Fréttablaðið - 30.05.2005, Side 38

Fréttablaðið - 30.05.2005, Side 38
22 30. maí 2005 MÁNUDAGUR Það kom eflaust mörgum á óvart sem lásu greinina „Fagra Ís- land“ í Fréttablaðinu síðastliðna helgi að Fellahverfið í Breið- holti var eitt af þeim hverfum sem átta hundruð Íslendingar töldu fallegasta stað landsins sem tóku þátt í skoðanakönnun Fréttablaðsins . Það er engin launung á því að Fellahverfið hefur aldrei talist sérstaklega fallegt og hefur fylgt því óorð frá fyrri tíma sökum fjölda fé- lagslegra íbúða í hverfinu. En Fellahverfið er vissulega vanmetið hverfi. Þar er gott að búa og afskaplega barnvænt þó sumar fréttir úr hverfinu máli skrattann á vegginn og gefi það andstæða til kynna. Fellahverfið tilheyrir Breið- holtinu sem skiptist í Efra- Breiðholt, Neðra-Breiðholt og Seljahverfið. Byrjað var að skipuleggja landið í Breiðholt- inu upp úr 1960 og hófst bygging á Fellahverfinu upp úr 1970. Breiðholtið var eitt fyrsta út- hverfi borgarinnar og flykktist þangað aðflutt fólk að lands- byggðinni og fólk sem bráðvant- aði húsnæði. Í Breiðholtinu hafði landslag og veðurfar mikil áhrif á skipulagið og voru fjöl- býlishúsin byggð efst í byggð og lægri hús þegar neðar dró. Sökum veðurfars þurfti að tryggja alhliða þjónustu fyrir íbúa Breiðholtsins og þar var Fellahverfið ekki undanskilið. Í hverfinu er Menningarmiðstöð- in í Gerðubergi, Fellaskóli, Fella- og Hólakirkja, verslunar- kjarninn við Eddufell, leikskóli, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti og íþróttamiðstöð og liggur svokölluð „Fellagata“ utan um allar stofnanir borgarinnar. „Fellagatan“ er líka þaulúthugs- að fyrirbæri þar sem hún geng- ur í hring um hverfið svo auð- veldara sé fyrir strætisvagna að ganga þar. Fellahverfið er gott dæmi um úthverfi frá þessum tíma þar sem öll skipulagning er hugsuð út frá staðarháttum og starf- semi. Fellahverfið hefur dafnað og blómstrað á síðustu árum og er það sannkölluð útivistarpara- dís með Víði- og Elliðarárdal í göngufjarlægð og stuttar og skjólgóðar gönguleiðir innan hverfisins. lilja@frettabladid.is Skipulagt út frá staðarháttum og starfsemi Fellahverfið hefur sjaldan vakið hrifningu borgarbúa af einhverjum ástæðum. Skipulagning Fellahverfisins er þaulúthugsuð og er hverfið byggt með það í huga að þjónusta íbúa sem best. Síðan er hverfið líka afar fallegt, í góðum tengslum við náttúruna og þar er mjög gott að búa. 7 3 5 6 4 1 2 Nýútsprungnir Fíflar teygja blóm sín til himins og bera eflaust þann draum í hjarta að verða einn daginn hærri en Æsufellsblokkin, sem sést í bakgrunni. Það er ekki bara mennskt fólk sem býr í Fellunum heldur kíkja álfar stundum í heimsókn sem gæða hverfið yfirnáttúrulegum og töfrandi blæ. Verið er að leggja túnþökur á Leiknisvöllinn fyrir sumarið enda ófáir Breiðhyltingar sem æfa fót- bolta á vellinum með Leikni og bjóða andstæðingum sínum í heimsókn í sitt heimahverfi. Sumarið er greinilega komið hjá krökkunum í Fellaskóla sem eru eflaust farin að hlakka til sumarfrísins svo þau geti hjólað lengra enn í skól- ann. Ekki vantar gönguleiðirnar í Fellahverfinu og um að gera að tylla sér á heimilislegan bekk og virða útsýnið fyrir sér áður en haldið er lengra á vit ævintýranna í Fellunum. Eitt af fjölmörgum mörkum í Fellahverfinu enda sterk hefð fyrir boltaleikjum, bæði hjá atvinnu- mönnum og okkur hinum. „Langa vitleysan“ svokallaða teygir anga sín svo langt sem augað eygir. Fréttablaðið/Vilhelm 1 2 3 4 5 6 7

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.