Fréttablaðið - 30.05.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 30.05.2005, Blaðsíða 20
„Þetta er nú bara gamall hjallur,“ segir Örn Ingólfsson hógvær þegar Möllershúsi er hrósað fyrir snoturleika. Hann stendur við að mála glugga eitt lognvært síðdegi við fjörðinn. Möllershús nálgast það að verða eitt hundrað ára gamalt að sögn Arnar. Það virðist hinsvegar enginn hjallur vera enda er það eitt af hinum vinalegu húsum á Hjalteyri sem vel hefur verið haldið við. Örn segir galvaníser- uðu klæðninguna ótrúlega sterka og endingargóða. „Hún þarf al- veg sáralítið viðhald,“ segir hann. Nú er Möllershús sumarbústaður Arnar og konu hans Elsu Val- garðsdóttur og reyndar segir Örn frúna eiga húsið. 30. maí 2005 MÁNUDAGUR Stigar, allar gerðir Innihurðir Parket Verkstæðisþjónusta Trésmíði og lökkun Imex ehf. Lyngháls 3 Árbæjarhverfi Sími 567 1300 www.imex.is „Ég er búinn að eiga þennan bát í þrjú ár og hef varið miklum tíma í að taka hann í gegn enda er ég með bátadellu,“ segir Héðinn brosandi, þegar blaðasnápar hitta hann við Grandagarð. Hann tekur þeim vel og dregur bátinn að bryggjunni svo þeir komist um borð. „En ég hefði nú ekki verið í þessum galla ef ég hefði átt von á gestum,“ segir hann glaðlega. Héðinn er Austfirðingur og kveðst hafa verið orðinn skip- stjóri á Eskifirði 12 ára. Skrúðs- nafnið er að austan en samt er báturinn norðan úr landi, smíðað- ur á Akureyri 1975 og er eitt síð- asta verkið í íslenskri tréskipa- smíði, að því er Héðinn upplýsir. „Báturinn er 23 tonn og var gerð- ur út frá Húsavík í 30 ár og hét Fanney ÞH. Það var sómafólk sem átti hann enda er hann með sál,“ segir hann. Skrúður er fjölskyldufleyta og meðfram hliðunum er net til að barnabörnin detti síður í sjóinn. Þegar Héðinn er spurður hvort þetta sé gott sjóskip svarar hann fastmæltur: „Já, þetta er sjó- borg.“ Undir bláum kassa fram á dekki eru þrjár handfærarúllur, smíðaðar í Færeyjum. Þær má Héðinn nota til að veiða sér í soð- ið en engan á hann kvótann. „Þeg- ar ýsan bítur á þá er konan með pottinn tilbúinn hérna niðri,“ seg- ir hann hlæjandi og býður til stofu. „Þetta er nú herbergið sem þorskurinn var hafður í,“ segir hann þegar komið er niður í lest. Nú er þar allt í senn, stofa, hjóna- herbergi og eldhús. Rennandi vatn er í krananum og Héðinn bendir á styttu af sel, sposkur. „Selurinn sér um vatnið. Hann er vatnsveitustjóri.“ Frammi í lúkar er vistlegt herbergi fyrir barna- börnin, kojur og bekkir og í brúnni kveðst Héðinn vera með öll bestu siglingatæki veraldar- innar. Meira að segja astek. „Þeg- ar varnarliðið fer þá tek ég örugg- lega að mér kafbátaeftirlitið,“ segir hann hlæjandi. gun@frettabladid.is Fljótandi sumarbústaður fjölskyldunnar Lystiskipið Skrúður liggur í Reykjavíkurhöfn tilbúið til sjóferða undir stjórn eigandans Héðins Emils- sonar. Báturinn er 23 tonn og er nú sannkölluð fjölskyldufleyta. Héðinn kveðst búinn að verja miklum tíma í að taka Skrúð í gegn enda er hann bæði fínn og flottur. Sterk klæðning og endingargóð Möllershús á Hjalteyri er eitt þeirra húsa á Norðurlandi sem klætt er galvaníseraðri klæðningu. Möllershús var byggt á öndverðri 20. öld og ber aldurinn vel. „Það þarf öðru hvoru að mála glugg- ana,“ segir Örn og nostrar við verkið. Héðinn sýnir hvar björgunarbáta og öryggisbúnað er að finna. Selur eftir Guðmund frá Miðdal er vatnsveitustjóri. Eldhúsið er snoturt í Skrúði. Í lúkarnum er plássið fyrir farþegana. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G U N .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.