Fréttablaðið - 30.05.2005, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 30.05.2005, Blaðsíða 38
22 30. maí 2005 MÁNUDAGUR Það kom eflaust mörgum á óvart sem lásu greinina „Fagra Ís- land“ í Fréttablaðinu síðastliðna helgi að Fellahverfið í Breið- holti var eitt af þeim hverfum sem átta hundruð Íslendingar töldu fallegasta stað landsins sem tóku þátt í skoðanakönnun Fréttablaðsins . Það er engin launung á því að Fellahverfið hefur aldrei talist sérstaklega fallegt og hefur fylgt því óorð frá fyrri tíma sökum fjölda fé- lagslegra íbúða í hverfinu. En Fellahverfið er vissulega vanmetið hverfi. Þar er gott að búa og afskaplega barnvænt þó sumar fréttir úr hverfinu máli skrattann á vegginn og gefi það andstæða til kynna. Fellahverfið tilheyrir Breið- holtinu sem skiptist í Efra- Breiðholt, Neðra-Breiðholt og Seljahverfið. Byrjað var að skipuleggja landið í Breiðholt- inu upp úr 1960 og hófst bygging á Fellahverfinu upp úr 1970. Breiðholtið var eitt fyrsta út- hverfi borgarinnar og flykktist þangað aðflutt fólk að lands- byggðinni og fólk sem bráðvant- aði húsnæði. Í Breiðholtinu hafði landslag og veðurfar mikil áhrif á skipulagið og voru fjöl- býlishúsin byggð efst í byggð og lægri hús þegar neðar dró. Sökum veðurfars þurfti að tryggja alhliða þjónustu fyrir íbúa Breiðholtsins og þar var Fellahverfið ekki undanskilið. Í hverfinu er Menningarmiðstöð- in í Gerðubergi, Fellaskóli, Fella- og Hólakirkja, verslunar- kjarninn við Eddufell, leikskóli, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti og íþróttamiðstöð og liggur svokölluð „Fellagata“ utan um allar stofnanir borgarinnar. „Fellagatan“ er líka þaulúthugs- að fyrirbæri þar sem hún geng- ur í hring um hverfið svo auð- veldara sé fyrir strætisvagna að ganga þar. Fellahverfið er gott dæmi um úthverfi frá þessum tíma þar sem öll skipulagning er hugsuð út frá staðarháttum og starf- semi. Fellahverfið hefur dafnað og blómstrað á síðustu árum og er það sannkölluð útivistarpara- dís með Víði- og Elliðarárdal í göngufjarlægð og stuttar og skjólgóðar gönguleiðir innan hverfisins. lilja@frettabladid.is Skipulagt út frá staðarháttum og starfsemi Fellahverfið hefur sjaldan vakið hrifningu borgarbúa af einhverjum ástæðum. Skipulagning Fellahverfisins er þaulúthugsuð og er hverfið byggt með það í huga að þjónusta íbúa sem best. Síðan er hverfið líka afar fallegt, í góðum tengslum við náttúruna og þar er mjög gott að búa. 7 3 5 6 4 1 2 Nýútsprungnir Fíflar teygja blóm sín til himins og bera eflaust þann draum í hjarta að verða einn daginn hærri en Æsufellsblokkin, sem sést í bakgrunni. Það er ekki bara mennskt fólk sem býr í Fellunum heldur kíkja álfar stundum í heimsókn sem gæða hverfið yfirnáttúrulegum og töfrandi blæ. Verið er að leggja túnþökur á Leiknisvöllinn fyrir sumarið enda ófáir Breiðhyltingar sem æfa fót- bolta á vellinum með Leikni og bjóða andstæðingum sínum í heimsókn í sitt heimahverfi. Sumarið er greinilega komið hjá krökkunum í Fellaskóla sem eru eflaust farin að hlakka til sumarfrísins svo þau geti hjólað lengra enn í skól- ann. Ekki vantar gönguleiðirnar í Fellahverfinu og um að gera að tylla sér á heimilislegan bekk og virða útsýnið fyrir sér áður en haldið er lengra á vit ævintýranna í Fellunum. Eitt af fjölmörgum mörkum í Fellahverfinu enda sterk hefð fyrir boltaleikjum, bæði hjá atvinnu- mönnum og okkur hinum. „Langa vitleysan“ svokallaða teygir anga sín svo langt sem augað eygir. Fréttablaðið/Vilhelm 1 2 3 4 5 6 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.