnum, en menn verða meira varir við þá virðingu úti á landi. Mér hefur fundist að því meir sem byggist frá sjó og lengra inn í landið á höfuðborgarsvæðinu, því meir fjari út áhugi fólks á sjómennsku.“ Fyrsti sjómannadagurinn var haldinn hátíðleg- ur árið 1938, í því augnamiði að minna á mik- ilvægi sjómannastéttarinnar og minnast þeirra sem týnt höfðu lífi á sjó. „Í þá daga var dánar- og slysatíðni sjómanna mikil, en sem betur fer hefur dauðaslysum fækkað verulega á móti því sem var þegar hátt á fjórða tug sjómanna fórust á milli sjó- mannadaga. Dánartíðnin var hæst þegar tog- arar fórust með allri áhöfn, en einnig í seinni heimsstyrjöldinni þegar fórust nærri 240 ís- lenskir fiski- og farmenn. Á sjómannadaginn minnumst við þeirra týndu og látnu, bæði með minningarguðþjónustu í Dómkirkjunni og í at- höfn við Minningaröldurnar í Fossvogsgarði, en frá 1938 er talið að á fimmta hundrað sjómanna hvíli í votri gröf,“ segir Guðmundur og bætir við að læknisfræðilegar rannsóknir sýni að sjó- menn eyði 25 prósentum meiri orku við vinnu sína en þeir sem vinna með fast land undir fótum. „Það var ekki fyrr en 1987 að sett var í landslög að öll fiskiskip ættu að vera heima á sjómannadaginn, en áður höfðu þau oft verið send út á veiðar daginn fyrir hátíðina. Sjómenn voru mjög ósáttir og höfðu á orði að dagurinn væri enginn sjó- mannadagur heldur gleðidagur fyrir land- fólk, því þeir væru sjálfir fjarri góðu gamni,“ segir Guðmundur sem sjálfum finnst hátíðlegast við sjómannadaginn sjómannahóf á Broadway, minning- arathafnir og hefðbundin ræðuhöld og heiðranir. GUÐMUNDUR HALLVARÐSSON, FORMAÐUR SJÓMANNADAGSRÁÐS, SEGIR ÍSLENDINGA BERA VIRÐINGU FYRIR SJÓMÖNNUM. SÉRFRÆÐINGURINN GUÐMUNDUR HALLVARÐSSON Formaður sjó- mannadagsráðs. Sjómenn enn sannir dá›adrengir ....fær sjónvarpsstöðin Sýn fyrir að búa til sérstakt myndband til- einkað Liverpool-liðinu sem vann frækilegan sigur á AC Milan í úr- slitaleik Meistaradeildarinnar. HRÓSIÐ Lárétt: 1 hosa,5ótt,6te,7ra,8mar, 9 rúst,10ól,12sko,13más,15ag,16 urta, 18ólar. Lóðrétt: 1 hórdómur, 2ota,3st,4her- togar, 6taska,8mús,11lár, 14stó,17al. Sumar gjafir skipta öll börn máli! Gefum börnum góða sumargjöf FRÉTTAB LAÐ IÐ /PJETU R FRÉTTAB LAÐ IÐ /SIG U R JÓ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.